Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 28
28 ________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988_ Ég dreg til mín pað goða, ogneita hm u Svanhvít Egilsdóttir Eitt kvöldið fyrir skömmu voru óperu- og ljóðatónleikar í Norræna húsinu. Þar sungu nokkrir nemendur Svan- hvítar Egilsdóttur. Það datt í mig að fara þangað til að hlusta, það er alltaf gaman að heyra í nýju fólki, hver veit hvað þar leynist. Fólkið sem söng gerði margt vel og sumt mjög vel en eftirminni- legastur er mér þó kennar- inn. Ég sat þannig að ég gat með lítiUi fyrirhöfii séð and- lit Svanhvítar. Það lá við að ég öfimdaði nemendur henn- ar, því í andliti hennar mátti sjá endurspeglast hvernig þeim gekk. Ég gat séð þar angist og kvíða, stolt og gleði, örvæntingu og sigurvímu. Þeirra sorgir voru hennar sorgir, þeirra gleði var henn- ar gleði. Ég hugsaði: Þessi kona er kennari af guðs náð. Eftir tónleikana kom ég að máii við Svanhvíti og bað hana um við- tal og fáeinum dögum síðar hitt- umst við í raðhúsi við Háaleitisbraut þar sem hún hélt til þann tíma sem hún var hér. Svanhvít hefur komið hér undanfarin flögur ár til þess að halda söngnámskeið og jafnan endað þau með tónleikum eins og þeim sem ég hlýddi á. Þegar ég hitti Svanhvíti þá bjóst ég til að spjalla rækilega við hana um söngn- ám og söngkennslu. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Við ræddum að vísu um hvort tveggja en það varð aðeins undanfari að annars konar samtali. Fyrr en varði vorum við orðnar eins og samsærismenn í tilverunni og hvísluðumst á um alls kyns lífsreynslu, urðum nánar á þann hátt sem fólk verður sem liggur mikið á hjarta og vill tala en þekkist ekki mikið og hittist kannski aldrei meir. Svanhvít hefur lifað stormasömu lífi, kannað allan tónstigann, ekki aðeins í söngnum heldur líka í lífínu sjálfu. Hún var sem bam umvafín óendanlegum kærleika fósturfor- eldra, þeirra Sigurgeirs Gíslasonar og Marenu Jónsdóttur, sem orðin voru þroskað og lífsreynt fólk þegar þau tóku hana að sér. Uppeldis- systkini hennar þijú báru hana á höndum sér. Margrét uppeldissystir hennar, sem var miklu eldri en hún, skrifaði móður sinni frá út- Iöndum þegar Svanhvít var 8 ára og sagði: „Það var margt sem ekki var hægt að veita mér þegar ég var bam vegna efnaleysis og ýmiss annars en ég óska þess að Svana fái allt sem ég fékk ekki." Margrét hvatti foreldra sína til þess að láta Svanhvíti læra á píanó og það fékk hún. Átta ára gömul hóf hún pianó- nám hjá Ingibjörgu Benediktsdóttur í Hafnarfírði. En auðlegð Svan- hvítar var ekki aðeins bundin fóst- urforeldram og systkinum. Hún átti líka foreldra á lífí, Þóranni Ein- arsdóttur og Egil Guðmundsson, og átta systkini. Hún og tvíburasystir hennar Nanna vora sjötta og sjö- unda bam foreldra sinna. Milli tvíburasystranna myndaðist mjög sterkt samband þó þær væra ekki saman á heimili. Þær notuðu hvert tækifæri til þess að hittast og þeg- ar Nanna kom í heimsókn til systur sinnar þá lögðust þær á bæn og báðu þess að eitthvað kæmi uppá svo hún yrði látin gista. „Ég þekkti ekki hið illa,“ sagði Svanhvít. „Ég var aldrei látin kynnast neinu slíku sem bam og unglingur. En gleðinni kynntist ég snemma. Bæði gleði þess sem þiggur góðar gjafir og líka gleði þess sem gefur og sú gleði gaf mér rnikla hamingju. Ég fékk einu sinni nýja dúkku. Ég sagði strax að ég vildi gefa fátækri stelpu í næsta húsi gömlu dúkkuna. Ég man enn hvað ég var hamingjusöm þegar ég gekk í snjónum yfír til stelpunnar með gömlu dúkkuna. Rætt við Svanhvíti Egils- dóttur söngkenn- ara og