Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.12.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 4- Umhverfisvemd er málið! UMWELTSCHUTZ — umhverfisvernd — er mál málanna í Vestur- Þýskalandi. Umhverfismál eru síður en svo bundin við Græningja, þvert á móti, allir sljórnmálaflokkar, hvort sem þeir flokkast til hægri eða vinstri, leggja ofurkapp á umhverfismálin. Þetta endur- speglast í fjölmiðlaumræðunni og hinu daglega lífi hins vestur-þýska borgara sem notar ekki venjulegan pappír heldur endurunninn og notar blýlaust bensín á bílinn. Almenn andstæða hér i landi gegn hvalveiðum Islendinga og það hversu viðkvæm fyrirtæki á borð við Tengelmann og Nordsee eru gagnvart aðgerðum Grænfriðunga eru einungis tákn um hversu mikla áherslu Þjóðveijar leggja á um- hverfísvernd. Þó eflaust megi færa rök fyrir því að hvalveiðar íslend- inga séu hættulausar lífrikinu skiptir það engu máli. Fæstir Þjóðveij- ar hafa heyrt þau rök og ennþá færri mundu taka þau trúanleg. Frá Steingrími Sigurgeirssyni í i!ii Allur fréttaflutningur í fjölmiðl- um einkennist mjög af þeim áhyggjum sem almenningur hefur af ástandi náttúrunnar. Það líður ekki sá dagur sem ekki er sagt frá mengun hér eða skógardauða þar. Jafnvel þegar vestur-þýskir frétta- menn fara á stúfana til þess að segja frá erlendum stjórnmálavið- burðum, s.s. forsetakosningum í Bandaríkjunum, er það afstaðan til umhverfismála sem vekur mestan áhuga þeirra en ekki önnur mál- efni, sem kunna þó að vega þyngra í viðkomandi landi. Allt snýst um umweltschutz. í útvarpinu má oft heyra þætti þar sem taldar eru upp afurðir, sem fólki er óhætt að kaupa, s.s. uppþvottalög eða þvottaduft, þar sem þær eru annað- hvort umweltfreundlich eða um- weltschonend. í sjónvarpinu er hneykslast á Austur-Þjóðvetjum og öðrum nágrannaþjóðum sem láta sóðaskap sinn berast yfir landa- mærin til Vestur.-Þýskalands og menga þar andrúmsloft og drykkj- arvatn. Sams konar meðferð fá reyndar hvalveiðar íslendinga. rjöl- miðlar fylgdust grannt með afaríf- um hvalanna tveggja sem börðist fyrir lífi sínu á íssléttum Alaski. Mörgum sinnum á dag bárust upp- lýsingar um stöðu mála og oftar en ekki var í þessu samhengi kom- ið inn á hvalveiðar íslendinga og Japana. Á meðan heimurinn stóð á öndinni yfir baráttu hvalanna og stórveldin tóku höndum saman til þess að bjarga þeim voru einhveijir vondir menn að drepa hvali undir „yfirskyni vísinda“. Var vísindaá- ætlun Islendinga af flestum túlkuð sem bragð til þess að komast undan samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Utrætt mál. Vísindaveiðar og hvalveiðar eru settar undir sama hatt og við það mun eflaust sitja. En hvernig stendur eiginlega á því að umhverfismálin hafa heltekið Vestur-Þjóðveija svona algjörlega? Þjóðveiji einn sem ég ræddi við vildi skýra það þannig að náttúran og þá sér í lagi skógamir væru óqufanlegur hluti af þjóðarsál Þjóðveija. Frá bamæsku væm skó- garnir settir í ævintýra- ljóma, t.d. í gegnum Grimms-ævintýrin, og allar bókmenntir og tón- list þeirra væri mjög tengt náttúmnni. Það hafi því verið mikið áfall þegar fréttir fóm að ber- ast fyrir nokkrum ámm af skógardauða og súm regni. Þjóðin ákvað að bæta ráð sitt og þegar Þjóðveijar taka sér eitt- hvað fyrir hendur gera þeir það oftast vel og rækilega. Nú keppast fyrirtæki við að haga framleiðslu sinni þannig að náttúmnni sé hlíft, í Sambandsþinginu sitja menn daginii út og dag- inn inn og banna efni sem skaða ósonhjúpinn eða eitthvað annað og neyt- endur passa sig á því að lesa vel og vandlega á umbúðir til þess að ganga úr skugga um að þær sé nú ömgglega hægt að endurvinna og að inni- haldið sé meinlaust. Auðvitað gengur þessi árátta stundum út í öfgar. íslend- ingur einn sem fluttist til