Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Minning:
BrynjólfurJ. Brynjólfs
son, veitingamaður
í dag verður gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík útför Brynjólfs J.
Brynjólfssonar veitingamanns, sem
andaðist f Landakotsspítala 2. ágúst
síðastliðinn eftir skamma en
stranga legu.
Brynjólfur fæddist í Reykjavík
10. apríl 1907, sonur hjónanna
Guðrúnar Jósepsdóttur og Jóns
Brynjólfssonar skósmíðameistara
og leðurkaupmanns. Jón var sonur
Brynjólfs bónda Einarssonar á
Hreðavatni í Borgarfirði og Guð-
rúnar Hannesdóttur frá Skrapa-
tungu á Skagaströnd. Foreldrar
Guðrúnar voru Jósep Magnússon
verkamaður í Melkoti í Reykjavík
og Sigríður Gestsdóttir Lund í
Hafnarfirði. Önnur böm Guðrúnar
og Jóns vom þessi: Kristján verslun-
armaður, ókvæntur, Magnús leður-
kaupmaður, kvæntur Marie_ f.
Brask, Jón sútari, kvæntur Ástu
Guðmundsdóttur, Anna Margrét,
gift Karli Kristinssyni forstjóra í
Bjömsbakaríi, sem öll em látin, og
Sigríður, gift Sveini Zoéga for-
stjóra. Hálfbróðir þeirra var
Tryggvi heitinn Jónsson forstjóri í
Ora, kvæntur Kristínu Magnús-
dóttur.
Brynjólfur ólst upp á heimili for-
eldra sinna í miðbæ Reykjavíkur,
bæði í Austurstræti 3 og Bratta-
götu 5. Hann lauk prófi frá Verslun-
arskóla íslands 1927 en hugur hans
stóð til sjómennsku. Ætlaði hann
því í Stýrimannaskólann en varð frá
að hverfa sakir litblindu. Á sumrin
hafði hann verið messadrengur á
skipum hf. Eimskipafélags íslands
og héit því nú áfram. A Þorláks-
messu sté hann á land í Kaup-
mannahöfn og hóf eftir jólin nám
í matargerðarlist, sem hann lauk í
júní 1930. Þá réðst hann aftur til
Eimskipafélagsins og var lengi bryti
á skipum þess, lengst á ms. Brúar-
fossi, allt fram á stríðsárin. Það er
erfitt að setja sig í spor þeirra, er
sjóinn sóttu á þeim ámm og áttu
sífellt á hættu að verða fyrir árás
og þar kom að Brynjólfur kaus að
fara í land. Hann starfaði enn um
hríð hjá Eimskipafélaginu, en opn-
aði 16. maí 1943 veitingahúsið
Café Höll í Austurstræti 3, sem
hann rak allt til ársins 1970. Auk
þess átti hann m.a. hlut að rekstri
Hressingarskálans fram á það
síðasta og Valhallar á Þingvöllum
um árabil.
t
Eiginkona mín,
RÚNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fjölnisvegi 8,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 15. ágúst.
Magnús GuAmundsson.
t
Faöir minn og sambýlismaöur,
ARI PÁLL VILBERGSSON,
fiskmatsmaöur,
verður jarösunginn frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl.
15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameins-
fólagið.
Karl Geir Arason,
Helga Magnúsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug viö andlát
og útför
MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR
framkvœmdastjóra
frá Eyrarbakka.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki hjúkrunardeildar Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Kristfn Borghildur Thorarensen,
Sigurður Magnús Magnússon, Dröfn Guömundsdóttir,
Sesselja og Magnús.
t
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför systur okkar,
GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR
frá Ási,
Lokastfg 16,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir okkar til starfsfólks Hafnarbúða fyrir góða
umönnun.
Jónfna, Þurfður og Margrót.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö, vináttu og hlýhug við andlát
míns ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, sem andað-
ist á heimili sínu í London,
JAMES CRONIN
Sérstakar þakkir færum viö Landssamtökum hjartasjúklinga.
