Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 16

Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 16
:Í6 JÓLA- FÖT Jakkaföt 8.999,- Blússa 2.499,- Buxur 3.499,- Buxur 2.499,- Jakkapeysa 1.990,- Jakki 4.990,- Piis 2.990,- HAGKAUP OBÆRILEGUR LETT- LEIKITILVERUNNAR Vaxtahækkunartillaga Þórs Guðmundssonar eftir Gissur Pétursson Það verð ég að segja að þegar fyrirtækin og atvinnulífið í landinu er í fjötrum, heimilin í fjötrum, atvinnuleysi framundan og gjald- þrot fyrirtækja og einstaklinga aldrei jafnmörg, þá finnst mér það hljóma eins og að snúa Faðirvorinu upp á andskotann og leggja til að vextir skuli nú hækkaðir. Einkum þegar haft er í huga að efnahags- ástandinu nú kenna flestir óhóf- legum fjármagnskostnaði. Þetta gerir þó Þór Guðmundsson vaxta- og viðskiptafræðingur hreint alveg svellkaldur í stuttri en gagnorðri grein í Morgunblaðinu þ. 30. nóv. sl. Ég sé ástæðu til að impra á nokkrum atriðum úr grein hans til að skýra mynd okkar vaxta- lækkunarmanna frekar og sýna fram á að menn sem nú leggja til vaxtahækkun sem meðal við þeirra óáran sem nú hijáir íslenskt efnahagslíf tali annað hvort gegn betri vitund eða eru undir áhrifum af slæmum pólitískum félagsskap — nema hvort tveggja sé. Fyrir rúmum tveimur árum voru ákvarðanir um vaxtastig gefnar frjálsar og losað um starfsemi fjár- mögnunarfyrirtækja. Með þessu átti markaðurinn — lögmálið um framboð og eftirspum — að ráða ferðinni. Ef mikil ásókn í fjármagn þá hærri vextir, minni ásókn og þá lægri vextir. Með þessu skyldi komið í veg fyrir miðstýringu og pólitíska skömmtun á ódýru fjár- magni til einstakra flokksgæðinga án tillits til arðsemismöguleika fjárfestinganna. Jæja, var þessi raunin? A ör- skotsstundu hækkuðu vextir upp- úr öllu valdi, hæstu raunvextir í heimi, takk fyrir. Líkt og sveppir á ijóshaug skut- ust upp allra handa kaupleigu- og fjármarkaðsfyrirtæki — sem ég kalla víxlarabúllur — og buðu við- skiptavinum sínum ávöxtun á krónum þeirra á aldeilis einstökum kjörum. Eins lánuðu þessar búllur út aura til þjóðþrifafyrirtækja að undangengnum grandgæfilegum arðsemisútreikningum. Allt var eins og á „heilbrigðum og skyn- sömum" markaði og virkaði flott — eða hvað? I fyrsta lagi dró ekkert úr eftir- spuminni eftir lánsfjármagni og í öðru lagi setti eyðsla þjóðarinnar ný en ekki jafn eftirsóknarverð met. Ójafnvægið á peningamark- aðnum jókst ef eitthvað var. Geysi- leg eignatilfærsla átti sér stað á örskömmum tíma til fárra handa og þó sérstaklega af landsbyggð- inni til þéttbýlisins á suð-vestur- hominu. Meðan þessi þróun átti sér stað biðu menn eftir að lögmál- ið virkaði, fyrst ekki í dag þá ör- ugglega á morgun. Þjóðin gafst upp á að bíða og ríkisstjóm Þor- steins Pálssonar, stjómin með bið- lundina miklu, var ýtt út úr Stjóm- arráðinu. Þá var atvinnulífið kom- ið að fótum fram og ég t.d. full- yrði að það er ekki af þekkingars- korti sem formaður Samtaka fisk- vinnslustöðvanna mælir þau orð nú í dagblaðsviðtali nýverið — að raunvaxtalækkunin sem orðið hef- ur síðustu vikumar hafi geysilega mikið að segja við að koma fótun: um undir fyrirtækin að nýju. í framhjáhlaupi vil ég nefna það að gengisfelling er nú óumflýjanleg — og því fyrr því betra, einkum ef hún tengist breytingu á láns- kjaravísitölunni nú um áramót. Vaxtafrelsið ótímabært Það sem komið hefur á daginn er að vaxtafrelsið var ekki tíma- bært þegar það var tekið upp og er það raunar ekki ennþá. Þetta er líkt og að gefa vöruverð fijálst í mikilli vöruþurrð. Meðan ástandið á íslenskum fjármagnsmarkaði er sem raun ber vitni er það líka held- Gissur Pétursson „Líkt og sveppir á §ós- haug skutust upp allra handa kaupleigu- og Qármarkaðsfyrirtæki — sem ég kalla víxlara- búllur — og buðu við- skiptavinum sínum ávöxtun á krónum þeirra á aldeilis ein- stökum kjörum.“ ur ólíklegt að lögmálið um framboð og eftirspurn virki á lánsfjárvið- skipti hversu lengi sem menn nenna að bíða. Hærri vextir geta líka virk- að á hinn veginn — aukið á þenslu þar sem bankamir hafa úr meira útlánsfé að spila. Sú virðist einmitt hafa orðið raunin á þessu nýliðna en illgleymanlega vaxtafrelsistíma- bili. Staðreyndin er sumsé sú að íslensk atvinnufyrirtæki eru orðin svo háð hinu niðurgreidda fjár- magni að innfluttur snöggverkandi vaxtahækkunarpakki virkar ekki sem lækning — það hefur berlega sýnt sig. Ég tek heilshugar undir það með Þór Guðmundssyni að þjóðinni er það lífsnauðsyn að efla spamað. Kæmjólasvemarl -dugar oft í skóirn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.