Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 27
C 27 MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 198S HÓFST UÓSVAKABYLTINGIN FYRIR 5 ÁRUM? Fimmámfáríð STOFNUN Rásar 2, sem í víkunni átti 5 ára afmæli, markaði tímamót í sögu íslenskrar fjölmiðlunar. Af því tilefni var rætt við þijá menn sem á sínum tíma komu nærri stofhun Rásar tvö, en keppa nú á hinum ýmsu rásum um hylli útvarpshlustenda, — þá Þorgeir Ást- valdsson á Stjörnunni, Hallgrím Thorsteinsson á Bylgjunni og Stefán Jón Hafstein á dægurmáladeild rásar 2. Asíðustu fimm árum hefur meira gerst í íslenskum fjölmiðla- heimi en gerðist á þeirri rúmlega hálfu öld sem það tók Ríkisútvarpið að ala af sér afkvæmi sín tvö. Við- mælendumir vora sammála um að með stofnun rásarinnar hefði íslenska ljósvakabyltingin hafist. Dagskrárstefna Rásar 2 varð strax í upphafi mjög umdeild. Stef- án Jón Hafstein sótti um stöðu fyrsta forstöðumanns Rásar 2 en hún féll Þorgeiri Ástvaldssyni í skaut. Strax í upphafi þótti Stefáni Rás 2 þróast í ranga átt. Honum fannst að leggja ætti meiri áherslu á hið tal- aða orð, svipað því sem nú er gert í dægur- málaútvarpi Rásar 2. Hall- grímur Thor- steinsson, sem sæti átti í þriggja manna undir- búningsnefnd Rásar 2, tók í sama streng og sagði að það hefði verið misráðið að nýta ekki betur reynslu og búnað Rásar 1 og bjóða upp á meiri fjölbreytni. Þorgeir Ástvalds- son er sammála þessari gagnrýni. Hann hafði áhuga á því að útvarpa meira lifandi talmáli en báðar hend- ur hans vora bundnar af þeirri ákvörðun yfirstjórnar Ríkisútvarps- ins að dagskrárefni Rásar 2 ætti að vera undirspil í amstri dagsins. Þorgeir segir að orka sín hafi fyrst og fremst farið í innanhússátök sem höfðu það að markmiði að auka fjölbreytni dagskrárinnar og lengja útsendingartímann. Rás 2 varð spiladós og einmitt það jók svigrúm einkastöðvanna þegar þær komu til sögunnar. Á Bylgjunni t.d. heyrðust mark- vissari talmáls- þættir fyrir ungt fólk en áður þekktust. Að sögn Stefáns Jóns vora þar framkvæmdar margar góðár hugmyndir sem áttu rætur sínar að rekja til um- ræðna ungra og áhugasamra starfsmanna Ríkisútvarpsins þegar Rás 2 var í deiglunni. Þar þurfti hver einasta hugmynd ekki að fara í gegnum þungt, tafsamt og svifa- seint stjórnkerfí eins og í RÚV svo notuð séu lýsingarorð eins viðmæ- SVIÐSLJÓS eftirÁsgeirFridgeirsson ■ Hversvegna varð Rás 2 spiladós? ■ Hvaða áhrif hafði Rás 2 á útvarpsstöðvarnar? ■ Hefúr Rás tvö haft góð áhrif á íslenska tungu? ■ Er íslenska Ijósvakabylt- ingin að líða undir lok? Frumraun Rásar 2 fyrir fimm árum - strax í ranga átt. landans. Stofnun Rásar 2 og einkastöðvanna hefur haft mikil og góð áhrif á íslenska tungu að mati Þorgeirs. Þessar stöðvar færðu mönnum heim sanninn um það að almenningur á ís- landi talaði ekki ríkisút- varpsíslenskuna. Mál alþýðunnar fór að heyr- ast á öldum ljósvakans og það öðra fremur skapaði þá sterku mál- ræktarvitund sem nú ríkir í útvarpi hér á landi. Fjölmiðlabylting skall á með alltof mikl- um látum. Það var hins vegar skiljanlegt þar eð áratuga flóðgátt einok- unar rofnaði skyndi- lega. Þróunin í þessum málum hefur goldið þess hvað allt gekk hratt fyrir sig. Kunnáttu- og reynsluleysi og æðibunugangur settu sterkan svip á þessi upphafs- ár. Nú er augljóslega að hægjast um að mati þremenninganna og óhætt að segja að byltingarástand ríki ekki lengur. Stóra ljósvaka- stöðvarnar æða nú ekki í allar áttir heldur era þær að leita sér að far- vegi. Stefán Jón telur að hinn rétti farvegur Rásar 2 sé sá sem Dægur- máladeild hans hefur ratt og berst hann nú fýrir því að útsendingar- stundum deildar hans fjölgi. Hallg- rímur trúir því að einkastöðvarnar séu að reyni að átta sig á markaðs- forsendum og því sé nú tími endur- mats. Staðfesting þessa séu nýlegar skipulagsbreytingar og spamaðar- ráðstafanir á Bylgjunni, Stjömunni og Stöð 2. Þorgeir segir að þetta fjölmiðlafár hafí verið eins og dæ- migert, almennilegt helgarfyllirí hjá landanum. Nú sé hins vegar risinn mánudagur með tilheyrandi timbur- mönnum. RUV-nefndin leggur til 28% hækkun afnotagjalda RÚ V-NEFNDIN svokaUaða, sem skipuð var til að gera tillögur um eflingu Ríkisútvarpsins, hefúr nú gengið frá greinargerð er lýtur að fjármálum RÚ V. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að afhota- gjöld Ríkisútvarpsins verði hækkuð í 1.500 krónur á mánuði eða um 28%. Nefhdinni var gert að skila áliti nú um mánaðamótin en að svo komnu hefúr einungis verið gengið frá greinargerð um fjármálin og hefúr menntamálaráðherra veitt nefndinni frest til að skila áliti um aðra þætti varðandi rekstur Ríkisútvarpsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerir nefndin það einn- ig að tillögu sinni að RÚV fái greidd afturvirk aðstöðugjöld, sem kveðið er á um í 22. grein útvarpslaga að sé fastur tekjustofn Ríkisútvarps- ins, en Þorsteinn Pálsson stöðvaði í fjármálaráðherratíð sinni. Hér er um að ræða upphæð sem nemur um 300 milljónum króna, fram- reiknað til dagsins í dag, en talið er ólíklegt að þessar afturvirku greiðslur verði auðsóttar. Þá mun RÚV nefndin ennfremur hafa gert að tillögu sinni að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður og er það álit samhljóða því áliti sem fram kemur í svari RÚV vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. I iYBTV 1 11 1 1 iií\ tril 1 iiniiMi þurrkari eldavúl sem bíða ekkí! Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðsium jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. ^SAMBANDSINS HOLTAGÖROUM SÍMI 68 55 50 ÁRMÚLA 3 SlMI 68 79 10-681266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.