Guö blessi ykkur öll.
Jakobfna Cronin,
Jóhanna Cronin,
John Cronin,
Benedikt Cronln,
William Cronin,
George Cronin,
Philip Cronin,
Anna Cronin,
Ólafur H. Ólafsson,
Reynir B. Skaftason,
Josie Cronin,
Karen Cronin,
Julie Cronin,
Sue Cronin,
Sandra Cronin
og barnabórn.
Jón Brynjólfsson andaðist 1.
febrúar 1942. Guðrún ekkja hans
bjó áfram á heimili þeirra við Stýri-
mannastíg til dauðadags, 26. ágúst
1964. Brynjólfur reyndist móður
sinni vel í ellinni, létti undir og
stytti henni stundir eftir mætti.
Brynjólfur kvæntist 4. október
1947 Klöru Aiexandersdóttur Des-
embers Jónssonar verslunarmanns
í Reykjavík og fyrri konu hans,
Sólveigar Ólafsdóttur. Klara fædd-
ist 30. desember 1922 og andaðist
14. september 1967 eftir langvar-
andi sjúkdómslegu. Brynjólfur og
Klara eignuðust þrjár dætur. Elst
er Sigríður Margrét, f. 4. janúar
1948. Hún er gift Alexander Speck-
er endurskoðanda og býr í Sviss.
Eiga þau eina dóttur barna, Nínu
Kristínu. Hún átti áður Peter Meier
og með honum tvö böm, Klöru Ingu
og Magnús. Næst er Ragnheiður
flugfreyja, f. 26. mars 1949, gift
Baldri Jónssyni framkvæmdastjóra
söludeildar Mjólkursamsölunnar í
Reykjavfk, þeirra böm eru Brynjólf-
ur, Helga Bestla og óskírð stúlka.
Yngst er Sólveig flugfreyja, f. 30.
ágúst 1950, gift Vigfúsi Ásgeirs-
syni eðlisfræðingi, deildarstjóra hjá
Kristjáni Ó. Skagfjörð hf., böm
þeirra era Ágústa Þuríður og Klara
Iris.
Klara Alexandersdóttir var mikil-
æf kona, höfðingi og hvers manns
hugljúfi. Var hún öllum harmdauði
og saknaði Brynjólfur hennar mjög,
þó að ekki bæri hann harm sinn á
torg. Hann bjó til dauðadags á
Sólvallagötu 61, þar sem þau höfðu
búið sér og dætram sínum gott og
fagurt heimili. Eftir því sem tímar
liðu fluttust þær úr föðurgarði og
síðustu árin bjó Brynjólfur einn.
Meðan heilsan leyfði hafði hann
mikla ánægju af að búa gestum
sínum góðan málsverð, sannarlega
var hann meistarakokkur. En hann
hlaut að lúta sömu örlögum og aðr-
ir er ellin færðist yfír, og kom nú
sjaldnar meðal manna en áður. En
hvorki breyttist bros né hlýtt hand-
tak eða hvarf glettnin úr brúnum
augum. Hann gat verið stríðinn en
laus við illkvittni og hafði jafnan
gamanyrði á vöram. En allir fundu
alvörana, er undir bjó. Brynjólfur
var drengur góður og vinfastur,
skapmikill, gagnrýninn og kröfu-
harður við sjálfan sig og aðra. Þótti
sumum nóg um. Þó að kastast
gæti í kekki var hann manna fegn-
astur að slíðra sverðið.
Eg kynntist Brynjólfi, Klöra og
Kransar, krossar
og kistuskreytingar.
Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
ÁKhcimum 74. sími 84200
i I
dætram þeirra fyrir þijátíu áram.
Þá hafði ég fyrir skömmu fellt hug
til Guðrúnar systurdóttur hans, sem
Brynjólfi var á marga lund sem
dóttir og hann jafnan bar á höndum
sér. Við voram ætíð velkomin á
heimili þeirra og eigum þaðan
margra ánægjustunda að minnast.
