Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 43
886r M38M3K3CI .02 HUOAaUlGIflfl .öIOAjaVíUOflOM ' "MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2Ö. DESÉMBER Í988 Tillögur nefiidar um eflingu Ríkisútvarpsins: Afiiotagjald hækkað um 28% og innheimta bætt Vangoldin afiiotagjöld eru 200 m.kr. HÆGT er að greiða úr Qárhagsvanda Ríksútvarpsins og efla starfsemi þess með auknum tekjum og hagræðingu sem ættu að skila um 400 milljónum króna alls, samkvæmt áliti nefhdar um eflingu ríkisútvarps- ins, sem menntamálaráðherra skipaði í október síðastliðnum. Meðal tillagna nefiidarinnar er að afiiotagjald verði hækkað úr 1.170 krónum í 1.500 krónum þann 1. mars næstkomandi og að innheimta verði bætt með þvi að taka hana að stórum hluta úr höndum lögmanna og fela hana innheimtudeild RÚV. Nú eru um 200 milljónir króna útistand- andi í vangoldnum afiiotagjöldum, en heildarskuldir Rikisútvarpsins eru um 500 milljónir króna. Skýringamar á greiðsluerfiðleik- um Ríkisútvarpsins eru meðal annars þær að afnotagjöld hækkuðu ekki jafn mikið og fjárlög leyfðu, RÚV hefur ekki fengið í sinn hlut aðflutn- ingsgjöld af viðtækjum, eins og kveð- ið er á um í útvarpslögum og auglýs- ingatekjur jukust ekki jafn mikið og menn bjuggust við, að sögn Ögmund- ar Jónassonar, formanns nefndarinn- ar. Þær aðgerðir sem nefndin leggur til eiga alls að skila rúmum 200 milljónum króna til að efla starfsemi RÚV á næsta ári og um 160 milljón krónum í framkvæmdasjóð RÚV. Hækkun afnotagjalds á að skila RÚV 180 milljónum króna umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Nefndin viil að Tryggingastofnun ríkisins greiði útvarpsgjald fyrir þá skjólstæðinga sína sem nú eru und- anþegnir greiðslu. Þetta á að skila um 90 milljónum króna á næsta _ári og renna beint upp í launaskuld RÚV við fjarmálaráðuneytið, sem nemur nú 318 milljónum. Ríkissjóður á að yfirtaka eftirstöðvar lána að upphæð krónur 60 milljónir, en nefndin telur að ekki hafi verið staðið við skuld- bindingar þess efnis. Breytingar á innheimtuaðferðum á að skila 40 milljónum króna. Hagræðing innan ríkisútvarpsins á að losa um 20-30 milljónir króna til dagskrárgerðar. Þetta á meðal annars að gera með þvi að minnka aðkeypt efni og þjónustu, draga úr þenslu í stjómunarstörfum en auka framleiðslustörf og að draga úr fé til að auglýsa stofnunina, „en hún auglýsi þess í stað ágæti sitt með bættri dagskrá og markvissri dag- skrárkynningu." Þá vill nefndin að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður, en á árunum 1986 og ’87 hafi RÚV tapað um 37 milljónum króna á viðskiptum við sjóðinn. Nefndinni er ætlað að starfa áfram og skila tillögum um stöðu Ríkisút- varpsins fyrir janúarlok og síðan ætlar Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, að endurskipuleggja nefnd- ina og fela henni að endurskoða út- varpslögin. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Trabant-bifreiðin er gjörónýt eftir útafaksturinn og má teljast mildi að ekki fór verr. Umferðaróhapp á Blönduósi: Sluppu ómeidd eftir útafaJkstur Blönduósi. BIFREIÐ af gerðinni Trabant valt út af Norðurlandsvegi rétt ofan við Blönduós síðdegis á föstudag og er talin ónýt. Tvennt var í bílnum, kona með 6 ára barn, og sluppu þau ómeidd. Slysið varð með þeim hætti að bifreiðin sem var að koma að austan rann til í hálku í beygju rétt áður en komið er inn í bæ- inn. Bíllinn stakkst á endann fram af háum vegarkanti og rifnaði þak bílsins af í heilu lagi og að lokum hafnaði hann á hjólunum töluvert fyrir neðan veginn. Barnið mun hafa kastast strax út úr bílnum þrátt fyrir að vera í öryggisbelti og sakaði ekki eins og áður er getið. Heimilishundur- inn var einnig í bílnum og hvarf hann á braut eftir slysið og fannst ekki fyrr en daginn eftir. Það má teljast mikil mildi að ekki fór verr því bíllinn er gjörónýtur eftir þessa útafkeyrslu. — Jón Sig. Fjárveitinganefhd: 9 milljónir til öldrunar- þjónustu á Suðumesjum Fjárveitingarneftid leggur til að veittar verði 9 milljónir króna til öldrunarþjónustu á Suðurnesjum, en á Qárlögum Sveinn Egilsson-Bílaborg hf.: Á ekki von á öðru en að löglega verði stað- ið að uppsögnunum - segir Helgi Árnason trúnaðarmaður EINS og greint hefur verið frá i Morgunblaðinu verður öllum starfs- mönnum Sveins Egilssonar hf. og Bilaborgar