Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 24

Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 EYÐIMÖRKIN TEYGIR SIG SUÐUR Svona lítur iandið okkar út frá gervitungli í byrj- un septembermánaðar. Þá er gróður sumarsins ekki farinn að falla, en á gervitunglamynd verður gróðurinn rauð- ur. Á þessari mynd kemur vel fram syndaregistur okkar, ekki síður íslend- inga nútímans en for- feðranna. Frá landnámi hefúr gróðurlendi ís- lands minnkað úr 65 þúsund ferkílómetrum niður í 25 þúsund ferkílómetra, að talið er. Og eyðing enn mikil. Þessi bandaríska gervi- tunglamynd sýnir vel hvernig uppblásturs- geiramir teygja sig suð- ur á bóginn, þama í átt til Þingvalla. Raunar má oft horfa upp á þetta afjörðu niðri, þegar hreyfir vind og sand- fokið kemur eins og dökkur mökkur niður yfir láglendið. Á myndinni sést á Langjökul efst til hægri og vestan við hann má þekkja Þórisjökul og Okið, en sunnar er Skjaldbreiður með sqjó á toppnum. Má sjá hveraig landeyðingin teygir anga sína beggja vegna fjallsins og nær vestan við það nærri saman við uppblásturs- rendumar í Grafiiingn- um. Til frekari glöggv- unar, þá er Þingvalla- vatn neðarlega á miðri myndinni og lengra til hægri era áberandi tvö vötn, Apavatn og Laug- arvatn (minna vatnið). En Hagavatn er í eyði- mörkinni upp undir Langjökli, lengsttil hægri. Allt gróið land er semsagt rautt á mynd- inni, en misrautt. Litlu Ijósu blettimir eru sleg- in tún. Skóglendið gefúr dekksta rauða litinn, svo sem sjá má á kjarrinu norður af Þingvalla- vatni, einnig við Laug- arvatn og í Þrastarskógi neðarlega á myndinni hægra megin. Nær alls staðar annars staðar má sjá hvernig glyttir í dökka litinn, ef myndin prentast ekki því verr. Er ekki ísland dapur- legt á að sjá — utan úr geimnum? Hvað skyldu uppblástursgeiramir verða komnir langt þaraa á næsta land- námsafinæli árið 2074, þegar eitthvert gervi- tunglið fer yfir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.