Síðar urðum við nágrannar í ellefu
ár, garðar okkar snera saman og
sama sláttuvélin dugði báðum.
Samgangur var næstum daglega,
hann var hollráður og góður granni
og bömum okkar kær frændi.
Blessuð sé minning hans.
Benedikt Blöndal
í dag verður til moldar borinn
vinur minn Brynjólfur J. Brynjólfs-
son. Ég átti því láni að fagna að
kynnast Brynjólfi er ég tengdist
Qölskyldu hans og hafa þau kynni
varað ffarn á þennan dag.
Brynjólfur missti konu sína,
Klöra Álexandersdóttur, fyrir aldur
fram, frá þremur ungum dætram.
Eftir fráfall Klöra hélt Brynjólfur
heimili fyrir dætur sínar þar til þær
stofnuðu sín eigin heimili. Eftir það
bjó hann einn á heimili sínu fram
á síðasta dag.
Á heimili Brynjólfs, á Sólvalla-
götu 61, vora ajlir aufúsugestir og
er mér minnisstætt hve Brynjólfur
tók mikinn þátt .í umræðunni með
unga fólkinu þegar verið var að
leggja á ráðin um framtíðina. Ætíð
var Brynjólfur stórhuga og hvatti
hann okkur til að leggja á brattann
og helst að fara ótroðnar slóðir frek-
ar en að sigla á hefðbundin mið.
Hann var einarður í skoðunum og
kom til dyranna eins og hann var
klæddur. Brynjólfur var vel að sér
í atvinnumáium og verslunarsögu
þjóðarinnar og hin síðustu æviár
hans fylgdist hann vel með því sem
var að gerast og var sem fyrr
ótrauður að hvetja menn til árvekni
og framsýni.
Ég vil að lokum þakka Brynjólfí
fyrir þær mörgu ánægjustundir sem
við áttum saman. Jafnframt vil ég
þakka honum fyrir þá vináttu og
trygglyndi sem hann sýndi mér og
fjöl_skyldu minni.
Ég votta dætram hans mína inni-
legustu samúð í sorg þeirra. Megi
hann hvíla í friði.
Guðmundur Þ. Pálsson
Vart er hægt að segja að sorg-
legt sé er aldrað fólk og lasburða
fellur frá. Samt er eitthvert tóma-
rúm í huga mér nú er hann Brynjólf-
ur minn er horfinn.
Hann tengdist svo mjög mínum
æskuáram. Ævinlega átti ég mitt
annað heimiji hjá Biynjólfi og
Klöra, hvort heldur sem var á Sel-
tjamamesinu eða á Sólvallagöt-
unni. Var samgangurinn á milli
heimila okkar svo mikill að dætum-
ar þijár urðu mér sem systur og
era enn í dag.
Heima hjá þeim var ávallt líf og
Qör, mikill gestagangur og ætíð
allir velkomnir. Brynjólfur var
kokkur góður og lét hann ekki sitt
eftir liggja er slegið var upp veislu
á bænum sem var reyndar æði oft.
Klara var sannarlega fyrirmynd-
arhúsmóðir. Hennar miðpunktur í
tilveranni var fjölskyldan og heimil-
ið, enda árangtirinn eftir því. Heim-
ilið ætíð fágað og fint og dætumar
einstaklega kurteisar og prúðar.
Hjá þeim hjónum átti ég athvarf
og reyndust þau mér ákaflega vel
er ég átti erfiðar stundir sem ungl-
ingur. Þar fékk ég hlýju og skilning
og er ég þeim éilíflega þakklát fyrir.
Hann Brynjólfur missti svo sann-
arlega mikið er hann missti hana
Klöra sína. Hann bar þó höfuðið
hátt og beindi huganum að velferð
dætranna þriggja. Þeim hefur öllum
vegnað vel í lífínu og var hann
ákaflega stoltur af þeim og öllum
bamabömunum sínum. í síðustu
heimsókn minni til hans á Sólvalla-
götunni sýndi hann mér bandmynd
af Siggu Möggu og fjölskyldunni í
Sviss og varð ég þess vör að hann
var hvorki að horfa á hana í fyrsta
né annað sinn.
