Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
18
Vímuefnavandi ungs fólks
eftir Sigiirð Þór
Guðjónsson
Laugardaginn 29. október var
stofnað í Reykjavík Félag aðstand-
enda og áhugamanna um máleftii
ungra vímuefnaneytenda. Fólks
svona á aldrinum 14—25 ára. Að
sjálfsögðu er ekki gert upp á milli
löglegra og ólöglegra vípiuefna. Átt
er við öll efni er breyta hugar-
ástandi einstaklingsins og valdið
geta fíkn er leiðir til sjúklegra breyt-
inga á líkama og sál. Félagið gengur
út frá því að óhófleg neysla vímu-
efna sé sjúkdómur, alkóhólismi, og
ofneytendur séu þar af leiðandi
sjúklingar, alkóhólistar. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin og heilbrigðis-
yfirvöld margra landa, þ.á m. Is-
lands, telja alkóhólisma sjúkdóm. í
viðtali við tímaritið Nýtt líf 4. tbl.
1987 sagði Þórarinn Tyrfingsson
fyrrum yfirlæknir sjúkrastöðvar
SAA á Vogi og núverandi formaður
SAÁ; „Alkóhólismi er krónískur,
margþátta sjúkdómur. Þá á ég við
að ýmsir þættir spila inn í sjúk-
dómsmyndina, hafa áhrif á gang
sjúkdómsins og batahorfur. Líkam-
legur þáttur, andlegur eða sálfræði-
legur og félagslegur þáttur spila inn
í sjúkdómsmyndina, mismikið eftir
einstaklingum. Þessir þættir eru all-
ir fyrir hendi í verstu mynd sjúk-
dómsins."
Félag aðstandenda mun leitast við
að veija hagsmuni ungmenna sem
eiga við vímuefnavanda að stríða.
Það er því í rauninni enn ein baráttu-
samtök sjúklinga eins og t.d. Gigtar-
félag íslands, Félag nýrnasjúkra og
Samtök sykursjúkra. Hins vegar
geta ungir vímuefnaneytendur yfir-
leitt ekki barist sjálfir fyrir rétti
sínum sökum eðlis sjúkleikans og
vegna æsku og þroskaleysis.
Barátta félagsins í bili er fyrst
og fremst að beijast fyrir sérhæfðum
meðferðarstofnunum fyrir þessa
sjúklinga. Nú er engin stofnun eða
aðili í landinu sem getur veitt þeim
þá hjálp sem þeir þarfnast.
Unglingarnir þurfa
sérstaka meðferð
En geta ekki þær áfengismeð-
ferðarstofnanir sem fyrir eru á veg-
um ríkisins og SÁA leyst vanda
þessara einstaklinga? Þann 26. októ-
ber síðastliðinn efndi samstarfs-
nefnd ráðuneyta um ávana- og fíkni-
efnamál til ráðstefnu í Reykjavík.
Þar kom greinilega fram það álit
fagfólks, að reynslan Hafði sýnt að
þó þessar stofnanir hafi hjálpað ein-
staka ungmennum koma þær ekki
þorra þeirra að gagni. Ástæðan er
sú að þær eru miðaðar við þarfir
fullorðinna. Meðferðin beinist að því
að endurhæfa þá til einhvers sem
þeir þekkja en hafa misst, t.d. fjöl-
skyldu og vinnu. Unglingar, sem
verið hafa á valdi vímugjafa frá
unga aldri, áður en persónuleikinn
var fullmótaður, hafa hins vegar
aldrei lifað eðlilegu lífi. Þeir hafa
að engu að hverfa. Þeir þurfa ekki
endurhæfingu heldur enduruppeldi
frá grunni: langtíma meðferð þar
sem mið er tekið af þörfum hvers
og eins. Unglingaheimili ríkisins
hefur einnig að mestu leyti orðið að
gefast upp fyrir vímuefnavandanum,
þó heimilunum hafi vissulega tekist
ágætlega upp við einstök tilfelli.
Þess vegna er talin brýn þörf á sér-
hæfðum stofnunum sem veitt geti
meðferð ungmennum í alvarlegum
vímuefnavanda.
