Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MÓRGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
Lífeyrissj óðirnir:
Húsnæðis-
stofnun vill
2% lækkun
vaxta
VIÐRÆÐUR eru hafiiar á milli
Húsnæðisstofhunar og lífeyris-
sjóðanna um endurskoðun á vöxt-
um af skuldabréfum stofnunar-
innar. Húsnæðisstofnun hefur
Iagt til að vextirnir verði lækkað-
ir í 5% á næsta ári, en þeir eru
7% á þessu ári og eiga samkvæmt
núgildandi samkomulagi að vera
á næsta ári annarsvegar 6,9% og
hins vegar 6,5% fastir ársvextir.
Þegar er fyrir hendi samningur
um að lífeyrissjóðimir ráðstafi 55%
af fé sínu til kaupa á skuldabréfum
Húsnæðisstofnunar og viðræðurnar
nú snúast því aðeins um vaxtastig-
ið, að sögn Sigurðar E. Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Hús-
næðisstofnunar. Sigurður sagði að
Húsnæðisstofnun hefði skrifað
lífeyrissjóðunum í september og
óskað eftir endurskoðun á vaxta-
málum, en þá hafi verið ákveðið
að bíða og sjá hver þróunin yrði í
þeim efnum. Síðan hefðu vextir
lækkað og ljóst að það yrði að taka
tillit til þess.
Sigurður sagði að ákveðið hefði
verið að setja á fót vinnunefndir
og stefnt væri að sámkomulagi fyr-
ir áramót. Fyrsti fundurinn hefði
verið ágætur og gæfi tilefni til
bjartsýni.
Atvinnuleysis-
tryggingasj óður:
Bætur til
6.000 ein-
staklinga
EIGNIR Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs voru um 1,8 milljarðar
króna um síðustu áramót, og
dygðu þær til greiðslu á fullum
atvinnuleysisbótum til rúmlega 6
þúsund einstaklinga í 36 vikur.
Fullar atvinnuleysisbætur til ein-
staklinga eru nú 1.656 krónur á
dag, eða 8.280 krónur á viku, en
bætur eru greiddar fyrir 5 daga
vikunnar. Atvinnuleysisbætur eru
að hámarki greiddar fyrir 180 daga
á hveiju 12 mánaða tímabili.
Sjá frétt bls. E 1.
Varðskip
tók togara
V ARÐSKIPIÐ Óðinn kom að tog-
aranum Ásgeiri RE að meintum
ólöglegum veiðum suðaustur af
Kötlutöngum á föstudaginn.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar kom varðskipið að
togaranum utan við svokallaða
karfalínu, og við mælingu varð-
skipsmanna reyndust veiðarfærin
vera með of smáa möskvastærð.
Togarinn var færður til hafnar í
V estmannaeyjum.
Eldur í Sjónarhóli
SLÖKKVILIÐIÐ í Hafiiarfirði
var kallað út að húsinu Sjónar-
hóli á Reykjavíkurvegi um kl. 6
í gærmorgun. Var eldur laus í
einu herbergja hússins. Slökkvi-
starf gekk greiðlega og munu
skemmdir af völdum eldsins ekki
vera miklar. Eldsupptök eru
ókunn.
Álverð áfram hátt
á heimsmarkaði:
Stekkjarstaur kom fyrstur
MENN greinir reyndar á um Qölda jólasveina fynr jól. Hvort hann hefur ruglazt í ríminu og
og í samræmi við það hvenær þeir hefja göngu komið einum degi of snemma skal ósagt látið,
sína til byggða. I einni þulunni kom Stekkjar- fn víst er að einn jólasveinanna lagði leið sína
staur fyrstur, en þó ekki fyrr en þrettán dögum • Kringluna í gær og tók lagið fyrir börnin.
Lokanir vegna vanskila söluskatts:
Nýir eigendur teknir við
helmingi fyrirtækjanna
MENN frá tollstjóranum í Reykjavík heimsóttu um 100 fyrirtæki í
nóvembermánuði til að loka þeim vegna vanskila á söluskatti. I nóv-
ember í fyrra var hinsvegar aðeins farið í 18 fyrirtæki. Björn Her-
mannsson tollstjóri segir að þessar tölur séu lýsandi dæmi um árið
í heild.
