Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 44

Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 ^ÓIympíu- plata Ekki hefur það fariA fram hjá neinum að Ólympíuleikarnir standa sem hœst, en líklega vita fœrrí að síðasta fimmtudag kom út platan One Moment in Time sem gefin er út í tilefni af Ólympíuleikunum. Lagið One Moment in Time, ^ksem Whitney Houston syngur, hefur þó nokkuð heyrst í útvarpi, en á plötunni eru fleiri lög sem vert er að taka eftir. Gömlu diskó- kempurnar Bee Gees eiga lag á plötunni, Shape of Things to Come, The Christians, sem hóldu ágætis tónleika í Laugardalshöll flytja Isley Brothers-lagið Harvest for the World og The Bunburys, sem hafa Eric Clapton innan borðs, flytja lagið Fight (No Matter How Long) sem samið er af Gibb- bræðrum. Er þá fátt eitt upp talið, en vert að vekja athygli á því að á geisladisk plötunnar er aukalagið Rise to the Occasion með Jerma- ine Jackson og La La, en það iag ættu menn að kannast við í flutn- **íngi Climie Fisher frá því fyrr á þessu ári. Ekki má síðan gleyma því að 200 kr. af hverju eintaki renna til Ólympíunefndar íslands, til að létta fjárhagsbyrði nefndarinnar vegna þátttöku íslenskra íþrótta- manna í Ólympíuleikunum. Rödd að handan Þegar breska sveitin The Smiths gaf upp öndina á sfðasta ári kom það fáum á óvart, þvf sveitin var komin f sköpunaríegt öngstræti. Utgáfufyrirtæki sveitarinnar, Rough Trade, hefur makað krókinn á dauða sveitarinnar og gaf fyrir skemmstu út tónleikaplötuna Rank til að hagnast enn meira. Rank er þó hin eigulegasta plata í alla staði, því hljómsveitin var einmitt upp á sitt besta þegar upptökurnar voru gerðar haustið 1986 og á plötunni er að finna mörg af bestu lögum hennar, s.s. The Queen is Dead, Panic, The Boy With the Thorn in His Side, Cemetery Gates og Bigmouth Strikes Again, í útsetningum sem sýna það að sveitin hefur verið góð á tónleikum, ekki síður en á plöt- um. Það gerir það að verkum að Rank verður ekki bara rödd að handan, heldur einnig plata sem á vel heima í Smithssafninu. í kjölfariö á útgáfu þessarar plötu berast af því fregnir að Morr- issey og Marr séu aö íhuga að hefja aftur samstarf og er ekkert nema gott um það að segja, svo framarlega sem ekki veröi reynt að endurvekja hljómsveitina The Smiths, sem hætti í tæka tíð. Ellefu bestu Billy Idol komst óskaddaður úr fjörbrotum bresku pönkhreyfing- arinnar, á meðan samstarfsmenn hans úr Generation X gerðust tónlistarhórur. Platan Idol hleypti af stokkunum sólótónlistarferli Billys og síðan þá hefur hann sent frá sér hvert topp- lagið af öðru i samvinnu við gítar- leikarann snjalla Steve Stevens. og þeir fólagarnir hafa þrætt línuna á milli poppfroðu og rokks án þess að fatast. Þegar Billy ákvaö aö senda frá sér safnplötu með þvi besta var því hægöarleikur aö velja á plötuna og á Idol Songs - 11 of the Best eru lög sem nær öll hafa verið vinsæl síöustu fimm ár eða svo; Rebel Yell, Hot in the City, White Wedding, Eyes without a Face, Mony, Mony, To be a Lo- ver, Sweet Sixteen og Don’t Need a Gun, svo eitthvað sé nefnt. Billy Idol verður seint sakaður um frumleika, en þaö kemur ekki að sök, því hann kann að setja saman lög og ekki síður að syngja þau á sinn persónulega hátt. Það hefur tryggt honum óhemju vin- sældir og það á eftir að halda honum í sviðsljósinu lengi enn. Lögin' hans, Idol Songs, eru grípandi og vel útsett og söngur og hljóðfæraleikur fyrirtak. í Ijósi þess er óhætt að benda Billy Idol aödáendum á Idol Songs og ekki síöur þeim sem ekki þekkja til hans. Faðir Bubbi í Tunglinu Ein merkasta rokksveit seinni ára er bandaríska hljómsveitin Pere Ubu sem hefur nafn sitt úr leikriti franska abúrd leikskáldsins Alfred Jarry, Ubu Roi, sem íslenskir kannast við undir nafninu Bubbi kóng- ur. Pere Ubu var alla tíð í fararbroddi fyrir skapandi rokktónlist og það eru því mikil tfðindi að sveitin haldi tónleika f Lækjartungii, sem heitir nú víst bara Tunglið, næstkomandi sunnudag, 1. október. Pere Ubu var stofnsett árið 1975 og sendi frá sér sina fyrstu breiðskífu árið 1978, The Modern Dance, sem er klassísk plata í sögu framsækinnar rokktónlistar. Sveitin hélt áfram að brjóta niður tónlistarhefðir þar til árið 1982 að hún hætti að starfa. Það var aldrei gefin út formleg tilkynning um að sveitin væri hætt og enginn sveit- armanna gekk út með látum; sveit- in hætti bara. Á síðasta ári byrjaöi hún síðan aftur án nokkurs um- stangs og opinberra yfirlýsinga. Söngvari