Morgunblaðið - 20.12.1988, Síða 77

Morgunblaðið - 20.12.1988, Síða 77
MORGUNBIAÐIÖ; ÞtóÐínÖAXÍUR 20. DÉSMÖÉÉ Í988 Morgunblaðið/Einar Falur Þessir menn hafa unnið að undirbúningi nýársfagnaðanna, talið frá vinstri: Birgfir Hrafhsson markaðs- stjóri ÓL- veitingastaðanna, ÓLafur Reynisson yfirmatreiðslumaður Hótel íslands, Baldur Bijánsson framkvæmdastjóri Broadway og Hörður Sigurjónsson aðstoðarhótelstjóri á Hótel íslandi. Nýársfagnaðir: Fjölbreytt dagskrá verður í fimm OL- veitingahúsum JÓLAMARKAÐUR Jólatré, norðmannsþinur - Útiljósaseríur - Jólahús - Kerta- og hýasentuskreytingar - ýmiskonar fatnaður og aðrar jólavörur. BERGIÐJAN, verndaður vinnustaður norðan við Miklagarð, sími 602600. Öpið frá ki. 9-18 alla daga. TILKYNNING FRÁ SKATTSTJÓRANUM í R E Y K J A V í K Frá og með mánudeginum 19. desember er símanúmer skattstofunnar í Reykjavík Nýársfagnaðir eru orðnir árvissir viðburðir í skemmtanalífi lands- manna og áramótin framundan verða engin undantekning þar á. Hót- el ísland, Broadway, Hollywood, Hótel Borg og Sjallinn á Akureyri verða öll með mikinn viðbúnað í kringum áramótin og að sögn Birgis Hrafhssonar, markaðsstjóra þessara skemmtistaða, sem allir eru rekn- ir af Ólafi Laufdal, verður kappkostað að gera nýársfagnaði húsanna sem glæsilegasta, bjóða upp á veisluföng í mat og drykk og leggja áherslu á skemmtiatriði þar sem gestir eru virkir þátttakendur í. Hótel ísland Á Hótel íslandi hefst nýársfagnað- ur kl. 18.00 á nýársdag. Þar mun Kampavínstríó íslensku hljómsveit- arinnar leika ljúfa tónlist meðan gestir koma sér fyrir og þiggja for- drykk. Síðan verður fjórréttuð máltíð borin fram sem endar með því að gestir fá sneið af tólf fermetra ís- landstertu. Sóley Jóhannsdóttir, danskennari sér um sviðsetningu hátiðardagskrár þar sem fram koma Ingimar Eydal, sem stjómar- ijölda- söng, Ómar Ragnarsson flytur annál ársins 1988, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur, Shady Owens og Richard Scobie taka lagið saman og sýnd verða valin atriði úr „All that Jazz“ í uppfærslu íslenska jazzballett- flokksins. Einnig verða mættir heið- ursgestir og veislustjórinn Bergþór Pálsson, söngvari, kemur gagngert frá Þýskalandi til að stjóma veisl- unni. Bítlavinafélagið leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Það eru þeir Hörður Siguijónsson, aðstoðarhótelstjóri og Ólafur Reynis- son, yfírmatreiðslumeistari, sem stjóma nýársfagnaði Hótels íslands °g sögðu þeir að skemmtiatriðin væm stutt og hnitmiðuð, valin með það fyrir augum að gestir gætu tek- ið þátt í þeim. Nýársfagnaður Hótels íslands í fyrra hefði mislukkast vegna þess hve illa stjórnendur kunnu á húsið, en í ár væri ætlunin að nýársfagnaðurinn yrði gestum eftirminnilegur, ekki sakir mistaka eins og í fyrra, heldur sakir glæsi- leika. Broadway Á Broadway verður í fyrsta sinn haldinn unglingadansleikur á gamal- árskvöld sem verður opinn sextán ára og eldri. Þar leika Greifamir fyrir dansi og verður húsið opnað kl. 23.00. Á nýársdag verður nýársfagnaður þar sem fram koma dansarar frá Dansstúdíói Sóleyjar, söngvaramir Amar Freyr og Geiri Sæm, Bibba og Halldór á Brávallagötunni og leynigestur. Magnús Kjartansson stjómar fjöldasöng og hljómsveitin Brimkló leikur fyrir dansi. Veislu- stjóri verður Björgvin Halldórsson og heiðursgestir Jón Óttar Ragnars- son og Ingvi Hrafn Jónsson. í Broad- way verður þríréttuð máltíð ásamt viðeigandi veigum. Baldur Bijáns- son, framkvæmdastjóri, sagði Broad- way hafa 7 ára reynslu í því að halda nýársfagnaði og mikill metnaður yrði lagður í að halda því orði sem af þeim