Morgunblaðið - 17.08.1988, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
, , Morgunblaðið/Rúnar Þór
Arni Arnason eigandi húsnæðis númer 26 við Glerárgötu vill að lánsloforð Húsnæðismálastjórnar verði einskorðað við húsnæði sitt. Sigurður
E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins segir hinsvegar að engin loforð né samningar um það húsnæði hafi verið
undirritaðir. Undirbúningsfélagið að Félagsstofnun stúdenta á Akureyri ætti því að geta keypt íbúðir á frjálsum markaði, eins og nú stendur
til að gera.
Lánsloforðið ekki bundið
við húsnæði Glerárgötu 26
- segir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins
Þýskur tón-
listarmað-
ur á Norð-
urlandi
ÞÝSKUR tónlistarmaður, sem
kallar sig Hans Blues and Boogi-
e.raun á næstunni ferðast um
Norðurland á vegum Jassklúbbs
Akureyrar. Þetta er í annað
skiptið sem Hans kemur til lands-
ins, en hann hélt tónleika hér um
svipað leyti í fyrra.
Hans spilar á ýmsar gerðir af
gíturum og syngur með allar teg-
undir af blús, segir í fréttatilkynn-
ingu. Hann heldur tónleika í Hótel
Reynihlíð við Mývatn þann 18.
ágúst. 19. og 20. ágúst heldur hann
tónleika á veitingastaðnum Uppan-
um á Akureyri og þaðan heldur
hann til Reykjavíkur. í lok ferða-
lagsins heldur hann síðan tónleika
á Hótel Höfn í Homafirði þann 24.
ágúst. Þessi tónleikaferð hans hér-
lendis er hluti af tónleikaferð um
Evrópu sem hann fer í árlega.
Hans Blues and Boogie
STJÓRN Húsnæðisstofnunar
ríkisins fundaði sl. mánudag um
málefni stúdentaíbúða á Akur-
eyri og hélt sig við fyrri ákvörð-
un um 25 milljóna króna lánslof-
orð á yfirstandandi ári. Jafn-
framt var á fundinum lagt fram
bréf frá Arna Árnasyni eiganda
húss númer 26 við Glerárgötu,
sem til álita kom að kaupa fyrr
á árinu af hálfu áhugamanna-
samtaka um málefni háskólans.
í bréfinu fer hann þess á leit
við stjórnina að hún einskorði
lánsloforðið við Glerárgötu 26
og að réttir aðilar gangi til
samninga við sig svo skjót lausn
fáist á húsnæðisvanda stúdenta.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið í gær búast
við að stjómin tæki afstöðu til
erindis Árna á næstu einni til
tveimur vikum. Spurningin væri
aðeins sú hvort lánsloforðið skuli
einskorðað við Glerárgötu 26.
„Lánsloforðið var veitt stúdenta-
görðum á Akureyri í vor og á fundi
sínum í fyrradag sá stjórnin enga
ástæðu til _að ítreka þá samþykkt.
Það sem Árni er að fara fram á
er að Húsnæðismálastjórn ein-
skorði sig við það að lánið fari til
kaupa á Glerárgötu 26 og ekkert
annað. Húsnæðismálastjórn hefur
hinsvegar þegar tekið þá afstöðu
gagnvart stúdentasamtökunum að
þetta lán megi notast til kaupa á
hvaða íbúðum sem samtökin telja
boðlegar og hæfa fyrir slíka starf-
semi,“ sagði Sigurður.
Það undirbúningsfélag, sem
nýlega var sett á laggimar til
kaupa á stúdentaíbúðum, hefur
farið þess á leit við Húsnæðismála-
stjóm að það fái að yfirtaka lánslo-
forðið af Skildi, sem ekki þótti
hæft til að standa að slíkum kaup-
um samkvæmt skilgreiningu fé--
lagsmálaráðuneytisins. Yfirtöku-
beiðnin mun vera í athugun innan
stofnunarinnar og sagðist Sigurð-
ur fastlega búast við að 'á hana
yrði fallist. Stúdentasamtökin hafa
látið hafa það eftir sér að áhugi
sé mestur fyrir íbúðakaupum á
fijálsum markaði enda myndu þær
verða bestar í endursölu þegar að
því kæmi að byggja varanlega
stúdentagarða.
Ennfremur segir Árni í bréfi
sínu til Húsnæðismálastjórnar frá
14. júlí sl.: „Málið virðist vera
komið í sjálfheldu og enda þótt
mér sé vel ljóst, að Húsnæðisstofn-
un beri ekki skylda til að stuðla
að samtökum tií að eiga og reka
stúdentagarð á Akureyri, þá hafa
mál þróast þannig að tii stendur
— að áliti stjórnar Eyrar hf. —
að misnota frumkvæðið og lánslof-
orð á þann hátt, að gæti teflt þessu
markmiði í tvísýnu. Þess vegna
eru ofangreind tilmæli sett fram
og stjóm Húsnæðisstofnunar beð-
in að taka af skarið um hvort það
sé raunverulegur vilji hennar að
umræddri fjánæitingu sé varið til
að kaupa ótilteknar íbúðir á ýms-
um stöðum á Akureyri — ýmist
nýjar eða notaðar — eða herbergi
og íbúðir á einum stað í húsi, sem
er sérstaklega hannað sem stúd-
entabústaður í samræmi við kröfur
Húsnæðisstofnunar. “
í bréfi sem Húsnæðismálastjórn
skrifaði Guðmundi Stefánssyni
formanni Skjaldar þann 29. mars
sl. kemur fram að stjórnin hafði
samþykkt að veita Skildi lán úr
Byggingasjóði verkamanna að
fjárhæð 25 millj. kr. til byggingar
eða kaupa á 20 íbúðum. Lánið
væri fyrsti hluti heildarláns til
framkvæmdanna og ætti íjár-
hæðin að koma til útborgunar með
jöfnum greiðslum mánaðarlega á
tímabilinu júli til desember 1988.
