Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKEPTI AIVINNULÍF þriðjudagur 20. desember 1988 T ■ ■■: r.; ~----- . ■' •' i'Ht Fjarskipti \ i-1 íslenska gjaldskráin í flestnm tilfelliun lægst Samanburður á gjaldskrám gagnaflutningsneta á Norðurlöndum SAMANBURÐUR sem gerður hefur verið á gjaldskrám gagna- flutningsneta á Norðurlöndum sýnir að íslenska gjaldskráin er i flestum tilfellum lægst. Gjald- skrár í Svíþjóð og Noregi eru talsvert hærri en gjaldskrár á Islandi og í Danmörku sem eru svipaðar. Að sögn Karls Bender, yfir- verkfræðings hjá Pósti og síma, hefur þeirri stefiiu verið fylgt frá því rekstur gagnanetsins hófet að ódýrt yrði að nota það. „Með því var talið“, sagði Karl, „að unnt yrði að fá fleiri notend- ur og afla þannig nauðsynlegra tekna til reksturs og stækkunar á gagnanetinu." Karl Bender sagði að þessu markmiði hefði að verulegu leyti verið náð. „Fjöldi notenda gagna- netsins eykst jafnt og þétt, enda er sjaldgæft að kvartanir berist vegna hárra afnotagjalda og not- endum verður fljótt ljóst hagnýtt gildi áskriftar að gagnanetinu." Gjaldtöku fyrir notkun gagna- netsins er skipt í tvo flokka, stofn- og afnotagjald. Afnotagjald greinist auk þess í fjóra flokka, ársfjórð- ungs-, tima-, magn- og sambands- gjald. Þá miðast gjaldtaka einnig við þann hraða sem notaður er á fasttengdum samböndum. „Séu tveir megin gjaldflokkamir skoðaðir sést að í Noregi er ekkert stofngjald fyrir upphringisambönd. Miðað við venjulega notkun er kostnaður við upphringisambönd í Noregi samt hærri en á íslandi. Skýringin er einkum hærra árs- flórðungsgjald og einnig hærra magngjald. Þetta er aðferð til að Fyrirtæki Islensk kona opnar verslun íSviss Ziirich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. RAGNA Gunnarsdóttir, stöðvar- stjóri Arnarflugs í Ziirich, opnaði Iitla verslun í heimabæ sínum, Wallisellen, í byijun desember. „Þetta er gamall draumur sem ég hef loks látið rætast,“ sagði hún. Nýsjálendingurinn Gerald Groc- ott á verslunina „Magpie" með Rögnu. Hann er flugmaður hjá Swissair, eins og breskur eigin- maður hennar. Þau eru með hluti úr öllum áttum: gömul bresk hús- gögn, teppi frá Pakistan, gjafamuni frá Filippseyjum og þar fram eftir götunum. „Við kaupum bæði inn,“ sagði Ragna. „Við ætlum að hafa hluti á boðstólum sem okkur sjálf- um þykja fallegir og eru á við- ráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk.“ Wallisellen er um miðja vegu á milli Ziirich og alþjóðaflugvallar borgarinnar — eins konar sviss- neskur Hafnarfjörður. Ragna sagði að það vantaði gjafa- og fom- munaverslun í bæinn. „Magpie“ er ■ í hluta gamals húss í hjarta bæjar- ins. „Við fengum leigusamning til tveggja ára og hlökkum til að sjá hvemig gengur," sagði hún, fyrsta daginn sem verslunin var opin. Foreldrar Rögnu reka Silfurbúð- ina og hafa Honda-umboðið á ís- landi. Hún mun halda áfram störf- um hjá Amarflugi þrátt fyrir versl- unarreksturinn. laða að áskrifendur, en stuðlar ef til vill ekki að sama skapi að notk- un gagnanetsins. Þegar bomar em saman gjald- skrár er ekki nóg að líta á einstaka flokka, heldur þarf að taka tillit til þeirra allra. Notandi sem flytur mikið magn upplýsinga hagnast fremur á lágu tíma- og