Fjöldi unglinga í alvar-
legrim vímuefhavanda
En eru þessir unglingar það marg-
ir að þörf sé á slíkri stofnun hér á
landi?
Á ráðstefnu samstarfsnefndarinn-
ar kom Einar Gylfi Jónsson forstöðu-
maður Unglingaheimilis ríkisins og
einhver helsti sérfræðingur þjóðar-
innar í vímuefnavanda ungs fólks,
fram með tilgátu um fjölda þeirra
unglinga er eiga við alvarlegan
vímuefnavanda að stríða.
Tilgátan er byggð á rannsókn er
gerð var 1976 af sálfræðinemum við
Árósaháskóla og vann Brynjólfur
G. Brynjólfsson sálfræðingur úr
könnuninni. Rannsóknin er aðferðar-
fræðilega talin sú áreiðanlegasta er
gerð hefur verið á vímuefnaneyslu
unglinga. Hún náði til allra 14 ára
unglinga í Reykjavík sem mættu í
skóla einn ákveðinn haustdag. Það
Opið bréf til Más
Guðmundssonar
eftir Torben
Friðriksson
Undanfama daga og vikur hafa
fjölmiðlar landsins keppst við að
birta útreikninga um áhrif hinna
ýmsu skattaálagningarforma ríkis-
stjómarinnar, þ.e. hækkun tekju-
og eignaskatts. Hafa niðurstöður
þessara útreikninga verið allt frá
því að engin hækkun muni verða
og upp í að um rúmlega tvöföldun
á greiðslubyrði sé að ræða. Ljóst
má vera að reiknimeistarar hinna
ýmsu ráðuneyta og stofnana hafa
stuðst dyggilega við kennisetningar
hinnar frægu bókar „How to Lie
with Statistics" (Hvemig ljúga má
með aðstoð tölfræðinnar), enda ekki
í fyrsta sinn að kenningar hennar
eru notaðar til að rugla landsmenn
í ríminu.
í grein á bls. 2 í Þjóðviljanum í
dag um áhrif hækkunar eignaskatts
segir orðrétt: „Már Guðmundsson,
efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra,
sagði að þessu tilefni að um feiki-
legar eignir (áhersla bréfritara)
væri af ræða ef fólk ætti raðhús
og skrifstofuhúsnæði upp á 12,5
milljónir skuldlaust og því ekki
óeðlilegt að greiddir væru af þeim
eignaskattar." Rak mig í rogastans
við lestur þessara ummæla og fór
sannast að segja að efast um að
ég hafi á sínum tíma skilið merk-
ingu orðsins „feikilegur" rétt þegar
ég lagði mig sem mest fram um
að læra íslensku (maður er jú alltaf
að læra). En uppfletting í orðabók
Sigfúsar Blöndal, Islandsk-Dansk
Ordbog, staðfesti að skilningur
minn á þessu orði væri réttur en
þar stendur „uhyre stor, voldsom".
Eins og fyrr segir birtust ummæli
þessi í Þjóðviljanum í dag. Þó að
dagblað þetta sé ekki með víðlesn-
ustu blöðum landsins má alltaf bú-
ast við að ákveðinn fjöldi lands-
manna taki boðskap þess sem hei-
lögum sannleik. Því tel ég rétt að
benda efnahagsráðgjafa fjármála-
ráðherra á að hæpið sé að þorri
landsmanna telji skuldlausar eignir
svo sem raðhús og skrifstofuhús-
næði að verðmæti 12,5 milljónir
króna vera feikilegar, enda þótt
slíkt kynni að vera reyndin í fjar-
lægum löndum, sem búa við aðrar
efnahagsaðstæður en við íslending-
ar. En ekki á íslandi, Már Guð-
mundsson, ekki á Islandi.
