Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 33

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 33 af fólki sem er blautt á bak við eyrun fyrir æsku sakir; hefur enga reynslu og getur ekki talað um annað en skólagöngu sína. Það er ekki hægt að áfellast þá sem eru ungir og ákafír, þótt þeir sjáist ekki fyrir í viðleitninni að koma sér á framfæri. Og það er heldur ekkert undrunarefni þótt þeir sem eldri eru og eitthvað hafa að segja, nenni ekki að standa mjög oft í sýningastússi með öllu því þvargi, sem því fylgir. Allt er það eðlilegt. Það er hinsvegar hallæris- legt þegar §ölmiðlar og sýningar- staðir sjá ekki skóginn fyrir tijánum og blindast alveg af gusugangi þeirra, sem láta mikið fara fyrir sér. Það er þekkt fyrirbæri, að fáir eða engir listamenn eiga sér lengri þroskaleið en þeir sem fást við myndlist; mjög oft ná þeir ekki sínu bezta fyrr en um og eftir sextugt. Snemma á þessu ári sá ég sýningu Grönningen á Charlottenborg, þess þekkta félagsskapar í Danmörku. Þar var Carl Henning Petersen eft- irminnilegastur og fímasterkur; þó orðinn aldraður maður. Enginn þátttakandi virtist yngri en um fer- tugt. Hér efndi aftur á móti Lista- saöi íslands til sérstakrar samsýn- ingar, sem er óvehjulegt á þeim bæ. Og sjá; sýnendumir vom allir úr ungmennafélaginu. Ekki gat þó talizt, að þeir hefðu orðið útundan í blöðunum eða þyrftu á sérstakri kynningu að halda. Á temasýningu Kjarvalsstaða um „Manninn í for- grunni“, var mikið kapp lagt á ung- menni, þótt sum þeirra gætu hvorki haft mann í forgmnni né bak- gmnni. Það er margt kröftugt og efnilegt hjá unga fólkinu okkar og umfram allt leitandi. Og það hefur byr vegna þess að í hinni glansandi auglýsingaveröld samtímans er í tzku að vera ungur og fallegur. En af eðlilegum ástæðum er upplifun og lífsreynsla þá of lítil til þess að vemlegur mergur geti orðið í list- inni. Maður sér að þetta fólk fylg- ist með því sem er að gerast í út- löndum, en það er ekki nóg. Aðeins hjá fáum er að sjá eitthvað, sem líklegt er til langlífís og greinilega er sprottið úr innstu kviku eins og öll sönn list. tekið upp með fleiri lögum í maí 1930, en það fannst ekki fyrr en nú. Son átti eftir að taka það lag upp aftur í breyttri mynd 1942 og 1965, en það fór víðar því Robert Johnson tók upp samnefnt lag sem byggt er á þvi og Muddy Waters byggði á því lögin Country Blues og Feel Like Going Home. Að heyra upptökuna óútgefnu er eins og að fínna týnda stykkið úr púsluspilinu og skyndilega getur maður séð í samhengi hvemig lagið hefur þró- ast á rúmum þijátíu ámm og hvem- ig áherslumar í textanum hafa breyst eftir því sem aldurinn hefur færst yfír House. Fyrir það lag eitt hefði ég verið reiðubúinn að greiða margfalt plötuvaerð. Son House sagði frá Memphis- förinni í viðtali 1942 og aftur 1964, en til Memphis fór hann í fylgd með Charlie Patton, píanóleikaran- um Louise Johnson, sem bjó þá með Charlie, og Willie Brown, sem fræg- astur er fyrir að hafa verið vinur Roberts Johnson. Patton hafði tekið að sér að smala saman blústónlist- armönnum og koma með þá til Mephis. Þau keyptu bílstjóra vöm- bíls til að koma sér á staðinn og náðu sér í bmgg til að sem best færi um þau á leiðinni. Son sagði frá því að hann hefði setið við hlið Louise mestalla leiðina og svo vel fór á með þeim að þegar til Memph- is kom heimtaði Louise að þau Son yrðu saman í herbergi og þar með var sambandi hennar og Pattons lokið. Louise var glettilega góður píanóleikari og skemmtilegur söngvari, og daginn eftir komuna til Memphis tók hún upp lagið On the Wall, en í því segir hún konum til um það hvemig eigi að gleðja manninn sinn standandi og þeir Son House og Willie Brown hrópa hvatningarorð til hennar í bak- gmnninum. LEIKLIST/Ganga þýöingar úrsér? Aðþýða fyrir leikhús Inga