Morgunblaðið - 20.12.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 20.12.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIfí,, ÞfilQJUfiAGUR 20. DESEMBER 1988 35 SNJÓFLÓf) Þj óðleikhússtj óri: „Ut á landsbyggðina á endurreisnarárinu“ Akveðið að fá húsnæði utan Þjóðleikhússins fyrir verklega þætti FRÆÐSIURIT ALMANNAVARNIR RlKISINS Fræðslurit um snjóflóð ALMANNAVARNIR ríkisins ha£a látíð gera fræðslubækling um varnir gegn snjóflóðum. Honum verður dreift í dag, 20. desember, en þá eru 14 ár liðin frá því mik- il snjóflóð féllu í Neskaupstað og urðu 12 manns að bana. í orðsendingu frá Almannavömum ríkisins segir að stofnunin hafi allt frá áfallinu í Neskaupstað 1974 stað- ið fyrir fræðslu um vamir og varúð gegn snjóflóðum, til dæmis með dreifingu veggspjalda á skíðastaði, námskeiðahaldi fyrir yfírvöld, björg- unarlið og aðra sérhópa um snjó- flóðavamir og útgáfu fræðslurita við slíka kennslu og leiðbeiningar. Snjóflóð hafa tekið mikinn toll af íslenzku þjóðinni 1974 týndu 12 manns lífi og gífurlegt eignatjón varð í miklum snjóflóðum í Neskaup- stað. Síðan hafa skæð snjóflóð tekið mannslíf í byggð og óbyggð og vald- ið miklu eignatjóni svo sem á Pat- reksfirði og Ólafsvík, en á síðar- nefnda staðnum sluppu menn naum- lega, segir meðal annars í orðsend- ingu Almannavarna. „Það er mikill áhugi fyrir því innan Þjóðleikhússins að á end- urreisnarárínu frá næsta vori verði starfsemi leikhússins með talsvert öðrum hætti en venja er til og við munum leggja mikla áherslu á að þjóna landsbyggð- inni beint,“ sagði Gísli Alferðsson Þjóðleikhússtjóri i samtali við Morgunblaðið um áætlanir Þjóð- leikhússins á endurreisnarárinu næsta ár þegar hafíst verður handa um endurbyggingu Þjóð- leikhússins.en menntamálaráð- herra hefúr sett í gang hönnun- arvinnu fyrir verkefhið og m.a. hefúr fjárveitinganefnd Alþingis skoðað Þjóðleikhúsið með tilliti til framkvæmda. Þá hafa menntamálaráðherra og §ár- málaráðherra ákveðið að leita eftir samningum um húsnæði utan Þjóðleikhússins fyrir smíða- sal Þjóðleikhússins, málarastofú, leiktjaldageymslu og búninga- geymslu, en öll þessi aðstaða er nú mjög ófúllnægjandi í Þjóðleik- húsinu. Unnið er að framgangi málsins samkvæmt tillögum starfshóps um endurreisn Þjóð- leikhússins.en þar er m.a. gert ráð fyrir kjallarasviði í núver- andi smíðasal. Þjóðleikhússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að Þjóðleikhúsið væri nú að ljúka við starfsáætlun á lokunarárinu, frá vori 1989- hausts 1990, en þá verður aðalsvið- inu lokað. Gert er ráð fyrir að á litla sviðinu verði frumsýnd fimm %■* Abendingar frá LÖGREGLUNNi: Slys við M1 í hálku Að undanfömu hafa orðið tíð slys á fólki, sérstaklega eldra fólki, eftir að því hefur skrikað fótur í hálku og fallið við. Þetta eru algeng slysatilfelli yfír hávetrarmánuðina. Hér á eftir verð- ur getið um þijú raunveruleg dæmi um slík slys, þar sem vitnað er til lögregluskýrslna. A. Tilkynnt var um fullorðinn mann liggjandi bjargarlausan á götu í borginni. Klukkan var rúmlega ellefu að kvöldi. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði fallið í hálku á gangstéttinni og meiðst við það á hægra fæti. Maður- inn var greinilega mjög kvalinn og var hann fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeildina. Þar kom í ljós að hann hafði fótbrotnað. Ibúar í nærliggjandi húsum höfðu heyrt manninn kalla á hjálp og þeir tilkynnt atvikið til lögreglunnar. B. Tilkynnt var um fullorðna konu liggjandi á bifreiðastæði við verslunarmiðstöð í borginni. Þegar lögreglan kom á staðinn kvartaði konan undan miklum sársauka í vinstri fótlegg. Hún sagðist hafa ætlað að ganga yfir bifreiðastæðið með innkaupa- poka í hvorri hendi, en á leiðinni hefði hún fallið við í hálkunni og komið illa niður. Konan var flutt með sjúkrabifreið á slysa- deildina og þar kom í ljós að hún hafði fótbrotnað. Mikil hálka var á bifreiðastæðinu þegar óhappið varð. C. Tilkynnt var að fullorðin kona lægi fyrir utan hús í borg- inni og væri sennilega slösuð. Þegar lögreglan kom á staðinn sá hún konuna liggjandi við tröppur hússins og kvartaði hún undan miklum eymslum í hægra læri, kné og í handlegg. Sagð- ist konan hafa verið að ganga eftir gangstíg, sem liggur með húsinu, og þá allt í einu fallið við á hálkunni. Hún hefði reynt að standa upp, en það hefði reynst henni ofviða. Konan var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild, þar sem kom í ljós að hún hafði fótbrotnað og brákast á handlegg. Þessi dæmi eru aðeins fá af fjöldamörgum undanfarna daga. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að fara varlega, vanda til skófatnaðar og nýta sér þann búnað’, sem fyrir hendi er, til öruggari fótfestu í hálkunni. leikhúsverk, að þrjú leikrit verði frumsýnd úti á landsbyggðinni og síðan flutt á milli staða, að leikarar Þjóðleikhússins heimsæki alla skóla landsins með leikhúskynningar og í fjórða lagi ráðgerir Þjóðleikhúsið að kanna möguleika á að leigja húsnæði tímabundið, skemmu eða eitthvað í líkingu við það sem Leik- félag Reykjavíkur gerði í húsnæði BUR, og koma þar upp sýningum á meðan aðalsviðið verður lokað.Þá hefur annað húsnæði verið nefnt fyrir leikstarfsemi Þjóðleikhússins á lokunarárinu, svo sem Iðnó og Óperan. Skemmdimar á Þjóðleik- húsinu koma æ tíðar fram en starfs- hópurinn um endurreisn hússins lagði til að ef ekki yrði hafist handa um framkvæmdir næsta vor yrði húsinu lokað af öryggisástæðum. HEILDSOLU- MARKADUR Laugavegi 22a, gengið inn um portið Allt nýjar vörur íyrir fiillorðna jafiit sem börn Mjög gott verð Dæmiumverð: Buxurkr. 1.470,- Karlmannafrakkar kr. 3.000,- Skyrtur kr. 900,- Úlpurkr. 1.500,- og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.