Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
23
Hættuleg ljósmynd?
Myndin „hættulega" af sjávarútvegsráðherrum íslands og- Noregs
í glaðlegum samræðum á bílastæðinu utan við flugstöðvarbygg-
inguna í Bodo.
Uppi varð fótur og fit meðal
varðmanna norska hersins þeg-
ar fréttaritari „Fiskaren", Tor-
ill MUnter, tók meðfylgjandi
mynd af sjávarútvegsráðherr-
um íslands og Noregs, Halldóri
Asgrímssyni og Bjarna Mork
Eidem, þegar Halldór heimsótti
hinn norska starfsbróður sinn
um daginn. Þótt myndin sé hin
sakleysislegasta að sjá þótti
hermönnum vissara að hafa
allan varann á og vildu gera
filmur og vélar ljósmyndara
upptækar af öryggisástæðum.
Ráðherrarnir voru að koma til
Bodo í Norður-Noregi með flugvél
og lentu á herflugvellinum þar.
Blaðamenn biðu þeirra eins og
títt er við slíkar heimsóknir. A
bílastæðinu utan við flugstöðvar-
bygginguna stöldruðu ráðherr-
arnir við, blaðamenn ræddu við
þá um fískirí og ljósmyndarar
smelltu af. Þá bytjaði ballið. Varð-
menn komu gráir fyrir jámum og
heimtuðu myndavélar af ljós-
myndurum, sem voru frá „Fiskar-
en“ og „Nordlandsposten". Sögðu
þeir þarna vera bannsvæði hersins
og myndatökur alls ekki leyfðar.
Ljósmyndaramir voru aldeilis ekki
á því að láta myndavélar sínar
af hendi, enda töldu þeir sig ein-
urigis hafa tekið sakleysislegar
myndir af tveimur ráðhermm að
ræða aflabrögð. Herinn krafðist
þess þá að hafa menn viðstadda
framköllun fílmanna og var það
látið eftir þeim. Þegar hins vegar
komið var inn á ritstjórn „Nord-
landsposten“, þar sem átti að
framkalla filmumar, var ritstjór-
inn ekki aldeilis á þeim buxunum
að hafa hervörslu í myrkrakomp-
um sínum og fleygði dátunum á
dyr. Við það reiddist offisérinn í
Boda og hótaði að kæra ritstjó-
rann til lögreglu. í leiðara „Fisk-
aren“ á föstudag er fjallað um
þetta atvik og segir þar m.a. um
framkomu hersins: „Osvífnin get-
ur stundum orðið svo mikil, að
hún samlagast hugtakinu
„heimsku.“ Sven R. Helskog rit-
stjóri „Nordlandsposten" hefur
kært atvikið til samtaka fjölmiðla
í Noregi.
Morgunblaðið/Sverrir
Heilsugæslustöðin við Hraunberg í Breiðholti er um 900 fermetrar
að stærð með aðstöðu fyrir sex lækna.
Breiðholt:
Um 25 milljónir til
heilsugæslustöðvar
UM 25 milljónum króna var í ár
veitt til heilsugæslustöðvarinnar
við Hraunberg í Breiðholti, sem
þjóna á Breiðholti I og III. Að
sögn Guðmundar Pálma Kristins-
sonar yfirverkfræðings bygginga-
deildar Reykjavíkurborgar,
standa vonir til að lokið verði við
lagningu loftræstistokka og ann-
arra lagna í stöðinn á þessu ári
og hún máluð.
Heildarkostnaður við heilsugæslu-
stöðina er um 86 milljónir króna og
greiðir ríkið 85% kostnaðarins en
Reykjavíkurborg 15%. Bygginga-
framkvæmdir hófust haustið 1986
en staðið hefur á fjárveitingum úr
ríkissjóði til framkvæmdanna að
sögn Guðmundar. Er vonast til að
nægilegt fé fáist á næsta ári til kaupa
á búnaði og að stöðin geti þá fljót-
lega tekið til starfa. Heilsugæslu-
stöðin er 900 fermetrar að stærð og
er gert ráð fyrir að sex læknar starfi
við hana í framtíðinni auk hjúkrun-
ar-_og skrifstofufólks.
Ákveðið hefur verið að reisa aðra
heilsugæslustöð í Seljahverfí á lóð
neðan við Olduselsskóla og á hún
að þjóna Breiðholti II. Hefur 1 millj-
ón króna verið veitt til frumhönnunar
hennar.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga:
Gjaldþrotíð kemur víð
marga og ýmsír óttast
keðjuverkandi áhrif
ATVINNULÍF á Hvammstanga varð fyrir töluverðu áfalli þegar
hin rótgróna Verslun Sigurðar Pálmasonar var lýst gjaldþrota
22. júlí síðastliðinn. Ljóst er að gjaldþrotið kemur við marga,
bæði fyrirtæki og einstaklinga. Fimmtán manns misstu vinnu sina
við gjaldþrotið. Ottast margir að gjaldþrotið hafi keðjuverkandi
áhrif þar sem fjárhagur margra skuldareigenda stóð höllum
fæti fyrir. Má þar nefna að Sparisjóðurinn á staðnum þarf að
taka á sig þriðja skellinn á tveimur árum; fyrst var Vélamiðstöð-
in hf. lýst gjaldþrota 1986, þá hænsnabú sem rekið var á Þóreyj-
anúpi á Vatnsnesi og loks Verslun Sigurðar Pálmasonar. Þessir
þrír aðilar áttu allir viðskipti við Sparisjóðinn. Þá skuldaði versl-
unin hreppnum um 5,6 milljónir króna, aðallega vegna vangold-
inna gatnagerðargjalda.