hf. sagt upp störfum um næstu áramót, en gengið var frá sameiningu fyrirtækjanna siðastliðinn fimmtudag. Að sögn Helga Árnasonar trúnaðarmanns VR þjá Sveini Egilssyni hf. er búist við að um 90-100 af 130 starfs- mönnum fyrirtækjanna verði endurráðnir. „Við vitum raunverulega ekkert hver framvinda þessa máls verður fyrr en uppsagnarbréfin berast starfsfólkinu, en rætt hefur verið um að það verði fyrir áramót,“ sagði Helgi. „Það er þó fyrirsjáanlegt að á milli 30 og 40 manns verður end- anlega sagt upp störfum vegna samruna fyrirtækjanna. Það á að vera búið að ræða við alla starfs- mennina fyrir 15. janúar, en fyrr en það hefur verið gert vitum við raunverulega ekki hvemig málin standa. Ég á þó ekki von á öðru en að staðið verði á fullkomlega löglegan hátt að þessum uppsögn- um, og engir samningar við starfs- fólkið verði brotnir. Uppsagnar- fresturinn er 3 mánuðir og þann tíma eiga öll áunnin réttindi starfs- fólksins varðandi laun og annað að haldast óskert.“ var ekki gert ráð fyrir íjár- framlögum til þessa verkeftiis. Karl Steinar Guðnason þing- maður Alþýðuflokksins hafði hugleitt að styðja ekki Qárlaga- frumvarpið, vegna þess að þar var ekki gert ráð fyrir framlagi til byggingar svokallaðrar D- álmu við sjúkrahúsið í Keflavík, en hann segir nú, að framlagið til öldrunarþjónustunnar sé skref í rétta átt, og þess vegna íhugi hann ekki lengur and- stöðu við Qárlagafrumvarpið vegna þessa. Karl Steinar Guðnason sagði við Morgunblaðið að hann hefði und- anfarið unnið að því að fá meira fjármagn til öldrunarþjónustu á Suðumesjum, þar sem þar ríki nú neyðarástand í þeim málum. Hann sagði að nú væri orðin sú breyting á að þetta mál væri komið í forgangshóp fjárveitinga- valdsins, þótt ákveðið hefði verið að veita ekki fé til nýframkvæmda að þessu sinni frekar en annars staðar. Hann sagði aðspurður að þessi upphæð, 9 milljónir, sem veitt verður til öldrunarþjónustu, væri eðlilega ekki nægjanleg, en væri þó ákveðið skref í áttina til úr- lausnar á þessu vandamáli Suður- nesjamanna. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 19. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 58,00 32,00 51,84 56,207 2.913.592 Smáþorskur 37,00 37,00 37,00 2,142 79.264 Ýsa 97,00 57,00 75,42 2,760 208.191 Smáýsa 33,00 33,00 33,00 0,147 4.851 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,175 3.513 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,081 4.075 Hlýri 34,00 34,00 34,00 0,376 12.785 Lax 250,00 230,00 233,52 0,381 88.970 Karfi 17,00 15,00 15,38 0,057 875 Lúða 280,00 90,00 174,74 0,172 30.143 Langa 30,00 30,00 30,00 0,239 7.158 Keila 22,00 20,00 21,56 2,332 50.287 Háfur 17,00 17,00 17,00 0,015 255 Samtals 52,30 65,086 3.403.959 Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR, Gullfara HF, Hamri SH, Lómi SH og Guðrúnu Björgu ÞH. I dag verður selt óákveð- iö magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 39,00 39,00 39,00 0,030 1.170 Þorskur(ósL) 45,00 27,00 30,11 12,638 380.567 Þorskjdblósl.) 28,00 24,00 26,73 0,994 26.568 Ýsa 71,00 67,00 69,46 1,729 120.097 Ýsa(ósL) 66,00 35,00 49,95 3,703 184.966 Lúða(smá) 250,00 235,00 241,32 0,019 4.585 Samtals 37,56 19,113 717.953 Selt var úr netabátum. I dag verða meðal annars seld 23 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu og 0,4 tonn af kola úr Páli Pálssyni (S og óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 46,50 37,00 43,09 83,364 3.591.948 Undirmál 23,00 23,00 23,00 1,742 40.077 Ýsa 59,00 25,00 48,53 6,442 312.602 Karfi 26,50 25,00 25,88 9,080 235.020 Ufsi 20,50 20,50 20,50 1,176 24.108 Steinbítur 30,50 30,50 30,50 0,336 10.248 Skarkoli 7,00 7,00 7,00 0,084 588 Langa 20,00 20,00 20,00 0,420 8.400 Lúða 155,00 90,00 102,50 0,104 10.660 Grálúða 15,00 15,00 15,00 2,814 42.210 Skötuselur 105,00 105,00 105,00 0,060 6.300 Samtals 40,54 105,622 4.282.161 Selt var aðallega úr Bergvík KE, Happasaeli KE og Maron AK. I dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur og á morgun verða meðal annars seld 100 tonn af þorski úr Aöalvík KE og 50 tonn af þorski úr Skarfi GK. V-þýsk gæðavara sem endist og endist... Fæst í helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum um land allt. NY 0G BETRIRAFM AGNSTÆKI FRÁ ClTjri=}=l=|r|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.