Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 17
„Streita eða þunglyndi eru helstu
orsakir þess að sumir ganga í
gegnum miklar og erfiðar lang-
anir í reyk jafiivel 12—14 mánuð-
um eftir að þeir hætta að nota
nikótín."
tímabilið er að jafnaði verst.
Þó slík streitutengd löngunarköst
geti komið allt að 14—15 mánuðum
eftir að menn hætta að reykja og
staðið í nokkra daga eru löngun-
arfríu tímabilin þegar þú manst
ekki einu sinni eftir þvi að þú sért
hætt(ur) að reykja, í raun ráðandi.
Þó álag, streita og þunglyndi
hafi áhrif á langanir hjá nánast
öllum reykingamönnum að ein-
hvetju leyti, þá eru sumir næmari
fyrir þessum áhrifum en aðrir. Þeir
sem kveikja í tóbakinu þegar þeir
reiðast, líður illa, eru í uppnámi eða
eru kvíðnir eru líklegir til að vera
í þessum hópi.
Erfitt er að segja um það með
vissu hvenær menn eru endanlega
lausir úr viðjum þunglyndis- og
streitulangana. Þó bendir ýmislegt
til þess að flestir séu lausir úr þess-
um viðjum eftir 14—15 mánuði.
Það þýðir hinsvegar ekki að
löngunin sé viðvarandi allan
þann tíma, langt frá því, heldur
að erfiðar langanir geti gert vart
við sig undir ákveðnum kringum-
stæðum. Mjög mikilvægt er því að
ná góðum tökum á einhverri slökun-
artækni, en kerfisbundin líkams-
rækt t.d. sund 3—4 sinnum í viku
er mjög góð leið til að vinna gegn
streitu. Nauðsynlegt er að slaka vel
á eftir áreynsluna t.d. í heitum potti
eða ljósum og hægt er að kaupa
seglubandsspólur þar sem kennd
er kerfisbundin aðferð til slökunar.
Einnig hafa ýmsir aðilar sérhæft
sig í að kenna slökun.
En hafið það fyrst og fremst
í upphafi þarf að vera samkomu-
lag um að viðkomandi hætti störf-
um eftir tiltekinn tíma ef fyrirtækið
sér ekki tilgang með ráðningunni.
Ef fötluninni fylgja óeðlilega miklar
fjarvistir, t.d. veikindi eða önnur
fjarvera, þarf að vera samkomulag
um hvort laun skuli greidd. Nauð-
synlegt er að báðir aðilar geri sér
það ljóst að hve miklu leyti umrædd
fötlun er takmarkandi þáttur í
framlagi hins fatlaða í vinnunni.
Ekki má hjá líða að upplýsa tilvon-
andi samstarfsmenn um hvað til
stendur því þeir hafa öllu jafna
einna mest um það að segja fyrir
utan hann sjálfan hvort hann nær
tökum á starfinu. Ef stafsþjálfun
eða nám er í boði á því sviði sem
hann leitar starfs þá er mikilvægt
að hann nýti sér það því allt sem
viðkomandi kann og getur í starfinu
fyrirfram er ávinningur fyrir hann
sjálfan og fyrirtækið. Nauðsynlegt
er að utanaðkomandi aðili fylgi
honum eftir og fylgist með árangri
hans í starfi með viðtölum við hann
sjálfan, ráðningarstjórann o.fl.
Á þessari öld hefur orðið bylting
í atvinnuháttum landsmanna. Hið
kyrrstæða bændasamfélag er á
enda og við hefur tekið síbreytilegt
iðnaðar- og upplýsingaþjóðfélag
með fjölbreyttri verkaskiptingu.
Með tilkomu sjálfvirkra véla er
mörgum eldri störfum að fækka.
Margskonar störf fara að heyra
sögunni til, s.s. einhæf færibanda-
störf, störf sem gera kröfu um
sterka líkamsbyggingu eða störf
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
hugfast að minningin um „þægind-
in“ sem fylgir því að reykja er í
raun blekking og fátt er jafn vit-
laust og að auka streitu með
reykingum þegar við erum undir
miklu álagi.