Oskað var eftir gjaldþrota-
skiptum eftir að reikningar
síðasta árs og bráðabirgðauppgjör
fyrstu mánuða þessa árs lágu fyr-
ir. Reikningar sýndu að bókfært
eignafé fyrirtækisins var neikvætt
um 56 milljónir króna og var um
tap á rekstrinum að ræða fyrstu
mánuði þessa árs.
Skömmu eftir gjaldþrot Sigurð-
ar Pálmasonar hf. stofnuðu um
70 einstaklingar hlutafélag um
rekstur verslunarinnar. Þeir
keyptu dagvörulagerinn og gerðu
leigusamning sem gildir til janúar
á næsta ári. Verslunin heitir nú
Vöruhús Hvammstanga hf. og
stjórnarformaður hins nýja félags
er Haraldur Tómasson læknir.
Verslunin er í helmingi þess hús-
næðis sem Verslun Sigurðar
Pálmasonar var starfrækt í. Fjór-
ir vinna í versluninni og er hún
opin frá kl. 11 til 6. Að sögn
Haraldar Tómassonar hyggst hið
nýja hlutafélag ekki fara út í sam-
keppni við Kaupfélag Vestur-
Húnvetninga á staðnum heldur
veita því heilbrigt aðhald.
Kaupfélagið stendur nokkuð
traustum fótum og í kjölfar gjald-
þrots Verslunar Sigurðar Pálma-
sonar bættust því nýir viðskipta-
vinir. Vöruhús Hvammstanga
hætti lánsviðskiptum, en veitir
þess í stað 5% staðgreiðsluafslátt,
hvort sem greitt er með reiðufé
eða greiðslukorti. Haraldur Tóm-
asson, stjómarformaður, sagðist
bjartsýnn á framtíð Vöruhússins
Haraldur Tómasson sijórnar-
formaður Vöruhússins á
Hvammstanga.
og sagði það „komið til að vera".
Gjaldþrotið á Hvammstanga
var erfíður biti fyrir marga að
kyngja, einkum eldra fólkið sem
tengir sögu staðarins gjaman við
Verslun Sigurðar Pálmasonar.
Sigurður Pálmason fæddist 21.
febrúar 1884 á Æsustöðum í
Vestur-Húnavatnssýslu og nam
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Steinhúsið sem Sigurður Pálmason byggði árið 1926. Þar var
rekin verslun til ársins 1982.Í bakgrunni er nýja verslunarhús-
næðið en verslunin var á neðstu hæð hússins.
hann búfræði í Noregi. Hann hóf
verslunarrekstur á Hvammstanga
árið 1913 ogbyggði stórt steinhús
árið 1926, þar sem útgerðarfyrir-
tækið Meleyri er nú til húsa. Sig-
urður keypti sláturhús Kaupfélags
Vestur-Hunvetninga og starf-
rækti það þar til hann byggði
nýtt og fullkomnara sláturhús
ásamt frystihúsi.
Bændur taka slátur-
húsið á leigu
Sláturhúsið hefur verið rekið á
undanþágu mörg undanfarin ár,
eins og nær helmingur allra slát-
urhúsa í landinu. Nú hafa um 30
bændur í Húnavatnssýslu hins
vegar tekið sláturhúsið á leigu og
hyggjast þeir hefja slátrun í þess-
ari viku.
Það er bændum mikið kapps-
mál að reka sláturhúsið því þeir
hafa undanfarin ár haslað sér
völl með ófryst kjöt. Sláturhúsið
er lítið og er lítill tilkostnaður við
að hefja og hætta slátran og
bændur vinna iðulega sjálfir við
slátrunina. Stærri sláturhús eru
hins vegar óhagkvæm að sögn
Sigfúsar Jónssonar bónda í Lind-
arbrekku, sem segir þau ekki í
stakk búin að slátra í óhefðbund-
inni sláturtíð þar sem þau séu
frek á mannafla. Sigfús sagði að
um fjórðungur þess fjár sem slátr-
að var 1987 hefði farið ófryst á
markað og að þessi markaður
væri að aukast. „Það væri skref
aftur á bak að hætta þessum litlu
slátrunum. Þetta er yfírborgaður
markaður sem kemur bændum og
neytendum til góða,“ sagði Sigfús
Jónsson.
Bændumir hafa sótt um slátur-
leyfí til landbúnaðarráðuneytis en
enn er óvíst hvemig farið verður
með þá umsókn. Ef vel tekst til
með reksturinn næstu mánuði
stefna bændur að því að gera
húsið löggilt, að því tilskildu að
þeir fái sláturleyfí. í sláturhúsinu
er góð frystigeymsla sem tekin
var í gegn í fyrra fyrir talsverða
upphæð, að sögn Sigfúsar. Hann
sagði að brýnustu lagfæringamar
á sláturhúsinu felist í þvi að hægt
verði að lesa saman skrokk og
innyfli. Það er, að dýralæknir
geti samtímis skoðað skrokk dýrs-
ins sem slátrað hefur verið og
innyfli þess. Til þess að svo megi
vera verður að/setja upp nýtt
færiband og auk þess þurfa að
koma til ýmsar smærri lagfæring-
ar.