Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 1 AÐ SJA TÓNANA RAÐAST UPP f THÍSNKBl/JÓRUNN VIÐAR eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur HÚN SEGIR: Eg held ég hafi ekkert að segja. Ég fer bara í flækju. En hún dróst á að tala við mig. í gamla hlýlega húsinu við Laufásveg, þar sem hún hefur búið alla tíð. Ég hafði aldrei talað við hana áður, óg hólt hún væri fjarrænni, jafnvel ópersónuleg, en það var nú eitthvað annað og hún viðurkenndi fúslega að hún væri bæði tilfinningavera og stemmningsmann- eskja. Hún var líka svo glöð þennan dag, nem- andi hennar og Þuríðar Pálsdóttur, vín- konu hennar og frænku, hafði allt í einu fengið tækifæri og átti að syngja í Ævin- týri Hoffmanns um kvöldið, Jórunn ætlaði að fá að vera á sýningunni og fylgjast með, hlakkaði mikiðtil. Jórunn Viðar verður sjötug þann 7. des- ember. Daginn áður verður efnt til af- mælistónleika í Gamla bíói, þar sem tón- verkin hennar verða leikin og sungin. VAÐAN KEM- ur þetta nafn, Viðar? Hún hlær við. „Pabbi minn, Einar Viðar var sonur Indriða Einarssonar, rithöfundar. Það voru margir í þá daga sem tóku sér ættar- nöfn. Þeir bræður Einar og Gunnar Indriðasynir höfðu augastað á nafninu Kjaran, en það var frátekið, svo að Viðar varð fyrir valinu. Sys- tumar kölluðu sig allar Ind- riðadætur. Amma Indriða Einarssonar var Sigríður Halldórsdóttir, systir Reyni- staðabræðra. Það hefurþví gengið í gegnum líf þessarar flölskyldu að sveinböm megi ekki klæðast grænu. Eins og það er nú fallegur litur. Pabbi minn var nýbúinn að fá sér græn föt, þegar hann dó úr lungnabólgu. Þá var ég fjögurra ára. Frændur hans fengu sér græn föt og það fór illa fyrir þeim. Svo að það er engin ástæða til að vera að storka örlögun- um...“ Svo hlær hún eins og af- sakandi, fer að stússa í að bera fram kaffí og meðlæti. „Ég dáist að fáum meira en góðum húsmæðmm. Nú em allar stúlkur að reyna að verða lélegar skrifstof- ustúlkur... nú segir kannski einhver að égþekki ekki hvað ég er að segja, en það er ekki rétt. En heimilisverk hafa alltaf verið mér dálítið erfíð.“ Öll þessi músík hvert sem litið er í flölskyldunni þinni. „Já, það væri skrítið ef ég hefði ekki hneigst til tónlist- ar. Mamma mín, Katrín Við- ar — þá Norðmann reyndar — lærði píanóleik hjá Sígur- geiri Jónssyni á Akureyri, hann var meðal annars faðir píanókennaranna Hermínu og Gunnars. Amma mín, Jó- mnn Einarsdóttir Norð- mann, var rík, maður hennar Jón Norðmann hafði verið kaupmaður á Akureyri og rak útgerð og þegar hann féll frá erfði hún mikla pen- inga og kostaði öll bömin sín til náms. Jón móðurbróðir minn og Katrín móðir mín fóm til Berlínar, líklega 1913 í píanónám. Ásta lærði dans í Þýzkalandi. Óskar hafði gullfallega barýtónrödd og lærði söng í Kaupmanna- höfn. Jón lærði hjá sama kennara og Wilhelm Kemp. Þegar Kemp kom 1966 til íslands, spurði hann fyrst um fjölskyldu Jóns, því að með þeim hafði tekist góð vinátta. Jón þótti mjög efnilegur tón- listarmaður, en hann fékk berkla í handlegg og varð að leggja niður alla tónlista- riðkun. Hann sneri sér að útgerð sem varð hörmungar- saga. Hann náði sér ekki og lést fyrir aldur fram. Ég veit , ekki gjörla