Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
INNLENT
Ríkissljórnin
leggur fram
skattafrumvörp
Ríkisstjórnin lagði fram þijú
tekjuöflunarfrumvörp á mánudag,
en þau frumvörp tengjast af-
greiðslu fjárlaga. Viðamest þeirra
var frumvarp um hækkun vöru-
gjalds. Stjómarflokkarnir hafa
ekki enn komið sér saman um öll
þau frumvörp sem fyrirhugað er
að leggja fram í tengslum við fjár-
Iþg og eiga að færa ríkissjóði um
5 milljarða króna í viðbótartekjur.
Þannig er frumvarp um hækkun
tekju- og eignaskatts enn í með-
ferð þingflokka. Viðræður voru í
vikunni milli stjómarflokka og
stjómarandstöðu um afgreiðslu
fjárlaga og mála þeim tengdum,
en raddir um að afgreiðslu íjár-
laga verði frestað fram yfir ára-
mót gerðust háværari þegar leið
á vikuna.
Freðfiskur
til Sovét
í lok vikunnar var samið um
sölu á 9.700 tonnum af freðfíski
til Sovétríkjanna á næsta ári.
Samningurinn felur í sér 5% verð-
lækkun frá samningi sem gilti
fyrir þetta ár og magnið er 1.000
tonnum minna nú.
Háfvarður fékk
kafaraveiki
Kambháfur, sem kom í troll
Guðbjargar ÍS á Vestíjarðamið-
um, drapst úr kafaraveiki í físka-
safninu í Vest-
mannaeyjum á
fímmtudag.
Kambháfurinn,
sem fékk nafnið
Háfvarður, kom
í trollið á 100
faðma dýpi, og
hann var síðan
fluttur flugleiðis
frá ísafirði til
Vestmannaeyja.
Svín og kindur
í nautahakk
Verðlagsstofnun birti niður-
stöður könnunar á nautahakkj,
þar sem kom í ljós að í mörgum
tilfellum hafði svínahakki og
kindahakki verið blandað í nauta-
hakk, auk þess sem sojamjöli
hafði sumstaðar verið blandað í
hakkið til að drýgja það. Hakk-
framleiðendur komu af flöllum og
báru því fyrir sig að blöndun hefði
orðið í hakkavélum sem hefðu
ekki verið hreinsaðar.
Svört spá VSÍ
Vinnuveitendasambandið sagði
í vikunni að á næsta ári yrði að
velja á milli kjaraskerðingar eða
atvinnuleysis 6.000 manna. VSÍ
spáir því að á næsta ári muni þjóð-
artekjur dragast saman um 5%
og um 3,3% á þessu ári, og því
sé kaupmáttur hér á landi alltof
hár.
íslendingur fann
misgengi í Kaliforníu
íslenskur vísindamaður, Egill
Hauksson, hefur fundið tvö jarð-
Iagamisgengi undir Los Angeles-
borg í Kalifomíu, og gæti hreyfíng
á þeim haft í för með sér mikla
jarðslq'álfta.
ERLENT r
Ottast að 100
þúsund manns
hafi týnt lífí
Talið er að um 100.000 manns
hafí týnt lífí er einn öflugasti land-
skjálfti aldarinnar reið yfír Kákus-
lýðveldi Sovétrfkjanna að morgni
miðvikudags. Jarðskjálftinn, sem
mældist 6,9 stig á Richter, lagði
þijár borgir í Armen'iu því sem
næst við jörðu. Talið er að þetta
sé fjórði mannskæðasti land-
skjálfti sögunnar. Míkhaíl S.
Gorbatsjov sem staddur var í
New York ákvað að fresta för
sinni til Kúbu og Bretlands og
snúa til Moskvu til að stjóma
hjálparstarfínu. Á föstudag bár-
ust fréttir um að átök hefðu brot-
ist út á ný milli Azera og Armena
í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan.
Tilkynningu
Sovétstjómarinnar fagnað
í ræðu sinni á allsheijarþingi
Sameinuðu þjóðanna á miðviku-
dag skýrði Míkhall S. Gorbatsjov
frá því að ákveðið hefði verið að
fækka um 500.000 manns í her-
afla Sovétmanna á næstu tveimur
árum auk þess sem ákveðið hefði
verið að skera niður hefðbundinn
herafla í A-Evrópu. Ronald Re-
agan fagnaði þessari ákvörðun
víð upphaf fundar leiðtoganna á
miðvikudag og hefur henni al-
mennt verið vel tekið víða um
heim.
