Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 36

Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 36
36 morgunblabið. ÓLYMPÍULEIKARMIR j SEOUL ’88 SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR Svartnætti í „Sól íí Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Suður-Kóreu Eftir sigurinn gegn Svíum á Spánarmótinu í síðasta mánuði var talað um sálfræðilegan sigur, sem hefði mikið að segja á Ólympíu- leikunum. Sú von að sigra Svía á stór- móti brást hinsveg- ar í Suwon í gær, en það sem verra var, tapið var stórt og markatalan getur haft alvarlegar afleiðingar, er upp verður staðið í þessari keppni og leikmennimir voru heillum horfnir gegn Svíum. Þeir mættu taugaóstyrkir til leiks gegn yfirveg- uðum mótherjum og úrslitin voru ráðin í hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins var í molum. Mikið var um ótímabær skot og spilið var ráðleysislegt. Island-Svíþjóð 14 : 20 (6:12) Suwan í Suður-Kóreu, handknattleikur ÓL, laugardaginn 24. september 1988. Leikurinn í tölum: 0:1, 1:1, 1:4, 3:5, 5:8, 5:11,6:12, 7:12, 7:14, 9:16, 12:18, 13:18, 13:20, 14:20. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 3/2, Sigurður Gunnarsson 2, Geir Sveinsson 2 og Þorgils Óttar Mathiesen 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 7. Utanvallar: 8 mínútur. Mörk Svíþjóðar: Per Carlen5, Erik Hajas 5, Per Carlsson 3, Par Jilsen 2, Staffan Olsson 2, Magnus Wislander 1, OlaLindgren 1 ogBjöm Jilsen 1/1. Varin skot: 20/1. Utanvallan 6 mínútur. Dómarar: Per Erik Sjöng og Jan Rolf Ludvigen frá Noregi. i„i ii, | SIGLINGAR Mastrið á Leifi heppna brotnaði og segl rifnuðu GunnlaugurJónas- son var kallaður í lyfjapróf í Pusan „ÞAÐ VAR brjálað veður og haugasjór - 7 vindstig og rign- ing - þegar siglingakeppnin hófst hér í dag. Þrátt fyrir það var látið keppa,“ sagði Ari Bergmann Einarsson, flokk- stjóri siglingamannanna í sam- tali við Morgunblaðið i gær. Það gekk á ýmsu hjá siglinga- mönnunum Gunnlaugi Jónas- syni og Ísleifí Friðrikssyni. í upp- hafi fylltist bátur þeirra af sjó. Þrátt fyrir það voru þeir í þriðja sæti á fyrstu bauju og í tólfta sæti á annarri bauju. Þegar lengra var komið, lentu þeir félagar síðan í brotsjó. „Mastrið fauk í tvennt og segl rifnuðu. Þeir Gunnlaugur og Isleif- ur urðu að hætta keppni og dettur þessi dagur því út hjá þeim. Sex dagar af sjö telja. Þetta var sorg- legt, því að þeim gekk vel í byrjun og maður var farinn að vera spennt- ur að sjá hvemig framhaldið yrði,“ sagði Ari Bergmann. Þegar þeir Gunnlaugur og ísleif- ur komu í land var Gunnlaugur kallaður í lyQapróf og látinn pissa í glas. Þegar heim var komið, hófst skipasmíði hjá þeim félögum. Danskur seglasaumari aðstoðaði þá við að sauma saman seglin og þeir fengu nýtt mastur, sem var mælt upp. Þeir fluttu búnaðinn af brotna mastrinu yfír á það nýja. Mörg önnur óhöpp áttu sér stað í gær. Mikið var um árekstra og varð til dæmis að steypa upp í göt og sprungur á nokkrum bátum. SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá S-Kóreu Sóknamýtingin var 26% í fyrri hálf- leik, en aðeins betur gekk eftir hlé og var sóknamýtingin í leiknum 27,4% en 58,8% hjá Svíum. Hvað eftir annað klúðruðu menn dauðafærum, sátu eftir og Sviar þökkuðu fyrir sig, brunuðu upp og skoruðu. Menn gerðu ótrúlegustu mistök og var refsað fyrir. Olsson lokaði markinu Mats Olsson hefur oft reynst íslend- ingum erfiður og hann var hetja Svía. Olsson hreinlega lokaði mark- inu og 20 sinnum fengu Svíar knött- inn eftir frábæra markvörslu, en hann varði ótal mörg skot þar að auki. SUND Leiði Leikgleðin var ekki til staðar hjá strákunum að þessu sinni og þeir þoldu ekki álagið. Slíkt er um- hugsunarefni, en þess ber að geta að liðin almennt hafa ekki náð að sýna sitt besta. Hver leikur er nán- ast úrslitaleikur og ekkert má út af bera. En sex marka tap gegn Svíum er of mikið og nálgast kæru- leysi. Svíar eru með ágætt lið, en það gerði einnig