U mhverfisþættir
Ótal þættir í umhverfi okkar
hafa þau áhrif að þegar þeir birtast
hefur það ósjálfrátt í för með sér
löngun í reyk. Það er algerlega
einstaklingsbundið hvaða þættir
hafa áhrif á tóbakslöngun hjá
hverjum og einum.
Þannig getur t.d. kaffi aukið
verulega tóbakslöngun hjá einum,
haft engin áhrif á annan og jafnvel
hjálpað þeir þriðja til að losna und-
an tóbaksánauðinni.
Nánast hvað sem er getur haft
slík áhrif á langanir manna í tóbak.
I sumum tilfellum er allt að helm-
ingur allra langana í reyk á fyrstu
vikum reykbindindis bundið við
þætti í umhverfinu. það er því ljóst
að með útsjónarsemi má losna við
góðan hluta allra langana fyrstu
vikumar með því að reyna kerfis-
bundið að sniðganga allt sem vitað
er að hefur áhrif á löngunina. Þó
engin leið sé til að losna við nema
hluta langananna á þennan hátt,
er það engu að síður afar mikil-
vægt að geta þannig losnað við stór-
an hluta langananna. Því reynist
mörgum vel að skrá hjá sér þær
matar- og drykkjartegundir, per-
sónur og aðstæður sem auka tó-
bakslöngun til þess að geta síðan
sniðgengið þessa þætti ef langan-
irnar verða miklar og erfiðar.
Einnig er æskilegt að gera sér
glögga grein fyrir því hvaða þætti
hafa ekki tengst tóbakslöngun og
auka síðan alla hegðum sem sam-
rýmist ekki tóbaksnotkun.
Reyklaus svæði
Áhrif umhverfis á tóbakslöngun-
ina eru þess eðlis að uppræta má
þau að stórum hluta áður en
reykingarnar eru að fullu aflagðar.
Það er gert með því að hætta alfar-
ið að reykja á afmörkuðum svæðum
og ijúfa þannig stig af stigi tengsl-
in milli reykinga og umhverfis.
Eftirfarandi ráð eru gefið sem
undirbúningsleiðbeiningar á nám-
skeiðum Krabbameinsfélagsins í
reykbindindi:
Nú hefur þú ákveðið að hætta
að reykja.
Til þess að undirbúa daginn sem
best skaltu reyna eftirfarandi: Byij-
aðu strax í dag að mynda reyklaus
svæði.
Hættu alfarið að reykja á þeim
stöðum þar sem þú dvelur mest, í
flestum tilvikum er þar um að ræða
heimili, vinnustað og e.t.v. bílinn.
sem eru flókin og kreljast mikillar
leikni. Þau störf sem við taka geta
á vissan hátt orðið erfið en ekki er
víst að þau verið erfiðari fyrir fatl-
aða frekar en aðra.
En hvernig svo sem störfin breyt-
ast þar sem vinna fer fram má
ætla að mörg atriði í samskiptum
manna og fyrirtækja sem skipta
máli á vinnustöðum í dag, skipti
jafnmiklu eða meira máli en áður,
s.s. menntun, starfsreynsla, ástund-
un og reglusemi, samvinna og sam-
starf við aðra starfsmenn, áhugi á
að breyta um aðferð eða taka þátt
í nýjungum í fyrirtækinu o.s.frv.
Og það eru einmitt þessi atriði
sem fatlaðir ættu að leggja sérstaka
áherslu á þegar þeir undirbúa sig
eða eru undirbúnir til þáttöku í at-
vinnulífinu.
Mín skoðun er sú að öflugt starfs-
nám sé best til þess fallið að tryggja
fötluðum starf við hæfi ef það felur
í sér menntun og starfsþjálfun sem
eflir ekki einungis fagkunnáttu
heldur líka fæmi í samskiptum við
fyrirtæki og samstarfsfólk.
