Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 54

Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 Cesar Luis Menotti CESAR Luis Menotti er einn þeirra knattspyrnuþjáifara sem nýtur hvað mestrar virðingar í heiminum í dag. Hann hefur náð mjög góð- um árangri á ferli sínum sem þjálfari. Menotti er 49 ára að aldri, er giftur og á tvo syni. Hann er með háskólapróf í efna- fræði. ■ Aðaláhugamál hans eru bílar, veiðar og píanótónlist. ■ Hann hóf knattspyrnuferil sinn sem ieikmaður með Rosario Central í Argentínu árið 1960. ■ Síðar iék hann með tveimur bestu félagsliðum Argentínu, Racing og Boca Juniors. I Menotti lék síðar með New York Cosmos í Bandaríkjunum. B Hann lék um tíma með Pelé hjá brasilíska félaginu Santos. É Menotti lauk leikferli sínum með Sao Paulo í Brasilíu. ■ Eftir að hann hætti að ieika með Sao Paulo fór Menotti strax að þjálfa. Fyrsta félagið sem hann þjálfaði var Huracan í Argentínu. Þetta var árið 1971. ■ Huracan varð Argentínu- meistari undir hans stjóm aðeins tveimur árum síðar, árið 1973. É Menotti varð landsliðsþjálf- ari Argentínu árið 1974. É Argentínumenn urðu heims- meistarar undir hans stjórn er úrslitakeppni HM var haldin í heimalandi þeirra, árið 1978. ■ Árið eftir, 1979, stýrði Men- otti unglingalandsiiði Argentínu einnig til heimsmeistaratitils, í Tókýó. I Menotti var ráðinn þjálfari spánska stóriiðsins Barcelona 1983 og stýrði því til sigurs í helstu mótum þar í landi — liðið varð spánskur meistari, bikar- meistari og sigurvegari í „Super Cup“. ■ Nokkrar bækur um knatt- spyrnu hafa komið út eftir Men- otti, hann hefur í nokkurn tíma skrifað greinar um íþróttina og gerðar hafa verið kvikmyndir um þjálfun þar sem hann hefur ieiðbeint. Hann starfaði sem útskýrandi fyrir sjónvarpsstöðv- ar á heimsmeistarakeppninni í Mexíkó 1986 og á Evrópukeppni landsliða í sumar í Vestur- Þýskalandi. ■ Menotti þjáifaði Bocá Juni- ors í Argenttnu keppnistímabilið 1986-87 og varð liðið í öðru sæti í deildarkeppninni. ■ Leið hans lá til Spánar árið eftir, en þá þjálfaði hann At- letico í Madríd (tímabiiið 1987-88). ■ Menotti snéri síðan aftur til heimalands síns í vor og þjálfar í vetur stórliðið River Piate í Buenos Aires. Fegurðin, ánægjan peningamir og eigingimin Snillingar Með þessum orðum mínum vil vara þá við, sem hugsa svona. Það hafa alltaf verið til leikmenn, sem hafa haft hæfileika, sem enginn hefur véfengt. Áður fyrr voru það leikmenn eins og Pedema, Moreno, Sivori, Pele, Bobby Charlton, Beck- enbauer og í dag Maradona, Mic- hel, Gullit, Baresi og margir aðrir. Þeir uppfýlltu og munu uppfylla vonir fjöldans, sem þarf .jafnmikið á fegurð að halda og sannleika og réttlæti", eins og argentínski rithöf- undurinn Julio Cortazar orðaði það. Ég kem á framfæri hugsunum mínum í þeirri von að skapa megi hátíðarstemningu á leikjum. Þetta hef ég verið að reyna sem knatt- spymuþjálfari. Mér hefur ekki alltaf tekizt það en ég hef aldrei gefizt upp á því að dreyma um það tak- mark og beijast fyrir því. Maðurinn þróast, er til og hann dreymir, vegna sköpunargáfu sinnar en ekki vegna hæfni sinnar til að eyðileggja. Cesar Luls Menottl. Snillingar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brasilíumaðurinn Pele og Argentínumaðurinn Maradona, sem eru saman á myndinni, eru meðal þeirra „snillinga" knattspyrnusögunnar sem Menotti minn- ist á í greininni. Þeir eru meðal þeirra sem hafa haft hæfíieika, „sem enginn hefur véfengt," segir hann. Slíkir leikmenn „uppfylltu og munu uppfylla vonir fjöldans, sem þarf „jafnmikið á fegurð að halda