Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 32

Morgunblaðið - 25.09.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 Svipmyndir úr tónleikaferðalagi Fyrri grein Eg var búinn að lofa því að minn ast ekki einu orði á kengúrur í þessari grein og þess vegna passaði ég mig vandlega á því að sjá ekki eina einustu í allri ferðinni. Hins vegar getur vel verið að ég minnist eitthvað á krókódíla, enda má margt af þeim læra. Ég hyggst heldur ekki rekja ferðasög- una í smáatriðum, eða: „Kl. 09:16 var haldið með leigubíl til flugvallar- ins þar sem rennilegur farkosturinn beið með útbreidda vængina, gljáf- ægður o.s.frv., o.s.frv.“ Sagan yrði löng. Ætla má að 25 flugveilir og 100 leigubflar hafí orðið á vegi mínum í þessari ferð, sem var, vel á minnst, tónleikaferð til Englands, Bandaríkjanna, Nýja Sjálands, Ástr- alíu og Singapore í apríl og maí sl. Ferðin tók tæpar níu vikur og kom ég fram um 40 sinnum í 15 borgum. Verkefnin voru margvís- leg: Tónleikar, skólatónleikar, út- varpsupptökur sem og beinar út- sendingar, sjónvarpsupptökur, upp- tökur fyrir hljómdisk, fyrirlestrar og kynningar á íslenskri tónlist í háskólum, auk þess sem ég stjóm- aði opnum kennslustundum, sk. „Mater Class", og kenndi einstakl- ingum í einkatímum. Það ber margt fyrir augu á löngu ferðalagi, en það er óþarfi að lýsa staðháttum og náttúrufyrirbærum í blaðagrein sem er ætluð þjóð sem ferðast meira en flestar aðrar. Þeir sem hafa áhuga á svona stöðum fara víst þangað sjálfír nútildags og sjá það sem þeir vilja sjá. En reynsla hvers og eins er alltaf ein- stök, og ekki hitta allir sama fólkið þó þeir fari til sömu landa. Ég er t.d. nokkuð viss um það að það eru fáir sem hafa hitt konu sem hefur týnt þremur píanóum á æfinni. Eða krókódfl sem er fæddur með þeim ósköpum að vera albínói (strax far- inn að tala um krókódíla). Ég ætla sem sagt að draga upp nokkrar myndir af atvikum og fólki sem ég var svo lánsamur að kynnast á leið- inni. En nú mega þessi skrif ekki verða lengri án þess að fram komi eitt nafíi: Vilbergur. Vilbergur Ef ég hefði sagt félögum mínum í níuáraess í Bamaskóla Garða- hrepps að ég hygðist fara í kringum jörðina með skólastjóranum eftir 20 ár hefði ég líklega verið sendur til Jónu hjúkrunarkonu, auk þess sem ég hefði tapað rétti mínum sem fé- lagsmaður í leynihellafélaginu og örugglega verið rekinn úr C-liði bekkjarins í handbolta. Hver veit hvað svona annarlegar framtíðar- sýnir hefðu kostað mig meira. En málin hafa samt æxlast þannig, að með tímanum og vonandi auknum þroska mínum höfum við orðið hinir bestu vinir. Og satt að segja á Vil- bergur Júlíusson einn heiðurinn að hugmyndinni um ferðina. Hann var í Ástralíu fyrir tæpum 40 árum, skrifaði bók um' dvölina sem heitir „Austur til Ástralíu", og hefur síðan oft verið að hvetja mig til þess að kanna aðstæður þama undir niðri. Það gerði ég loksins, ferðin varð veruleiki og Vilbergur, eða Will eins og hann hét úti, slóst í förina í Los Angeles. Það var til allrar hamingju fyrir mig, því hann er góður ferðafélagi, enda síungur í anda. Vilbergur er líka ötull sendiherra fyrir Island, alltaf tilbúinn með bæklinga um land, þjóð og forseta handa forvitn- um andfætlingum. Fyrir John Mart- in, íslenskumann og sænskukennara við háskólann í Melboume, er málið einfalt: „Vilbergur is Iceland", Vil- bergur er ísland. Mér fannst ást hans á íslenskri menningu koma skýrast í ljós þegar okkur vantaði lestrarefni á Waikiki-strönd í Honol- ulu. Þá dró hann upp úr skjóðu sinni marglesna, óinnbundna bók. Á snjáðri kápunni stóð: Gunnlaugs saga Ormstungu. A löngum flugferðum og í kring- um erfíða tónleika var ómetanlegt að hafa einhvem til þess að deila -með sér vonda skapinu, nú og að sjálfsögðu þvi góða líka því ekki var maður í fylu allan tímann heldur. Reyndar vorum við oftast hinir hressustu, þrátt fyrir tímamismun og misjafnar aðstseður. En best var þegar hann kom baksviðs í hléinu á hverjair tónleikum, klappaði mér á öxlina og sagði: „Jæja, þetta geng- ur fínt!