Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 31 Flugskólamenn um skýrslu um öryggismál í flugi: Stendur yfirvöld- um nær að bæta sig Margt í skýrslunni fellur undir atvinnuróg „ÉG GET nú byrjað á að segja, að þessir menn sem gerðu skýrsluna hafa aldrei komið hér mn,“ sagði Jytte Marcher Jónsson hjá Flug- skóla Helga Jónssonar þegar hún var beðin að segja álit sitt á þeirri gagnrýni, sem fram kemur á störf flugskóla í skýrslu um öryggi i einkaflugi. 1 skýrslunni eru flugskólar gagnrýndir harðlega fyrir slæleg vinnubrögð, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á sunnu- dag. Jytte sagði þessa skýrslu vera atvinnuróg, sem ekki ætti við rök að styðjast, og Oddur Jónsson hjá flugskólanum Flugtaki sagði að sér sýndist gagnrýnin ekki síður eiga við um reglur og vinnu- brögð yfirvalda, sem bera ábyrgð á skipulagi flugmála. „Þetta er hreinn og klár atvinn- undirslqota ekki brautina, Þú getur urógur,“ sagði Jytte Mercher Jóns- ekki heldur kennt þeim þar að meta son. „Þeir ættu frekar að reyna að veðrið. Það eru ákveðnir menn sem langar að vera með þetta tæki og. fá að starfrækja það á frídögum." taka saman skrá um hvetjir hafa kennt þeim mönnum sem eru að lenda fyrir utan braut og eru að gera allar þessar skyssur. Við erum mjög rejð og sár að fá þetta yfir okkur. Á næsta ári erum við búin að vera hér á flugvellinum og kenna flug í 25 ár og við höfum alltaf talið okkur standa okkur í stykk- inu. Það þýðir ekki fyrir það opin- bera að gefa út svona skýrslu og koma svo og klappa á bakið á okk- ur og segja: „Það er nú ekki átt við þig!,“ sagði Jytte. Meðal þess sem gagnrýnt er í skýrslunni er að flugskólar kenni á einkavélar, sem nemendur eru skráðir hlutaeigendur að, allt niður í 1% eignarhlutfall, og að kennsla úti á landi sé mjög ófullkomin. „Við höfum alltaf verið á okkar eigin vélum, við kennum ekki á neinum einkavélum og við kennum ekki úti á landi. Öll kennslan fer fram hér og hér eru fastir flug- kennarar á launum allt árið. Á tíma- bili minnkaði kennslan hér, því að þá komst þessi tíska á að kaupa sér bara hlut í flugvél og komast síðan einhem veginn yfír skírteini. Og þegar menn höfðu einhvem veg- inn komist yfir skírteini, jafnvel atvinnuflugmannsskírteini, þá settu þeir á fót flugskóla og byijuðu að kenna. Menn auglýstu og auglýstu, það kemur hópur af fólki og það er hvatt til þess að kaupa sér „rellu“ eins og sagt er og svo komu menn- imir bara og kenndu á þetta. Á þessu tímabili minnkaði kennslan hjá okkur. Um tíma þurftum við að fá flugkennara úr þeirra hópi og það var hreinasti hryllingur,“ sagði Jytte. Hún sagði að þau hefðu minnkað við sig á meðan þetta tímabil væri að ganga yfír, en það virtist vera í rénum núna. Jytte kvaðst vera sammála þeim tillögum nefndarinnar, sem vann skýrsluna, að þrengja reglur um notkun einkavéla í kennslu. Hik- laust ætti að afnema slíkar heimild- ir. „Og svo á að hafa gætur á hveij- ir verða flugkennarar. Það er ekki sjálfgefið, þó að maður komist ein- hvem veginn yfir atvinnuflug- mannsskírteini, að hann sé þar með hæfur til að kenna flug. Að kenna flug er feikimikil vinna, ef það á að bera einhvem árangur. Og það hefur gífurlega mikið að segja að ala nemandann upp í fluginu, að umgangast flugvélina með honum. Ef menn eru alltaf i kennsluvélinni með því hugarfari að þeir ættu að vera á öðmm stað, þá getur þetta aldrei lánast," sagði Jytte og skírskotaði til þeirra, sem kenna flug til að safna tímum á meðan þeir bíða eftir starfi hjá flugfélagi. „Líka hafa verið á ferð atvinnuflug- menn, sem em að ná sér í skatt- fijálsa peninga. Þeir hafa farið upp um allar sveitir eins og ryksugur og smalað inn námskeiðum þar sem kannski heimingurinn af nemend- unum hefur náð prófi.