sveitarinnar, David Thomas, hefur komið til (slands í tvígang og hélt síðast tónleika í september á síðasta ári. Rokksíð- an náði tali af David Thomas, þar sem hann var staddur í New York. Þriðja ísiandsförin Þetta verður þriðja heimsókn þín til íslands. Já, mér líkar vel við ísland; landslagið er frábært og fólkið er sérstakt og skemmtilegt. Hvað varð tii þess að þið ákváðuð að endurvekja Pere Ubu eftir fimm ára hlé? Það er eiginlega ekki hægt að segja að við höfum ákveöið að fara að leika saman aftur. Á þessum fimm árum gaf ég út fjórar eða fimm plötur undir mínu nafni og fór í margar hljómleikaferðir. Smám saman fóru alltaf fleiri og fleiri fyrrum samstarfsmenn úr Pere Ubu að leika með mér þar til allir undirleikarar mínir voru úr Pere Ubu. Fólk fór að segja að við værum eins og Pere Ubu og það fór að spyrja okkur af hverju við tækjum ekki aftur upp nafniö Pere Ubu. Við gátum eiginlega engu um svarað og fórum því að gera það. Þið ákváðuð þá ekki að byrja saman aftur, frekar en þið ákváð- uð að hætta. Einmitt. Chrís Cutler hefur bæst í hóp- inn sem annar trommuleikari, hvernig kemur það út? Það kemur vel út og það gefur mikla möguleika af hafa tvo trommara. Chris leggur okkur líka lið við útsetningar og kemur að miklu gagni. Hann hefur ekki beint breytt hljómsveitinni mikið, en ry- þmagrunnurinn verður skemmti- legri. Höfðum fengið nóg í Ijósriti sem ég hef undir hönd- um er tilvitnun í þig þar sem þú segir: „Fólk var alltaf að segja að við værum á undan samtíma okkar, sem er bjánalegt, en við fórum segja til gamans að kannski væri réttast að hætta og byrja aftur eftir fimm ár,“ sem er einmitt það sem þið gerðuð. Já, en ekki var það nú svo út- hugsaö hjá okkur. Við vorum orðn- ir leiðir á því sem við vorum að gera og okkur kom ekki vel saman og þá hættum við. Það væri gam- an að geta sagt að við hefðum hætt til að bíða í nokkur ár, en við hættum vegna þess að við höfðum fengiö nóg. Hvað með nýju plötuna, The Tenement Years, finnst þér sem þið hafið fundið ferska tjáningar- leið á þeirri plötu? Við reynum ætíð að ná fram einhverri framför í tjáningu; reyn- um að skýra hlutina á breiðari grunni en áður og vonandi tókst okkur að gera það á The Tene- ment Years. Að mínu mati er hlut- verk tónlistar að segja eitthvað um mannlega tilveru. Til að það takist er nauðsynlegt að fá áheyrendann með í sköpunarferlið, að fá hann til að velta fyrir sér því hvers vegna þetta sé svona og hvað þetta þýði. Það er líka nóg að fá hann til að skoða hlutina í nýju Ijósi, eða bara skoða þá betur, að reyna að skilja þær tilfinningar og þær hugmyndir sem við setjum í tónlist okkar. Við vonum því alltaf að okkur muni takast að fella í tónlistina þrosk- aðri hugsun til að ná betur til áheyrendans. ítölsk bíómynd Á tónleikum í Reykjavik í sept- ember í fyrra líktir þú áheyrend- um þar við áhorfendur að italskri bíómynd, sem þeir ekki skiija en þora ekki að ganga út af ótta um að allir komist að þvf að þeir skilji ekki myndina. Finnur þú oft fyrir þessu frá áheyrendum? Nei, (hlær) vitanlega nær fólk aldrei öllu því sem við erum að reyna að segja með tónlistinni og við ætlumst ekki til þess. Við reyn- um að koma öllu til skila á sem einfaldastan hátt og vonandi skilur fólk nóg til að átta sig á því hvað við erum að segja, en það þarf í raun enginn að koma á Pere Ubu tónleika, við erum ekki það vinsæl- ir. Við erum ekki þannig hljóm- sveit að það sé nauðsynlegt fyrir þig að láta sjá þig á tónleikum hjá okkur. Finnst þér betra að koma fram einn en með hljómsveit. Mér finnst skemmtilegra að koma fram einn, því þá ræð ég einn ferðinni og get farið þá leið sem mig langar hverju sinni. Það fer þó allt eftir því hvað það er sem þú ætlar þér. Ef þú ert með rokk- hljómsveit á bak við þig ertu að segja hlutina á ýktan og dramatísk- an hátt, en ef þú ert einn ert þú í persónulegra sambandi við áheyrendur og spinnur meira eftir eyranu. Mér finnst skemmtilegt að spila með Pere Ubu og mér finnst skemmtilegt að spila einn. Mér finnst reyndar allt skemmtilegt sem ég geri. Nú kemur Alan Ravenstine ekki með til íslands, mun það breyta hljómsveitinni mikið? Alan var búinn að ráðstafa tíma sínum annars staðar þegar ís- landsförin var ákveðin og gat því ekki komið með. Við munum brydda upp á ýmsu til að fylla í skarð hans og það veröur skemmtilegra fyrir okkur og von- andi um leið skemmtilegra fyrir áheyrendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.