Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
íslenskan hefiir
enga stöðu
Þegar ágætur umsjónarmaður þessa þáttar fer fram á það að hlaup-
ið sé í skarðið með skömmum fyrirvara og hugsað upphátt fyrir
lesendur Morgunblaðsins, þá vandast málið. Það er neftiilega svo
að þegar allt er á öðrum endanum (vægt til orða tekið), í sölum
Alþingis veitist manni á stundum nægilega erfitt að hugsa skynsam-
lega í hljóði, hvað þá upphátt á síðum Mogga.
Þegar mikið gengur á í þingsöl-
um, óvissan meiri og fleira óljóst
en oftast áður, þá leitar hugurinn
á braut frá efnahagsmálum og
vandamálaumræðunni, sem nú yfír-
gnæfir allt annað í íslensku þjóð-
félagi. Raunar er það svo í þinginu
og kannski líka með þjóðinni að hér
er alltaf verið að tal'a um efnahags-
mál og rekstrarvanda og við kom-
umst nær aldrei til að ræða önnur
mál, sem sannarlega væri ástæða
til að tala um og tala hátt. Og fram-
kvæma.
Þess vegna er nú best að hugsa
hér upphátt um eitthvað allt annað
svona til tilbreytingar.
í þessum fáu línum ætla ég að
hugsa til baka til ráðstefnu sem ég
sótti í Björgvin fyrir viku. Ráðstefn-
an var haldin á vegum .Norrænu
málstöðvarinnar, sem hefur aðsetur
í Osló. Þar var fjallað um stöðu
tungumála á Norðurlöndum, það
er að segja annarra en hinna þriggja
„stóru“, sænsku, norsku og dönsku.
Þar voru samankomnir málspeking-
ar margir, þrír góðir fulltrúar Is-
lands, Baldur Jónsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Kristinn Jóhannesson
og einn alþingismaður, sem fékk
það ánægjulega hlutverk að fjalla
um stöðu íslenskrar tungu í nor-
rænu samstarfi.
íslenskan hefur enga stöðu, sagði
ég-
Þegar ég hóf þátttöku í störfum
Norðurlandaráðs fyrir áratug eða
svo var ég eindregið þeirrar skoðun-
ar að við ættum þar
bara að tala okkar
blöndu af skólad-
önsku og því sem til-
viljanir hefðu síðar við
hana bætt. Ágætlega
brúklegt mál sem
skilst oftast mæta vel.
Einkum þakka Finnar
okkur fyrir að tala
ekki eins og Danir!
Á þessu hef ég nú
aðrar skoðanir. Við
eigum að taka þátt í
norrænu samstarfi á
jafnréttis grundvelli.
Það gerum við ekki,
þegar við getum ekki
talað móðurmálið,
eins og flestir gera
þar aðrir. Maður
hleypur ekki upp í
ræðustól til að svara
til dæmis rangfærslum, nema vera
nokkum veginn viss um að gera
það skammlaust. Einu sinni svaraði
ég ádrepu á okkur íslendinga um
hvalamál. Notaði einhvers staðar
ekki hárrétt orð. Þá kom dönsk
dama og gerði grín að mér. Mér
fannst það ekkert fyndið.
Staðreyndin er sú, eins og einn
þátttakandi fínnskur orðaði það.
Maður segir það sem maður getur,
— ekki endilega það sem maður
vildi. Það er lóðið.
Á þingum Norðurlandaráðs hafa
Finnar lengi getað talað sína
finnsku og mál þeirra verið túlkað
jafnóðum. Nú er þetta
líka gert á öllum
nefndarfundum ráðs-
ins, og þeir eru marg-
ir.
Nú er röðin komin
að okkur og tími til
kominn. Við eigum að
standa jafnfætis og
tala okkar móðurmál.
Sama á að gilda um
Færeyinga, Græn-
Iendinga og Sama. Að
sjálfsögðu.
Auðvitað kostar
þetta einhveija pen-
inga. Þann kostnað
eiga þjóðimar að bera
í sameiningu. Við eig-
um að krefjast jafn-
réttis. Það gerum við
með því að tala
íslensku í norrænu
HUGSAD
UPPHÁTT
/ dag skrifar Eidur
Guönasonformaöur
þingflokks
Alþýöuflokksins
Teikning/Pétur Halldórsson
samstarfi, upprunamál norrænnar
menningar, og hananú.
