Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 19
Saman getum við hjálpað eftirSigríði Guðmundsdóttur Ja :jálftarnir miklu í Armeníu minnt '-kur enn einu sinni á hve skammt getur verið á milli daglegs amsturs og örvæntingar. Þegar hrópað er á hjálp fínnum við að hún þarf að koma strax, fólk getur ekki beðið eftir mat, lyfjum eða öðrum hjálpargögnum þegar það á líf sitt undir að þau berist. Neyðarhjálpar er alltaf þörf einhvers staðar, og stundum er ekki hægt að sjá fyrir hvar næst. Það gæti meira að segja verið hjá okkur. Víða þörf Sú söfnun sem Hjálparstofnun kirkjunnar gengst fyrir nú á aðvent- unni er fyrst og fremst framlag til neyðarhjálpar. þar sem hennar er brýnast þörf. Hjálparstofnunin er því leið til að veita hjálp fljótt, til Armeníu, til hungursvæðanna í Suður-Súdan, til eins fátækasta svæðis í heiminum, Bangla-Desh, þar sem mikil flóð hafa verið, og til Indlands, þar sem neyðin birtist meðal annars í að sumir fá ekki einu sinni tækifæri til að brauðfæða sig almennilega vegna hlutskiptis sem fylgir lágstétt og stéttleysi. Þar er neyðin viðvarandi, nema gripið sé í taumana. Hver króna gerir gagn Meðan baukamir eru að fyllast á borðunum okkar og ávísanaheftið er farið að minna á fyrirhugað framlag til söfnunar Hjálparstofn- unar kirkjunnar á aðventunni, velta sjálfsagt margir fyrir sér þessari spumingu: Hvaða gagn gerir þetta litla framlag mitt? Svarið er ein- falt, ekkert framlag er svo lítið að það geri ekki mikið gagn. Smáaur- „Þessi dæmi sýna okk- ur hversu lítill heimur- inn í raun er, o g hve eðlilegt er að við rétt- um næsta manni hjálp- arhönd á meðan hann þarf, hvort sem hann er í Bangla-Desh eða Armeníu. Um það snýst neyðarhjálp og við get- um öll tekið þátt í henni.“ ar á vestrænan mælikvarða em efni í heilt kraftaverk. Ég hef þeg- ar gert grein fyrir þeirri mikilvægu neyðaraðstoð sem nú berst til hung- ursvæða Suður-Súdan í annarri blaðagrein. Flestum era í fersku minni atburðimir í Armeníu, þang- að fer hjálp okkar einnig. En það era fleiri verkefni í neyðarhjálp sem tengjast og byggja upp þróunar- hjálp og kalla á fé. Neyðarhjálp er eðli málsins samkvæmt veitt þar sem neyðin er mest._ Sumt vekur athygli, annað síður. Á neyðarhjálp má byggja þróunarhjálp með þátt- töku fólksins í hveiju landi fyrir sig. Um leið og aðstæður þess breytast úr neyð í sjálfsbjörg er hægt að huga að áframhaldandi þróunarhjálp, sem Hjálparstofnun kirkjunnar sinnir einnig. Verkefnin í Bangla-Desh og á Indlandi era einmitt af þessu tagi. 25 mllljónir missa heimili sin Stjómvöld og almenningur í Bangla-Desh hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu í þessu bláfátæka iandi austur í Asíu. Mikill árangur hefur náðst í ræktun landsins og menntun þjóðarinnar. Til dæmis kosta stjómvöld 65% hlut í skóla- byggingum og um allt land er verið að byggja öfluga fræðslu í heil- brigðismálum og ræktun, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta hefur skilað veralegum árangri. Nóg er af vatni til ræktunar í Bangla-Desh, en því miður er það líka vatnið sem eyði- lagði mikla uppbyggingu á stóram svæðum í landinu í þeim miklu flóð- um sem urðu þar síðastliðið haust. í þessum flóðum misstu 25 milljón- ir manna heimili sín og í kjölfar þeirra fylgdu að vanda erfíðleikar svo sem sjúkdómar og skortur. Margt veldur því að þessir erfiðleik- ar koma hart niður á Bangla-Desh. Þrátt fyrir jákvæð teikn um upp- byggingu búa margir bændur enn á smájörðum og stutt er í fæðu- skortinn. Talið er að um 