Er það þvf von mín og vafalítið
margra annarra landsmanna að
efnahagsráðgjafí ^ármálaráðherra
taki framvegis meira tillit til
íslenskra aðstæðna við myndun
skattlagningarstefnu ríkisstjómar-
innar og ráðgjöf þar að lútandi,
— að öðrum kosti má aðeins vona
að fjármálaráðherra noti sem mest
eigin skynsemi við mat á greiðslu-
getu skattborgara og á efnahags-
ástandinu í landinu þegar um
stefnumótun í skattamálum er að
ræða.
Með vinsemd óg virðingu,
Torben Friðriksson
voru 7,8% unglinga er sögðust nota
áfengi einu sinni í viku eða oftar en
1,3% tvisvar til þrisvar í viku eða
oftar. Jóhann Loftsson sálfræðingur
setti á grundvelli þessarar niður-
stöðu fram tilgátu á þessu ári
(í óbirtri skýrslu) um fjölda ung-
menna á aldrinum 14-19 ára sem
misnota áfengi. Hann gaf sér þær
forsendur að 10% einstaklinga 25
ára og eldri misnota áfengi (neyti
þess a.m.k. einu sinni í viku). Áfeng-
isdrykkja fari stigvaxandi á aldrin-
um 14-19 ára og ekki sé munur á
drykkju unglinga í Reykjavík og úti
á landi. Samkvæmt þessu eru það
1.785 unglingar 14-19 ára sem
drekka einu sinni í viku eða oftar.-
Það er talin misnotkun. Einar Gylfi
Jónsson notaði hins vegar strangari
skilgreiningu. Alvarleg misnotkun
sé áfengisneysla tvisvar til þrisvar
sinnum í viku eða oftar og studdist
við hlutfallið 1,3%. Hann gerði og
ráð fyrir að þetta hlutfall ykist ekki
heldur væri óbreytt upp aldurs-
hópana. Það eru 50-60 unglingar í
hveijum árgangi samkvæmt þessum
forsendum sem eiga í alvarlegum
vímuefnavanda.
Tilgáta um flölda unglinga í alvar-
legum vímuefnavanda á Islandi
(vímuefnaneysla tvisvar til þrisvar í
viku):
14 ára 1,3% af 4098:53
15 ára 1,3% af 3868:50
16 ára 1,3% af 4062:53
17 ára 1,3% af 4047:53
18 ára 1,3% af 4234:55
19 ára 1,3% af 4490:58
Samtals 322
Af hinum gefnu forsendum sést
að hér er um lágmarkstölur að ræða.
Auk þess bætist við ýmis konar að-
ferðarfræðilegur vandi við hefð-
bundnar kannanir af þessu tagi. Of
langt mál yrði að gera sérstaka grein
fyrir þeim hér, en þær felast m.a. í
því að erfitt reynist að ná til þeirra
unglinga sem verst eru staddir af
völdum vímugjafa. Þetta eru því al-
gerar lágmarkstölur.
Þannig eru þá staðreyndimar um
áætlaðan fjölda ungmenna á aldrin-
um 14-19 ára í alvarlegum vímu-
efnavanda. En það er hætt við því
að í næstu aldurshópum fyrir ofan
„Því tel égf rétt að
benda efhahagsráð-
gjafa Qármálaráðherra
á að hæpið sé að þorri
Iandsmanna telji skuld-
lausar eignir svo sem
raðhús og skrifstofú-
húsnæði að verðmæti
12,5 milljónir króna
vera feikilegar, enda
þótt slíkt kynni að vera
reyndin í Qarlægum
löndum, sem búa við
aðrar efnahagsaðstæð-
ur en við Islendingar.
En ekki á íslandi, Már
Guðmundsson, ekki á
íslandi.“
I
Sigurður Þór Guðjónsson
„í ljósi þessara stað-
reynda og annarra sem
fram hafa komið und-
anfarið um vímuefiia-
vanda ungs fólks verða
sfjórnvöld að gera upp
hug sinn um aðgerðir
eða aðgerðarleysi.“
sé ótalinn hópur sem er mjög illa á
vegi staddur. Á ráðstefnu samstarfs-
nefndarinnar komu jafnvel fram þær
raddir að einmitt þar leynist mesti
vandinn.
