Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
4
KOMINN í KRAPPAN DANS
Stórfellt bankahneyksli, heilsuleysi,
Papandreou á einnig í erfiðleikum
í einkalífi. Hann vill ganga að eiga
glæsilega flugfreyju, Dimitru
(,,Mimi“) Liani, sem er helmingi
yngri en hann, en Margaret kona
hans vill ekki veita honum skiln-
að. Hún er bandarísk og þau hafa
verið gift í 37 ár. Eitt flögurra
bama þeirra er Georg Papandreou mennta-
málaráðherra og forsætisráðherrann virðist
vilja gera hann að eftirmanni sínum, þótt
hann hafi verið dreginn inn í bankahneyks-
lið og bróðir hans líka. Grísk blöð fylgjast
með málum fjölskyldunnar eins og „Dallasó-
peru“ og almenningsálitið breytist frá einni
viku til annarrar.
Þegar leiðtogar Evrópubandalagsins
ræddu framtíð þess á fundi sínum á Rhódos
um síðustu helgi notaði Andreas Papandreou
tækifærið til að kynna frú Liani fyrir heims-
pressunni og „stal senunni". Sumir álösuðu
honum fyrir heimsku, hæddust að honum
eða sökuðu hann um að gera Grikki hlægi-
lega. Aðrir töldu þetta sýna að hann vildi
búa almenning undir skilnaðinn áður en
kosningabaráttan hæfist. Fundurinn á Rhó-
dos styrkti ekki stöðu hans eins og hann
ætlaðist til og hann virtist þreytulegur.
Stórmál
Bankahneykslið er miklu hættulegra frá
pólitísku sjónarmiði fyrir Papandreou og
PASOK. Það varð að stórmáli þegar banka-
stjóri Krítarbanka, grísk-bandaríski auðjöf-
urinn og blaðakóngurinn Georg Koskotas,
hvarf 6. nóvember. Úrvalssveit lögreglu-
manna hafði fylgzt með honum dag og nótt
-og sá grunur vaknaði að stjórnin hefði hjálp-
að honum að flýja.
Endurskoðendur segja að 200 milljónir
dollara hafi horfíð úr bankanum. Stjórnar-
andstaðan heldur því fram að nánir sam-
starfsmenn Papandreous hafí verið viðriðnir
peningahvarfið og ber stjóminni á brýn að
hafa tafið rannsókn málsins. Koskotas er
sakaður um að hafa dregið sér fé af inni-
stæðum ríkisins í bankanum og notað ólög-
leg eða fölsuð bandarísk skjöl í gjaldeyr-
isviðskiptum.
Saga Koskotas, sem er 34 ára gamall,
er ótrúleg skv. lýsingu Financial Times.
Hann fluttist ungur með foreldrum sínum
til Bandaríkjanna, þar sem faðir hans kom
sér upp fyrirtæki sem sá um að mála og
gera upp hús. Þegar hann kom aftur til
Grikklands 1979 varð hann starfsmaður
Krítarbanka. Hann vakti fyrst athygli 1982,
þegar hann stofnaði útgáfufyrirtækið
Grammi og hóf útgáfu vikublaðs, Ena.
Blöð Grammi veittu sljóm Papandreous
mikilvægan stuðning á sama tíma og hún
átti í útistöðum við önnur blöð. Fljótt á litið
byggðust áhrif Koskotas á útgáfufyrirtæk-
inu. Að sögn The Economist byggðust þau
einnig á því að PASOK-stjómin reyndi að
finna ungan „galdramann“ í fjármálum til
að binda enda á kyrrstöðu í grísku efna-
hagslífi með einhveijum ráðum.
Tveimur ámm síðar keypti Koskotas
meirihluta hlutabréfa í Krítarbanka og áhrif
hans jukust jafnt og þétt. Grammi eignaðist
sex tímarit, þijú dagblöð og fijálsa útvarps-
stöð. Fyrirtækið bjó við þröngan húsakost
í miðborg Aþenu, en flutti starfsemina í
rándýr húsakynni fyrir norðan borgina.
Útibúum Krítarbanka fjölgaði úr 30 í
rúmlega 60. Sparifjáreigendur fengu 1-2%
hærri vexti en annars staðar, fé frá ríkis-
fyrirtækjum streymdi í bankann og hann
varð annar stærsti einkabanki Grikklands.
Skjótur frarrii
Sennilega hafa fáir náð jafnmiklum áhrif-
um í grískum íjármálum og stjómmálum á
jafnskömmum tíma og Koskotas. Fleiri ráð-
herrar mættu í boðum hjá honum en í mörg-
um sendiráðaveizlum. Hann safnaði um sig
mönnum úr PASOK. Lögfræðingur hans
hafði verið ríkisstjómarritari. Ráðunautur
Grammi var fv. talsmaður stjórnarinnar.
Koskotas náði undir sig tveimur hægri-
blöðum. Frú Helena Vlachos, kunnur rit-
stjóri og útgefandi, seldi honum blað sitt,
Kathimerini, og síðan bætti hann öðm helzta
blaði hægrimanna, Vradyni, í safnið.
Koskotas haslaði sér einnig völl á íþrótta-
sviðinu þegar hann keypti knattspyrnuliðið
Olympiakos í Píreus seint á síðasta ári. Sjálf-
ur mat hann heildarverðmæti ljárfestinga
sinna á 100 milljónir Bandaríkjadala og
kvaðst hafa fengið fjármagnið erlendis frá.
Grikklandsbanki segir hins vegar að hann
hafí notað sjóði Krítarbanka og fyrst fært
ijármuni bankans á einkareikning sinn.
í október 1987 kom í fyrsta skipti í ljós
að ekki var allt með felldu. Þá var Koskotas
í hópi kaupsýslumanna, sem var boðið til
Hvíta hússins, og þegar ferill hans var at-
hugaður í öryggisskyni sást að hann var
eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir skattsvik.
Einnig kom í ljós að hann hafði ekki doktors-
próf, eins og hann hafði haldið fram, og
verið sektaður í Bandaríkjunum 1974 fýrir
að falsa prófskírteini frá bandarískum há-
skólum.
Vegabréf hans var gert upptækt og hann
reyndi að komast úr landi með því að Ijúga
eftir Guðm. Halldórsson
ANDREASPAPANDREOU,
forsætisráðherra Grikkja,
hefiir ekki átt sjö dagana
sæla síðan hann gekkst undir
hjartaaðgerð í London í
haust. Sljórn hans hefiir
beðið mikinn hnekki vegna
mesta banka- og
stjórnmálahneykslis í sögu
landsins. Nokkrir ráðherrar
hafa sagt af sér eða verið
leystir frá störfiim og
hálfgert upplausnarástand
ríkir í flokki hans,
sósíalistaflokknum (PASOK).
Líf sljórnarinnar hangir á
x bláþræði og ekkert bendir til
þess að staða hennar batni.
Kosningar eiga að fara fram
í júní og margir efast um að
Papandreou þoli langa og
stranga kosningabaráttu, þar
sem hann hefúr ekki náð sér
eftir aðgerðina. Hann er 69
ára gamall.
Papandreou og Liani: kynnti
hana fyrir heimspressunni.
I