“ Ein tillaga nefndarinnar er að keyptir skuli flughermar til að nota við kennslu og þjálfun flugmanna. Um það segir Jytte: „Þetta er bara bull. Þú getur ekki kennt mönnum þar lendingar, að yfirskjóta ekki eða Jytte gagnrýnir harðlega þá til- lögu nefndarinnar að færa atvinnu- flugnám inn í Háskólann. „Við fáum enga betri flugmenn með því. Þvert á móti. Við þekkjum það hér úr flugkennslunni, að hingað koma alls konar menn sem geta slengt tölvu upp á borð og reiknað hundr- að formúlur í hvelli, en að þeir hafí nokkra tilfínningu fyrir flugvélum eða flugi, það er ekki til. Við fáum þá lakari flugmenn. Flugið er bara hreinn og klár fagskóli og það er hætt við að menn rofni úr tengslum við það ef þeir eiga að læra það í háskóla. Einhverjir bestu flugmenn sem maður hefur kynnst eru til dæmis iðnaðarmenn, sem hafa brennandi áhuga á fluginu, sjálf- stæðir duglegir menn sem geta rek- ið nagla í spýtu án þess að hann bogni, ekki einhverjir sem hafa bara setið í skóla alla sína tíð. Það er ekki nóg að menn séu bara með í huga: „Ja ég er nú stúdent, jafn- vel verkfræðingur", við höfum haft hina menntuðustu menn sem hefur gengið mjög illa að skilja einföld- ustu hluti af því að það var öðruv- ísi kennt í Háskólanum. Einn höfð- um við, eðlisfræðing, sem neitaði að til væri afl sem heitir miðflótta- aflið. Hann var að sýsla við ein- hveija allt aðra krafta. Við gáfumst upp en trúum því að hann muni einhvem tíma kynnast miðflóttaafl- inu á flugleiðinni," sagði Jytte M. Jónsson að lokum. „Þetta kemur eiginlega öfugt út, því að þeir eru að gagnrýna sjálfa sig,“ sagði Oddur Jónsson hjá flug- skólanum Flugtaki aðspurður um álit á gagnrýni skýrslunnar. „Það eru þeir sem eiga að sjá um þetta. Það kemur nefnilega ekkert frá yfirvöldum um hvernig þetta eigi að vera, þannig að þeir geta ekki ætlast til að ástandið sé betra en það er.“ Oddur sagði gagnrýni skýrslunnar ekki geta átt við um Flugtak, en kvaðst ekki geta sagt um aðra aðila. „Flugkennsla hjá okkur er orðin töluvert samræmd, menn hafa hér samráð um kennsl- una. Við erum tiltölulega nýteknir við fyrirtækinu og búnir að breyta þessu töluvert.“ Oddur var spurður um réttmæti þeirrar gagnrýni, að samkeppni flugskóla væri svo mikil, að kæmi mður á fjárhagi þeirra og getu til að sinna viðhaldi flugvéla. „Það er ekki rétt,“ sagði hann. „Það er al- gjör fjarstæða. Viðhald flugvélanna er bundið ákveðnum tímum og eftir þennan ákveðna tímafjölda flýgur vélin ekki. Þá er hún orðin óflug- hæf.“ Um þá fullyrðingu, að flug- virkjar hafi útskrifað vélar án þess að þær væru í lagi, sagði Oddur: „Það er náttúrulega þeirra mál að hafa aðhald á því, þeir eru ábyrgir fyrir því flugvirkjarnir þannig að ég myndi ekki halda að þeir skrif- uðu út eitthvað sem ekki er í lagi. Flugvirkinn er ábyrgur fyrir sinni vinnu gagnvart loftferðaeftirlitinu." Oddur sagði Flugtak vera með eigið námsefni, sem kennarar skól- ans hafa tekið saman. Hann sagði að það væri til bóta að fá námsefni á íslensku, eins og skýrslan mælir með að gefið verði út. Skýrslan gagnrýnir flugkennslu úti á landi, einkum vegna þess að kennslan sé léleg og að þjálfun skorti við stjómað flug að flugvöll- um eins og t.d. í Reykjavík. „Það er til í dæminu," sagði Oddur. „Hingað hafa komið menn utan af landi sem hafa ekki vitað hvað sneri upp eða niður." Hann sagði Flugtak hafa sent kennara út á land áður fyrr, en eftir að hann og fleiri tóku við skólanum í ársbyijun hafi slíkt ekki verið gert. Morgunblaðið/Kr.Bén. Dr.Björn Björnsson fiskifræðingur aðstoðar Peter Smith við valið á lúðunum sem sendar voru til Skotlands. Eitt þúsund lifandi lúður til Skotlands Grindavík. SKOSKI sjávarlíffræðingurinn, Peter Smith, sem var staddur í Keflavík í síðustu viku í þeim tilgangi að kaupa lifandi lúður hélt utan siðast liðinn laugardag með norska tankskipinu Gunnar Junior og hafði eitt þúsund lúðum i farteskinu. Upphaflega ráðgerði Peter Smith höfðu aflast á laugardag þó fullri að fá 1500 lúður