fyrrum prófessor við tón- listarháskólann í Vínarborg Gleði mín yfír að gefa var miklu ríkari en gieðin yfír nýju dúkkunni. Þessi stúlka dó þegar hún var 15 ára gömul og ég 14 ára og þá kynnt- ist ég sorginni. Lík hennar stóð uppi hjá okkur og þegar ég kom heim á kvöldin þá gekk ég framhjá líkkistunni, það var sálarraun. Þessi stúlka dó úr berklum sem margt ungt fólk dó úr þá. Vegna þess hve ég bjó við gott atlæti tók ég mörgu öðravísi en hinir krakkamir. Einu sinni þegar ég var lítil telpa var ég að fara yfír á og var á leið í skóla. Þá kom stelpa aftan að mér og tók af mér húfuna og lét hana detta í ána. Ég snéri mér við og sagði við hana: „Það gerir mér ekkert til þó þú gerir þetta en guð sér þig og þú þarft seinna að standa frammi fyr- ir guði og segja honum af hverju þú gerðir þetta." Mér datt ekki í hug að slá til hennar eða neitt því líkt, slíku vandist ég ekki. Stelpan stóð á bakkanum og horfði á mig og sagði: „Þú ættir að verða prest- ur.“ Vegna þess hve góðu ég var vön var áfallið mikið þegar ég kóm út til Þýskalands og lenti þar í hring- iðu stríðsins. En áður en það gerð- ist hafði ég numið í Tónlistarskóla Reykjavíkur og gift mig ágætum manni. Fjórtán ára tók ég að mér að spila í bíóinu í Hafnarfirði, alls- kyns lög, dramatísk og létt og satt að segja er ég hissa núna hvemig ég fór að því, svona mikill krakki sem ég var þá, að velja lög. En þetta gekk. Eg þurfti þó ekki að vinna, fósturforeldrar mínir vildu það helst ekki. Þegar vinkonur mína fóra í físk bað ég um að fá að fara líka og fékk það, en þeim fannst samt óþarfí að ég ynni á sumrin. Fósturmóðir mín sagði eitt sinn við mig: „Ég veit að pabbi elskar okkur 511, en þig mest Svana mín. Hann orti til mín litla vísu: Litla Svana lúrir hér langar hana að vita af mér. Halda verð ég höndina í hún vill ekki missa af því. Ég rétti honum alltaf höndina þegar hann kom inn í svefnherberg- ið. Ég svaf í herbergi inn af svefn- herberginu þeirra og það var alltaf haft opið á milli. Sextán ára varð ég nemandi Dr. Mixa í tónlistarskólanum í Reykja- vík sem þá var nýlega stofnaður. Hjá Dr. Mixa byijaði ég líka að læra að syngja. Um tvítugt bað Bjami Bjamason fyrrverandi skóla- stjóri minn og seinna skólastjóri á Laugarvatni mig að koma og spila þar fyrir gesti á sumrin. Ég gerði það og þar kynntist ég Óskari Guðnasyni, fyrri manni mínum. Við fóram saman til Leipzig þar sem hann nam prentlist en ég lærði söng hjá mjög góðum sænskum kennara. Þegar við Óskar komum heim aftur sungum við saman í óperettunni Bláu kápunni eftir Kolló. Hann söng lítið hlutverk með Pétri Jónssjmi en ég söng ástarhlutverk á móti Bjama Bjamasyni lækni og það var heilmikið gert úr því og skrifað um kossana okkar. Það var óskaplega gaman að vera með í þessari upp- færslu. Einn gamall skólabróðir minn kom til mín á götu og þakkað mér fyrir og sagði: „Ég má til að taka í hendina á þér, ég er búinn að fara þrisvar og ætla að fara einu sinni enn ef ég get.“ Þetta var ynd- islegt. En svo fór ég út til Þýskaiands til að læra söng. Við Nanna systir fóram saman, fyrst til Hamborgar. Við voram báðar giftar þá en bam- lausar og þó söngurinn drægi okkur til sín, þá höfum við líklega ekki síður farið þetta til að geta verið saman, kannski til þess að bæta okkur það upp að við ólumst ekki upp saman. Við lentum í margvís- legum æfíntýram. Fyrst gátum við lifað af peningum sem við fengum senda að heiman, en svo skall stríðið á og þá urðum við einhvemveginn að vinna okkur inn peninga. Við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.