Morgunblaðið - 20.12.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.12.1988, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 Framhaldsskólalögin: Gildistöku ákvæða um kostnaðar- skiptingu frestað Annarri umræðu um stjórnar- firumvarp til breytingar á fram- haldsskólalögunum lauk í efri deild Alþingis í gær. Frumvarpið felur í sér, að frestað verði gild- istöku ákvæða laganna um skóla- nefndir og skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. Eiður Guðnason sagði að frestunin væri nauðsynleg, þar sem vinna við reglugerðir væri skammt á veg komin. Halldór Blöndal sagði aftur á móti, að fyrir mennta- málaráðherra vekti, að koma í veg fyrir að skólanefndir, sem forveri hans skipaði, tækju til starfa. Menntamálaráðherra sagði, að með því að fresta gildistökunni væri verið að koma í veg fyrir tvíverkn- að, sem myndi hljótast af því að láta þessi ákvæði laganna taka gildi, þegar ljóst væri að breyta þyrfti þeim. Halldór Blöndal tók aftur til máls og sagði að það sem vekti fyrir menntamálaráðherra væri að koma í veg fyrir að skólanefndim- ar, sem forveri hans skipaði, tækju til starfa. Hér væri því um flokks- pólitíska ákvörðun að ræða, en ekki skólapólitíska. Mo-frunblaðið/Þorkell Halldór Blöndal flytur ræðu í efri deild. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra hlýða á. Eiður Guðnason (A/Vl) mæiti fyrir frumvarpinu við aðra umræðu síðastliðinn laugardag, sem formað- ur menntamálanefndar deildarinn- ar. Hann sagði nauðsynlegt að fresta gildistöku ákvæða í fram- haldsskólalögunum um skólanefnd- ir og skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem vinna við reglugerðir væri skammt á veg komin. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Rvk) vísaði til andstöðu skóla- manna við þessa frestun og benti á að sveitarfélög hefðu gert fjár- hagsáætlanir sínar með tilliti til þess, að lögin tækju gildi um næstu áramót og ríkið bæri stærri hlut kostnaðar við framhaldsskólana á næsta ári en verið hefur. Þegar Danfríður hafði iokið máli sínu var fundi frestað til mánu- dags. Þegar umræður hófust aftur þá var Halldór Blöndal (S/Ne) fyrstur á mælendaskrá. Hann fjall- aði allítarlega um störf skólanefnda í framhaldsskólum og las upp ákvæði framhaldsskólalaganna þar að lútandi. Spurði Halldór mennta- málaráðherra, hvaða tæknilegu at- riði það væru, sem gerðu frestun á giidistöku þessara ákvæða laganna óhjákvæmilega. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði að á þessum grein- um laganna væru veigamiklir tæknilegir gallar, til dæmis hvað varðaði rekstur skólanna. í raun væri verið að koma upp nýrri út- gáfu úrelts daggjaldakerfis. Bráðabirgðalögin til íyrstu umræðu í neðri deild: Tap ftystingarinnar 11% í ár - segir forsætisráðherra BRÁÐABIRGÐALÖG ríkisstjórnarinnar komu til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis síðdegis í gær. Forsætisráðherra mælti fyrir bráðabirgðalögunum en um er að ræða tvö frumvörp, annað til stað- festingar á bráðabirgðalögunum frá því í mai með siðari breytingum og hitt er til staðfestingar á bráðabirgðalögum rikissljórnarinnar firá því i september. Sagði hann einnig að staða sjávarútvegsins væri nú mun verri en i september. Samkvæmt athugun sem hann hefði látið gera væri tap frystingarinnar 11% í ár og skuldastaðan mjög slæm. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra m.a. fyr- ir að láta semja mikið af skýrslum en grípa ekki til neinna aðgerða. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fjallaði nokkuð um efnisatriði frumvarpanna og sagði meðal annars, að meginatriði hinna fyrri hefði verið að fram- lengja alla kjarasamninga til 10. apríl 1989 og binda þá við Akur- eyrarsamningana frá því í febrúar. Bráðabirgðalögin frá því í septem- ber áttu hins vegar, að sögn forsæt- isráðherra, að treysta stöðu at- vinnuveganna með skuldbreytingu og breytingum hjá Verðjöfnunar- sjóði fískiðnaðarins. Forsætisráðherra sagði að í júlí- lok hefði flestum verið ljóst, að kanna þyrfti stöðu atvinnuveganna ýtarlega. Rifjaði hann síðan upp skipun forstjóranefndarinnar svo- kölluðu, og tiilögur hennar um nið- Þingsályktunartillaga: Dómsmálaráð- herra efli