til tilraunaeldis í skoskri tilraunaeldisstöð, sem rekin er af skoska ríkinu, en þær vonir brugðust þar sem veður hamlaði veiðum fyrstu tvo dagana sem þær voru fyrirhugaðar. Norska tankskipið sem flytur lúð- umar er bundið öðmm verkefnum og því var haldið utan til Skotlands með þær þúsund lúður sem þegar tölu væri ekki náð. Að sögn Dr. Björns Björnssonar fiskifræðings sem aðstoðaði skot- ann við móttökuna á lúðunni var hann þokkalega ánægður með feng- inn en svo verður að bíða og sjá til hvort tekst að ala lúðumar í Skotlandi líkt og hefur tekist í Grindavík. Kr.Ben. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 16. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Steinbítur Langa Lúöa Koli Skötuselur Samtals Selt var aðallega úr Stálvík Sl, Jökli VE, Frá VE og Sæfaxa VE. I dag verða m.a. seld 112 tonn af þorski, 6 tonn af ufsa, 3 tonn af karfa, 5 tonn af undirmálsfiski og 2 tonn af blönduöum afla úr Otri HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) 39,00 36,00 36,52 49,886 1.821.612 63,00 20,00 60,08 7,843 471.201 17,00 15,00 16,50 92,420 1.525,382 21,00 19,00 20,89 11,640 243.161 26,00 23,00 23,27 1,048 24.382 26,00 26,00 26,00 0,476 12.379 170,00 70,00 132,96 0,202 26.864 29,00 29,00 29,00 0,257 7.452 185,00 185,00 185,00 0,006 1.110 25,24 163,779 4.133.543 Þorskur 40,00 37,00 37,58 121,270 4.557.457 Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,018 270 Ýsa 76,00 35,00 62,44 3,091 193.005 Karfi 22,00 20,00 20,74 1,623 33.658 Ufsi 19,00 15,00 17,70 31,987 566.050 Steinbítur 22,00 22,00 22,00 0,220 4.840 Hlýri 21,00 21,00 21,00 2,194 46.079 Langa 23,00 23,00 23,00 0,680 15.640 Lúða 185,00 80,00 103,19 0,578 103,19 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,736 29.440 Skarkoli 38,00 32,00 36,20 1,823 65.932 Skötuselur 210,00 210,00 210,00 0,009 1.290 Samtals 33,94 164,230 5.573.962 Selt var aðallega úr Vigra RE. í dag verða m.a. seld 15 tonn af ufsa og 15 tonn af karfa úr Þrymi BA. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 39,00 26,50 37,66 26,428 995.182 Undirmál 20,00 16,00 17,54 6,240 109.440 Ýsa 69,50 31,00 44,54 11,575 515.501 Ufsi 15,60 15,00 15,01 2,925 43.898 Karfi 19,00 15,00 17,14 4,584 78.583 Steinbitur 24,00 24,00 24,00 0,278 6,672 Hlýri+steinb. 24,00 24,00 24,00 0,039 936 Skarkoli 40,50 40,50 40,50 0,660 26.730 Lúða 122,00 65,00 91,71 0,140 12.895 Grálúða 5,00 5,00 5,00 0,128 640 Skata 50,00 50,00 50,00 0,012 600 Samtals 33,79 53,010 1.791.077 Selt var aðallega úr Sigurborgu KE og Þuríði Halldórsdóttur GK. I dag verða seldir 250 kassar af blönduðum afla úr Gnúpi GK og 840 kassar af þorski úr Hauki GK. Grænmetisverð á uppboðsmörkuðum 16. ágúst. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 93,14 2,170 202.120 Sveppir(1 ,fl.) 444,00 0,148 65.712 Sveppir(2.fl.) 220,00 0,044 9,680 Tómatar 136,49 4,392 599.460 Paprika(græn) 252,00 0,500 126.000 Paprika(rauð) 365,00 0,270 98.550 Paprika(gul) 394,82 0,055 21.715 Paprika(blá) 314,00 0,020 6.280 Gulrætur(ópk.) 184,60 1,630 300.900 Gulræturjpk.) 171,51 1,390 238.400 Jöklasalat 123,80 0,435 53.855 Blómkál 82,73 1,288 106.561 Kínakál 134,36 1,452 195.084 Hvítkál 86,94 8,160 709.400 Spergilkál 203,71 0,255 51.945 Sellerí 173,68 0,370 64.260 Eggaldin 157,50 0,050 7.875 Smágúrkur 93,80 0,025 2.345 Rófur 88,38 2,000 176.750 Kinahreðkur 97,00 0,005 485 Bufftómatar 124,00 0,018 2.232 Sérrítómatar 303,00 0,004 1.212 Chilipipar 399,00 0,005 1.995 Chilipip.(gulur) 403,00 0,004 1.612 Samtals 3.137.960 Einnig voru seld 216 búnt af grænkáli fyrir 6.912 krónur, eða 32 króna meðalverö, 200 búnt af dilli fyrir 8.800 krónur, eða 44 króna meðalverð, 400 búnt af steinselju fyrir 12.900 krón- ur, eða 32,25 króna meðalverð, 1.230 stykki af salati fyrir 64.920 krónur, eða 52,78 króna meöalverö,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.