Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 54

Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 4- Grænfriðungar - samtök ofbeldissinna eftir Guðmund Ingva Jóhannsson í grein Magnúsar H. Skarphéð- inssonar í Morgunblaðinu þann 23. nóvember síðastliðinn kemur þetta nokkuð ljóst fram og vil ég benda mönnum á að lesa þessa grein til að fá betri skilning á málflutningi grænfriðunga. Úr grein Magnúsar H. Skarp- héðinssonar. Hann segir m.a.: „Það koma allt- af þeir tímar í langflestuni örla- gamálum þjóða heims að grípa verður til neyðarréttar af einu eða öðru tagi. En það hugtak er aftur teygjanlegt í það óendan- lega og ætla ég mér ekki að reyna að skilgreina það hér og nú.“ (Letur- breyting G.I.J.). Af þessu er ofbeldishugsjónin augljós. Neyðarrétturinn alltaf tiltækur og valdbeiting eina lausnin í augum grænfriðunga. ÁJ Var það já! Er neyðarréttar- hugtakið teygjanlegt í það óendan- lega. Magnús lýsti fyrr í greininni skemmdarverkum „umhverfísvin- anna“ á Dounray-kjarnorkustöðinni í Skotlandi og nefndi það er íslenzku hvalveiðibátunum var sökkt. Þetta flokkast allt undir neyðarréttinn víðtæka. Þá eignar Magnús „um- hverfísvinunum" það, að Bretar skuli hafa hætt við stækkun áður- nefnds kjamorkuvers. Ég hef aldrei áður heyrt, að Bretar láti undan skemmdarvörgum. Ég hef trú á því, að Bretar hafí einmitt breytt ákvörðun sinni vegna rökstuddra mótmæla Norðurlandaþjóðanna og þar á meðal fslendinga. Þetta er allgóð lýsing á viðhorfum félaga þessara samtaka til laga og réttarkerfís þess, sem við búum við. Verkin þeirra tala þó skýrast og ætti enginn að þurfa að vera í vafa um að ofbeldissinnar sé réttnefni, en grænfriðungar yfírskyn. Efiiahagsleg hryðjuverk til að sýna umheiminum mátt sinn. Grænfriðungar völdu það sem eitt af sínum fyrstu verkefnum, að eyði- leggja selveiðar Grænlendinga með efnahagslegum hryðjuverkum, þ.e. eyðleggingu markaðanna. Þeir sáu fyrir, að þetta myndi verða mjög auðvelt verk. Það er nefnilega höf- Guðmundur Ingvi Jóhannsson. y < < 3 io HUNGRAÐIR ÞURFA ÞÍNA HJÁLP Peningarnir, sem þú safnar í baukinn okkar, gera okkur kleift að halda hjálparstarfinu áfram. í ár verður söfnunarfénu m.a. var- ið til skólabyggingar fyrir fátæk börn og byggingar á heimili fyrir vangefin börn á Indlandi. Við tökum þátt í upp- byggingarstarfi í kjölfar flóðanna í Bangladesh og höldum matvæla- aðstoðinni í Mósambík áfram. En hörmungar gera sjaldnast boð á undan sér og því verðum við einnig að vera undir það búin að bregðast við óvæntu neyðarkalli. ÞANNIG FER SÖFNUNIN FRAM Nú hafa söfnunarbaukar okkar og gíróseðlar borist flestum heimilum landsins. Þeim peningum, sem fjölskyldan safnar í baukinn, má koma til skila með gíróseðlinum í næsta banka, sparisjóð eða póstafgreiðslu. Sóknarprestar taka einnig við fram- lögum, svo og skrifstofa Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, Suðurgötu 22 í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt. Tryggjum áfram árangursríkt hjálparstarf í þágu hungraðra og hrjáðra. Við getum ekki gefið þarfari gjöf. LANDSSÖFNUNIN BRAUÐ HANDA HUNGRUDUM HEIMI NIÁIPARSTOFNIIN KIRKJUNNAR Eftirtalin fyrirtæki ( Borgarnesi styrktu landssöfnunina meö því aö kosta birtingu þessarar auglýsingar: Kaupfélag Borgfiröinga, Borgarverk hf., Vírnet hf., Verslun Jóns og Stefáns, Loftorka hf., Bifreiðaþjónustan, Mjólkursamlag Borgfirðinga, Sparisjóður Mýrasýslu. „Því miður gagna sela- stofiiinum lítið núna verkin þeirra, enda ekki á vísindalegum grunni byggð. Höfiið- markmið þeirra er nefiiilega ekki vernd dýra og náttúru, heldur áhrif og völd.“ uðatriði í þeirra huga að ná sigri í hveiju því máli, sem þeir taka sér fyrir hendur til að sýna umheimin- um, að það sé nú eins gott að lúta vilja þeirra í hvívetna. Því miður gagna selastofninum lítið núna verkin þeirra, enda ekki á vísinda- legum grunni byggð. Höfuðmark- mið þeirra er nefnilega ekki vemd dýra og náttúru, heldur áhrif og völd. íslendingar vinna þjóða mest undirbúningsstarf að verndun sjávardýra með rannsóknum og láta ekki ofbeldishópa hafa áhrif á þá þekkingarleit. Islendingar eiga þann dýrmæta menningararf, að hver og einn ein- staklingur tekur venjulega ákvarð- anir sínar að vandlega athuguðu máli, en hleypur ekki strax eftir þeim sem hæst galar. Því eiga græn- friðungar ekki miklu fylgi að fagna hérlendis.^ Hitt er svo allt annað mál, að íslendingar láta sig dýra- og náttúruvemd miklu skipta. Þeir fara nú fremstir í flokki þjóða í hvalarannsóknum og vinna því allra þjóða mest að hvalfriðunarmálum. En rannsóknir hafa hingað til þótt nauðsynlegar til að byggja vitræna friðunarstefnu á. Yfírlýsing háskólarektors hon- um til lítils sóma. Það kom sem þruma úr heiðskiru lofti yfír þjóðina, þegar háskólarekt- or lýsti því yfir í ávarpi við braut- skráningu nemenda 22. október (sbr. Morgunblaðið 23. október) að hvalveiðistefnan skaðaði hagsmuni okkar. Hvalveiðistefnan er sú, eins og flestir vita, að láta veiðar standa undir kostnaði við rannsóknir, veið- ar sem nauðsynlegar eru rannsókn- anna vegna. Aldrei hef ég áður heyrt háskólarektor lýsa yfir því, að rann- sóknir geti skaðað hagsmuni okkar. Skaðaði útfærsla fiskveiðilögsög- unnar e.t.v. hagsmuni okkar? Hvemig Qármagna grænfrið- ungar starfsemi sína. Það hefur oft heyrzt, að grænfrið- ungar vaði í peningum. Fróðlegt væri að vita hvernig farið er að því. Sumir segja, að fjársterkir aðil- ar haldi samtökunum uppi. Mér hefur dottið í hug ein skýring, sem mér fínnst í anda þeirra. Ég gæti vel trúað því, að sum fjársterk fyrir- tæki létu eitthvað af hendi rakna til þeirra einungis til að kaupa sér frið fyrir þeim. Það getur e.t.v. varp- að ljósi á þá miklu fjármuni, sem þeir' virðast hafa yfir að ráða. Að lokum: Um þessar mundir er að koma út jólabók um íslenzka nazista. Vera má, að við fáum jólabók um íslenzka grænfriðunga eftir svo sem fjörutíu ár! Höfundur er umdœmisverkfræð- ingurhjá Pósti ogsíma, Egilstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.