löggæslu Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) og átta aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á dómsmálaráð- herra að grípa nú þegar til ráð- stafana, er feli í sér eflingu lög- gæslu í landinu. I greinargerð með tillögunni er fjallað um nauðsyn heilbrigðrar og öflugrar löggæslu og visað til nýútkominna upplýs- inga um ófullnægjandi aðbúnað islensku Iöggæslunnar, svo sem skýrslu Lögreglufélags Reykjavíkur. I greinargerðinni segir meðal ann- ars, að heilbrigð og öfiug löggæsla sé einn af homsteinum lýðræðislegra stjómarhátta. Því sé mikilvægt, að ætíð sé svo búið að lögreglunni, að hún geti mætt þeim kröfum, sem til hennar eru gerðar. Sagt er, að frumskylda löggæsl- unnar sé fólgin í að veita fólki nauð- synlega vemd gagnvart misindis- og afbrotamönnum, og að auki hafi hlutdeild löggæslunnar í útfærslu umferðarmála aukist ár frá ári. Einn- ig er minnt á, að íslendingar hafi ekki farið varhluta af þeirri alvarlegu þróun, sem fylgir mikilli útbreiðslu og neyslu fíkniefna og sagt að nútí- malöggæsla verði að mæta með öll- um ráðum þeim aðilum, sem standa að dreifíngu og sölu fíkniefna. í greinargerðinni segir að iokum, að starfssvið löggæslunnar á íslandi sé orðið gífurlega yfírgripsmikið, en ekki hafi verið búið að henni sem skyldi. Stefnt sé að feigðarósi og ekki seinna vænna að löggæslumálin verði tekin föstum tökum f fullu sam- ræmi við nútímakröfur og aðsteðj- andi hættur. urfærslu. Erfitt hefði reynst að ná samkomulagi í stjórninni, Sjálf- stæðisflokkurinn hefði talið þörf á meiri gengisfellingu en Framsókn- armenn og Alþýðuflokksmenn hefðu talið fært, og til þess mætti rekja stjórnarslitin í haust. I máli forsætisráðherra kom enn fremur fram, að ástand atvinnuveg- anna væri nú mun verra en talið var í september. Sagðist hann hafa látið skoða stöðu fjölmargra fyrir- tækja í sjávarútvegi og hefði meðal annars komið í-ljós, að tap í fryst- ingunni væri tæplega 11% í ár og skuldastaðan væri afar slæm. Sagði hann að gengisfelling kæmi að litl- um notum við þessar aðstæður, nema mjög róttækum hliðarráðstöf- unum væri beitt. Forsætisráðherra sagði að lok- um, að allar þær ráðstafanir sem hann hefði greint frá væru undir- búningur undir aðgerðir, sem leyst gætu vandann til lengri tíma. Sagð- ist hann bjóðast til að semja við stjómarandstöðuna um þau mál eftir áramótin. Skýrslur forsætisráðherra Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að því hefði verið haldið fram, m.a. af for- sætisráðherra, að aðgerðimar í maí hefðu ekki skilað neinum árangri. Forsætisráðherra hefði verið mjög duglegur við að fá skýrslur frá Þjóð- hagsstofnun um efnahagsvandann og sagði Þorsteinn að fróðlegt væri að fá skýrslu um hver staða sjávar- útvegsins væri nú ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. Hve margir væru þá atvinnulausir? Hversu háar væm þá útflutnings- tekjur Islendinga? Sagði Þorsteinn að þá hefðu höfuðatvinnuvegimir stöðvast svo mánuðum skipti og væri skrýtið af forsætisráðherra að halda því fram að aðgerðirnar hefðu ekki skilað sér. Gengisbreytingin í maí hefði þó vissulega ekki dugað að öllu leyti til að vega upp launa- hækkanir. Raungengisbreytingin hefði ekki verið nægjanleg. Þá hefði líka virst samstaða um hliðarráðstafanir en nú hefði komið í ljós að tveir þingmenn Alþýðu- flokksins hefðu bókað að þeir styddu ekki þann hluta bráða- birgðalaganna sem sneri að kjara- samningum. Þetta hefði þó aldrei komið fram í tíð síðustu ríkisstjórn- ar. Þorsteinn ræddi einnig niður- stöður þeirrar nefndar fulltrúa at- vinnulífsins sem skilaði tillögum sínum um aðgerðir í efnahagsmál- um síðastliðið haust. Megintillögur þeirrar nefndar hefðu verið minni ríkisumsvif og minni erlendar lán- tökur. Harmaði Þorsteinr. að ríkis- stjómin virti nú þessar megintillög- ur nefndarinnar að vettugi. Nefndin hefði einnig viljað athuga hvort sk. niðurfærsluleið væri fær en komið hefði í ljós að svo var ekki af tækni- legum ástæðum. Það hefði líka mátt ætla að þeir tveir þingmenn Alþýðuflokksins, sem vom mót- fallnir lögbindingu kjarasamningu, hefðu einnig verið á móti lögbund- inni iækkun launataxta. Þorsteinn sagði engar ráðstafan- ir vera á döfínni