Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 7 að fara svona frá konunni þinni og bömum? „Jú, ég var með samviskubit. En ég var svo skotinn í listinni, var að finna sjálfan mig eins og það heit- ir. Þetta var ekkert sem kom snögg- lega, heldur þróun frá upphaflegu eðli.“ Listin Kyrrðin og birtan í vinnustofunni er notaleg og Jón Gunnar snýr blað- inu við og fær mig til að stein- gleyma um tíma hver það sé sem er í viðtali. „Trúirðu á sjálfa þig? Menn verða að trúa á sjálfa sig og gera það sem þá langar til, þótt þeir þurfi að kasta öllu frá sér til að verða ham- ingjusamir. Er það ekki yndislegt?" segir hann og festir sígarettuna milli reimanna á skónum sínum, „vinir mínir eiga fyrirtæki upp 'á milljónir. Þeir sögðust ætla að hætta að vinna þegar þeir yrðu 45 ára, en nú er tíminn útrunninn og ennþá eru þeir að slíta sér með augun rauð og eiga aldrei frí. Það hefur alltaf verið mitt mark- mið að lifa af listinni, sem félagar mínir kölluðu reyndar hobby. Ég hef ekki verið í vinnu hjá neinum, eftir fertugt varð ég fijáls. Ég þekki fáa bisnissmenn sem hafa átt þægi- legt líf þrátt fyrir auð, en mig hef- ur aldrei skort aurinn," segir hann og rekur upp hlátur. „Margir fórna lífi sínu og hæfí- leikum í ekki nokkurn skapaðan hlut. Hefurðu hugsað um állar hús- mæðumar sem hanga heima lon og don? Miðaldra konur sem langar til að lifa og leika sér, vera þær sjálfar. En þetta er allt komið upp í vana hjá þeim, elda matinn, vaska upp, horfa á Dallas, fara einstaka sinnum í afmæli og boð, svo koma bamabörnin og em kannski bara til leiðinda. Dapurlegt.“ Myndhöggvarinn „Ég trúi á listina og framgang hennar í heiminum sem afl til að gera lífið og umhverfið betra." Og Jón Gunnar verður ósköp dapur í framan og horfir út í bláinn. „En þetta lagast kannski þegar kvenfólk fær meiri sjálfsvitund." Samtal okkar verður ekki lengra að þessu sinni. Aðstoðarmaður Jóns Gunnars, Kristinn Hrafnsson mynd- höggvari, er kominn og þeir þurfa að sinna listinni. Við ákveðum að hittast síðar, og þegar Jón fylgir mér fram segir hann mér að Krist- inn sé gamall vinur sinn og nem- andi og að hann sé nú að ljúka námi í Miinchen hjá einum fremsta myndhöggvara heims. „Kristinn kærði mig eitt sinn fyrir að kenna sér ekki nóg. En hann misskildi kennsluna, mér fannst hann svo sjálfstæður og vildi því gera hann enn sjálfstæðari með því að kenna honum ekki neitt.“ Trúin „Ég vildi lifa hveija einustu stund aftur frá þrítugu. Maður var bara fífl fram að þeim tíma. Kunni ekki neitt, vissi ekki neitt, en gat allt.“ Við sitjum um hádegisbil á fög- rum nóvemberdegi á Hótel Holti, horfum á Kjarvalsmyndir og látum líða úr okkur. — Hefurðu hugsað um dauðann eða lífsins tilgang eftir að þú veikt- ist? „Nei ég nenni því ekki. Hugsaði um allt slíkt þegar ég var sextán. Þá voru þessar pælingar um dauð- ann, var nýalsinni og las bækur um Tíbet.“ — Trúir þú á líf eftir dauðann? „Allar hugsanir fljúga. Verðum við ekki vör við fljúgandi orku allt í kringum okkur!? Ef hugsun orkar á aðra, þá er hugsun efni, andskot- inn hafi það. En það má víst aldrei setja fram neina hugmynd nema vísindamenn geti sannað hana. Ég segi eins og vinur minn: Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur.“ — Ahugi þinn fyrir dulrænum efnum hér áður fyrr hefur kannski haft áhrif á verk þín seinna meir? „Allt sem maður lærir er fyrir hendi í hausnum á manni.“ — Ég sé að þú hefur verið að glugga í Nýja testamentið, segi ég og bendi á heilaga ritningu sem liggur í hillu hjá honum. „Já það er skrifað fyrir börn og sjúklinga á sjúkrahúsum. Þegar þeir eru nú að tala um konur sem koma með fötur að brunninum, manni dettur í hug plastfötur? Það voru engar fötur til á þessum tíma, það voru leirker sem þær notuðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.