Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 31

Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 um baminu um höfuðið og segjum: „Þetta verður allt gott, vertu róleg- ur.“ Við vitum að hjá baminu allt verður gott og þannig verður það líka hjá okkur, hinum fullorðnu. Þessi setning hefur hefur skipt miklu máli í lífi mínu. Þegar ég var flórtán ára gömul skrifaði ég í dag- bókina mína: Sál mín er eins og harpa sem erfitt er ná hreinum hljómi á og enn er ég að reyna að stilla þessa hörpu.“ Söngkennslu hóf Svanhvít um 1960 og hana stundar hún enn. Fyrst hóf hún einkakennslu en svo var henni boðin staða við tónlistar- háskóla. Fyret vildi hún ekki þiggja þá stöðu. „Ég vildi alltaf vera fijáls og vildi ekki binda mig, en svo var ég nánast lokkuð til að taka stöð- una. Mér var leitt fyrir sjónir að ég fengi gott kaup, frí á sumrin og gæti svo alltaf hætt ef mér líkaði ekki. Ég sló á endanum til og nokkr- um ámm seinna var mér boðin próf- essorsstaða. Til þess að geta tekið við henni varð ég að fá.austurrísk- an ríkisborgararétt. Mér var boðið úti að hafa þann íslenska áfram af því ég var prófessor. Hér heima var ekki tekið neitt tillit til þess. Mér var neitað um að hafa íslenskan ríkisborgararétt jafnframt aust- urrískum. Ég varð að velja og það sámaði mér satt að segja. Ég hafði áður misst íslenskan ríkisborgara- rétt þegar ég giftist Jan, en þá var mér boðinn hann aftur þegar ég kom heim. Nú er þetta eitthvað öðmvísi og það á ég erfitt með að sætta mig við. Ekki síst vegna þess að með ámnum hef ég alltaf verið að nálgast landið mitt. Hér áður liðu stundum mörg ár milli þess sem ég kom heim til Islands og það var slæmt. Mér finnst svo þýðingarmik- ið fyrir mig að koma hingað því hér gerist svo margt innra með mér. Ég geng sem í draumi en samt gerist svo margt. Kannski endar þetta einhvem tíma með því að ég fer ekki aftur út. Stundum þegar ég sit í vetrarkuldunum úti í Vínar- borg þá hugsa ég um hve gott ég hefði það heima á íslandi. Úti er fjarskalega hátt til lofts í öllum húsuin og illa kynt svo maður skelf- ur af kulda. Á íslandi er mátulega hátt til lofts og húsin hlý. Með hverju árinu sem líður færist ég nær öllu hér heima.. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Hvatt til hækkunar olíuverðs Mexico City. Reuter. GRO Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Norges, og Miguel de la Madrid, forseti Mexico, hafa hvatt til þess að olíuverð verði hækkað til þess að unnt verði að bæta efnahagsástandið í rílgum þriðja heimsins. Miguel de la Madrid sagði á ráð- stefnu, sem lauk í gær í Mexico City, að verð á olíu að undanfömu hefði verið „fráleitt". Fjölmörg þró- unarríki hefðu orðið fyrir alvarleg- um áföllum auk þess sem óhóflega hefði verið gengið á aðrar náttúru- auðlindir af þessum sökum. Gro Harlem Brundtland, sem er formaður embættismannanefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverf- is- og þróunarmál, sagði að brýnt væri að olíuverð yrði hækkað og að þess yrði freistað að halda verð- inu stöðugu. Fátæk ríki hefðu neyðst til að grípa til rányrkju og náttúruspjalla til að vega upp á móti tekjutapinu. Áhrifa þessarar röksunar á lífríkinu kjmni hins veg- ar að gæta um heim allan yrði ekki gripið til viðeigandi aðgerða í því skyni að treysta efnahagsástandið í löndum þessum. Brundtland hvatti til þess að dregið yrði úr skulda- byrði þróunarríkja og kvaðst telja brýnt að þróunaraðstoð yrði aukin til muna. hvíld Jfll flfm Jf M Kanan c í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar, GRAN CANARIA. Þar fara náðugir dagar í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin Park og Corona Blanca. Tveir nýir staðir eru Broncemar og Barbacan Sol. Beint dagflug til Gran Canaria: Föstudaginn 04.11. ’88, 3ja vikna ferð „ Föstudaginn 25.11.’88, 25 daga ferð S Þriðjudaginn 20.12. ’88, 22ja daga ferð I Miðvikudaginn 11.01. ’89, 3ja vikna ferð < Miðvikudaginn 01.02. ’89, 3ja vikna ferð | Miðvikudaginn 22.02. ’89, 3ja vikna ferð * Miðvikudaginn 15.03. ’89, 3ja vikna ferð Miðvikudaginn 05.04. ’89, 3ja vikna ferð Verðdæmi: Frá kr. 52.200* á mann miðað við þrjá saman í íbúð á BRONCEMAR í 3 vikur. Brottför 4. nóvember. * Staðgreiðsluverð miðað við gengi 29.8.’88. Verð án flugvallarskatts. Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIDIR fynr þíg FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900 FEROfl, MIDSTÚDIN Aðalstræti 9, Sími: 28133 moivm Hallveigarstíg 1, Sími: 28388 FEROASKRIFSTÖFAN POLARIS Kirkjutorgi 4 Sími622 011 FERÐASKRIFSTOFA SÍMI 641522 HAMRABORC I I larandi VESTURGÖTU 5 • REYKJAVÍK • SÍMI 622420 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTKATI 16 101 REYKJAVÍK SlMI 621490

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.