Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 65

Morgunblaðið - 25.09.1988, Side 65
fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 1. janúar 1919. Hún var elsta barn og eina dóttir auk þriggja sona þeirra Jóns Guðjónssonar og Kristínar Salóme Kristjánsdóttur, sem létust í hárri elli fyrir nokkrum árum. Jón Guðjónsson gegndi virðu- legu embætti hjá Eimskipafélagi íslands allt til ársins 1943 er hann fluttist búferlum með íjölskyldu sína til ísafjarðar til að taka við enn virðulegra embætti sem bæjar- stjóri Isaíjarðarkaupstaðar, sem hann gegndi að 5 árum undanskild- um allt til ársins 1970. Jón og Kristín voru Vestfírðingar í húð og hár og að Guðrúnu Finn- borgu standa því sterkar vestfírskar ættir. Bræður Guðrúnar, sem allir eru á lífí, eru Gunnar iðnrekandi, Ingvi og Kristján sem hafa verið búsettir í Bandaríkjunum um ára- tugi. Guðrún lauk hjúkrunamámi frá Hjúkrunarskóla Islands 1944 og hélt að svo búnu til náms og starfa í Svíþjóð þar sem hún dvaldist til 1948. Skömmu eftir heimkomuna kynntist hún ungum húsasmíða- meistara sem orðinn var ekkill, Jóni Halldórssyni frá Amgerðareyri við ísafjarðardjúp, f. 1917. Ástir tókust með þeim og bar þann ávöxt sem sjá má í þremur gæfuríkum bömum þeirra. Þeim Halldóri lækni, f. 1950, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur hjúkmnarfræðingij Kristínu arki- tekt, f. 1951, gift Ola Hilmari Jóns- syni arkitekt, og Guðrúnu ensku- kennara, f. 1953, gift Þórði Ingva Guðmundssyni framkvæmdastjóra. Guðrún Finnborg var um margt óvenjuleg kona. Hún var skarp- greind. Hún fííkaði hins vegar ekki greind sinni, jafnvel of hlédræg að því að manni fannst stundum. Guð- rún var víðlesin og án efa einhver ötulasti viðskiptavinur Borgarbóka- safnsins í Sólheimum. Guðrún var mikill áhugamaður um andleg efni, um líf á öðmm tilvemstigum, enda trúuð mjög, þótt ekki bæri hún trú- aráhuga sinn á torg. Þá sjaldan sem hún fékkst til að ræða um þessi efni fór maður úr þeim umrseðum vitrari um þau mál en áður. Fómfysi og umburðarlyndi vom einhveijir skörpustu persónueigin- leikar Guðrúnar, enda heimili henn- ar eins konar miðstöð bama, tengdabama og einkum bamabama hennar. Minnti heimili hennar stundum á heimili gömlu stórfjöl- skyldnanna og er ekki laust við að stundum hafí maður fengið sam- viskubit yfír því að geta ekki endur- goldið sem skyldi fómfysi og góð- mennsku hennar í garð afkvæm- anna. Síðustu árin lifði hún á vissan hátt fyrir það að vera í nálægð við barnabömin og sjá þau vaxa úr grasi. Það má segja að einn af mörgum eiginleikum sem almættið gaf þeim hjónum Guðrúnu og Jóni var hæfn- in til að breyta örfoka melum í gróð- urvinjar og tijálundi. Þijátíu ára þrotlaus vinna þeirra hjóna, einkum Jóns, sést í sumarbústaðarlandi þeirra skammt utan við Reykjavík. Yfír þeim stað hvílir góður andi. í þeim skógarreit breiða eldri plöntur greinar sínar yfir yngri og van- máttugri til að tryggja þeim skjól og hentug vaxtarskilyrði. í lifanda lífi má segja að hlutverk Guðrúnar hafí ekki verið ósvipað. Sál hennar er nú horfin yfír á önnur æðri tilverusvið en eftir situr djúpur söknuður, þakklæti og virð- ing fyrir þessari góðu og traustu konu. Þórður Ingvi Guðmundsson Nú er sú fyrsta af æskuvinkon- unum horfm yfír móðuna miklu. Við vomm ungar þegar við kynnt- umst fyrst, þrettán og fjórtán ára. Við bundumst föstum vináttubönd- um í skóla. Þau bönd h'afa ekki slitnað fyrr en nú að dauðinn hegg- ur sitt fyrsta skarð í hópinn. Við kynntumst haustið 1932 þeg- ar við byijuðum í Gagnfræðaskóla Reylq'avíkur — Ingimarsskólanum — sem þá var til húsa í gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. Þó húsnæðið væri ekki sérlega glæsilegt miðað við nútíma kröfur bitnaði það þó ekki á neinn