Vestur- Þýskalands sl. haust til þess að stunda háskólanám skýrði mér frá reynslu sinni. Fyrsta mánuðinn sem Wír kaufen keinen Fisch aus Island, hann dvaldist í Vestur-Þýskalandi þurfti hann að búa í kommúnu með nokkmm Þjóðveijúm áður en hann fann sér annað húsnæði. Átti hann nokkuð erfitt með að aðlaga sig að lifnaðarháttum innfæddra. Allt sem hægt var að endurvinna, pappír, drykkjarílát úr gleri eða áli og jafn- vel álþynnurnar af jógúrtdöllunum, var sett í sérstaka gáma og farið reglulega með í endur- vinnuslustöðvar. Dag einn hafði íslendingur- inn keypt sér ritföng og annað þess háttar fyrir námið en orðið á þau „mistök" að venjulegan pappír en ekki mnninn. Fékk mikiar skammir solange Island Wale tötet. kaupa hvítan endu- hann fyrir vikið. Gamli bóndabær- inn sem þeir bjuggu í þurfti að hita upp með eldivið og var sömu sögu að segja um vat- nið. Ef Islendingurinn vildi fara í heitt bað þurfti hann að höggva eldivið í um fimmtán mínútur, síðan tók um hálftíma að koma eldin- um upp og loks 45 mínútur að hita upp vatnið. Fannst honum þetta fullmikið, enda öðm vanur, og nýtti sér því oftast sturturnar í íþróttahúsi háskólans. Fæstir Vestur-Þjóðveij- ar taka umhverfismálin svona alvarlega en þau em þó ofarlega í hugum flestra. Herra- og dömuhanzkar í gjafaumbúöum - )j belti - seölaveski - IOI?QijlýœÁ,(>iffd 15814 íþróttir í einkaeign ÁÐUR fyrr var það siður í Sovétríkjunum að reka landbúnaðarráð- herrann þegar uppskerubrestur varð. Sömuleiðis hefúr það sjálf- sagt tíðkast að reka þjálfarann eða framkvæmdastjórann þegar knattspymuliði gekk illa á vellinum nú eða í íjárhagslegum skiln- ingi. En nú hafa einnig íþróttafrömuðir komist að því, hvernig leysa beri vandamál knattspymufélaga, og vid menn: Lausnarorð- ið er perestrojka. Frá Arna Þór Sigurðssyni í lr p HOSKVU Asíðasta keppnistímabili sov- éskrar knattspyrnu voru leiknir 240 leikir og áhorfendur vom tæpar 5 milljónir. Nú kann ýmsum að þykja það nokkuð mikið, en hafa verður í huga að af miklu er að taka, og þar að auki þætti engum mikið að áhorf- endafjöldinn á heilu keppnistíma- bili á íslandsmeistaramóti væri um 4.300 (sem er sama hlutfall — miðað við fólksfjölda), eða hvað? Nei, vandamálið er að áhorf- endur síðasta tímabils vom einni milljón færri en árið áður og það þýðir að félögin hafa orðið af tekjum sem nema um 80 milljónum íslenskra króna. Og það munar um minna. Því á að nota perestrojkuna á fót- boltann. Það er sum sé meiningin að fé- lögin reki sig sjálf. í blaðagrein um málið fyrir skemmstu var bent á að eitt félag, nefnilega Dnjepr, sé þegar rekið á þennan „sjálfstæða" hátt — og hafi meira að segja hlotið gullverðlaun. Síðan geti félagið sjálft haldið eftir tekjum sínum, 120 milljónum, í íslenskum krónum reiknað, að ekki sé talað um að ráða eigin málum án afskipta opinberra aðila. Til dæmis að ráða þjálfara og framkvæmdastjóra, ákveða laun og hlunnindi og svo fram- vegis. Izvjestija skýrir frá því að önn- ur félög horfi nú áhugasöm á þessa tilraunastarfsemi Dnjeprs og vilji auðvitað gera hið sama. Nú sé bara að bíða eftir heimild knattspyrnusambandsins. Um miðjan desember heldur sam- bandið einmitt þing sitt, þar sem gert er ráð fyrir samþykktum í þá veru að koma knattspyrnufé- lögum af ríkisjötunni. Hver veit nema bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hver veit nema bráðum muni knattspyrnustjörn- urnar ganga kaupum og sölum hér innaniands. Ef ég man rétt þá er ekki ýkja langt síðan sov- éskur knattspymumaður var í Rinat Dassajev — tjald. Seldur vestur fyrir fyrsta skipti „seldur" úr landi. Hver veit nema slík sala verði hversdagsiegur viðburður áður en langt um líður. Bara að þeir selji ekki öll gullin með. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.