Neysluvenjur og félags-
legar aðstæður
En hvemig er ástandið meðal
ungmenna sem eru á valdi vímu-
efna? Hvemig em neysluvenjur
þeirra og félagslegar aðstæður?
í fyrra gerðu starfsmenn Ungl-
ingadeilar félagsmálastofnunar
Reykjavíkur og Útideildar í sam-
vinnu við unglingaráðgjöf Unglinga-
heimilis ríkisins kerfisbundna rann-
sókn á þessu. Starfsmennimir leit-
uðu þeirra ungfinga í skjólstæðinga-
hópnum sem þeir töldu að glímdu
við vímuefnavanda. Það vom sam-
tals 83 unglingar, þar af 51 stúlka
eða 61,4%. Þau vom 13-20 ára en
85% þeirra á aldrinum 15-18 ára. Á
kerfísbundinn hátt var reynt að
draga upp mynd af högum þeirra.
Spurt var um fjölskylduaðstæður,
atvinnu, vímuefnaneyslu, skólanám,
afbrot, félagstengsl og vistanir á
stofnunum.
Niðurstöður þessarar könnunar
endurspegla þær breytingar sem
orðið hafa síðustu áratugi í vímu-
efnaneyslu unglinga. Þeir bytja fyrr
að drekka en áður og önnur vímu-
efni hafa bæst við.
í skýrslu um könnunina er gerð
nákvæm grein fyrir útkomunni. Ekki
er hægt að fara nánar út í hana hér
en látið nægja að vitna til orða Ein-
ars Gylfa Jónssonar:
„Þegar heildamiðurstöðumar em
skoðaðar kemur í ljós að þeir ungl-
ingar sem starfsmenn unglingadeild-
ar, útideildar og unglingaráðgjafar
meta sem „unglinga í vímuefna-
vanda" em í mjög alvarlegum vanda.
Heildarhópurinn neytir að meðaltali
tveggja til þriggja tegunda vímu-
efna. Þorri hópsins neytir vímuefna
hveija helgi og aðeins lítið brot heild-
arhópsins telst ekki nota vímuefni á
virkum dögum. Tæplega 40% em
sagðir nota vímuefni tvö kvöld í röð
og rúm 40% em komin út í sam-
fellda neyslu í sólarhring eða leng-
ur. Vandamál tengd neyslu em einn-
ig margvísleg. Heimilis- og fjöl-
skylduaðstæður hópsins virðast líka
mjög erfíðar. Þannig hefur meiri-
hlutinn ekki alist upp hjá báðum
kynforeldmm sínum. Tæp 40% búa
ekki í heimahúsum. Foreldrar langf-
lestra þeirra virðast eiga við ýmiss
konar vandamál að etja. Þar sem
upplýsingar fengust um vandamál
systkina kom í Ijós að einnig þau
em gjaman í alvarlegum vanda.
Samskipti þorra hópsins við fjöl-
skyldur sínar einkennast af árekstr-
um og aðhaldsleysi, auk þess sem
ýmis mun alvarlegri vandamál koma
upp í samskiptum stórs hluta hóps-
ins við Qölskyldur sínar. Hjá a/4 hlut-
um hópsins em tengsl einstakling-
anna við fjölskyldur sínar slæm eða
engin. Mikill meirihluti þeirra sem
kominn er út á hinn almenna vinnu-
markað gengur illa að spjara sig
þar. Meirihluti heildarhópsins hefur
dottið út úr skóla áður en skyldun-
ámi lauk og flestir þeirra hættu
reyndar í 8. bekk. Meirihluti hópsins
telst eiga við margvíslega skólaerfíð-
leika að stríða. Aðeins tæpur fjórð-
ungur hópsins tilheyrir föstum fé-
lagahóp, hinir ýmist flakka á milli
félagahópa eða búa við algjöra fé-
lagslega einangmn. Meirihluti þeirra
sem upplýsingar fengust um hafa
lent í útistöðum við lögin einu sinni
eða oftar. 2/3 hlutar heildarhópsins
hafa dvalið á einni eða fleiri stofnun-
um.“ (Einar Gylfi Jónsson: „Ungl-
ingar í vímuefnavanda. Könnun á
fjölda, aðstæðum, og neyslumunstri"
— Unglingadeild Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar, maí 1987,
bls. 18-19.)