“. Heilög Margrét og heilagur Pétur Hótel heilagrar Margrétar við Russell-torg í Lundúnum er eitt af þessum gömiu, góðu, þar sem engin tvö herbergi eru eins. Það var því ekkert tiltökumál að fá herbergi fyrir einn gítar, eitt selló, og rúm sem mætti nota sem nótnastatíf. Um sjöleytið á morgnana byijar beikonlyktin að smeygja sér undir hurðimar á herbergjunum, nóg til þess að vekja hvem mann á þægi- legan hátt. Um hálf-tíu er samt betra að vera búinn .að borða og farinn að lofta út. En þama vorum við staddir, Haf- liði Hallgrímsson og ég, til þess að undirbúa og framkvæma upptökur fyrir geisladisk eða „geislabaug" eins og hann kallar þá, sem inni- halda átti verk eftir Hafliða sjálfan. Hann hafði þegar teiknað sjö mynd- ir í rissblokkina sína áður en kaffíð var komið á morgunverðarborðið, og ég var feginn að sjá gömlu kon- una, sem ég hélt að væri draugur kvöldið áður, borða hafragraut við næsta borð. Til öryggis spurði ég Hafliða hvort hann sæi hana ekki llka. Áður en æfíngar hófust varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að skrifa undir, sem vottur, samning sem Hafliði var að gera við útgáfu- fyrirtækið Chester I Lundúnum. Það eru ekki allir sem fá tilboð frá slíku fyrirtæki. Það var stuttur tlmi til æfínga, unnið markvisst undir hans stjóm og haldið slðan til Richmond I úljaðri borgarinnar þar sem upp- tökur fóru fram. Daginn áður hafði ég tekið upp einleiksverkið hans, en I dag skyldi það vera Tristía, fyrir gítar og selló. Ég hafði gaman af því að kirkj- an, sem nú er notuð sem hljóðver, heitir kirkja heilags Péturs, I Peters- ham. Þar hefur Tryggvi Jóhannsson aðsetur með sín tæki, þ.e.a.s. þegar hann er ekki með þau á ftalíu, I Muskikvereinsal I Vín eða annars staðar I Evrópu. Hann hefur yfír að ráða öllu því nýjasta til stafrænn- ar upptöku. í dag vilja flestir tónlistarmenn fara inn 1 „náttúrulegt" umhverfí til þess að hljóðrita. Kirkjan er stór og hefur mjög fallega endurómun sem Tryggvi notfærði sér á meist- aralegan hátt. Stundum var um- hverfíð full-náttúrulegt, sérstaklega þegar þurfti að fara út til þess að fæla dúfur af þakinu eða drepa flugu I glugganum. Vindáttin var óhagstæð; flugbraut A720 var I notkun á Heathrow-flugvelli, en svoleiðis flugur var erfíðara að losa sig við. Tryggvi kann sitt fag, hafði með sér hálært tónlistarfólk og höfðu þau öll mismunandi hlutverk- um að gegna við upptökuna. En það mikilvægasta sem þau höfðu var rólegt og vingjamlegt fas, nógur timi og einlægur áhugi á verkefninu. Það féllu margir svitadropar á þeim 8 klst. sem upptakan tók, en loksins klukkan 23.00 sögðu tón- skáld og upptökustjóri „Nóg!“. Allt var komið inn sem þurfti, en Tryggva vantaði þó eitt enn; að við lékum allt verkið einu sinni I gegn eins og um tónleika væri að ræða. Hafliði setti það skilyrði, meira I grini, að hann kveikti á öllum kert- unum I kirkjunni. Það var sjálfsagt mál. Eftir á sagði Hafliði mér að það væru fáir upptökustjórar sem hefðu samþykkt að eyða tíma I slíka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.