mistök, sem íslenska liðinu tókst ekki að not- færa sér. En enn er von. Júgóslavar eru næstir á dagskrá, á mánudag, og þá fá strákamir tækifæri til að sanna sig, sem verður samt von- andi ekki of seint. Einar Þorvarðarson lék sinn 200. landsleik í gær. Þrjú íslandsmet „EG byrjaði illa, fyrsta sundið mitt var ekki nógu gott, í raun alveg út í hött, en ég ýtti því frá mér og mætti ákveðnari til leiks eftir það,“ sagði Ragn- heiður Runólfsdóttir við Morg- unblaðið í gær eftir að hún hafði sett Islandsmet í 200 m fjórsundi. Ragnheiður synti á 2:22,65 mín og hafnaði í 24. sæti af 35 keppendum. Eg vissi hvar ég stóð og þetta var fyrsta stórmótið, sem ég keppi á með sjálfstraustið í lagi. Þetta er vafalaust sterkasta sund- mót sem haldið hef- ur verið og miðað við okkar markmið getum við yfirleitt verið ánægð, þó sumstaðar hefði mátt gera betur,“ sagði Ragnheiður. Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Seoul Ætlaði að hætta en held áfram Ragnheiður hefur æft mjög vel fyrir Ólympíuleikana, á hveijum degi síðan 6. september í fyrra. „Þetta hefur verið erfitt en reynslan er dýrmæt og ég sé ekki eftir tíman- um, sem farið hefur í sundið. Samt var ég ákveðin í að hætta ef ég bætti mig ekki hér, en ég er enn í framför og langar til að halda áfram sem og ég geri á Akranesi, þegar heim kemur. Þá hefst undirbúning- urinn fyrir bikarkeppnina sem verð- SPJOTKAST Reuter Ragnheiður Runólfsdóttir á fullri ferð í Ólympíusundlauginni í Seoul í fyrrinótt, á leið sinni að íslandsmeti í 200 m fjórsundi. ur í nóvember. Ég er fegin að ég náði mér á strik og árangurinn sýn- ir að ég get enn bætt mig,“ sagði Ragnheiður. „Mjögðnægður" Ég er mjög ánægður með bæði sundin og metin þijú,“ sagði Ragn- ar Guðmundsson eftir 1500 metra skriðsundið. Ragnar setti íslands- met í 400 m skriðsundi á sunnudag- inn og bætti um betur í gær, setti tvö met í sama sundinu. Ragnar synti á 15:57,54 en átti best áður 16:04,69. Hann hefur bætt sig um tæpar 19 sekúndur síðan á EM í ágúst í fyrra, en þá synti hann á 16:16,25. „Ég setti -nér það markmið að synda undir 16 mínútum og það tókst," sagði Ragnar, sem fékk millitímann 8:30,69 eftir 800 metra, sem einnig er íslandsmet. Eðvarð í B-úrslit Eðvarð Þór Eðvarðsson tók sig á eftir 200 metra baksundið og komst í B-úrsliit í 100 m baksundi. Hann synti á 57,70 og hafnaði í 17. sæti en einn keppandinn mætti ekki í B-úrslitin og tók Eðvarð því sæti hans. Þá fékk hann tímann 58,20 og hafnaði í 8. sæti eða í 16. sæti í greininni. Magnús Már Ólafsson keppti í 50 metra skriðsundi, synti á 24,50 sekúndum og hafnaði í 40. sæti af 69 keppendum. Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Suðuf-Kóreu Engin hugsun Það var engin hugsun í þessu hjá strákunum, þeir spiluðu ekki sinn bolta. Einhverra hluta vegna er taugaóstyrkur einkenn- andi fyrir liðið, þeg- ar ekkert nema sig- ur kemur til greina. Það stóðst ekki álagið að þessu sinni og stórt tap var óumflýjanlegt, sagði Bogdan, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið strax að leik loknum. Eins og við var að búast var Bogdan allt annað en kátur. „Sókn- arleikurinn var slakur og þegar vömin er ekki betri en raun bar vitni nægir ekki að skora 14 mörk til að sigra. En auk mistaka okkar létum við einn mann gera út um leikinn og slíkt gengur ekki. Olsson varði nær allt sem að marki kom, en það er reyndar ekki í fyrsta skipti gegn okicur. Hvað eftir annað var hann eina hindrunin, sem'átti eftir að yfírstíga, en strákamir réðu ekki við hana. Annars hafa flestir leikir hér spilast undarlega enda ekki nema von, þar sem öll lið em að keppa um efstu sæti,“ sagði Bogdan. „Eins og böm í sókninni" „Við töpuðum fyrst og fremst á afleitum sóknarleik — við vorum eins og böm í sókninni," sagði Ein- ar Þorvarðarson. Einar lék sinn 200. landsleik og var dapur. „Þetta var hrikalegt. Þeir fengu hvert hraðaupphlaupið eftir annað og skoruðu ódýr mörk eftir okkar mistök. Þegar allt er eðlilegt erum við með betra sóknar- lið en þeir betra vamarlið. Á góðum degi eigum við að sigra en með svona leik eigum við langt í land," sagði Einar. Handknattleikur A-riðill: Ísland-Svíþjóð........ ..14:20 Júeróslavía-Alsír 23:22 So vétrí kin-Bandaríkin. 26:14 Stadan: Sovétríkin ..3 3 0 0 72:50 6 ísland ..3 2 0 1 58:51 4 Svíþjóð ..3 2 0 1 59:54 4 Júgóslavía.... ..3 2 0 1 72:69 4 Alsír ..3 0 0 3 56:66 0 Bandaríkin.... ..3 0 0 3 52:79 0 B-riðill: Suður-Kórea-Tékkóslóvakía. 29:28 Ungverjaland-Japan. 22:19 A-Þvskaland-Snánn . 21:20 Staðan: Suður-Kórea. ..3 3 0 0 74:70 6 A-Þýskaland. ..3 2 0 1 68:61 4 Tékkóslóvakía 3 2 0 1 67:62 4 Spánn ..3 1 0 2 62:60 2 Ungveijaland..3 1 0 2 58:60 2 Japan ..3 0 0 3 56:72 0 Einar undir í „taugastríðinu" Kastaði vel yfir 80 metra í upphitun en brást þegar í alvöruna kom EINAR Vilhjálmsson varð undir í taugastríðinu mikla, sem allír bestu spjótkastarar heims háðu á Ólympíuleikvanginum í Seoul. Einar náði ekki að rjúfa 79 metra lágmarkið, sem hann þurfti að gera til þess að kom- ast í úrslitakeppnina — hann var aðeins 8 sentimetra frá því lágmarki, kastaði spjótinu 78.92 í sínu síðasta kasti, en hafði áður kastað 78.46 og 75.64 metra. Iupphituninni kastaði Einar vel yfir 80 metra, köstin vom ekki mæld en spjót hans Ienti „réttu" megin við línuna sem gaf til kynna lágmarkið til að komast í úrslit. En þegar út í alvöruna kom kámaði gama- nið. Það munaði þó ekki miklu, að Einar kæmist í úrsli- SigmundurÓ. Steinarsson skrifar fráSeoul takeppnina sem tólfti maður. Þegar kiukkan var 12.24 að staðartíma í Seoul, var Einar inni í úrslitunum. Þá áttu aðeins átta kastarar eftir að kasta — aðeins einn þeirra var í hópi fremstu manna heims í spjót- kasti, Finninn Tapio Koijus, sem hafði áður kastað 76.42 og 78.26 metra. Koijus lagði allt sem hann átti í síðasta kast sitt — spjótið flaug vel yfir 80 metra markið, eða 81.42 metra. Koijus fagnaði geysilega, en um leið fór kuldahrollur um íslenska áhorfendur — draumurinn um glæst gengi Einars í Seoul var orðinn að martröð. Um leið og spjót Kuijus lenti, gerði Sigurður Einarsson, spjótkastari, snöru um háls sér með látbragði og herti að. Það þýddi að Einar væri kominn út' úr úrslita- keppninni. Tjaldið var fallið — önn- ur tilraun Einars til að feta í fót- spor föður síns á Ólympíuleikum, að komast á verðlaunapall hafði mistekist. Einar virðist ekki hafa taugar til þess að glíma við jafn- ingja sína á stórmótum. Sigurður Einarsson náði sér held- ur ekki á strik. Hann kastaði 69.18, 72.90 og 75.52 metra. Finninn Seppo Ráty hóf spjót- kastkeppnina og sett nýtt ólympíu- met, 76.76 metra, með nýja spjót- inu. Heimsmethafinn Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu (87.66), kastaði spjótinu 85.90 metra í sínu fyrsta kasti og mældist það kast lengst í undankeppninni. Sjö spjótkastarar náðu lágmark- inu í fyrsta riðli. Zelezny, Raty (81.62), Sovétmaðurinn Ovtchinn- ikov (80.26), Kimmo Kinnunen, Finnlandi (80.24), Gerald Weiss, A-Þýskalandi (80.22), Peter Berg- lund, Svíþjóð (80.16) og Júgóslav- inn Krdzalic (79.70). Einar var í áttunda sæti og var það því hans eina von á að komast í úrslit, að aðeins fjórir næðu lág- markinu í öðrum riðli. Dæmið gekk ekki upp — Bretinn David Ottley kastaði 80.98 metra í sínu fyrsta kasti. Svíinn Dag Wennlund kastaði 79.66 í öðru kasti og Sovétmaðurinn Evcioukov kast- aði 79.26 í öðru kasti. Þá kom 80.52 metra kast hjá V-Þjóðveijanum Klaus Tafelmeier í þriðja kasti og Finninn Koijus gerði draum Einars að engu eins og fyrr ségir. Það er orðið umhugsunarefni hvers vegna Einar hefur ekki náð að tryggja sér sæti í úrslitakeppn; um á stórmótum undanfarin ár. í sumar hélt maður að hann væri búinn að yfirstíga þann erfíðleika, með því að vinna sigra á mótum í Finnlandi og Svíþjóð. Svo er ekki, því að þegar út í alvöruna kemur, feilur Einar á prófínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.