Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 34

Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Aðstoðarmaður á rannsóknastofu Staða rannsóknamanns við starfshóp í jarð- skjálftafræði (Core Group for deep seismic studies) við Jarðskjálftafræðistofnunina við háskólann í Björgvin í Noregi er laus til um- sóknar. Norska vísindaráðið hefur veitt styrk til rannsókna fram til ársins 1990. Starfið felst í rannsóknum á lagskiptingu jarðskorpunnar út frá mælingum á bylgjuend- urkasti og bylgjubroti í jarðlögum. Hægt er að nýta starfið í tengslum við Ph. D. nám. Umsækjandi þarf að hafa lokið Master-gráðu íjarðvísindum eða hafa sambærilega menntun. Arslaun: 152.087-166.387 norskar krónur. Konureru hvattartil að sækja um stöðuna. Frekari upplýsingar gefa: Dr. Charles Hurich, Jarðskjálftafræðistofnun háskólans í Björgvin, sími 47-5-213424. Próf. Yngve Kristoffersen, Jarðskjálftafræði- stofnun háskólans í Björgvin, sími: 47-5-213407/20. • Umsóknir skulu sendar: Seismological Observatory, University of Bergen, N-5000 Bergen, Norge, fyrir 1. sept- ember 1988. Norska vísindaráðið, The Norwegian Research Council for Science and the Humanities, NA VF, Sandakerveien 99, 0483 Oslo 4. R4DGJÖF OG FAÐNINGAR Hlutastörf í verslun Okkur vantar traust fólk til framtíðarstarfa í: Litla sérverslun í miðbænum. Vinnutími frá kl. 10.00-14.00. Söluturn í Vesturbænum. Vinnutími frá kl. 8.00-14.00. Einnig vantar laghentan mann til iðnaðar- starfa innanhúss. Ábendi sf., Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9.00-15.00. Kynningarstörf á sýningu Nokkur fyrirtæki, sem sýna á sýningu okkar VERÖLDIN '88 í Laugardalshöll 1.-11. sept., óska eftir fólki til kynningar- og sölustarfa á sýningunni; hressu fólki með sölumanns- hæfileika á aldrinum 20-40 ára. Umsóknir ásamt uppl. og mynd af viðkom- andi sendist fyrir 24. þ.m. K KAUPSTEFNAN REYKJAVÍK HF Pósthólf8396, 128 Reykjavík. Álfheimabakaríið Afgreiðslustörf Starfskraftar óskast til afgreiðslustarfa í brauðbúðum okkar, Álfheimum 6 og Haga- mel 67. Vinnutími frá kl. 7.30-13.00 eða 13.00-18.30, um helgar eftir samkomulagi. Einnig frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 16.00-17.00. Brauð hf., Skeifunni 11. Kennarar athugið! Við grunnskólann á Hofsósi í Skagafirði eru lausar kennarastöður. Meðal kennslugreina eru: Danska, kennsla yngri barna, mynd- og handmennt. Alls um ein og hálf staða. Nemendur í skólanum eru um 80 talsins á öllu grunnskólastiginu og bekkjastærðir mjög viðráðanlegar. Húsnæði fylgir kennarastöðunum. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri (Svandís) í síma 95-6395 (heima) og 95-6346 (skóli) og formaður skólanefndar (Pálmi) í síma 95-6374 (heima) og 95-6400 (vinna). Verkafólk og smiði vantar til starfa í byrjun september. Framtíðarvinna. Upplýsingar á staðnum. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR DALSHRAUNI 13 - SfMI 54444 Hafnarfirði ■H Fóstra Á Blönduósi er barnaheimilið Barnabær með 60 leikskólaplássum og 14 dagheimilispláss- um. Fóstru vantar að leikskólanum sem fyrst. Húsnæði er tryggt. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona í síma 95-4530 og undirritaður í síma 95-4181. Bæjarstjóri. Kerfisfræðingur - forritarar óskast í tölvudeild Búnaðarbanka íslands vegna aukinna verkefna. Starfið felst í vinnu við IBM S/36 og PC tölvur. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í tölvunarfræðum og/eða góða reynslu í RPG II. Við bjóðum framtíðarstarf við nýja og góða vinnuaðstöðu. Laun samkv. kjarasamningi S.Í.B. og bank- anna. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást hjá starfsmannahaldi, Austurstræti 5. MpCNAÐARBANKI Mp' ISLANDS Barnagæsla óskast Óska eftir konu til að gæta 7 mánaða barns á heimili þess í Vesturbænum ca. 25 tíma á viku. Upplýsingar í síma 611203. Grunnskólann í Hólum í Hjaltadal vantar kennara. Æskilegar kennslugreinar: Kennsla forskóla og yngri barna. Nemendur eru um 40 og kennsluaðstaða mjög góð. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri, sími 95-6612 (Svanhildur) og formaður skólanefndar, sími 95-6604 (Eva). ÍSLENSKA MYNDVERIÐ H/F Leitum að kvikmyndagerðarmanni og upptökustjóra sem vill vinna með hressu og skemmtilegu fólki. Um er að ræða auglýsingagerð, fram- leiðslu á kynningarmyndum og gerð fræðslu- efnis. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf- stætt og vera skapandi. Góð laun í boði. Hafðu samband við Guðmund Örn Jóhanns- son, markaðsstjóra, í síma 673020 eða sendu bara inn umsókn. íslenska myndverið hf., Krókhálsi 6, 130 Reykjavík. Kennarar Það vantar tvo kennara að Vopnafjarðar- skóla. Almenn kennarastaða og staða við íþróttakennslu. Nýtt íþróttahús verður tekið í notkun í haust. Húsnæði til staðar. Hafið samband við skólastjóra í síma 97-31218. Kennarar Grunnskólann í Grindavík vantar kennara fyrir starfsdeild svo og í almenna- og stuðn- ingskennslu. Staðaruppbót og gott leiguhús- næði í boði. Nánari upplýsingar veita yfirkennari í síma 92-68481 og formaður skólanefndar í síma 92-68304. Ræsting Verðlagsstofnun á Laugavegi 118 í Reykjavík óskar eftir að ráða einn eða tvo starfsmenn til ræstingar á 2 x 354 fermetra skrifstofu- húsnæði eða samtals 708 fermetrar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, heim- ilisfang, síma og fyrri störf sendist Verðlags- stofnun, Laugavegi 118, pósthólf 5120, 125 Reykjavík, fyrir 20. ágúst nk. Uppl. um starfið eru veittar í síma 27422. Dagheimilið Vesturás Óskum eftir starfskrafti í 80% starf strax. Þetta er lítið dagheimili og starfsandinn er góður. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við Vilborgu í síma 688816. Kennarar! Kennara vantar að Grunnskóla Vestmanna- eyja. Almenn kennsla og eðlisfræði. Einnig vantar enskukennara. Nánari upplýsingar í síma 98-11088 eftir hádegi. Skólafulltrúi. Afgreiðslustarf Óskum eftir duglegum og ábyggilegum starfskrafti í afgreiðslu í smávörudeild. Vinnutími frá kl. 13.00-18.30. Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.