og sannleika og réttlæti", eins og argentínski rithöfundurinn Julio Cortazar orðaði það,“ segir Menotti. MAÐURINN þróast, er til og hann dreymir, vegna sköpun- argáfu sinnar en ekki vegna hæfni sinnartil að eyðileggja. Þannig langar mig að byrja orð mín til ykkar allra, sem hafið ánægju af knattspyrnuíþrótt- inni. Þið ásamt leikmönnum hafið gert knattspyrnuna að vinsælasta og mest spennandi leik veraldar. Allt mitt líf hef ég, hvar sem ég hef verið og hvenær sem er, reynt eftir beztu getu að halda á lofti fegurð leiksins. Mér er ofar- lega í huga hæfileikar nokkurra knattspyrnusnillinga, sem hafa gef- ið knattpyrnunni svo margt og hafa með leikstíl sínum sett mark sitt á lið sín. Þessir ódauðlegu snillingar hafa auðgað knattspymuíþróttina með sköpunargáfu sinni, hæfileik- um og hugmyndaauðgi. Ég hef hins vegar miklar áhyggj- ur af því, að áhrif auglýsinga- mennsku, sem á ekkert skylt við fótbolta, eigi eftir að aukast og það komi niður á gæðum íþróttarinnar. Hættan er nú þegar alls staðar fyr- ir hendi. Til dæmis eru venjulegir pústrar, sem eiga sér stað í leikjum, að snúast upp í að menn „rífí hvem annan í sig“. Ég vara sterklega við þróun í þessa átt. Uðsheildin Allt frá því að ég byijaði að þjálfa, hef ég reynt að gera að veru- leika draum minn um lið, sem gerir hvort tveggja að ná árangri og kemur til móts við áhorfendur með skemmtilegum leik. Ég álít gæði skipta miklu máli. Líf mitt og starf væri innantómt án þeirra. Með hverri athöfn sinni sviptir sérhver einstaklingur hulunni af lífsstíl sínum, sem á endanum er aðeins einn af þeim þáttum sem móta ákveðið þjóðfélagskerfi. Ef 11 leikmenn fara allir að leika eftir eigin geðþótta og hugsa bara um sjálfa sig, finnst mér það vera svik við leikinn. Að mínum dómi er leikn- um nefniiega ætlað að skapa ánægju og koma fólki í hátíðar- skap. Að minnsta kosti á að stefna að því. Peningar Í þessari fyrstu grein minni byija ég á því að útskýra þær heimspeki- legu hugmyndir mínar, að knatt- symu eigi að skilgreina sem ákveð- ið listform. Einnig mun ég ræða mismunandi skoðanir í þeim efnum. Ég ætla í upphafí að hrekja ásök- un sem oft heyrist: Það eru ekki peningar, sem eru að eyðileggja knattspymuíþróttina eða að gera hana risminni. Hvers vegna ættu peningar að spilla aðeins leikmönn- um og þjálfurum í knattspymu en ekki tónlistarmönnum, skáldum og listmálurum? Peningar geta aldrei breytt listamanni eða orðið honum til minnkunar, þótt þeir geti dregið lítillega úr gæðum og tilgangi starfs hans. Aðalatriðið í þessu er sú fyrirlit- lega afstaða þeirra, sem líta á vinnu sína, einfaldlega sem tækifæri til að koma sér sjálfum á framfæri, alveg sama hvort um er að ræða blaðamenn, þjálfara eða stjómend- ur liða. Þama á ég við þá, sem dreyma um völd og hugsa þannig: „Sá sem sigrar hefur tækifæri á að selja sig og hlýtur þess vegna að vera beztur." Bobby Charlton er eirin „snlllinganna" að mati Menottis. Beckenbauer og Menotti skrifa fyrir Morgunblaðið CESAR Luis Menotti og Franz Beckenbauer skrifa í framtíðinni, næsta árið að minnsta kosti, greinar um knattspyrnu í Morgunblaðið. Báðir eru þetta heimsfrægir knattspymuþjálfarar, Beck- enbauer skrifaði greinar hér í blaðið um Evrópukeppni landsliða fyrr í sumar, og Menotti bætist nú sem sagt við. Hvor um sig mun skrifa eina grein í mánuði, Becken- bauer um knattspymuna í Evrópu en Menotti einblínir á Suður-Ameríku, þar sem hann starfar, auk þess sem hann mun ijalla um knattspyrnuna á Spáni, en þar hefur hann þjálfað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.