Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 18

Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 vULjá\tn«rafnarstræt\ SS vaf matvö^61 Miklar vangaveltur um nýjar bjórstofur í gamla miðbænum Mun raunveruleg ölstofumenning fest- ast í sessi á íslandi? Athafnamenn í startholunum eftir Svein Guðjónsson og Sigþór Einarsson BJÓRBANNIVERÐUR senn aflétt hérlendis, og er ekki að efa að margir eru farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar, bæði bjórþyrstir neytendur og framsæknir athafhamenn. Islendingar hafa löngum saknað þess að hér skuli ekki íyrirfinnastmargrómuð„kráarmenning“ eins og tíðkast víða erlendis, þó svo að vísir að slíkri „menningu" hafi myndast undanfarin ár. En kráarmenning verður aldrei nema nafiiið tómt ef ósvikið öl er ekki til staðar og því má búast við talsverðum breytingum á hinu hefðbundna mynstri íslenskrar vínmenningar frá og með 1. mars á næsta ári þegar bjórinn loksins kemur. Þá gæti raunveruleg öistofiimenning haldið innreið sína á íslandi og þótt enn sé með öllu óljóst hvert sú þróun muni leiða þjóðina er hitt víst, að ýmsir eru farnir að velta fyrir sér hugsanlegum möguleikum á arðbærum atvinnurekstri í tengslum við afléttingu bjórbannsins. Þannig bendir margt til að talsverð fjölgun verði á ölstofum í gamla miðbænum og þótt ekki sé komin nema ein umsókn um vínveitingaleyfi til viðbótar þeim sem fyrir eru í miðbænum er ljóst, að margir eru í startholunum og miklar vangaveltur í gangi hvað þetta varðar. VEITINGASTAÐIR í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR # Þeir sem fyrir eru O ÁÆTLAÐIR ? Á umræðustigi Morgunblaðið/ KG igldir íslendingar kannast margir við sig í alræmd- um skemmtihverf- um erlendra stór- borga svo sem Nýhöfninni í Kö- ben, Soho í Lon- don og St. Pauli í Hamborg. Menn velta því nú fyrir sér, í gamni og alvöru, hvort sú þróun kunni að verða ofan á að gamli miðbærinn í Reykjavík verði, er fram líða stundir, einhvers konar ölstofu- eða skemmtihverfi og að verslunin muni smátt og smátt þoka fyrir bjórkrám. Vísbendingar um slíka þróun eru vissulega fyrir hendi þótt of snemmt sé að segja fyrir um í' hve ríkum mæli og hversu hratt ölstofuvæðing gamla miðbæjarins muni ganga fyrir sig. Heimildir Mogrunblaðsins herma, að rótgrónir kaupmenn í miðbænum hafi það nú í flimtingum sín á milli að Laugavegur muni inn- an fárra ára fá á sig svipaðan sið- ferðisstimpil og Istedgade í Kaup- mannahöfii og þróunin verði sú að fyrst muni bjórknæpur ryðja versl- uninni úr vegi, síðan komi pomó- sjoppumar og að lokum muni port- konur taka þar völdin. En þetta er nú meira sagt í gamni en alvöru. Sýnd veiði en ekki gefin Þeir sem hyggjast leggja fyrir sig veitingarekstur á bjórknæpum þurfa að ýmsu að gæta. Öflun vínveitingaleyfis er kapítuli út af fyrir sig. í fyrsta lagi þurfa veit- ingamenn að leggja í kostnað við smíði fullkomins eldhúSs, eigi þeir ekki slíkt fyrir, þar sem ekki fæst vínveitingaleyfi nema að góð mat- reiðslu- og veitingaaðstaða sé fyrir hendi. Heimildir Morgunblaðsins í dómsmálaráðuneytinu herma, að vínveitingaleyfi til ölstofa sé sýnd veiði en ekki gefin. Staðsetning slíkra veitingahúsa verður að vera vandlega valin, og ekki mun mögu- legt að fá vínveitingaleyfi með sölu á samlokum eingöngu. Ein af for- sendum vínveitingaleyfís er að ............— „, að hefias1 NaustsuftS- snyrtingar séu með þeim hætti, að salemisskálarnar sjáist ekki undir neinum kringumstæðum frá mat- salnum. En það er fleira en öflun vínveit- ingaleyfis sem gæti reynst bakslag í segl bjórveitingamanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er lögleg álagning á sterkt áfengi um 80%, en 50% á veikt. Við þetta bætist síðan 15% þjónustugjaldj sem veitingamenn fá í sinn hlut. I nágrannalöndum okkar mun álagn- ing á áfengi hins vegar vera á þriðja hundraðinu, og er mál veitinga- manna að slík álagning sé forsenda reksturs vínveitingahúsa. Það sem hefur hingað til bjargað íslenskum veitingamönnum er hins vegar fijáls álagning á gosdrykki. Þannig hafa þeir látið háa álagningu á gos vega upp lága álagningu á áfengi. En hvemig er ætlunin að hafa hagnað af slíkum rekstri þar sem uppistaða sölunnar er bjór, með lágri álagningu og goslausum? Því er enn ósvarað enda engin ákvæði Sessi^ Morgunblaðið/Rax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.