Eg vil láta það verða mín lokaorð
hér að vandamálið er ekki bara að
fá vinnuna, heldur að undirbúa fatl-
aðan til starfs á almennum vinnu-
stað og fylgja honum það vel eftir
að hann geti sinnt starfinu og hald-
ið því til frambúðar.
Höfiindur er framleiðslustjórí fijá
Granda hf. Greinin er byggð &
ræðu, sem höfiindur fiutti & ráð-
stefiiu um atvinnumál fatlaðra.
FERSKLEIKI ER OKKAR FAG
KAUPFÉLÖGIN
laus sem fyrst máttu vera alveg
viss um að baráttan við löngunina
verður mun auðveldari eftir að þú
hættir.
Ef þú ert stödd (staddur) á reyk-
lausu svæði t.d. heimili þínu og
löngunin er alveg að sliga þig verð-
ur þú annað hvort að standast löng-
unina eða bregða þér út fyrir t.d.
út á svalir eða tröppur til að fá þér
reyk.
P.S.
Reykingar em nú lang alvarleg-
asta heilbrigðisvandamálið sem Is-
lendingar eiga við að glíma. Þó vel
hafi miðað tóbaksvörnum í grunn-
skólum landsins og reykingamenn
séu nú í miklum minnihluta meðal
þjóðarinnar, reykja enn alltof marg-
ir. Flestir vilja hætta og það er von
mín að þessi grein geti orðið ein-
hveijum stoð í þeirri viðleitni og
veitt öðmm innsýn inn í þann vanda
sem vissulega getur verið því sam-
fara að hætta að reykja.
Krabbameinsfélagið býður upp á
námskeið fyrir þá sem vilja fá ýtar-
legri kennslu um þessi mál og að-
stoð við að leggja reykingamar á
hilluna. Eins hefur bæklingurinn
„Út úr kófinu" reynst mörgum
haldbær stoð en hann má fá á öllum
heilsugæslustöðvum, í mörgum
lyfjabúðum og að sjálfsögðu hjá
Krabbameinsfélaginu.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
hjá Krabbameinsfélaginu þarsem
hann hefur meðai annars þróað
og stýrt námskeiðum í reykbind-
indi.
Þegar þú hefur einu sinni ákveðið
að tiltekinn staður skuli vera reyk-
laus máttu ekki hvika frá því hvað
sem á dynur. Reyklaust svæði tákn-
ar ekki endilega að aðrir megi ekki
reykja þar heldur á það fyrst og
fremst við þig. Það er þú sem
hefúr ákveðið að hætta að
reykja.
Ef þú gerir sem flest svæði reyk-
Ert þú sólginn í sígarettur?
1. Hve margar sígarettur reykir Allt að 15 stk. 0 ( )
þú á dag? 16-24 stk. 1 ( )
25 stk. eða fleiri 2 ( )
2. Hve fljótt eftir að þú vaknar Innan hálftíma 1 ( )
reykir þú fyrstu sígarettuna? Síðar 0 ( )
3. Er styttra milli sígaretta hjá þér Já 1 ( )
á morgnana en á öðrum tím- Nei 0 ( )
um dagsins?
4. Reykir þú veikar eða sterkar Veikar (0-0,8 mg nikótín) 0 ( )
sígarettur? Meðalsterkar (0,9—1,2 mg) 1 ( )
Sterkar (1,3 mg eða meira) 2 ( )
5. Átt þú erfitt með að sleppa því Já 1 ( )
að reykja þar sem það tíðkast Nei 0 ( )
ekki (t. d. í bíói eða kirkju?)
6. Reykir þú jafn mikið og venju- Já 1 (')
lega þegar þú ert veikur? Nei 0 ( )
7. Hvaða sígarettu dagsins vildir Fyrstu 1 ( )
þú síst vera án? Einhverrar annarrar 0 ( )
8. Dregur þú reykinn ofan í þig? Alltaf 2 ( )
Stundum 1 ( )
Aldrei 0 ( )
Stigafjöldi alls: ( )
Ef þú færð sjö eða fleiri stig á þessu prófi er líklegt að nikótíntyggi-
gúmmí geti komið að gagni, ef þú vilt hætta að reykja.