Svo eru það bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs. Það hefur oft
verið gagnrýnt og ekki síst hér í
Morgunblaðinu að verk íslenskra
höfunda skuli lögð fram í þýðingUj
þegar verðlaununum er úthlutað. I
þessu efni stöndum við samhliða
Finnum, Sömum, Grænlendingum
og Færeyingum. Auðvitað er þetta
ekki jafnstaða. Þýðing, hversu góð
sem hún er, verður aldrei frum-
verkið. Menn hafa hins vegar átt í
erfíðleikum með að hugsa sér
hvernig mætti komast hjá þessu.
Auðvitað verður aldrei skipuð sú
dómnefnd, þar sem allir nefndar-
menn hafa öll málin á valdi sínu.
Það er ugglaust ómögulegt. En
vegna þess að hér er ég að hugsa
upphátt þá læt ég þá hugmynd
flakka, hún er kannski ekki ný,
------—-----------
JÓLAGJÖFIN FYRIR KONUNA
NORRÆNA RAÐHERRANEFNDIN
Framkvæmdanefndin auglýsir stöðu
RÁÐUNAUTAR
á sviði jafnréttismála.
Staðan tengist sem stendur 3. sérdeild þar sem
auk jafnréttismála er einnig fjallað um verkefni
varðandi vinnumarkað, vinnuumhverfi ásamt fé-
lagsmálum og heilbrigðismálum.
Starfið felst í:
Norræna ráðherranefndin er
samvinnustofnun fyrir rfkis-
stjórnir Norðurlanda. Sam-
vinnan nær yfir alla megin-
þætti félagsmála.
Framkvæmdanefnd ráðher-
ranefndarinnar hefur bæði
frumkvæði og annast fram-
kvæmdir fyrir nefndina.
Framkvæmdanefndinni er
skipt í 5 sérdeildir: Fjárhags-
og stjórnunardeild, upplýs-
ingadeild og skrifstofu aðal-
rftara.
Ráðunauturinn aðstoðar við und-
irbúning og gang fundahalda norr-
ænu ráðherranna, sem bera
ábyrgð á jafnréttismálum, og ber
sérstaka ábyrgð á starfi fram-
kvæmdanefndar gagnvart norr-
ænu jafnréttisnefndinni. Ráðu-
nauturinn sér um áætlunargerð
innan deildarinnar og undirbýr og
fylgist með hópstarfi m.m.
Ráðunauturinn á að taka þátt í
störfum við mismunandi verkefni,
sem sérdeildin sór að öðru leyti
um.
Umsækjendur skulu vera tilbúnir
til samvinnu við aðrar deildir fram-
kvæmdanefndarinnar um atriði
sem skipta máli fyrir jafnréttismál.
Umsækjendur eiga að hafa
- góða þekkingu og áhuga á vinnu
að jafnrétti og gjarna á öðrum
sérfræöilegum þáttum sem
snerta jafnréttismál.
- staðgóða fræöilega og hagnýta
menntun.
- haldgóða stjórnunarlega
reynslu frá störfum hjá opinberum
eða einkafyrirtækjum.
Ráðunauturinn þarf að sýna fram-
takssemi * til eflingar norrænni
samvinnu um jafnréttismál.
Staðan gerir miklar kröfur um
hæfni til samvinnu og til sjálf-
stæðis.
Umsækjendur verða að geta tjáð
sig skýrt bæði skriflega og munn-
lega á einu af þeim tungumálum
sem notuð eru: Dönsku, norsku
og sænsku.
Framkvæmdanefndin býður góð
vinnuskilyrði og góð laun.
Talsverð ferðalög innan Norður-
landa eru bundin starfinu.
Ráðning er tlmabundin með
samningi tif 4 ára með möguleika
á framlengingu I hæsta lagi 2 ár.
Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá
störfum á ráöningartlmanum.
Vinnustaðurinn er Kaupmanna-
höfn. Framkvæmdanefndin er
hjálpleg með útvegun á húsnæði.
LEÐURSTÍGVÉL FRÁ:
(Gaboi)
OPIÐ TIL KL. 18
POSTSENDUM. LAUGARDAGA
r
Laugavegi44 - Sími 21270
l