færi. Einnig vildi Baldur taka frám að hinn 29. desember verður fmmsýndur í Broadway söngleikur- inn Maraþondansinn í uppfærslu Leikfélags-Reykjavíkur, leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson. Brimkló og Björgvin Halldórsson munu síðan halda áfram að skemmta gestum Broadway um helgar á nýja árinu. Hollywood I Hollywood verður almennur dansleikur á gamalárskvöld þar sem hljómsveitin Síðan skein sól leikur og boðið verður upp á smárétti. Á nýárskvöld verður diskótek. Breyt- ingar standa nú yfir í Hollyi^ood og frá og með áramótum verður týnda kynslóðin kvödd og að sögn Guð- mundar Sigtryggssonar, fram- kvæmdastjóra verður bryddað upp á ýmsum nýjungum á nýja árinu. Sýn- ingin Gæjar og glanspíur verður sett upp í nýrri útfærslu sem tekur mið af Hollywood, lifandi tónlist verður áfram ríkjandi og boðið verður upp á nýjungar í matargerð. Guðmundur sagði ætlunina að staðurinn höfðaði til allra aldurshópa og yrði lögð áhersla á mismunandi'hluti í hvorum sal hússins fyrir sig. Hótel Borg Á Hotel Borg verður dansleikur að vanda á gamalárskvöld þar sem áramótastemmingin ræður rflcjum og sagði Sigþór Siguijónsson, hótel- stjóri að allt færi fram með hefð- bundnu sniði. Á nýársdag verður nýársfagnaður á Borginni, nokkurs konar einkasamkvæmi þar sem hóp- ur hjónafólks tekur sig saman um að skemmta sér. Þriréttuð máltíð ásamt viðeigandi veigum verður bor- in fram og Lúdósextett og Stefán munu leika fyrir dansi. Aðalræðu- maður kvöldsins verður Flosi Ólafs- son. Sigþór sagði að ekki væri óhugs- andi að hægt væri að hliðra til fyrir hressu hjónafólki sem áhuga hefði á að skemmta sér í glöðum hópi, en miðar yrðu ekki seldir á frjálsum markaði. Sjallinn Nýársfagnaður Sjallans verður ekki minni í sniðum en reykvísku húsanna. Þar verður boðið upp á þríréttaða máltíð og sérstök nýársút- færsla af sýningunni Rokkskár og bítlahár frumflutt. Kynnir kvöldsins verður Bjami Dagur Jónsson og mun hann einnig flytja annál ársins 1988. Blásarakvintett leikur við inngang- inn, Þuríður Baldursdóttir syngur léttklassíska tónlist við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur, Einar Jú- líusson og Anna Vilhjálms syngja saman og hljómsveitin Sijómin með „Örvarseplin" í broddi fylkingar leik- ur fyrir dansi, en hún mun einnig leika á almennum dansleik á gamal- árskvöld. Birgir Hrafnsson, markaðsstjöri ÓL-húsanna, sagði að metnaður yrði lagður í að gera eins vel og hægt væri, jafnvel betur og að miðaverði væri stillt mjög í hóf. Hann vonaðist til að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi í áramótadagskrá húsanna. Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Hallandi karfa, semsnýst meðan á steikingu stendur: * jafnari steiking *notar aOeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í "venjulegum" pottum *styttri steikingartími *50% orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan á steikingu stendur. Fitu- og kolsía tryggja hreinlæti og eyða lykt. Hægt er að fylgjast með steikingunni gegnum sjálf- hreinsandi glugga. Hitaval 140 -190 C. -20mín. tímarofi með hljóðmerki. -50% (DeLonghi) Dé Longhi erfallegur fyrirferdarlítilf ogfljótur 603600 brother. TÖLVUPRENTARAR Prentari fyrir bókhaidstölvuna. Laserprentari Allir Brother prentararnir eru með serial og paralleltengi. VISA vildarkjör - Engin útborgun. Eitt mesta úrval af tölvuprenturum á landinu. Prentari fyrir heimilistölvuna. Hágæöa nálaprentari. /FQniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 LmJ ”4^^ ¥ SKIPHOLTI 9, © 622455 & 24255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.