Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 19
Bubbi og Megas hafa lengið unn-
ið saman, en hver er tónlistargrunn-
ur þeirra? Er hann svipaður þó ell-
efu ár skilji þá að?
„Ég fór ungur í einkatíma á píanó
og spilaði uppúr bókinni sem Bach
tók saman fyrir Önnu Magdalenu.
Schubert og Chopin voru líka á
dagskrá," segir Megas. „Ég lærði
tónfræði í Tónlistarskólanum einn
vetur og það varð gott veganesti.
Elvis Presley kveikti svo í mér.
Bjargaði mér á gelgjuskeiðinu. Sá
sem alltaf var undir gat líka unnið
— málið var bara að komast í sviðs-
ljósið.
Ég var alltaf að semja en Presley
samdi ekkert. Aftur á móti gerði
Paul Anka það og hann var feiki
góður en ég hafði lítinn áhuga á
hljóðfæraleik. Nennti ekki að æfa
mig og enn minni áhuga hafði ég
á að vera í hljómsveit — ég var
alltaf einn að spila.
Ég var ekki djassfrík en hlustaði
mikið á dægurlög frá eftirstríðsár-
unum og þá voru djassleikarar í
öllum hljómsveitum. Þeir unnu fyrir
salti í grautinn í dægurlagabrans-
anum. í þjóðlagapoppinu hafði
Donovan stundum djassista með
sér. Annars hætti ég að hlusta á
popp um tíma, fannst dægurmúsík-
inni ekki viðbjargandi eftir að Presl-
ey var kominn í herinn, Chuck Berry
í fangelsi og Jerry Lee Lewis hafði
verið útskúfaður fyrir barnamis-
þyrmingar. Ég fór að hlusta á þjóð-
lög og svo klassík. Svo komu
Bítlarnir og Rollingarnir og ég fór
aftur að hlusta á dægurtónlist.
Magnús Briem píndi mig til að
hlusta á Bob Dylan og ég trúði því
ekki að þessi varalitaði, brilljantín-
greiddi silkiskyrtugaur hefði samið
þessa texta. Eitthvert ljóðskáld með
óframbærilegt útlit hlaut að semja
fyrir hann.“
„Ég lærði á gítar hjá Eyþóri
Þorlákssyni og var um tíma í Tón-
skóla Sigursveins," segir Bubbi.
„Mamma spilaði oft fyrir mig og
söng þýskar og danskar revíuvísur
og það var gott veganesti. Svo
komu Presley og Tommy Steel. Ég
held að ég hafi fæðst með blúsneist-
ann í mér. Fyrsti blúsinn sem ég
heyrði var með Jósefínu Baker,
mamma var mjög hrifin af henni,
svo komu fleiri söngkonur m.a.
Mammie Smith og meistararnir:
Leadbelly, Robert Johnson, Memph-
is Slim, Sonny Terry og Brownie
McGhee. Blúsinn hefur alltaf staðið
mér nær en flest annað og það var
gott að leika blús þegar maður kom
þreyttur úr vinnu á vertíð. Það er
eins og blúsformið falli vel að þreytu
enda varð það til hjá þrælum."
Við víkjum aftur að Bláum
draumum og Megas segir: „Það var
eiginlega slys að þessi plata varð
að veruleika. Við vorum að spjalla
og drekka kaffi þegar það datt upp
úr Bubba hvort við ættum ekki að
gera plötu saman. Þetta átti að
verða kassagítarplata og við hrúg-
uðum upp efni hvor í sínu lagi. Svo
varð þetta skífa í anda gömlu dæg-
urlaganna. En djassinn hafði oft
brotist í gegn hjá mér. í Gamla
skijóðnum voru mishljómar úr
djassdeildinni og djassfílingur í Út
um holt og hóla blús og Helmingur-
inn lygi. Djassinn gægðist líka fram
í píanóundirleiknum á Loftmynd-
um.“
Vonandi eiga sem flestir eftir að
njóta Blárra drauma og þær einka-
útvarpsstöðvar sem hafa hreinsað
Megas úr hillum sínum eftir að
endurskoða afstöðu sína. „Fijálsu
útvarpsstöðvarnar hafa tekið upp
þá ritskoðunarstefnu sem Ríkisút-
varpið er búið að afleggja,“ segir
Megas glottandi og kallar einka-
stöðvarnar fijálsar stöðvar eins og
Þjóðviljinn. En einokunar- og rit-
skoðunartilhneigingarnar finnast
víða og heyrst hefur að stóru dreif-
ingaraðilarnir ætli að bregða fæti
fyrir Bláa drauma. „Þeir notfæra
sér einokunaraðstöðu sína óspart
og geta gert margt litla Garmminu
til miska,“ segir Bubbi.
Hvað verður skal svo ósagt látið
— það leiða næstu vikur í ljós.
IÐUNNARBÓ K E R GÓÐ BÓK
GARÐAR SVERRISSON
r
BÝft ÍUDINGUft HÉft?
Sagan af kaupinaiinssyninuin úr Reykjavík sem fullur
bjartsýni heldur út í heim til að afla sér menntunar en
er svikinn í hendur Cestapo og sendur í útrýmingar-
-búðir nasista í Þýskalandi. Býr íslendingur hér? er
óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum sem
verða í lífi ungs Reykvíkings, Leifs Muller, sem elst
upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15
en lendir síðan í einhverri mestu þolraun sem íslend-
ingur hefur lifað. Eftir fjörutíu ára þögn segir hann
áhrifamikla sögu sína af hreinskilni og einlægni, sátt-
ur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan.
Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englend-
ingunum í hegningardeildinni, ívani litla og Óskari
Vilhjálmssyni, gamla mannmum sem gat ekki gengið
í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og
yfirgefnir — sviptir trú á miskunn Guðs og inanna.
Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifamiklu ör-
lagasögu og skapað eftirminnilega og magnaða frá-
sögn sem á engan sinn líka meðal íslenskra ævisagna
og snertir djúpt alla sem hana lesa — snertir þá og
minnir á ábyrgðina sem fylgir því að vera maður.
IÐUNN
Brœðraborgarstíg 16 ■ sími 28555
/SlfVSKA AUGl ÝSIHCASTOFAN HF