Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 25

Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 25 Isafjörður: Sambandið byrjar reglubundnar siglingar ísafirði. UMSVIF við ísaflarðarhöfii hafii aukist mikið með gámavæðing- unni og auknum útflutningi á ferskum fiski. Til þessa hefúr Eimskip eitt haldið uppi vikuleg- um reglubundnum siglingum hingað með gámaskipi. Nú er Sambandið að hefja hingað reglubundnar siglingar og kom leiguskip þeirra, Carola R., í fyrsta sinn á þriðjudag. Skipið fer frá Reykjavík á fimmtudögum vestur og norður um til Húsavíkur. Síðan kemur það við hér í bakaleið og tekur gáma sem eiga að fara í milli- landaskip Sambandsins í Reykjavík á miðvikudögum og fimmtudögum. Að sögn Gunnars Jónssonar skipa- miðlara og umboðsmanns Sam- bandsins á ísafirði eru útvegsmenn ánægðir með þann aukna valkost sem með þessu skapast. Auk Isa- ijarðar mun skipið koma á aðrar Vestflarðahafnir eftir því sem flutn- ingar gefa tilefni til. Auk skipa Eimskips og Sambandsins er m.s. ísberg hér á þriggja vikna fresti, en það er eina skipið sem heldur uppi reglubundnum siglingum með gáma beint frá ísafirði til hafna í Evrópu. - Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Agústsson Leiguskip Sambandsins, Carola R., lestar fískigáma frá þrem togurum í fyrstu ferð sinni til ísafjard- ar. Skipið lestar eftirleiðis gáma á ísafirði hvern þriðjudag. BREIÐHOLTSBÚAR Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur um áratuga skeið verið umsvifamikill bakhjarl einstaklinga sem fyrirtækja á sviði fjár- mála.Ætíð hefur verið kostað kapps um að veita fjölþætta og jafn- framt persónulega þjónustu. Nýja útibúið í Breiðholti er sérstaklega ætlað íbúum hverfisins og fyrirtækjum, stórum sem smáum, ungum sem öldnum. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis samglcðst ykkur yfir uppbyggingu eins stærsta og vistlegasta borgarkjarna Reykjavík- ur. Verið velkomin í viðskipti við sparisjóðinn í ykkar eigin hverfi. SPARISJÓDUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS - í BREIÐHOLTI ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 670500 greiðb°"sve^u Miðskógar Sparisjóóur Reykjavikur og nágrennis KEMUR TIL YKKAR Bókum breska bygg- ingarlist á17. öld ÚT ER komin bókin „Sir Chri- stopher Wren - Kirkjusmiður og arkitekt“ eftir Hreggvið Stefáns- son, byggingartæknifræðing. Bók þessi fjallar um Sir Christop- her Wren, húsameistara ensku krúnunnar á síðari hluta 17. ald- ar. Hann var fenginn til að sjá um endurreisn „City of London“ eftir brunann mikla árið 1666. Hann teiknaði þar og reisti 54 sóknarkirkjur ásamt St. Pauls- kirkjunni á 50 árum. í bók Hreggviðs er hverri kirkju lýst svo vegfarandi í London megi hafa gagn af. Enn fremur er fjallað um veraldleg verk Wrens, hallir og sjúkrahús. Hreggviður starfar hjá Húsa- meistara ríkisins, en hefur um ára- bil verið áhugamaður um breska sögu og byggingarlist. Bókin er 136 bls. og er prýdd myndum og skýr- ingarteikningum af byggingum Wrens. Umsjón með prentverki hafði Prentþjónustan Metri, sem er jafnframt útgefandi með höfundi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúð- um landsins. Sýnir í Ganginum ENSKUR listamaður Adam Ba- ker Mill sýnir ljósskúlptúr sinn í Ganginum og stendur sýningin fram í miðjan október. Verk hans byggja á samspili ljóss og umhverfis og eru þau tölvustýrð eftir birtustiginu umhverfís þau. Skúlptúrinn í Ganginum getur bæði verið handstýrður og tölvustýrður eftir því sem við á. Áskrijlarsímirm er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.