Gögn þyrftu að berast fýrir 1. júní
ella myndi útborgun seinka. Þá
segir ennfremur í bréfi Húsnæðis-
málastjórnar: „Þegar. gögnin hafa
borist, má vænta þess að stjórnin
taki ákvörðun um veitingu síðari
hluta heildarlánsins þannig að
samtals nemi það allt að 85% af
samþykktum byggingarkostnaði
eða kaupverði hlutaðeigandi íbúða.
Mun síðari hlutinn þá væntanlega
koma til greiðslu í tólf jöfnum fjár-
hæðum, þ.e. mánaðarlega á árinu
1989.“ Sigurður sagði að í þessu
svarbréfí stofnunarinnar til
Skjaldar væri hvergi minnst á
Glerárgötu 26 né heldur í sam-
þykkt Húsnæðismálastjórnar. Því
hefðu engin loforð eða samningar
verið undirritaðir varðandi það
húsnæði.
Athugasemd vegna hestaíþróttamóts í Mosfellsbæ:
Eyf irskum hestamönn-
umvar bönnuð þátttaka
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi athugasemd frá
Jónsteini Aðalsteinssyni for-
manni íþróttadeildar hesta-
mannafélagsins Léttis, Akur-
eyri, vegna hestaíþróttamóts í
Mosfellsbæ dagana 12.-14.
ágúst 1988.
„Ég, og eflaust margir aðrir,
vil mótmæla því að mót þetta
verði kallað íslandsmót í hesta-
íþróttum og sigurvegarar hverrar
greinar kallaðir íslandsmeistarar.
Frá árinu 1978 hefur verið haldið
íslandsmót í hestaíþróttum og
hafa allir hestamenn landsins haft
þar rétt til þátttöku, hafí þeir náð
lágmarks punktafjölda í einstaka
greinum þegar þess hefur verið
krafist. Hingað til hafa þátttak-
endur þessara móta keppt undir
sínu nafni á eigin ábyrgð eins og
stendur í leikreglum. Ekki er kraf-
ist sérstakrar félagsaðildar kepp-
andans í leikreglum, enda oftast
ekki getið í mótaskrá né heldur
þegar greint er frá úrslitum í fjöl-
miðlum.
Nú allt í einu hefur það gerst
að eyfírskum hestamönnum hefur
verið bannað að taka þátt í þessu
móti sem halda skal í Mosfellsbæ.
Sér er nú hver íþróttaandinn. All-
ir hljóta að sjá að ekki er hægt
að kalla það Islandsmót og sigur-
vegara í einstökum greinum ís-
landsmeistara, þegar t.d. fyrrver-
andi og núverandi Islandsmeistur-
um i einstökum greinum er nú
allt í einu bönnuð þátttaka í þessu
móti.
Einnig hefur það komið fram í
tímaritinu Eiðfaxa, 7. tbl. 1988,
sem fullyrðing að „knapar ey-
fírsku félaganna geti ekki tekið
þátt í íþróttamótum". Þessi sama
skýring var gefin þeim knöpum
úr Eyjafírði sem hugðust taka
þátt í Mosfellsbæjarmótinu 1988
sem menn eru svo að kalla Is-
landsmót. Ég spyr, hvaðan fá
menn þessar fullyrðingar? Ég veit
ekki betur en að Eyfírðingar hafi
haldið mörg íþróttamót á þessu
ári, t.d. í Svarfaðardal, á Akur-
eyri og á Melgerðismelum í Eyja-
fírði. Einnig hafa Eyfírðingar tek-
ið þátt í íþróttamóti með Þingey-
ingum.
Allt frá því að íþróttaráð Lands-
sambands hestamanna var stofn-
að hefur verið unnið markvisst
að því að íþróttadeildimar fengju
hestaíþróttir viðurkenndar af ISÍ.
Stóra skrefið var stigið á ársþingi
íþróttaráðs þann 27. nóv. 1987 á
Húsavík að láta til skarar skríða.
Á fundinn mætti Sigurður Magn-
ússon, framkvæmdastjóri ISÍ,
með umboð til þess að bjóða hesta-
menn velkomna í samtökin. Á
þinginu var samþykkt að leggja
Iþróttaráð niður í núverandi mynd
um leið og inngangan í ÍSÍ yrði
að veruleika. Nú spyr ég, getur
það verið að stjóm íþróttaráðs
hafí dregið stofnun sérsambands
hestaíþróttamanna á langinn til
að útiloka eyfírska knapa og hina
rómuðu eyfírsku hesta frá hesta-
íþróttamótum á árinu 1988? Getur
þá þessi stjóm komið til með að
fara með umboð allra hesta-
íþróttamanna á Islandi í nýju sér-
sambandi innan ÍSÍ.
Góðir hestaíþróttamenn. Ég álít
að þetta Mosfellsbæjarmót geti
aldrei risið undir nafninu íslands-
mót í hestaíþróttum 1988, þar
sem sumum hestaíþróttamönnum
er bönnuð þátttaka í mótinu.
Knýjum á og stofnum sérsamband
í hestaíþróttum sem fyrst þar sem
allir hestaíþróttamenn sameinast
eins og við samþykktum á
Húsavík í nóvember 1987 og höld-
um svo íslandsmót í hestaíþrótt-
um.“