84% bama undir fímm ára aldri séu vannærð. Hjálparstofnun kirkjunnar tekur þátt í að reyna að snúa þessu dæmi við. Hún hefur ásamt fleiri aðilum innan Lútherska heimssambandsins tekið þátt í sérstöku átaki sem nær til þriggja milljóna íbúa Bangla- Desh með virkri þátttöku heima- fólks. Ríkið styrkir skólana eins og að framan er getið, og þátttaka heimafólks tryggir markvissari vinnubrögð en ella. Sá aðili innan Lútherska heimssambandsins sem sér um framkvæmd mála er nefnd- is RDRS og starfar í norðurhluta Bangla-Desh. Á vegum þess era byggðar einfaldar áveitur og dælum fýrir hreint drykkjarvatn er komið fyrir. Bændur mynda saman hópa og rækta í samvinnu, mynda eigin sjóði og geta þannig saman byggt upp, fengið bankalán og tryggt sér það öryggi sem samhjálpin veitir. Konur fá þjálfun til að sinna heilsu- gæslu og fræða um hreinlæti og mataræði og hafa í þvi skyni stigið á reiðhjól og mótorhjól til að kom- ast hraðar yfír. Þessi uppbygging verður til þess að bæta möguleika þess fólks sem þátt tekur, þegar flóðin dynja yfir, því Bangla-Desh er land síendurtekinna hamfara og neyðarhjálp verður að felast í meira err bara að miðla brauði til skamms tíma. Indland Á Indlandi ríkir víða neyð, en hún er ekki einungis bundin við land- svæði, heldur era sumir hreinlega fæddir til að búa við aðstæður neyð- ar. Þar er verk að vinna. Aðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar fer til verkefna sem eiga að bæta úr mik- illi neyð þeirra er fæðast í lágstétt eða sem stéttleysingjar. Með menntun er hægt að rjúfa keðju stéttskiptingarinnar. Þvottamaður- inn sem gengur milli húsa og þvær fyrir alla, en þarf að betla fyrir mat, getur ekki bara farið í næsta þorp og gerst eitthvað annað. Fæð- ist hann þvottamaður er hann þvottamaður, nema hann geti aflað sér menntunar og fengið styrk til að brjótast úr hefðinni. Einn þeirra skóla, sem hafa verið reistir fyrir böm í lægstu stétt, var brenndur af ofstækismönnum í júlí á þessu ári. Hann þarf að byggja aftur. í þetta verkefni veitir Hjálparstofnun kirkjunnar fé. Einnig er veitt fé til heimilis fyrir vangefín böm úr lág- stétt og hópi stéttleysingja. Bygg- ing þessa heimilis gefur góðar von- ir um að hægt sé að bæta úr neyð þessara bama, því verkefnið nýtur velvildar heimamanna. Karlmenn- imir í þorpinu reisa húsið og heimil- ið verður rekið af heimamönnum. Hjálparhönd Þessi dæmi sýna okkur hversu lítill heimurinn í raun er, og hve eðlilegt er að við réttum næsta manni hjálparhönd á meðan hann þarf, hvort sem hann er í Bangla- Desh eða Armeníu. Um það snýst neyðarhjálp og við getum öll tekið þátt í henni. Hver og ein króna margfaldast að verðgildi í þróunar- löndunum. Gleðileg jól. Höfundur er fnnnkvæmdilstjóri Hjálparstofnunnr kirkjunnnr. gengið í GUÐSHUS Börn og bætúr KIRKJt-k .kirkiuust m**# m****■" GENGIÐ I GUÐSHÚS eftir Gunnar Kristjánsson með myndum eftir Pái Stefánsson. Ein veglegasla og glæsilegasta bók sem gefin er út fyrir þessi jól. íslenska kirkjan. Saga, húsagerð og list. Ritgerð höfundar um kirkjuna að fornu og nýju ásamt glæsilegum myndum og texta um 24 valdar kirkjur. Bók sem á erindi á öll heimili. BÖRN OG BÆNIR Sigurður Pálsson safnaði og þýddi. Fögur og gagnleg bók. Safn af alkunnum íslenskum bæna- vcrsum og órímuðum bænum sem börn hvaðanæva úr heiminum hafa samið. Auk þess kafli ætlaður foreldrum um skírn, börn og bænir. Kjörbók foreldra sem vilja börnum sínum það besta. 'þa'V eymundssom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.