Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 51
RRP'r JTTíRwfaRflrr ns 5TTTr>ArfTJI.fn5T<í. .ffTGATSVIUDHÖM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 oe 51 80* W 60* 40’ 20’ 0* 20* 40”E iVWií'Vr^ v. % > - y. Meginstraumar við yfirborð í Norður-Atlantshafi. hafa varað fólk við að neyta sjávar- afurða vegna vaxandi efnamengun- ar í sjó. Þörungaplágnr og selafár - Ný viðhorf Á þessu ári höfum við orðið vitni að óvenjulegum atburðum í lífríki hafsins. Þörungaplágur og selafár sem gengið hafa í Norðursjó og á nærliggjandi innhöfum eru að mínum dómi merki þess að mikil röskun hafi orðið í lífkerfi viðkom- andi hafsvæða. Mér er það fullljóst að vísindamenn eru ekki á einu máli um ástæður þessara atburða. Menn spyija: Af hveiju hafa allir þessir atburðir orðið nú á þessu ári? Víst er að losun efna í sjó hef- ur ekki aukist svo á milli ára að það geti skýrt þessar tíðu uppákom- ur nú á þessu ári í samanburði við fyrri ár. Því miður er allt of lítið vitað um langtíma áhrif ýmissa mengunarefna á lífkerfi hafsins. Umfangsmestu rannsóknir á áhrifum mengunar á lffríki sjávar, sem gerðar hafa verið, eru tvímæla- laust í sambandi við olíumengun, enda var olían lengi tálin eini alvar- legi mengunarvaldurinn í sjó. Það sem vekur athygli í þessum rann- sóknum er að það eru ekki hin stóru olíumengunaróhöpp sem raska lífkerfí hafsins. Mörgum er í fersku minni stóru olíulekamir frá skipun- um „Torrey Canyon", „Argo Merch- ant“ og „Ámoco-Cadiz", eða þegar olíuleiðsla sprakk á „Bravo“-bor- pallinum í Norðursjó á síðasta ára- tug, en í öllum þessum óhöppum fóru hundruð þúsunda tonnna af olíu í sjó á tiltölulega litlu svæði. í þessum tilvikum sýndi það sig að áhrífin voru tímabundin, en minnk- uðu og hurfu smátt og smátt, og lífríkið náði sér að fullu aftur. Hlið- stæðar rannsóknir á svæðum þar sem um er að ræða stöðuga losun olíu, þó í litlu magni sé, hafa hins vegar leitt í ljós veruleg áhrif á vöxt og tímgun lífvera. Spyija má hvort hliðstæð hegðun eigi ekki einnig við um önnur efni og efna- sambönd, sem eru ýmist framandi eða jafnvel finnast í einhveiju magni í sjónum, og að áhrif á lífkerfið sé frekar háð álagi í tíma- lengd, en heildarmagni mengunar- efna. Hvort sem þessi skoðun er rétt eða ekki, þá er hitt augljóst að ný viðhorf þurfa að ráða ferðum ef takast á að snúa þróuninni við. Þau viðhorf sem ríkt hafa meðal margra ríkja, að hafið eigi að nota eftir megni til förgunar úrgangs, og ekki sé um að ræða mengun nema sýnt hafí verið fram á að svo sé, hafa ekki náð að halda í horf- inu, hvað þá að draga úr mengun heimshafanna. ísland hefur lagt til og fengið samþykkt á alþjóðavettvangi að sönnunarbyrði verði snúið við, að því er varðar geislavirkan úrgang. Með því að sönnunarbyrði er snúið við er átt við að sýnt sé fram á það áður en viðkomandi starfsemi er hafin, að hún valdi ekki aukinni mengun í sjó. Slík viðhorfsbreyting þarf að koma til almennt að mínum dómi. Rétt er þó að undirstrika að til þess að okkur verði sem best ágengt á alþjóðavettvangi verðum við auð- vitað að hafa hlutina í lagi heima fyrir. Lokaorð Eftirtaldar aðgerðir eru að mfnu áliti forgangsverkefni okkar til að vemda hafið gegn mengun þegar litið er til lengri tíma: 1. Auka þarf mælingar á meng- unarefnum í sjó, hafsbotni, og sjávarlífvemm hér við land. Rannsóknir þarf að efla á meng- unaráhrifum fiskeldis á átranda- svæðum. 2. Stórauka þarf fræðslu um mengunarmál meðal allra lands- manna, í þeim tilgangi að upp- ræta það sinnuleysi og þann sóðaskap, sem eiga stærstan þátt í þeirri mengun sjávar, sem nú viðgengst hér. 3. Bæta þarf móttökuaðstöðu til söfnunar úrgangsolíu, einkum frá skipum, í höfnum og frá aðil- um í landi. Nauðsynlegt kanna að reynast að setja skilagjald á þá olíu sem myndar úrgang. 4. Efla þarf eftirlit með notk- un þeirra efna í landi sem leiða af sér hættulegan úrgang og tryggja sómasamlega förgun þeirra (sbr. PCB o.fl. efni). Jafn- vel banna notkun sumra þeirra.. 5. Á alþjóðavettvangi þarf að nást samþykki fyrir algjöru banni við losun þrávirkra efna sem safnast upp í lífkeðjunni. Þá verði komið á öfugri sönnunarbyrði fyrir losun allra nýrra efna í sjó. Ennfremur að aðgerðir til að draga úr mengun sjávar taki fullt tillit til hinna lögmætu nota hafs- ins, auk hinnar hefðbundnu skil- greiningar á mengun. HöfUndur er siglingam&lastjóri. Jf X o í # //•RÖNNING •//f// heimilistæki KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVlK/SlMI (91)685868 # I Jf fást hjá Tóms tundahúsinu, ótal gerðir, bæói stórar og litlar en umfram allt , fallegar, þægar og jtitWl góöar. Erhægtaó jólagjöf fyrir litiö AfW fólk? Laugavegi 164, sími 21901 ■■■■■■■■■■■■■■i mælasektir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.