Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍIILEIKARMIR Q%£> I SEOUL »88 SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 SUND Glæsilegt heimsmet Biondi Kristín Otto vann fimmtu gullverðlaun sín, Matt Biondi hefur unnið fern og Janet Evans þrenn MATT Biondi frá Bandaríjunum bætti heimsmetið í 50 metra skriðsundi og vann fjórðu gull- veðlaun sín í Seoul. Kristín Otto var í sigursveit Austur- Þýskalands í 4 x 100 metra fjór- sundi og vann fimmtu gullverð- laun sín í Seoul. Janet Evans, Bandaríkjunum, sigraði örugg- lega í 800 metra skriðsundi kvenna og vann þriðju gull- verðlaun sín. Vestur-Þjóðverj- inn Michael Gross fagnaði sínum fyrsta Ólympíumeistar- atitli í Seoul í gær er hann sigr- aði í 200 m flugsundi. Biondi synti í undanrásum á 22,39 sek en gerði enn betur í úrslitasundinu, synti á 22,14 sek. og bætti heimsmet landa sín, Tom Jager sem varð annar, um 22/100 hluta úr sekúndu. Janet Evans hafði mikla yfir- burði í 800 metra skriðsundi kvenna þar sem hún vann þriðju gullverð- laun sín, synti á 8:20,20 mín. sem er nýtt ólympíumet. Astrid Srauss frá Austur-Þýskalandi varð önnur á 8:22,09 mínútum. Michael Gross var hinn öruggi sigurvegari í 200 metra flugsundi á 1:56.94 mín. sem er nýtt ólympíu- met. Daninn Benny Nielsen nældi sér óvænt í silfurverðlaunin á 1:58,24 mín. Óvænt Japaninn Daichi Suzuki varð miöer óvænt ólvumDÍumeistari í 100 m baksundi karla. Hann synti á 55,05 sek. Heimsmethafinn Igor Polianski frá Sovétríkjunum, sem setti nýtt heimsmet í undanrásun- um, 54,51 sek., varð að láta sér lynda þriðja sætið. David Berkoff frá Bandaríkjunum varð annar. Hin 16 ára gamala austur-þýska stúlka, Daniela Hunger, hafði nokkra yfírburði í 200 metra fjór-- sundi kvenna, synti á 2:12,59 mín. Elena Dendeberova frá Sovétríkjun- um varð önnur og Noemi Ildiko Lung frá Rúmeníu þriðja. íÞRfam FOLX ■ BÚLGARIR ákváðu í gær- morgun að draga lyftingalið sitt úr keppni Ólympíuleikanna eftir að annar Búlgari var sviptur gullverð- launum sínum vegna ólöglegrar lyflatöku. í vikunni missti Mitko Grablev (56 kg. fl.) gullverðlaunin og í gær kom í ljós að Angel Guenc- hev (67.5 kg fl.) hafði tekið sama lyfið — furosemide. ■ LYFIÐ sem Búlgararnir tveir tóku kemur í veg fyrir að notkun anabólískra steríóða „Bol- ans“ svokallaða, og annarra ólög- iegra vöðvauppbyggjandi lyfja, komi í ljós við lyfjapróf. ■ TVEIR þátttakendur í nútíma fímmtarþraut karla hafa einnig ver- ið dæmdir úr leik fyrir ólöglega lyfjanotkun. Það eru Jorge Qu- esada frá Spáni og Alexander Watson frá Astralíu. ■ STEVE Cram frá Bretlandi, sem álitinn var einn sá sigurstrang- legasti í 800 m hlaupinu í Seoul, komst ekki í úrslit. Hann varð sjötti í sínum riðli á slökum tíma, 1:46,47 mín. Said Aouita vann riðilinn á 1:45,24 mín. ■ BRETAR urðu fyrir öðru áfalli er Tom McKean, silfurverð- launahafi í 800 m hlaupi á síðasta Evrópumóti, var dæmdur úr leik. Hann var aftarlega í sínum riðli er 200 m voru eftir en tróð sér í gegn og varð fjórði, virtist hafa komist í úrslit — en var talinn hafí komist óiöglega fram úr. ■ EDWIN Moses vann sannfær- andi sigur í sínum riðli í 400 m grindahlaupi í gær, en úrslitin fara fram í dag. Moses hljóp á 47,89 sek. ■ HELENA Sukova tenniskona frá Tékkóslóvakíu, sem er fímmta á styrkleikalista leikanna, tapaði í gær fyrir Kim Il-Soon frá Suður Kóreu, 6:2, 4:6, 6:2. Kim er 19 ára og algjörlega óþekkt í tennisheimin- um. ■ HENRI Leconte frá Frakkl- andi er einnig úr leik, í tenni- skeppni karlanna, tapaði fyrir heimamanninum Kim Bong Soo í 2. umferð. ■ BEN Johnson sannaði ( fyrrí- nótt að hann er fljótasti maður heims á hlaupabrautinni, en hann er ekki sá fljótasti að pissa! Hann hafði svarað kalli náttúrunnar rétt fyrir úrslitahlaupið og er hann var tekinn í lyfjapróf eftir hlaupið tók það Johnson tvær og hálfa klukku- stund að pissa í glas. ■ GLORIA, móðir Bens Jo- hnson, gaf honum góð ráð fyrir úrslitahlaupið, en sá hann ekki sigra. Hún var þó í áhorfendastæð- unum en sat með lokuð augu og bað fyrir syni sínum. ■ „ÉG var búin að segja Ben að hlaupa á 9,78 sekúndum. Ég veit ekki hvaðan þessa tala kom, mér datt hún bara í hug,“ sagði Gloria. ■ JOHNSON fékk að hitta móð- ur sína og systur, Jean, stuttlega áður en hann fór í lyfjaprófið. Þá fékk hann að ræða við Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, sem hringdi til að óska Ben til hamingju. FIMLEIKAR Li Ning komst ekki á pall! Li Ning, þrefaldur gullverð- launahafí frá ÓL í Los Angeles 1984, lauk keppni í Seoul án þess að komast á verðlaunapall. Frekar nöturlegur endir á glæsilegur fim- leikaferli þessa 25 ára Kínveija sem hefur nú ákveðið að hætta keppni. Sovétmaðurinn Vladimir Artemov, hefur nú tekið við nafnbótinni „prins fímleikanna", en hann bætti tveimur gullverðlaunum og einu silfri í glæsilegt verðlaunasafn Sov- étríkjanna, í keppni á einstökuim áhöldum í gær. SAGA CLASS GERUM ŒKAR BESTA ...OGAÐEINS BETUR! 0BSHR ður STYRKTARAÐILI -TTU^P w FUJGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.