Bjarnason leikstjóri lét á dögunum þau orð falla við undirritaðan að leikritsþýðing - sama hvursu góð hún væri - úreltist á 15-20 árum. Hvað á hún við? Það er nú ekki bara ég sem hef áttað mig á þessu. Allir sem við þýðingar fást hafa fundið þetta. Ég byggi þessa skoðun mína á þvi að tungan tekur sífelldum breyting- um og leikhúsið þarf að taka mið af því. Þýðingar geta verið klassí- skar sem bók- menntir en ekki sem leikhúsverk. , „ Þó má ekki mis- eflir Hóvar skilja orð mín Sigur|onsson þannjg afl þýða eigi á tískumál eða eltast við götu- mál. Skáldskapur verkanna verður alltaf að halda sér og ef texti er lýrískur á að þýða hann lýrískt. En sum orð sem hljómuðu vel fyrir 15-20 ámm hljóma hreinlega hjá- kátlega í dag,“ sagði Inga og bætti því við að sem leikstjóri ynni hún aldrei með annað en nýjar þýðingar. Þýðingar em alltaf vandasamt verk en segja má að leikritaþýðand- „Þýðirtgar geta verið klassískar sem bókmenntir en ekki sem leikhúsverk," segir Inga Bjamason leikstjóri. inn takist tvöfaldan vanda á herð- ar, því auk þess að vera trúr fmm- texta höfundar þarf hann að gæta þess að þýðingin skili innihaldi verksins til áhorfandans samstund- is, hún má ekki standa í vegi fyrir skilningi. Skilyrði er að sjálfsögðu að fmmtextinn sé búinn þessum kostum. Þýðing getur tæpast orðið betri en fyrirmyndin - eða hvað. Við bóklestur er þessu annan veg farið, þá hefur lesandinn svigrúm að vild til umhugsunar. Hafliði Arngrímsson leikhús- fræðingur hefur þýtt nokkuð fyrir leikhús, nú síðast verk Botho Strauss, Stór og Smár, sem Þjóð- leikhúsið sýnir þessa dagana. Haf- liði svaraði fullyrðingunni hér í upp- hafi á eftirfarandi hátt. „Ég er alls ekki sammála þessu. Margar eldri þýðingar sem til eru geta fyllilega staðist enn í dag. Ég nefni sem dæmi þýðingu Geirs Kristjánssonar á Vanja frænda eftir Tsékhov sem Frú Emelía leiklas í Listasafni ís- lands í október. Það gerir ekkert til þó eitt og eitt orð sé framandi því það minnir okkur einungis á fjöibreytni tungumálsins. Auðvitað fer þetta eftir því hvaða leið er far- in við uppsetningu leikrita; fyrstu þýðingar Helga Hálfdanarsonar á verkum Shakespeares em enn í fullu gildi, þó ekkert banni mönnum að þýða Shakespeare að nýju og á annan hátt,“ sagði Hafliði. Helgi Halfdanarson ritar grein um Shakespeareþýðingar sínar í hausthefti Skímis og þar farast honum m.a. svo orð: „En megin- kostur málsins (þ.e. íslenskunnar, innsk. Mbi) er orðaforðinn, sem er mikill, ekki síst á sviði skáldskapar, sögu og alþýðlegrar heimspeki. ís- lenskir þýðendur eiga því hæg heimatök um mikið fjölskrúð í orð- færi og stíl, og þurfa jafnvel lítið að óttast fyrnskú, þó að fanga sé leitað alllangt aftur í aldir. Slæm íslensk þýðing er ekki sök málsins, heldur þýðandans." Svo mörg voru þau orð. VZterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! liiCahiti í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Úffar Þormóðsson Þrjar sólir svartar Skaldsaga Þijár sólir svartar er söguleg skáldsaga og greinir frá atburðum á 16. og 17. öld. Aðalpersónumar eru hinn frægi manndrápari Axlar-Bjöm og sonur hans Sveinn skotti sem var alræmdur landshomaflakkari. Þrjár sólir svartar er óvenjuleg og eftirminnileg þjóðlífslýsing. í sögunni er margbreytilegt og ólgandi mannlíf með sérstæðum persónulýsingum og safaríkri kímni. Hið dulmagnaða örlagatákn, öxin, hið óhuggulega morðvopn, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og minnir á að enn er illra veðra von. ÞRJÁR SÓLIR SVARTAR, óvenjuleg saga, eftirminnileg bók. ,Á enga líst mér eins og þig, þótt allar fyrir mér virði. Átján vildu eiga mig í honum Tálknafirði. “ (Húsgangur) Verðkr. 2.648 Dreifing: Innkaupasamband bóksala Sími 685088 Ulfar Þormóðsson rithöfundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.