magn- gjaldi, en ársfjórðungsgjald skiptir minna máli. Hið gagnstæða á við um notanda sem sendir og tekur við litlu magni upplýsinga. Flestir upphringinotendur íslenska gagna- netsins em í síðartalda hópnum," segir Karl. Sams konar reglur eiga við þegar borin em saman gjöld fyrir fast- tengda notendur. Hjá þeim flestum vegur magngjald þyngst í afnota- gjaldinu, síðan koma tímagjald og ársfjórðungsgjald, en sambands- gjald minnst. Samanburður oftast hagstæður íslenska gagnanetinu Eins og fyrr segir er saman- burðurinn yfirleitt þó hagstæður íslenska gagnanetinu. Undantekn- ing er þó x.25/9600 samband, þar em aðeins afnota- og stofngjöld sænska gagnanetsins hærri. Vegna uppbyggingar gjaldskrár- innar getur þessi samanburður ekki orðið afdráttarlaus. Gagnanetsnot- endur geta gert eigin samanburð á innanlandsnotkun þar sem þeir fá allir sundurliðaða reikninga. Aðspurður sagði Karl Bender að Póstur og sími hefði ekki haft sér- staka nætur- og helgidagataxta í gagnanetinu, en nú væri verið að athuga hvort unnt sé að taka upp lægri gjöld um nætur og helgar. Samanburður á gjaldskrám gagnaflutningsneta á Norðurlöndum ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Stofngjald: X.28 Upphr. 2000 3324 0 3010 X.28F/1200 14500 14403 38568 21819 X.25/2400 21000 22158 38568 30095 X.25/9600 58000 33237 62235 60190 Ársfiórðungsgjald: X.28 Upphr. 1050 609 2805 903 X.28F/1200 6300 8309 29224 15424 X.25/2400 14000 16618 17531 21067 X.25/9600 40000 27697 25245 45143 Tímagjald: X.28 Upphr. 1,59 2,22 1,29 3,01 X.28F/X.25 0,14 0,06 0,12 0,38 Magngjald: 2,40 2,22 3,65 3,76 Sambandsgjald: 0,52 0,28 0,76 1,50 Skýringar: 1. Allar upphæðir em í krónum án söluskatts. 2. Tímagjald er miðað við hveija byijaða mínútu. Magngjald er miðað við 100 gagnasneiðar þar sem hver gagnasneið er 64 átta bita bæti. 3. X.28F er fasttengd notandalína skv. stöðlunum X.3 og X.28 (PAD). X.28 upphr. er fyrir þá sem nota sömu staðla, en tengj- ast gagnaflutningsnetinu með hringimótaldi. X.25 er fasttengd notandalína skv. staðlinum X.25. GJÖF TIL REIKNjSTOFNUNAR — í tilefni þess að Hewlett Pacard á íslandi hefur nú selt 500 LaserJet prentara ák- vað fyrirtækið að færa Reiknistofnun Háskóla íslands slíkan prentara að gjöf. Samkvæmt upplýsingum Frosta Bergssonar, framkvæmda- stjóra HP á íslandi, hafði Hewlett Pacard selt sinn milljónasta prent- ara þann 7. nóv sl. í heiminum og er leiðandi á þessu sviði. Laserprent- arar komu fyrst á markaðinn í maí 1984. í síðustu viku kynnti HP nýjan LaserJet IID, _sem hefur ýmsa nýja eiginleika t.d. prentar báðum megin á A4 blað. Á myndinni sést Guðmundur Hólmsteinsson sölu- stjóri á viðskiptasviði HP á íslandi afhenda Helga Þórssyni, forstöðu- manni Reiknistofnunar Háskólans, prentarann. Verslun Glóbus hf. hefiir verið umboðsaðili JCBí 25 ár GLÓBUS HF. eftidi nýlega til mikillar dagskrár í tileftii þess að 25 ár eru liðin frá því hafinn var innflutningur á bresku vinnuvél- unum JCB. í húsakynnum Glóbusar í Lágmúla voru saman komn- ir um 200 manns. Glóbus er fyrsti aðilinn utan Bretlands, sem selur JCB vinnu- vélar og tæki. Keith Bastock, svæðisstjóri fyrir JCB vinnuvélar á Norðurlöndum var staddur hér ásamt fleiri fulltrúum fyrirtækis- ins. „Það