Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Spádómar
Á 20. öldinni hefur þeirri
stjörnuspeki sem fæst við að
skoða sálarlíf fólks í þeim til-
gangi að stuðla að sjálfs-
þekkingu og almennri mann-
þekkingu vaxið fiskur um
hrygg, en spáfræði hefur aftur
á móti hnignað. í dag er svo
komið að margir af frægari
stjömuspekingum heimsins
era einnig menntaðir í sáiar-
frasði, s.s. Liz Greene og Step-
hen Arroyo, en erfiðara er að
finna þá sem era frægir fyrir
spádóma.
Miöaldir
Á miðöldum voru viðhorfin
hins vegar önnur og þá var
hlutverk stjömuspekinga ekki
síst það að sjá fyrir um at-
burði og eftir því sem sagan
segir okkur vora margir þeirra
bísna lunknir.
Frcegir spádómar
Frægt varð í Frakklandi þegar
tveir virtir stjömuspekingar
settu fram spádóma er vörð-
uðu líf Hinriks 2. (1519—
1559) konungs. Það var árið
1555, er Hinrik var 37 ára
gamall, að Luca Gaurica,
frægur ítalskur stjömuspek-
ingur, birti þann spádóm að
konungur yrði I lífshættu í
einvígi sumarið á 41. aldursári
sínu. Gaurica nefiidi sérstak-
lega höfuðmeiðsl. Þar sem
umræddur stjömuspekingur
hafði áður sett fram spádóm
sem höfðu ræst var þessi við-
vöran tekin alvarlega. Hinrik
konungur svaraði því meðal
annars að hann vildi allt eins
deyja sæmdardauða á vígvelli.
Nostradamus
Sama ár, 1555, gaf hinn frægi
Nostradamus út mikið spá-
dómsrit. Þar stendur m.a.:
„Unga Ijónið mun sigra hið
gamla í einvígi á burtreiðum.
I gegnum gullbúrið verða aug-
un stungin. Tvö sár verða eitt
og síðan grimmur dauði.“
Feigur konungur
Þar sem Hinrik konungur bar
hjálm og andlitsgrímu úr gulli
og merki Ijónsins á bijósti sér
á burtreiðum þóttust menn
strax þekkja við hvem var átt.
Lést afslysförum
Það sem var spáð gekk síðan
eftir. Hinrik 2. iést af slys-
föram sem urðu á burtreiðum
sem haldnir vora vegna gift-
ingar dóttur hans og konungs
Spánar. Lensa keppinautar
hans klofhaði í einvígi og kon-
ungurinn hafði gleymt að
festa andlitsgrímuna vel aftur.
Flisar úr lensunni fóra i gegn-
um augnopin á grimunni,
stungust inn um bæði augun
og fóra inn í heilann. Hinrik
dó sérstaklega kvalafullum
dauða, eftir 10 daga legu.
Sorg ríkti í öllu tandinu, en
menn hrósuðu jafnframt
Gaurica og Nostradamusi fyrir
hæfni þeirra.
Þekking stýrir örlögum
Iiz Greene reynir í bók sini
Astrology of Fate að útskýra
þá breytingu sem hefur orðið
frá spádómsviðhorfinu. Ilún
segir í stuttu máli að ein helsta
ástæðan fyrir því að við höfum
losnað undan klafa spádóma
sé sú að þekking okkar á sál-
arlífi mannsins hafi aukist.
, . . og skaparfrelsi
Sú aukna þekking sem fylgdi
í kjölfar þeirrar sálfræðibylt-
ingar sem hófst með Sigmund
Freud hefur leitt til þess að
við erum meðvitaðri um orku
okkar og þvi færari um að
stýra henni í fleiri farvegi en
áður. Þekking á persónuleik-
anum getur losað okkur undan
því að falla í gryfju neikvæðra
< möguleika.
GARPUR
SMÁFÓLK
Af hverju viltu senda mér
jólakort?
Ég sendi mörgu fólki
kort____
Ég hélt að það væri vegna
þess að þér þ»*tti vænt um
mig.
Já, auðvitað þykir mér
vænt um þig.
Ertu ekki aðeins of gamall
fyrir mig?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Norður gerði sig sekan um
slæma dómgreind með því að
stýra makker í þijú grönd frekar
en Qóra spaða. Legan virtist þó
ætla að bjarga honum frá rétt-
látri refsingu.
Suður gefur; allir á hættu.
MK104
Vestur
♦ G73
▼ KD1098
♦ 76542
+ -
Norður
+ 54
▼ G7
♦ ÁDG8
♦ Á10754
Austur
„„„ *A9
II ^532
♦ 3
♦ KDG9632
Suður
♦ KD10862
VÁ64
♦ K109
+ 8
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 1 lauf Pass 2 spaðar
Pass Pass 3 tíglar Pass Pass Pass 3 grönd
Útspil: hjartakóngur.
Suður hefði betur skellt sér
beint í fjóra spaða við tveimur
spöðum makkers. Með tvo ása
og tvíspil í hjarta hlýtur tromp-
geimið að vera betra. En hvað
um það, þijú grönd er alls ekki
slæmt geim og lítur út fyrir að
vinnast þar eð austur á spaðaás-
inn.
Sagnhafi vék tvívegis undan
í hjartanu og átti þriðja slaginn
á ásinn. Hann fór inn á blindan
á tígul og spilaði spaða á kóng-
inn. Aftur var tígli spilað á borð-
ið í þeim tilgangi að spila spaða
þaðan. En nú kom austur á óvart
með þvi að henda spaðaásnum
í tígulslaginn! Nú var ekki leng-
ur hægt að fría spaðann án þess
að hleypa vestri inn.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu í Haninge
í Svíþjóð i vor kom þessi staða
upp í skák sænska alþjóðarneistar-
ans Harry SchOssler og Eng-
lendingsins Murray Chandler,
sem hafði svart og átti leik. Hvítur
sem hafði haft haft ágæta stöðu
lék síðast 38. h2 - h4??
38. - Rxe3+!, 39. fxe3 - Bb3,
40. Dc5 — (Þetta er eina leiðin
til að forðast mannstap, en nú
tekur ekki betra við:) 40. — De2+,
41. Kh3 - Be6+, 42. g4 -
Dxg4+, 43. Kh2 — Dxh4+, 44.
Kgl - Dg4+, 45. Kh2 — Hf6,
46. Dxe5 — Dxdl og hvtur gafst
skömmu siðar upp.