Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 * Aster... ' o-í't ... að vera umlukt sam- an. TM Reg. U.S. Pat Off.—tll rights raaarvad ° 1987 Loa Angeles Twnes Syndicate Varstu að reyna að ala hann upp á ný? HÖGNI HREKKVÍSI /,HVAÐ ER CaOTT NlA'FN Á RMLLA LJÓN ?*' Sjónarmið útvarpshlustenda og dag- skrárgerðarmanna verða að breytast Til Velvakanda. Flestir frjálslyndir íslendingar fognuðu því á sínum tíma, þegar einokun ríkisins á útvarpsrekstri var aflétt. Ekki endilega vegna óánægju með Ríkisútvarpið, heldur . vegna þess að hömlur eins og voru í gildi á þessu sviði eru ósamrýman- legar grundvallarhugmyndum vest- rænna manna um lýðræði og frelsi einstaklingsins. En frelsinu fylgir ábyrgð og þeir Ágæti Velvakandi! Oft á tíðum er verið að finna að því, hvernig fólk hegðar sér í um- ferðinni, vanvirðir umferðarreglur og sýnir hvert öðru þjösnaskap. Sjálfsagt er margt satt í þessu, en margir hafa það sér til afsökunar, að skipulagi og fyrirkomulagi í umferðinni er að mörgu leyti ábóta- vant. Því er stundum þannig hátt- að, að svo virðist sem yfirvöld geri ýmsar breytingar til reynslu, breyti síðan á nýjan leik, og þegar ekkert gengur er lokað fyrir alla bílaum- ferð, ef ekki vill betur til. Nýlegt dæmi um mikla hand- vömm má sjá við lóð lögreglustöðv- arinnar við Hverfísgötu. Innkeyrslu hefur verið breytt neðst á Snorra- braut. Þar hafa menn gerst svo djarfir, að leggja akbraut inn á lóð- ina, yfir gangbraut og held ég að slíkt hljóti að vera einsdæmi í heim- inum. Þeir sem aka niður Snorrabraut þurfa því að vera vel á verði þegar lögregluþjónar þjóta þvert yfír göt- una, örfáum metrum áður en komið er að hringtorginu. Þarna hefur að vísu verið sett upp skilti: „Innakstur sem starfa að útvarpsrekstri hafa vissulega töluverðum skyldum að gegna. Þetta virðist mörgum að- standendum hinna einkareknu út- varpsstöðva ekki vera ljóst. í raun er dapurlegt hversu mikils metnað- arleysis gætir í dagskrárgerð þeirra og efnistökum. Dagskrá hinna nýju stöðva byggist nær eingöngu á eng- ilsaxneskri dægurtónlist og hið tal- aða orð á mjög í vök að verjast. Það er ekki hægt að fordæma létt bannaður", en undirmerki: „Nema lögreglu“. Þetta ber ótvírætt að skilja þannig, að einungis merktar lögreglubifreiðar megi aka þarna inn. Hins vegar hef ég líka oft séð lögreglumenn fara þarna inn á einkabílum og hlýtur það að vera ólöglegt. I annan stað getur það ekki ver- ið æskilegt, að setja undirmerki með undantekningum undir bann- merki, þó það hafi verið gert gagn- vart SVR á fáeinum stöðum. Öðru máli gegnir um boðmerki. Loks má benda á, að þurfi akandi maður, sem kemur austur Skúlagötu, ein- hverra hluta vegna að þeysa inn á lögreglustöðina, til dæmis vegna árásar eða slyss, verður hann að taka á sig alllangan krók til þess að komast inn á lóðina. Hér hljóta að hafa verið gerð mistök, sem leiðrétta þarf hið bráð- asta. Bæði til að slys hljótist ekki af og eins til þess að lögreglumenn- irnir sjálfir þurfí ekki að bijóta umferðarreglur til þess að komast á vinnustað. Kveðja, Ökumaður. afþreyingarefni alfarið, en hins veg- ar er óæskilegt að ekkert annað komist að. íslenskri tungu og menningu stafar hætta af þessu þegar til lengri tíma er litið. Ungt fólk, sem alið er uþp við þessa síbylju og þekkir ekki annað öðlast tæplega þá tilfínningu fyrir móðurmálinu, sem nauðsynleg er til að nota það rétt. Erlend orð og hugtök verða fólki tamari en íslensk, orðaforði minnkar og virðing fyrir fallegu og hreinu máli hverfur. Ekki bætir það úr skák, að allir helstu bögubósar þjóðarinnar virð- ast starfa á þessum stöðvum. Vissu- lega eru nokkrir dagskrárgerðar- menn þeirra sæmilega máli famir, en flestir tala enskuskotið hrogna- mál. Slæðist íslensk orð með eru þau jafnan í röngu falli, rangri mynd eða tíð. Það sem þessir menn hafa fram að færa er ámóta ómerkilegt og málfar þeirra. Yfirleitt láta þeir sér nægja, að þvaðra um veðrið, segja hlustendum hvað klukkan sé og slúðra um einkalíf dægurlaga- söngvara. Sú var tíðin, að greind- ustu og merkustu menn þjóðarinnar upplýstu og fræddu almenning með erindum og umræðum í útvarpinu. En nú virðist engu máli skipta hvort menn hafi eitthvað fram að