PLO viðurkennir ísrael
Á fundi með leið-
togum banda-
rískra gyðinga í
Stokkhólmi á
miðvikudag lýsti
Yasser Arafat,
leiðtogi PLO,
yfír því að álykt-
anir Þjóðarráðs
Palestínu frá fyrrá mánuði fælu
í sér viðurkenningu á tilverurétti
ísraelsríkis. Ráðamenn í ísrael
hafa sagt þessa yfirlýsingu áróð-
ursbragð og talsmenn Bandaríkja-
stjómar segja að hún muni í engu
breyta afstöðu stjómvalda til
PLO.
Nýjar tillögur NATO
Utanríkisráðherrar NATO sam-
þykktu á tveggja daga fundi
sínum á fímmtudag og föstudag
að stefnt skyldi að helmings-
fækkun skriðdreka í heijum aust-
urs og vesturs í Evrópu í fyrir-
huguðum viðræðum um niður-
skurð hefðbundins herafla í álf-
unni. Þá samþykktu þeir einnig
fyrirkomulag viðræðnanna í sam-
ræmi við ályktun Reykjavíkur-
fundar ráðherranna í júní á
síðasta ári.
Walesa í Frakklandi
Lech Walesa,
leiðtogi Sam-
stöðu og þekkt-
asti andófsmað-
ur Póllands, kom
til Frakklands á
fostudag í boði
stjómvalda þar. Þetta er í fyrsta
skipti frá árinu 1981 sem Walesa
fær leyfí til að ferðast utan Pól-
lands og sagði hann þessa ákvörð-
un stjómvalda hafa komið sér
mjög á óvart.
Sakharov ásamt Edward
Kennedy öldungadeildarþing-
manni við komuna til Banda-
ríkjanna í síðasta mánuði.
Andrei Sakharov:
V esturlönd knýi á um
aukin mannréttindi
París. Reuter.
SOVÉSKI andófsmaðurinn An-
drei Sakharov, sem nú er staddur
í París í sinni fyrstu utanför,
sagði I gær, að vestræn ríki ættu
að setja það sem skilyrði fyrir
stuðningi við umbætur Míkhaíls
Marcos
hjartveikur
Honolulu. Reuter.
FERDINAND Marcos, fyrrum for-
seti Filippseyja, var fluttur í
skyndingu í sjúkrahús f fyrradag
vegna hjartveiki, sem lýsir sér í
óreglulegum hjartslætti og ónóg-
um blóðflutningi.
ð sögn talsmanns Marcosar
veiktist hann eftir að hafa heyrt um
veikindi þungaðrar dóttur sinnar,
Imee Manotoc, sem býr í Marokkó.
Gorbatsjovs sovétleiðtoga, að
mannréttindi væru virt i Sov-
étríkjunum.
Sakharov, sem kom á föstudag
frá Bandaríkjunum til Frakklands,
kvaðst einnig leggja til, að Vestur-
landamenn snerust gegn andstæð-
ingum „perestrojkunnar" með því
að tengja beint sama.i framtíðarað-
stoð við Sovétmenn og framgang
umbótanna. Kom þetta fram í ræðu,
sem hann flutti á blaðamanna-
fundi, sem sovéska sendiráðið
gekkst fyrir. „Skilyrði verðúr að
setja, skilyrði um fullkomna virð-
ingu fyrir mannréttindum," sagði
hann.
Sakharov og Lech Walesa, leið-
togi Samstöðu í Póllandi, tveir
merkisberar í baráttunni gegn
kommúnísku einræði, eru nú í
Frakklandi til að vera við athöfn í
minningu þess, að 40 ár eru liðin
frá undirritun Alþjóðamannrétt-
indayfírlýsingarinnar. Sakharov
sagði um Gorbatsjov, að hann væri
einlægur maður og afar óvenjulegur
en bætti því við án nánarí útskýr-
inga, að sumt í fari hans ylli honum
áhyggjum.
Frakkland:
Vegabréfs-
árítun óþörf
París. Reuter.
FÓLK frá aðildarríkjum Evrópu-
ráðsins, fyrir utan Tyrkland, þarf
ekki lengur vegabréfsáritun til
Frakklands.
T alsmaður franska utanríkisráðu-
neytisins sagði að reglurnar hefðu
verið afnumdar vegna þess að sam-
vinna Evrópuríkja í baráttunni gegn
hryðjuverkum hefði batnað.
Er lýðræðið á næsta
leiti í Ungveijalandi?
MIKLAR breytingar eiga sér nú stað í Ungveijalandi, i fyrsta
sinn um áratugaskeið virðist sem lýðræðið sé ekki bara Qarlæg-
ur draumur. I efnahagsmálunum hafa orðið og eru að verða
meiri umskipti en í nokkru öðru kommúnistaríki, fyrsta verð-
bréfamarkaðnum í Austur-Evrópu hefúr verið hleypt af stokkun-
um og með nýjum lögum er hvatt til aukins einkaframtaks. Á
bak við alla bjartsýnina býr þó ótti, ótti við að breytingarnar
geti orðið of örar, að kommúnistaflokkurinn horfi ekki þegj-
andi upp á sitt eigið dauðastríð og martröðin frá 1956 er eins
og andlegur herQötur á mörgum manninum.