hátt á L skólastarfínu. Við fengum inni í r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 65 þeim hluta hússins sem Kennara- skólinn ekki notaði og mest fór kennslan fram seinni hluta dags, eftir venjulegan vinnudag Kennara- skólans. Kennarar Ingimarsskólans vom einvalalið. Undir þeirra leiðsögn fengum við þá undirstöðu sem við búum að æ síðan. Átta vomm við sem mynduðum vinahópinn sem haldið hefur saman allt fram á þennan dag. Stella sem við kveðjum í dag var hinn trausti miðpunktur þessa fé- lagsskapar. Hún var hæglát, bros- mild og hlý og traustur vinur vina sinna ef eitthvað bjátaði á. Hún var ein þeirra kvenna sem nutu sín best við að gera eitthvað fyrir aðra, enda valdi hún hjúkmnarstarfíð sem ævistarf. v Stella átti hamingjuríkt líf alla sína ævi, fyrst á miklu menningar- heimili í foreldrahúsum ásamt bræðmm sínum þremur. Seinna í hamingjusömu hjónabandi með traustum og góðum eiginmanni Jóni Halldórssyni byggingarmeistara. Með honum eignaðist hún þijú böm og dóttir Jóns frá fyrra hjónabandi var ætíð sem hennar eigin. Hún átti miklu bamaláni að fagna: Hall- dór læknir, Kristín arkitekt, Guðrún enskukennari og Steinunn fata- hönnuður. Á seinni ámm var heimiii Stellu og Jóns miðpunktur allrar fjölskyld- unnar. Þar vom bamabömin öll sextán aufúsugestir og augasteinar afa og ömmu. Við söknum Stellu vinkonu okk- ar, hennar rólega og hlýja viðmóts. Hlýja og bjarta brosið hennar yljaði okkur. Við sendum eiginmanni hennar og fjölskyldunni allri inni- legustu samúðarkveðjur. Skólasysturnar Greta María Jósefs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 18. júní 1934 Dáinn 3. september 1988 Með örfáum orðum langar okkur að minnast Gretu vinkonu okkar. Ifyrir um það bil 10 ámm kynnt- umst við henni. Þá vomm við allar að flytja til Reykjavíkur og höfðum gengið í gegnum svipaða reynslu, sem varð til þess að við náðum mjög vel saman. Upp frá því urðum við mjög nánar vinkonur. Margt skemmtilegt var brallað og þar sem Greta var annars vegar var alltaf gleði. Það fór ekki á milli mála þegar Greta var glöð, sem oftast var. Þá vitnuðum við vinkon- umar oft í það að nú væm komnar stjömur í augu hennar — þau skinu svo skært þegar hún var giöð. Ymislegt gengum við í gegnum, bæði í gleði og sorg; og alltaf gátum við treyst á Gretu. Ánægjustundim- ar vom þó óendalega miklu fleiri og átti lífsgleði Gretu ekki minnstan þátt í því að svo var. Eftir að Greta kynntist Úlfí, eftir- lifandi manni sínum, áttum við margar ánægjustundimar á heimili þeirra. Matarboðin vom ófá og bæði vom þau yndislegir gestgjaf- ar. Eftir að ljóst var hve alvarlegan sjúkdóm hún gekk með, fannst okk- ur stundum sem stjömumar væm horfnar úr augum hennar. Ekki brást þó baráttuviljinn og kjarkur- inn, sem vora til staðar allt til síðasta dags. Við horfum nú á eftir dásam- t Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, HLYNURINGI BÚASON, Vesturbergi 9, Reykjavfk, sem lést af slysförum þann 16. september, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á íþróttafélag- iö Leikni eða Handknattleiksdeild KR. Hallbera Eiríksdóttir, Elín Hrund Búadóttir, Elín Eirfksdóttlr, Jarþrúður Ásmundsdóttlr. Búi Steinn Jóhannsson, Eirfkur Steinn Búason, Eirfkur Guðnason, t Þökkum öllum er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og bálför móður minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, LIUU STEINGRÍMSDÓTTUR frá Hörgslandskoti. Jóhanna Sveinsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Sveinn Guömundsson, Málfrfður Ellertsdóttir, Kristinn Guömundsson, Kristfn Axelsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Rut Vilhjálmsdóttir og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúö viö fráfall og útför SVERRIS SVERRISSONAR rennismlðs, Kóngsbakka 6. Kristfn Ragnarsdóttlr, Sverrir Sverrisson, Marfa Jónasdóttir, G. Elva Sverrisdóttir, Vilborg Sverrisdóttir, Marfa Fönn Þórsdóttlr, Jóhanna Jóhannsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttlr, Sverrir Jónsson, Tryggvi Jónsson, Þór Pálsson, Guðmundur Þorleifsson, JóhannJakobsson, Ragnar Aðalsteinsson. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJÖRNS ÞÓRARINSSONAR, Langeyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Engilráð Óskarsdóttir, Sigrföur Guðbjörnsdóttir, Anna Björk Guðbjörnsdóttlr, Almar Grfmsson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Einar Runólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. legri vinkonu, sem markaði djúp spor í líf okkar beggja. Greta var gefandi manneskja, svo mjög að líf þeirra sem þekktu hana og elskðu verða ekki söm á eftir. Úlfur horfir nú á eftir annarri konu sinni, sem hverfur á braut vegna sama sjúkdóms. Harmur hans er mikill, en dugnaður hans var óbilandi þegar Greta lá banaleg- una og hann var henni mikill styrk- ur. Þá er mikill harmur kveðinn að Davíð, syni hennar, sem sér nú á eftir móður sem unni honum mjög og var það gagnkvæmt. Við vottum Ulfí, Dadda, systkin- um hennar og tengdafólki okkar hjartanlegustu samúð. Megi góður Guð blessa minningu Gretu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Harpa og Hulda Til mhmingar uin fjóra unga menn Laugardaginn 17. september sl. barst sú harmafregn að kvöldið áður hefðu fjórir ungir menn látið lífíð í umferðarslysi í Gnúpveija- hreppi. Mannskæðara umferðarslys hefur ekki orðið hér á landi. Við slíkar fregnir drúpum við höfði og spyijum enn á ný: Hvað getum við gert til þess að atburðir sem þessi endurtaki sig ekki? Eg leyfi mér að beina spumingunni til sérhvers lesanda og bið um að málið verði rætt á heimilum, vinnu- stöðum og í skólum — einkum við ungt fólk. Á stundum sem þessum mega orð sín lítils. Ég leyfí mér þó að senda ástvinum hinna látnu hugheilar samúðarkveðjur. Uhga manninum sem komst lífs af úr slys- inu óska ég góðs bata. Óli H. Þórðarson t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför yndislegu konu minnar, móður, systur og mágkonu, GRETU MARÍU JÓSEFSDÓTTUR, Blikahólum 8. Úlfur Markússon, Davfð Margeir Þorsteinsson, Hulda Jósefsdóttir, Esther Jósefsdóttir, Guðbergur Ólafsson, Eggert Jósefsson, Sigurborg Friðgeirsdóttir, Ágúst Jósefsson, Elfn Þorvaldsdóttir. t Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför systur okkar, fóstursystur, mágkonu og frænku, HULDU S. ÞORSTEINSDÓTTUR frá Eyjóifsstöðum, til heimilis að Stórageröi 32, Reykjavfk. Guðrún Þorsteinsdóttir, Hannes Þorsteinsson, Kristfn Þorsteinsdóttir, Margrót O. Josefsdóttir, mágkonur og systkinaböm Jóhanna Thorlacius, Guðlaugur Guðmundsson, t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELLENAR EINARSON, Safamýri 23. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild l-A Landakotsspftala fyrir umönnun og hjúkrun í veikindum hennar. Edda Marfa Einarsdóttir, Þórður Waldorff, Ása Lóa Einarsdóttir, Benóný Benediktsson, Emma Hanna Einarsdóttir, Ólafur A. Jónsson og barnabörn t Innllegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður, tengdafööur og afa, SIGTRYGGS RUNÓLFSSONAR, Heiðargerði 11, Reykjavfk. Guðbjörg Sigurpálsdóttir, Jón G. Sigtryggsson, Frfða Sigtryggsdóttir, Rósa Sigtryggsdóttir, Magnús Sigtryggsson, Sigrún Sigtryggsdóttir, Vilberg Sigtryggsson, Hreinn Sigtryggsson, Svana Sigtryggsdóttir, Runólfur Sigtryggsson, Svala Sigtryggsdóttir, og Garðar Andrésson, Karl Karlsson, Lovfsa Bering, Emil Karlsson, Gerður Hjaltalín, Ólaffa Ottósdóttir, Ingólfur Sveinsson, Halldóra Sigurðardóttir, Þórir Sigurðsson barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.