Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 GÁRUR eftir Elínu Pálmadóttur Nashymingarnir í heimsókn Dragðu stólinn þinn að hengi- fluginu og ég skal segja þér sögu“, sagði Scott Fitzgerald gjarnan áður en hann byrjaði frásögn, hvatti áheyrandann til að varpa sér út í óvlssuna, logna sögu eða sanna. En þessi gamla saga er dagsönn, skaust upp úr gleymskunnar dái undir frétta- lestri i vikunni. Banaslys hafði orðið á götu- horni. Tvö ung börn orðið undir bíl og lágu eftir í valnum. Bíllinn horfinn. Þetta gerðist á Ásvalla- götunni, fyrir framan hús Jóns Asbjörnssonar, hæstaréttar- dómara. Síðdegis barst Vísir í húsið með fréttum af atburðin- um. Jón var vanur að koma upp til fólksins á efri hæðinni, rabba við það og fá að lita i Vísi. Nú kom húsmóðirin á móti honum í miklu uppnámi: Hefurðu heyrt Jón hvað gerðist hér fyrir utan? Er þetta ekki skelfilegt? Jón leit á blaðið og sagði: Jú, en ég má ekki segja neitt um það eða mynda mér skoðun á því fyrir- fram. Það kann að koma til Hæstaréttar! Þegar atburðurinn hefur nú af gefnu tilefní rifjast upp og verið nokkrum sinnum frá honum sagt, hafa viðbrögðin gjarnan orðið: Fyrr má nú vera grandvarleikinn! Heiðarleiki getur nú gengið of langt! Ætli hafi ekki orðið eitthvert verðfall á grandvarleikanum síðan fyrrnefnt atvik gerðist fyr- ir nokkrum áratugum. Allt á víst sinn tíma og verður þá að beita afstæðiskenningunni. Úr því að til eru mismunandi stig af grandvarleika, hvernig ætli hann stigbeygist þá? Kannski: heiðarlegt - löglegt en siðlaust - löglegt og siðlaust? Miðstigið „löglegt en siðlaust" var fyrir nokkrum árum gripið á lofti af vörum ungs stjórnmálamanns. Þess timi liklega kominn. Er enn neikvætt og brúklegt, ef dæma má af nýlegum viðbrögðum við áfengiskaupum hæstaréttar- dómara. Efsta stigið „löglegt og siðlaust” virðist enn ekki fá mik- ið viðnám. En viðhorfsbreyting- ar læðast gjarnan að hægt og hljótt. Á sinn máta eins og hjá Nas- hyrningum Ionescos, ' sem franski leikarinn Éric Eychenne flutti á frábærri einsmanns sýn- ingu í Iðnó í vikunni. „Nas- hyrningur laus i borginni! Ertu ekki hissa? Þetta ætti ekki að vera leyft!“ eru fyrstu viðbrögð vinar sögumanns þegar nas- hyrningur birtist i borginni. Eru fáir fyrst en fjölgar ört. Og með- an hver manneskjan af annarri breytist í slíka skepnu, sem ryðst rymjandi og bramlandi um borgina, þrasa vinirnir og sam- starfsfólkið um hvort þetta séu nashyrningar með eitt horn eða tvö og þá hvort það séu Afrikun- ashyrningar eða Asíunashyrn- ingar. Æ fleiri fylla flokk nas- hyrninganna, taka smám sam- an upp þeirra hegðun. Þegar hneykslaði vinurinn heyrir að Monsieur Boeff af skrifstofunni sé orðinn að nashyrningi segir hann nú:„Hvað með það? Er það svo slæmt! Þegar allt kemur til alls eru nashyrningar ekkert svo ólikir okkur og eiga sama rétt á að lifa...Er okkar hugar- heimur eitthvað æskilegri en þeirra?....Mannlegt gildismat er fallið! Þú ert ekkert annað en viðkvæmur og hlægilegur gam- all auli, minn kæri“. Og þarmeð tekur vinurinn að breytast í skepnu. Varla nokkur maður eftir sem ekki hefur látið sann- færast af meirihlutanum og tek- ið sinnaskiptum. Að lokum hef- ur sögumaður aðeins eina manneskju, skrifstofustúlkuna Daisy. E.t.v. megna þau gegn margnum, ef þau eignast börn og bjarga mannkyninu? En nei.... „Daginn eftir æddu nashyrn- ingarnir um allar götur. Klukk- utímum saman sást ekki ein einasta mannvera. Húsið okkar hristist undan hófaslögum skemmdavarganna, nágranna okkar.„Komi það sem koma vill. Hvað gerum við? “spyr Daisy. „Allir orðnir sjóðandi vitlausir. Heimurinn er sjúkur“. „Ekki læknum við hann“. „Við getum ekki náð sambandi við neinn. Skilur þú hvað þeir segja?“ „Þeir geta ekki talað“. „Hvað veist þú um það?“....Hvernig ætlarðu að bjarga heiminum, Daisy, ef þú vilt ekki að við eigum barn?“ „Kannski eru það við sem þarf að bjarga. Kannski erum við sjálf afbrygðileg. Kemurðu auga á nokkurn annan sem er eins og við?“ „Daisy, ég vil ekki heyra þig segja þetta! Eg fullvissa þig um að við höfum rétt fyrir okk- ur“. „Hvilíkt yfirlæti! Enginn heilagur sannleikur er til! Það er umheimurinn sem hefur rétt fyrir sér, hvorki ég né þú" „ Jú, Daisy, ég hefi rétt fyrir mér. Þú skilur mig og ég elska þig eins og maðurinn einn getur elskað konu, það er min sönnun“. „Ég skammast mín dálítið fyrir jsað sem þú kallar ást, þetta sjúklega ástand...því er ekki hægt að líkja við þessa frábæru orku sem streymir frá öllum þessum dýr- um sem umkringja okkur“. Og morguninn eftir er Daisy lika horfin. Fylgir fjöldanum eins og allir hinir, orðin að skepnu. Saga Ionescos og leikrit flaug um heiminn og er enn í fullu gildi. Fyrrum var það gjarnan heimfært upp á nasistana og valdatöku þeirra meðan fólkið sneri sér undan og ræddi um smámuni. Nú þykir það áminn- ing og aðvörun um hvernig sið- gæði og mannlegt samfélag get- ur breyst í skepnuskap ef borist er viðnámslaust með straumn- um. Við skyldum þó ekki vera byijuð að veita viðnám? Hið árlega jólahlaðborð okkar er nú komið á sinn stað í Skrúði. Við bjóðum jsér ósvikna jólastemmningu og frábær- an mat í hverju hádegi og á hverju kvöldi fram til 22. desember. Þorláksmessu- skatan verður síðan framreidd í hádeg- inu eins og venja ertil! Tilvalið fyrir vinina, vinnufélagana og aðra að koma í Skrúð eða leigja einkasal og gera sér glaðan dag mitt í erii jóla- undirbúningsins. Sími 91-29900 miílOÖQK «k Ármúla 8 Síml 82275 Visa og Euro Greiðslukjör byrjendanámkeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfíð MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Tími: 6., 8., 13. og 15. desember kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 __ Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.