Imáli Bjöms kemur fram að af
þessum 100 fyrirtækjum hafi um
helmingur verið nýbúinn að skipta
um eigendur þannig að ekki-var
hægt að. loka þeim vegna skulda
fyrri eigenda. Hann segir að það
hafi farið mjög í vöxt á þessu ári
að eigendur fyrirtækja komi sér
undan því að borga söluskatt með
því að selja fyrirtækin er skuldin
er komin í eindaga. Oft sé um að
ræða að fyrirtækið skipti aðeins um
nafn en sömu eigendur haldi áfram
rekstrinum.
Frá því að umræða hófst í íjöl-
miðlum um mikil vanskil á sölu-
skatti nú í upphafí vetrar hafa van-
skil minnkað nokkuð og menn borg-
að upp gamlar skuldir sínar.
„Ástandið hefur ekki versnað og
að því leyti er þetta á réttu róli.
En það hefur líka verið lögð gífur-
leg vinna í að koma þessum málum
á hreint hjá okkur," segir Bjöm
Hermannsson. „Við höfum verið að
taka út af skrá hjá okkur aðila sem
voru orðnir gjaldþrota og gera
þannig skuldatölumar raunhæfari."
Bjöm gat ekki nefnt neinar tölur
um þetta að svo stöddu þar sem
þessi gjaldþrotamál ættu eftir að
fá meðhöndlun hjá fógeta. Hinsveg-
ar skipti fjöldi þeirra tugum.
„Hin hliðin á þessu er sú að
menn reyna með ýmsum hætti að
koma sér hjá því að borga sölu-
skatt. Algengast er að sömu aðil-
amir skipti um nafn á fyrirtækjum
sínum eða rekstri og bytji þannig
upp á nýtt að skulda okkur,“ segir
^öm.
IS AL greiðir
hámarksorku-
verð fram á
mitt næsta ár
SPÁR UM verðþróun á áli á
heimsmarkaði gera ráð fyrir
að verðið haldist hátt allavega
fram á mitt næsta ár. Af þess-
um sökum mun ISAL greiða
Landsvirkjun hámarksorku-
verð eða 18,5 mill fyrir hverja
kílóvattstund, fram á þriðja
ársQórðung næsta árs. Mill er
einn þúsundasti hluti dollars.
Bjarnar Ingimarsson fjármála-
stjóri ÍSAL segir að staðgreiðslu-
verð á áli á heimsmarkaði sé nú
2.470 dollarar tonnið en 3ja mán-
aða verðið, sem orkuverð ISAL er
miðað við, er nú 2.385 dollarar.
Verð þetta hefur sveiflast á milli
2.300 og 2.400 dollara allt þetta ár.
Þingflokk-
arfundaum
fimmvörp
ÞINGFLOKKAR stjórnarflokk-
anna héldu allir fundi um hádeg-
isleytið í gær, en þar átti að
kynna og ræða hugmyndir um
framgang fjárlagafrumvarpsins
og tekjuöflunarfrumvarpa ríkis-
stjórnarinnar.
Talsmenn þingflokkanna fóru á
fund fjármálaráðherra í gærmorg-
un og átti þar að reyna að ganga
frá tillögum um afgreiðslu frum-
varpanna á Alþingi. Alþýðublaðið
segir í gær að vaxandi andstaða sé
á meðal stjómarliða við tekjuöflun-
arfrumvörpin og að fjárlög verði
líklega ekki afgreidd fyrr en í febrú-
ar. Þjóðviljinn segir í gær að flest
bendi til þess að ríkisstjómin ætli
að keyra öll tekjuöflunarfmmvörpin
í gegn í næstu viku og hefur eftir
Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármála-
ráðherra að hann vísi á bug hug-
myndum um að fresta afgreiðslu
fjárlaga fram yfir áramót.
B-dagurinn nálgast:
Eingöngu innlendur bjór
í veislum hins opinbera?
DÓMSORÐIÐ er fallið: Fimm tegundir og fimm prósent komma
sex. Og slagur framleiðendanna um að komast i hillur ÁTVR
getur hafist. Höskuldur og Ólafur Ragnar mörkuðu vígvöllinn í
vikunni þegar þeir sögðu frá ölreglunum sem eiga að tryggja
ríkissjóði milljarð á næsta ári. 115 krónur innlendur bjór, dýrari
innfluttur og átappaður hér, dýrastur innfluttur á dósum. Fyrir
þá sem ekki láta sér lynda fimm tegundir að súpa, verður bjórbúð
í pakkhúsi Ríkisins í Reykjavík, þar verða fleiri tegundir, líklega
á annan tug.