hver skýringin á músíkinni er, en móðurættin er úr Skagafírði, þar sem músík, söngur, hestar og lífsins list hafa löngum verið aðal fólksins. Föðurættin er ekki síður músíkölsk og í henni bæði tónlistarmenn og tónskáld, til dæmis Svein- bjöm Sveinbjömsson og Pét- ur langafí minn Guðjónsson var organisti við Dómkirkj- una. Aftur á móti er mín músík úr Reykjavík. Pabbi minn, Einar, hafði lært söng hjá Ara Jónssyni í Kaupmanna- höfn sem var fyrsti íslenski ópemsöngvarinn. Ég man ekki mikið eftir pabba. En ég man þegar hann söng. Hann söng alls staðar. Þegar hann var að leiða mig úti, söng hann og ég var stundum feimin eins og gengur. ÖU systkini pabba spiluðu og sungu og margt músíkfólk sem að honum stóð. Hvenær ég spilaði fyrst? Mér hefur verið sagt ég hafi verið 3ja ára og spilaði Heims um ból eftir eyranu. Við höfðum bamapíu og hún hljóp fram til mömmu og sagði flaumósa: Hún Jómnn kann að spila. Svo byrjaði ég að læra 5-6 ára. Mamma kenndi mér í byriun, en kom mér svo til Páls ísólfssonar, sem var giftur Kristínu móð- ursystur minni. Þar kynntist ég strangleika og hafði mik- ið gott af því. Ég hafði fant- aserað á píanó löngu áður en ég fór að læra nótur. Mér fannst ég aldrei komast í hljóðfærið, því að mamma kenndi alla dag og fram á kvöld. En ég greip í það við hvert tækifæri. Alls konar „tónverk", sem ég bjó til; ég spilaði en skrifaði ekki. Ég var að skemmta mér og skemmti mér vel. Oft spilaði ég fyrir krakka sem vom hjá mér. Vinkonur mínar halda alltaf dálítið upp á vals, sem ég skrifaði þegar ég var 12 ára, ég gaf honum aldrei nafn. Svo gerði ég þijú lög við Blá hellinn eftir Davíð Stefánsson og ýmislegt fleira á þessum ámm. Eftir það lá leiðin í Tónlist- arskólann og þar fékk ég Árna Kristjánsson sem kenn- ara. Hann var nýkominn heim frá námi og hafði hald- ið tónleika. Ég held að hver manneskja sem hefur kynnst Árna hafi grætt á því. Hann gefur nemendum lífið í bijósti sér. Árni spilaði óskaplega vel en kennslan hlóðst á hann í æ ríkara mæli og kannski hafði hann ekki j afnmikið tóm til að 3 sinna eigin leik þess vegna. . í mínum huga er hann mesti i listamaður þjóðarinnar." EINNA FÓR JÓR- unn til Berlínar og svo til Banda- ríkjannaí Juillard þar sem hún var við nám í tónsmíðum og tók píanóleik- inn nú sem aukafag í eink- atímum. Hvað um annað nám. „Ég varð stúdent 1937, við vomm rösklega 50 og aðeins 6 stelpur.Ég kynntist manninum mínum, Lárusi Fjeldsted í menntó. Við gift- um okkur 1940 þegar ég kom heim frá Þýzkalandi. Svo bættust þijú börn í búið með ámnum. Nei, þau tm- fluðu mig aldrei, sátu bara undir hljóðfærinu og léku sér. Ég geri ráð fyrir að ég hafí girt mig dálítið af. Bjó til svolítið horn fyrir mig, ég held það hafí verið nauðsyn- legt. Ég hafði húshjálp og svo kenndi ég en ekki meira en svo að ég hefði tíma til að spila sjálf og semja tón- verk. En það hefur alltaf verið taprekstur á mér! Ef farið er út í það. En ég er sannfærð um að ég hefði orðið óþolandi manneskja ef ég hefði ekki getað sinnt tónlistinni. Maðurinn minn skildi þetta og tók því vel, einkum seinni árin. Hann sat og las meðan ég spilaði, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.