er tiltölulega auðvelt að selja eina vél eða einn hlut, en sé þjónustu og öðru ábótavant þá leitar viðskiptavinurinn annað þrátt fyrir fullkomin gæði vélar- innar. Þess vegna leggjum við jafna áherslu á fullkomið sölukerfi og þjónustu," sagði Keith Bastock. Ennfremur sagði hann að fyrir- tækið seldi vélar í yfir 200 löndum og væri leiðandi í sölu á traktors- gröfum í yfir 50 löndum. í Bret- landi er markaðshlutdeild JCB véla um 60%. JCB var stofnað í Bretlandi árið 1945 með það fyrir augum að gera upp dráttarvagna, en síðan var hafin smíði sturtuvagna fyrir bændur og bygging húsa á gamla heijeppa. Við smíðina var notað jám úr gömlum loftvamarskýlum. Fór starfsemin fram í gömlum bílskúr og stofnandinn Josep Cyril Bamford var fyrsti og eini starfs- maðurinn. Umsvif fyrirtækisins jukukst hratt og hafin var smíði ámoksturstækja og gröfuarma, sem flestir voru á dráttarvélar. Með þessum útbúnaði varð til fyrsta traktorsgrafan. Nú eru framleiddar um 16.000 vinnuvélar á ári. Húsnæði verksmiðjunnar í Bretlandi er rúmlega 110.000 fer- metrar, en það jafnast a við 14 fótboltavelli. Heildarfjöldi starfs- manna er 1700 manns, sem starfa í verksmiðjum og á söluskristofum víðs vegar um heiminn. Tölvur Hugtak kynnir Torfa ogBirgi — hugbúnaðarkerfí fyrir sjávarútveg HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugtak hf. hefiir sett á markað hugbúnaðarkerfið Torfa, til nota við aflauppjör fiskiskipa, og Birgi, sem er birgða- og umbúða- haldskerfi fyrir sjávarafurðir. Agnes, hugbúnaðarkerfi Hug- taks til nota við launauppgjör sjómanna, hefur verið á markaði um nokkurt skeið, og er i notkun þjá 150-170 fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Þá er væntan- legt á markað bónuskerfi fyrir fiskvinnslufólk frá Hugtaki, sem verður nefiit Muggur. Torfí og Birgir ganga á flestar tegundir tölva, frá PC-tölvum til fjölnocenda tölvukerfa, og verður svo einnig með Mugg. Agnes er hins vegar miðuð við notkun á PC-tölvur. Hugtak hefur í þrjú ár unnið að smíði hugbúnaðar fyrir sjávarútveg, og markmið fyrirtæk- Tbrfí AFLAUPPGJÖR FISKISKIPA Sjávarútvegurinn hefur eins og aðrar atvinnugreinar fengið sinn skerf af tölvuvæðingunni. Torfi, aflauppgjör fiskiskipa, og Birgir, birgða og um- búðahald sjávarafurða, eru hluti af þeim tölvubúnaði sem útgerðin á nú úr að velja til aukinnar hagræðingar. isins er, að bjóða samofna heildar- lausn fyrir útgerð og fiskvinnslu. Torfi, aflauppgjör fiskiskipa sér um gerð á skýrslum fyrir fiskiðnað- arfyrirtæki, svo sem vigtarskýrslur og ráðstöfunarskýrslur. Einnig eru gerðar allar skilagreinar fyrir banka og sjóði. Þá heldur Torfi utan um öll fiskskipti, og sölur á hráefni. Einnig er unnt að fylgjast með framlegð, tekjum og gjöldum vinnslulína í fyrirtækinu. Síðast en ekki síst gerir Torfi kvóta- og sókn- armarksyfirlit fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið. Birgir, birgða og umbúðahald sjávarafurða, heldur utan um alla þætti sem snerta afurðir, svo sem verðmæti, afreikninga, útskipanir, hreyfingar birgða, notkun umbúða, verðmæti þeirra og notkun yfir ákveðið tímabil, og verðmæti auk veðsetninga hvort heldur í íslenskri mynt eða erlendri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.