Nú vandast málin þegar velja
á fimm tegundir handa Is-
lendingum að drekka. Að vísu
verða tvær þeirra íslenskar og
verður varla erfitt val. Hitt verður
vandasamara að finna þijár er-
lendar tegundir, enda úr þúsund-
um að velja. í V-Þýskalandi einu
eru u.þ.b. 1.600 bjórgerðir. Fram-
leiðendur beijast með því að bjóða
lágt verð og að sannfæra ÁTVR-
menn um að þeirra tegundir séu
þekktastar, því að taka skal mið
af hveijar „ætla má að séu íslend-
ingum kunnar,“ sagði Höskuldur.
En, hvaða bjór er þekktur hér?
Þrennt hefur einkum kynnt bjór-
inn íslendingum. Ferðalög til út-
landa, fríhafnarbjór og smyglaði
bjórinn. I útlöndum hafa menn
smakkað ýmsar tegundir eftir
löndum og hér-
uðum. í fríhöfn-
inni hafa verið
tvær íslenskar
tegundir og fá-
einar útlendar.
Sem búast má við er ekki hægt
um vik að fá opinberar upplýsing-
ar um hinn smyglaða mjöð, en
þær tegundir ku ekki hafa verið
ýkja margar á liðnum árum. Eng-
in leið er að henda reiður á teg-
undunum sem menn kynnast í
útlöndum. Þá verða ÁTVR-menn
líklega að miða við fríhafnarbjór-
inn og smyglið þegar þeir finna
hinar „þekktu“ tegundir.
Verðið er í stíl við tillögu sér-
stakrar nefndar, sem fjallaði um
bjórmálið og bjó í hendur ÁTVR
og fjármálaráðuneytisins og tók
BAKSVIÐ
eftir Þórhall Jósefsson
mið af því að hafa bjórinn ekki
svo dýran, að smygl héldi áfram
fullum fetum eftir B-dag. Sam-
kvæmt traustustu heimildum
Morgunblaðsins kostar kassi af
smygluðum bjór á bilinu 3.500
krónur upp í 4.000. Hjá ÁTVR
mun innfluttur bjór kosta nálægt
3.500 krónum kassinn.
Tryggja á að innlendir fram-
■■■■ leiðendur geti
selt, a.m.k. til
ÁTVR, tvær
milljónir lítra,
helsta trygging-
in felst í verð-
lagningunni. Dósin verður 30 til
35 krónum ódýrari en sá inn-
flutti. Þetta á að efla íslenskan
iðnað, segir Ólafur Ragnar. Því
verður að líkindum eingöngu inn-
lendur bjór í veislum hins opin-
bera.
Ekkert er vitað um hve mikið
íslendingar muni kneyfa af miðin-
um. Sjö milljónir lítra eru forsend-
an í fjárlögunum, en ef fólkið fúls-
ar við íslenska bjórnum, þá þarf
að drekka meira því að ríkið fær
ekki miklar tekjur af bjór sem það
kaupir sjálft og veitir.
Þeir eru til sem treysta á mun
meira þamb en sem nemur sjö
milljónum lítra. Nokkrir veitinga-
mepn búa sig undir B-dag og fjár-
festa glatt í innréttingum og krá-
arsölum. Einn þeirra sagði Morg-
unblaðinu, að ef allir ættu að
græða eins og vonir þeirra standa
til, þá þyrftu íslendingar, eða
a.m.k. Reykvíkingar, að vera
blindfullir af bjórþambi hvem ein-
asta dag ársins!
Þótt helstu reglurnar hafí verið
kynntar, er ýmislegt óljóst. Hvers
vegna áldósir en ekki plastdósir
eða flöskur? Hver tekur við tómu
dósunum og safnar þeim saman?
Hvers vegna verður aðeins ein
bjórbúð, en ekki til dæmis líka á
Akureyri og Egilsstöðum? Hvers
vegna eru tegundir ekki valdar
samkvæmt neytendakönnun?
Kannski þarf engar áhyggjur
að hafa nema af því hvernig liðfá
lögreglan á að fylgjast með að
gestir Kvosarkránna og aðrir
bjórkneyfarar láti vera að aka
undir áhrifum.