í efnahagsmálum af hálfu ríkisstjómarinnar. Það sem þegar hefði verið gert væri að mati stjómarliða einungis biðleikur. For- sætisráðherra hefði sagt að þjóðin væri komin nær þjóðargjaldþroti en nokkm sinni fyrr en virtist síðan tala um þá menn í þriðju þersónu sem drægju upp dökka mynd af stöðunni þegar hann hugsaði upp- hátt á síðum Morgunblaðsins. Ekki væri gerð krafa til ríkis- stjómarinnar um að hún gripi til aðgerða sem umsvifalaust leystu vandann í einni svipan. Slíkt væri ómögulegt og ábyrgðarleysi að kreijast þess. Það yrði þó að koma í veg fyrir að sjávarútvegurinn og iðnaðurinn stöðvuðust. Gengið væri of hátt skráð og það leysti engan vanda að taka meiri og meiri erlend lán. Eins og staðan væri nú væri verið að reka vel rekin atvinnufyrir- tæki ofan í svaðið. Það væri hryggi- legt til þess að vita að Framsóknar- flokkurinn sem hefði haft áhuga á að grípa til aðgerða skyldi láta þetta viðgangast. Óseld spariskírteini fyrir 2 milljarða Þorsteinn sagði ekkert hafa orðið úr boðuðum aðgerðum stjómarinn- ar. Það hefði átt að lækka raforku- verð til fiskvinnslunnar en ekkert orðið úr því. Það hefði einnig átt að lækka vexti. Að nafninu til hefðu nafnvextir vissulega lækkað sem væri eðlilegt í kjölfar lækkandi verðbólgu og verðstöðvunar. Raun- vextir hefðu hins vegar ekki lækk- að. Þó að vextir á spariskírteinum hefðu verið lækkaðir þá hjálpaði það lítið þar sem þau seldust ekki lengur. Sagði Þorsteinn að bank- amir sætu nú uppi með 2 milljarða af óseldum spariskírteinum. Ef þau seldust ekki nú hvemig ættu þau þá að seijast á næsta ári? Flest benti iíka til að bréf úr Stefánssjóði yrðu seld með miklum afföllum og mun hærri vöxtum en á þau væri skráð. í lok ræðu sinnar ræddi Þorsteinn Pálsson boðaðar skattahækkanir ríkisstjómarinnar. Á meðan Fram- sóknarflokkurinn pantaði fleiri og fleiri skýrslur kæmu fjárlög sem byggðu á stóraukinni skattheimtu og erlendum lántökum. Þegar at- vinnuvegimir hefðu ekki rekstrar- gmndvöll minnkuðu umsvif í þjóð- félaginu. Ef ríkisstjórnin ætlaði að fá auknar tekjur í ríkissjóð af minnkandi tekjum fólks þyrfti að auka skatthlutföllin verulega. Þá myndu umsvifín og tekjur fólks minnka enn meira sem þýddi það að enn þyrftu stjórnarliðar að koma og hækka skatta. Alþýðuflokkurinn styddi auðvitað þessa stefnu enda hefði flokkurinn tekið einhverja mestu kúvendingu sem sést hefði í íslenskum stjórnmálum. Það væri verið að bijóta niður þær miklu skattkerfísbreytingar sem gerðar hefðu verið og Alþýðuflokkurinn m.a. stært sig af. Fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins sem fyrr á þessu ári hefði sagt forvera sinn í embætti vera brennimerktan vegna matarskattsins segði nú að þeirri skattheimtu yrði að halda áfram en að auki hækka vörugjald en lækkun þess hefði verið óijúfanleg- ur þáttur skattkerfisbreytinganna. Árás á launafólk Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) las upp úr ályktun sem þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti síðastliðinn ágúst þar sem fyrirhugaðri setningu bráða- birgðalaga var mótmælt. Sagði Kristín að nokkrum mánuðum síðar stæði síðan Alþýðubandalagið sjálft að því að setja bráðabirgðalög og ætti hver fyrir sig að dæma þennan málflutning og þessi snöru sinna- skipti. Það væri að hennar mati að koma betur og betur í ljós hversu mikil ósvífni það var að setja þessi bráðabirgðalög. Þingmenn Kvenna- listans hefðu strax þegar þau voru sett krafist þess að þau yrðu tekin til umræðu á Alþingi til að sjá hvern stuðning þau hefðu. Nú væru þau loks komin til kasta Alþingis og hefðu þingmenn Kvennalistans í efri deild fjallað um þau þar í löngu máli. Sagði Kristín það vera óveij- andi að stjómvöld skyldu ráðast á launafólk með þessum hætti. Út- spil forsætisráðherra í efri deiid breytti þar engu um. Viðleitni hans og breytt afstaða Sjálfstæðisflokks- ins vekti þó vonir um að frekari breytingar myndu nást fram í neðri deild. Það ámælisverðasta í stefnu stjómarinnar væri þó að meðan sett væri þak á almenn laun væri lagt til að breyta skattalögunum. Þetta væri ólíðandi og ætti að skoða sem sérstaka árás á launafólk, auk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.