Hinir verst stöddu
Þetta er sem sagt ágrip ,af niður-
stöðu könnunar Unglingadeildar
Félagsmálastofnunar. Ekki mega
menn mgla henni saman við tilgátu
Einars Gylfa Jonssonar um fjöld
ungmenna í alvarlegum vímuefna-
vanda. Sú tilgáta er miðuð við allt
landið út frá gefnum forsendum.
En mat starfsmanna Félagsmála-
stofnunar og Unglingaheimilisins er
byggt á beinum kynnum af ákveðn-
um hópi unglinga í Reykjavík og
nágrenni sem em eða hafa verið í
vandræðum vegna vímuefna. En
ekki virðist ósennilegt að könnunin
bregði upp mynd af högum þeirra
unglinga yfirleitt sem áneljast hafa
vímugjöfum. Könnunin segir þó auð-
vitað ekki alla sögu um raunvemleg-
an fjölda þeirra sem eiga í vandræð-
um. Af ýmsum ástæðum, sem hér
yrði of langt mál að rekja, er ekki
víst að starfsmenn þessara deilda
hafi náð til allra unglinga í
Reykjavík, sem áttu í vímuefna-
vanda er könnunin var gerð. Verður
það reyndar að teljast næsta ólík-
legt. Og könnunin nær ekki út á
land. En ýmislegt bendir til þess að
vímuefnamisnotkun ungmenna sé
ekki bundin við Reykjavík og ná-
grenni. Árið 1987 komu á meðferð-
arstöð SÁÁ Vogi 69 unglingar 15-19
ára. Þar af vom 30 sem áttu lög-
heimili utan Reykjavíkur og ná-
grennis, úr 19 sveitarfélögum.
Þó yfir 300 ungmenni séu talin í
alvarlegum vímuefnavanda sam-
kvæmt ákveðinni skilgreiningu er
þar með ekki sagt, sem betur fer,
að þau séu öll komin á síðasta snún-
ing. En þau em í vemlegum vand-
ræðum. En þetta er breiður hópur
og vandinn á ýmsum stigum og ein-
staklingamir þurfa því mismunandi
meðferð. Á r'áðstefnu samstarfs-
nefndar tilgreindi Einar Gylfi Jóns-
son í framsöguerindi þijá hópa ung-
menna í vímuefnavanda: „Verst
staddi hópurinn er í mikilli bland-
aðri neyslu og hefur hætt í skóla
áður en skyldunámi lauk, tollir mjög
iila í vinnu, tengsl við fjölskylduna
em ýmist alveg rofín eða mjög erf-
ið. Afskipti opinberra aðila, t.d. lög-
reglu eða barnavemdamefnda, em
tíð en ómarkviss, vegna skorts á
viðeigandi úrræðum." Emar telur
að flest þessara ungmenna séu ekki
til samvinnu um meðferð. Samfélag-
ið verði að taka af þeim ráðin svo
þau fari ekki sjálfum sér og jafnvel
öðmm að voða.
En nú má spyija: Hve fjolmennur
er verst staddi hópurinn? í könnun
Félagsmálastofnunar og Unglinga-
heimilisins eru 18 unglingar i hon-
um. En ég vek athygli á því, sem
fram hefur komið hér að framan,
að ólíklegt virðist að könnunin nái
til allra ungmenna í Reykjavík og
nágrenni á aldrinum 13 til 18 ára
og með fullri vissu aðeins til fárra
á aldrinum 18-20 ára á sama svæði
(samanber bls. 23 og 3 í fyrr-
greindri skýrslu). Þá er landsbyggð-
in eftir. Og öll þau ungmenni sem
em eitthvað yfir tvítugt en eiga við
flest sömu vandamál að stríða — eða
jafnvel verri. Á títtnefndri vímuefn-
aráðstefnu komu fram ágiskanir um
allt að 60 unglinga. En jafnvel þó
aðeins væri um að ræða 18 ungar