Brynjólfur fylgdist ávallt með
mér og fjölskyldu minni og fann
ég að honum var mjög annt um
velferð okkar allra. Ósjaldan
hringdi hann til að samgleðjast
okkur er vel gekk eða bara til að
rabba um daginn og veginn og for-
vitnast um hagi okkar.
Aðdáunarvert var að fylgjast
með því hve dætumar og tengda-
synimir önnuðust hann vel í veik-
indum hans. Vöktu þau yfír honum
síðustu vikumar og vora Sólveig
og Ragnheiður hjá honum er hann
skildi við.
Ég er viss um að Klara er nú
búin að umlykja hann hlýjum faðmi
sínum og að hann er alsæll að vera
loksins búinn að ná endurfundum
hennar að nýju.
Hafí Brynjólfur minn þökk fyrir
allt og allt.
Elsku Sulla, Ragnheiður og
Sigga Magga, ég sendi ykkur og
fjölskyldum ykkar mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
tris Dungal
Svæðisútvarp Vestfjarða:
Utsendingar hefj-
ist á næsta ári
RÍKISÚTV ARPIÐ hefur lagt
fram í fjárlagatillögum fyrir árið
1989 að svæðisútvarp fyrir Vest-
firði taki tU starfa á næsta ári.
Á fundi útvarpsráðs, sem haldinn
var á Egilsstöðum um helgina,
var ályktað að svæðisútvarp
skyldi hefjast á ísafirði í síðasta
lagi í október 1989.
Að sögn Magnúsar Amar Ant-
onssonar, útvarpssjóra ríkisút-
varpsins, er fjárveiting til svæðisút-
varpið háð ákvörðun Alþingis um
§ármál ríkisútvarpsins. Á Isafirði
er nú starfandi fréttamaður, sem
einnig starfar við dagskrárgerð. Til
að svæðisútvarp geti tekið til starfa
á ísafirði þarf að koma þar upp
aðstöðu fyrir almenna dagskrár-
gerð fyrir landsrásirnar og reksturs
svæðisbundins útvarps. Markús
sagði að svæðisútvarp á ísafírði,
yrði lfklega með svipuðu sniði á
Egilsstöðum, þar sem sent er út tvo
daga í viku, fimmtudaga og föstu-
daga, hálftíma í senn. Reyndar var
ákveðið á fundi útvarpsráðs að
lengja þann tíma upp í klukkustund
hvom dag, í haust. Svæðisútvarp á
Vestfjörðum yrði sent út um dreif-
kerfi rásar 2, líkt og svæðisútvarp
á Norður- og Austurlandi.
Syðsti hluti Vestfjarða, sunnan
Arnarfjarðar, fær útsendingar frá
Stykkishólmi og þarf því að hag-
ræða dreifíkerfinu til að svæðisút-
varp nái til allra Vestfiarða með
útsendingu frá ísafriði, að sögn
útvarpsstjóra. Hann kvaðst ekki
þora að fullyrða hvort það yrði erf-
itt, hvorki tæknilega né fjárhags-
lega, en taldi þó að svo gæti orðið.
Hólmavík er einnig utan þess svæð-
is sem svæðisútvarp myndi ná til
að óbreyttum aðstaeðum. Það þarf
því að taka það til sérstakrar um-
fjöllunar, sagði Markús. Og einnig
hvort svæðisútvarp eigi að laga eft-
ir kjördæmaskipan, eða hvort taka
eigi tillit til annarra skilyrða. Til
að mynda taka mið af óskum við-
komandi byggðarlags.
í útvarpslögum er gert ráð fyrir
að svæðisútvarp sé í öllum kjör-
dæmum, en Markús sagði að sú
ákvörðun hefði verið tekin að koma
þvi fyrst upp í þeim landshlutum
sem fjarst liggja frá Reykjavík, til
að efla tengslin við þá og tengslin
innan byggðarlagsins.