Undir foiystu Karolys Grosz,
formanns kommúnista-
flokksins, og Miklos Nemeth, ný-
skipaðs forsætisráðherra, hefur
verið ráðist í víðtæka uppstokkun
á ungverskum
efnahagsmálum
og er að því
stefnt að taka
upp markaðs-
búskap að
mörgu leyti.
Meðai annars verður verulega
dregið úr niðurgreiðslum og
stuðningi ríkisins við óarðbær fyr-
irtæki en talið er, að við það geti
100.000 manns misst vinnuna eða
um 2% vinnufærra manna. Segir
Grosz, að það sé erfíð inntaka en
nauðsynleg eigi að koma efna-
hagsiífínu á réttan kjöl.
Þessi bylting iætur víðar til sín
taka en í efnahagsmálunum. Fjöl-
miðlamir eru miklu fijálsari en
áður var og tímaritaútgáfa hefur
margfaldast. Jafnvel sum neðan-
jarðartímaritin eru nú kominn upp
á yfírborðið. Ný, pólitísk samtök
hafa litið dagsins ljós, allt frá
Lýðræðisbandalaginu til stúd-
entasamtaka, sem kreijast af-
náms kommúnismans, og er nú í
fyrsta sinn unnt að tala um eigin-
lega stjómarandstöðu.
Fyrir aðeins sex mánuðum
sagði Karoly Grosz, að ekki kæmi
til mála að taka upp fjölflokka-
kerfí í Ungveij-
alandi en nú er
varla um annað
talað. Imre Posz-
gay, gamall jafn-
aðarmaður og
ráðgjafí Ne-
meths forsætisráðherra í efna-
hagsmálum, sagði fyrir
skemmstu, að sósíalisminn í nú-
verandi mynd væri kominn að
leiðarlokum og stæði í vegi fyrir
framfömm á öllum sviðum. Sagði
hann, að vildu Ungveijar leita sér
fyrirmyndar ættu þeir að horfa
til Breta, Svía eða Austurríkis-
manna. „Engum dettur lengur í
hug að leita hennar í Moskvu."
Þrátt fyrir vongleðina leynir sér
ekki uggurinn, sem undir býr.
Jafnvel þeir, sem mestar vonir
binda við lýðræðislega þróun, ótt-
ast, að ástandið geti orðið eins
og á Spáni fyrst eftir fráfall Fran-
cos. Þar risu upp 150 stjóm-
máiafíokkar og um stund virtist
sem upplausnin ætlaði að taka við
af einræðinu. Þá spyija menn sig
hvort kommúnistaflokkurinn
sætti sig í raun við að tapa í fijáls-
um kosningum og hvort Sovét-
stjómin léti það líðast, að Ung-
veijar sneru baki við sósíalisman-
um. Ofar þessu öllu vakir minn-
ingin um uppreisnina 1956 eins
og þögul áminning um það hvar
mörkin liggja. „Ef við neyðumst
til að koma á fjölflokkakerfi til
að halda friðinn innanlands, yrðu
Sovétmenn líklega að samþykkja
það,“ sagði félagi í kommúnista-
flokknum, „en ef við segðum okk-
ur úr Varsjárbandalaginu eins og
gerðist 1956, skærust þeir óhjá-
kvæmilega í leikinn."
Miklos Nemeth, forsætisráð-
herra Ungveijalands, er fertugur
aldri, hagfræðingur að mennt og
starfaði eitt ár við Harvard-
háskóiann í Bandaríkjunum. Ný-
lega varaði hann við „gagnbylt-
ingaröflunum" í þjóðfélaginu og
sagði, að yrði þeim ekki haldið í
skefjum gæti „stjómleysi og upp-
lausn" orðið hlutskipti Ungveija.
Erlendir stjómarerindrekar segja,
að vafalaust hafí .hann áhyggjur
af framtíðinni en svona verði hann
líka að tala til að sannfæra hina
trúuðu um að flokkurinn sé ekki
að fara í hundana. í nýlegu við-
tali segir hann hins vegar, að
þeir dagar séu liðnir þegar flokk-
urinn var einn um að skipa fyrir.
„Að tveimur árum liðnum er ekki
alveg víst, að stjómarforystan
verði í höndum manns, sem sæti
á í stjómmálaráði kommúnista-
flokksins," sagði Nemeth.
BAKSVIÐ
eftir Svein Sigurdison