Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 GOLF/SAUÐARKROKUR GLÍMA Keppendur í Volvo/Esso-mótinu með verðlaunagripi. Morgunblaðlð/Bjöm Bjömsson Bjöm jaf naði vallarmet ið OPNA Volvo/Esso-mótið var haldið helgina 13. og 14. ágúst á Golfvelli Sauðárkróks við Hlíðarenda. Ágætt veður var báða dagana og tókst mótið hið besta. Þátttakendur voru 42, frá Hornafirði, Vestmanna- eyjum, Blönduósi, Akureyri og Húsavík, auk heimamanna. Að sögn Gunnars Steingríms- sonar mótsstjóra tókst þetta mót í alla staði ágætlega, þó hefðu þeir sem að því stóðu gjama viljað sjá fleiri konur með- Bjöm al keppenda. Bjömsson Vegleg verðlaun skritar voru f boði, en öll aðalverðlaun gáfu fyrirtækin Volvo og Esso, en einnig var keppt um mörg aukaverðlaun sem gefinvoru af Flugleiðum, Aust- urbakka, íslensk-ameríska og Golf- búð Davids Bamwell. Ágætur árangur náðist og meðal annars fór Bjöm Axelsson, Golf- klúbbi Akureyrar, 18 holumar á 74 höggum og jafnaði þar með vallarmetið sem þeir Sigurður Ringsted, Golfklúbbi Akureyrar, og Axel Reynisson, Golfklúbbi Húsavíkur, áttu. Annars urðu úrslit þau að fæst pútt báða dagana átti Viðar Þor- steinsson, GA, næst holu eftir upp- hafshögg á 3. braut sló Steinar Skarphéðinsson, GSS, næst holu eftir upphafshögg á 6. braut (ungl- ingar) sló Guðmundur Sverrisson, GSS, næst holu eftir upphafshögg á 6. braut (karlar) sló Ámi Bj. Ámason, GA. Unglingar m/forgjöf Högg 1. Sigurpáll Sveinsson, GA 132 2. Guðmundur Sverrisson, GSS153 3. Magnús Skúlason, GHH 155 Unglingar án forgjafar Högg 1. Guðmundur Sverrisson, GSS181 2. Magnús Skúlason, GHH 183 3. Sigurpáll Sveinsson, GA 184 Konur m/forgjöf Högg 1. Andrea Ásgrímsdóttir, GA 144 2. Málfríður Haraldsdóttir, GSS 162 Konur án forgjafar Högg 1. Andrea Ásgrímsdóttir, GA 186 2. Málfríður Haraldsdóttir, GSS 222 Karlar m/forgjöf Högg 1. Hreinn Jónsson, GH 138 2. Öm Sölvi Halldórsson, GSS 140 3. Magnús Rögnvaldsson, GSS 141 Karlar án forgjafar Högg 1. Bjöm Axelsson, GA 155 2. Viðar Þorsteinsson, GA 156 3. ÞórarinnJónsson, GA 166 Þórarinn hreppti 3. sætið eftir keppni í bráðabana við Hrein Jóns- son, GH. Mótsslit og verðlaunaafhending fór svo fram í Golfskála GSS síðdegis á sunnudag. Steinar Skarp- héðinsson formaður Golfklúbbs Sauðárkróks þakkaði þátttakendum komuna og ágæta keppni og minnti á að um næstu helgi verður Norður- landsmótið í golfi haldið hér á Sauð- árkróki og vænti hann þess að sjá þar sem flesta. GOLF / NESVOLLUR Rúnar Gíslason sigraði eftir spennandi keppni Verðlaunahafar á Coka-Cola-mótinu, frá vinstri Sigurður Runólfsson, Guð- jón Sveinsson, Svavar Haraldsson, Rúnar Gtslason, Peter Salmon, Viggó Viggós- son, Ingi Jóhannesson og Sigurjón Gíslason. TÆPLEGA100 kylfingar tóku þátt í opna Coka-Cola-mótinu á Nesveilinum um síðustu helgi. Leiknar voru 36 holur og sigraði Rúnar Gislason í keppni án forgjafar, en Guðjón Sveins- son með forgjöf. viptingar voru talsverðar á mótinu og efstu menn skiptu oft um sæti. Rúnar Gislason, GR, hélt sínu striki allan tímann. Hann lék á 73 höggum fyrri daginn og á 75 höggum á sunnudeginum, sam- tals á 148 höggum. Sigurjón Gísla- son, GK, og Ingi Jóhannesson, GR, urðu jafiiir í öðru sæti á samtals 150 höggum og þurfti því bráða- bana til að knýja fram úrslit á milli þeirra. Siguijón hafði betur og tryggði sér silfurverðlaunin með því að para aðra brautina, meðan Ingi var einu höggi lakari. Guðjón Sveinsson, GK, lék sér- lega vel á sunnudeginum og tryggði sér sigur með forgjöf með því að leika þá á 61 höggi nettó. Hann lék samtals á 129 höggum. Rúnar Gíslason, varð í öðru sæti á 130 höggum og Sigurður Runólfsson, NK, varð þriðji á 133 höggum nettó. Auk hefðbundinna verðlauna veitti Vífilfell sérstök verðlaun þeim, sem næstir voru holu á 3. og 6. braut. Þau hlutu Siguijón Gíslason, Viggó Viggósson, GR, Hans Kristinsson, GK, og Svavar Haraldsson, NK. Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á 2. braut Nesvallarins og átti Peter Salmon, GR, lengstu höggin bæði laugardag og sunnudag. íslenzk glíma alþjóðleg keppnisgrein Islenzkir glímukappar stóðu sig vel í keppni í fangbrögðum í Frakklandi SAMÞYKKT var á aðalfundi IFCW, alþjóðasamtaka um þjóðlegar glímuíþróttir, að íslenzk glíma yrði ein þriggja keppnisgreina á vegum sam- bandsins árið 1990. íslenzk glíma er því orðin alþjóðleg iþrótt og gamall draumur íslenzkra glímumanna þar með orðinn að veruleika. Islenzk glíma er þriðja greinin sem IFCW viðurkennir. Hinar tvær eru axlatök og „gouren“, sem svipar nokkuð til júdó. Keltneska meistaramótið í þjóðlegum glímu- íþróttum fer fram á Islandi árið 1990 og þá verður keppt í greinun- um þremur. Fram að þeim tíma munu íslenzk- ir glímumenn kenna íslenzka glímu erlendis og erlendir þjlafarar kenna hér axlatök og „gouren". „Þetta fór eins og við vonuðum. íslenzk glíma er- orðin alþjóðleg íþrótt án þess að reglum hennar verði nokkuð breytt", sagði Sigurð- ur Jónsson hjá Glímusambandi ís- lands í samtali við Morgunblaðið. Góð frammistaða í Frakklandi Islenzkir glímukappar stóðu sig vel á Keltneska meistaramótinu í þjóðlegum glímuíþróttum, sem fram fór í Frakklandi samhliða að- alfundi IFCW. Amar Marteinsson sigraði í „go- uren“ í yfírþyngdarflokki en varð í öðru sæti í axlatökum. Amgeir Friðriksson keppti í 72 kg flokki og varð í 2. sæti í axlatökum og í 3. sæti í „gouren". Jón Birgir Vals- son keppti í 81 kg flokki og varð í 2. sæti í axlatökum og í 4. sæti í „gouren“. Karl Erlingsson varð í 3. sæti í bæði axlatökum og pgour- en“ í 68 kg flokki. Fimmti Islend- ingurinn, Heimir . Eðvarðsson meiddist í upphafí og gat þess vegna ekki keppt. Islenzku glímukappamir halda nú til Bretlands þar sem þeir munu keppa í fangbrögðum og sýna ghmu ásamt hópi ungra ghmumanna, sem fór utan í gær. •*—- SKOTFIMI / ÍSLANDSMÓT Morgunblaðið/Ámi Sæberg Einar P. Qarðarsson Morgunblaöiö/Ámi Sæberg Vfglundur Jónsson Víglundur bestur Víglundur Jónsson, SR, varð ís- landsmeistari í haglabyssu- skotfími, en mótið fór fram í Hafn- arfírði um helgina. Víglundur fékk 191 stig, en félagi hans Einar P. Garðarsson hafnaði í 2. sæti með 181. Stefán G. Stefánsson hlaut 176 stig og varð þriðji, en 13 kepp- endur tóku þátt. Þetta var fyrsta mótið á velli SH og tókst það mjög vel í alla staði undir stjóm Ferdinands Hansen, en árangur var ekki eins góður og í fyrra. IB Sjölander frá Danmörku var yfirdómari, en hann hefur verið íslenskum skotmönnum innan handar, hélt námskeið í fyrra og annað á Höfn í Hornafirði fyrir skömmu. Sjölander var þjálfari danska liðsins, sem fékk gullverð- launin á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. GOLF / FIRMAKEPPNI NK Bílaborg sigraði MIKIL þátttaka var f firma- keppni Nesklúbbsins í golfi, sem lauk fyrir nokkru. For- keppni fór fram samhliða meistaramóti klúbbsins og komust 32 lið í 18 holu úrslita- keppni. Leikið var með forgjöf og sigraði Bflaborg, keppandi Þorlákur Pétursson. Sjóvá varð í öðm sæti, keppandi Jón Haukur Guðlaugsson. Hót- el Holiday Inn varð í þriðja sæti, keppandi Þórður Orri Pétursson. Brimborg varð í fjórða sæti, kepp- andi Ottó Pétursson. Auglýsinga- stofa Gunnars Gunnarssonar varð fimmta, keppandi Jóhann Reynis- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.