færa, aðalatriðið er að þeir séu „hressir“. Af þessu má vera ljóst, að vissar hættur fylgja hinu nýtilkomna frelsi í útvarpsmálum. Ekki kemur þeim er þetta ritar þó í hug, að breyting- ar á lögum eða reglugerðum séu rétta leiðin til úrbóta. Eins væri afturhvarf til ríkiseinokunar bæði óframkvæmanlegt og óæskilegt. Eina raunhæfa leiðin til að sporna við hinum óæskilegu áhrifum fjölg- unar útvarpsstöðva er hugarfars- breyting. Ef sjónarmið dagskrár- gerðarmanna og hlustenda breyt- ast, þá er von til þess að íslending- ar geti nýtt fjölmiðlabyltinguna menningu sinni til framdráttar. Útvarpshlustandi. Skípulagsmistök við lögreglustöðina Yíkverji skrifar eir sem eru akandi á ferðalagi frá Berlín til Hannover ættu að gefa sér tíma til að fara smá- krók til Wolfsburg og skoða þar bílasmiðjur Volkswagen. Þar eru skipulagðar ókeypis skoðunarferðir er heíjast með kvikmyndasýningu og síðan er ekið með gestina um hinar risavöxnu smiðjur, þar sem framleiddir eru 4.000 bílar á dag, svo sem Golf, Jettur og Polo. I Wolfsburg er stærsta bílasmiðja í heimi. Hefur bærinn byggst upp í kringum Volkswagen. I ár eru 50 ár síðan Hitler lagði homsteininn að smiðjunum þama. Þá var engin byggð á þessum slóðum og segir sagan, að jámbrautarlestir sem vom á ferð í nágrenninu hafi verið stöðvaðar og farþegunum skipað að fara til að hlýða á foringjann flytja ræðu sína og klappa fyrir honum. Hinn eini og sanni Volkswagen, Bjallan, er ekki framleiddur lengur. Síðasta smiðjan fyrir hann var í Mexíkó. Fyrir fímmtíu ámm var ætlunin að Bjallan yrði almenningseign Þjóðverja og var allt skipulag við smiðjurnar í Wolfsburg við það miðað, að þangað gæti hinn al- menni borgari komið og sótt sinn ódýra fjöldaframleidda bíl. Stríðið setti strik í þennan reikning eins og svo marga aðra. Að því loknu lenti Wolfsburg, sem er skammt frá landamærum A-Þýskalands, á hemámssvæði Breta. Þeim þótti ólíklegt að nokkur vildi eignast bíl, sem væri með vélina þar sem far- angurinn á að vera og létu ekki rífa framleiðslulínumar. Í mars 1946 höfðu 1.000 Bjöllur verið smíðaðar, í maí 1981 vom þær orðnar 20 milljónir. XXX Starfsmenn Volkswagen í Wolfs- burg em 65 þúsund og athafna- svæði fyrirtækisins er tæpir 20 ferkílómetrar. Stæðið við smiðjurn- ar rúmar 10.000 nýja bíla, eða sem svarar framleiðslu á tveimur og hálfum degi. Bílamir em aðeins framleiddir eftir pöntun, þannig að ekki er þörf fyrir stærra birgða- svæði. Daglega flytja 29 jámbrautar- lestir vaming frá smiðjunum í Wolfsburg, en í hverri lest em um 320 bílar. Alls starfa 260 þúsund manns hjá Volkswagen og fyrirtæk- ið hefur framleitt 52 milljónir bíla frá 1945 til ársloka 1987. Eins og áður sagði er vel þess virði að skjótast upp hraðbrautina til Wolfsburg ef menn em á ferða- lagi á þessum slóðum í Vestur- Þýskalandi. Lega verksmiðjanna þarna í útkanti Vestur-Þýskalands, ef svo má að orði komast, minnir á, hve skipting Þýskalands hefur breytt öllum hugmyndum manna um skipulag samgangna og stað- arval fyrir stórfyrirtæki. Um 100 km fyrir sunnan Wolfs- burg, einnig skammt frá landamæmm A- og V-Þýskalands, er Harz-fjallasvæðið. Þar em vin- sælir ferðamannastaðir og gömul fræg keisaraborg, Goslar. Á þessum slóðum vænta menn greinilega ferðamannaviðskipta við Dani og aðra Norðurlandabúa, því að matstaðir og aðrir þjónustustað- ir nota skandinavísku gjaman í auglýsingum sínum. Þá virtust margir Hollendingar leggja leið sína á þessar slóðir, ef marka má þjóð- emi manna af númemm bílanna, sem þeir aka. Er notalegt að dvelj- ast þama og ýmislegt forvitnilegt að sjá, svo sem eins og stafkirkja að norrænni fyrirmynd og jám- náma, sem starfrækt hefur verið í 1.000 ár en var lokað nú í sumar vegna þess, að jámgrýtið var upp- urið. , Eins og í Belgíu varð Víkveiji var við það í Vestur-Þýskalandi, að þeir sem ferðast með VISA-kort hafa um mun færri kosti að velja, vilji þeir nota kortið sitt til að taka út peninga í bönkum eða kaupa í verslunum en þeir sem nota EUROCARD. Það em miklu stærri bankar, sem veita EUROCARD- þjónustu í þessum löndum en VISA-þjónustu og þess vegna em útibúin tiltölulega fá fyrir VISA- korthafana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.