Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
19
manneskjur sem búnar eru að eyði-
leggja sig á vímugjöfum er það í
sjálfu sér skelfileg tala.
Þá telur Einar Gylfi annan hóp
sem sé að öllum líkindum mun
stærri en sá verst setti. Víman bitn-
ar verulega á námi eða vinnu og
fjölskyldutengslum og opinberir aðil-
ar eru famir að skipta sér af þeim.
Þeir eiga í umtalsverðum vandræð-
um þó líf þeirra sé ekki beinlínis í
rúst. Margir þessara séu reiðubúnir
til að gera eitthvað í málum sínum
en viðeigandi meðferð sé ekki til.
Loks talar Einar Gylfi um þriðja og
stærsta hópinn. Unglinga sem séu
komnir út á hálan ís, famir að nota
vímugjafa þrisvar til fjórum sinnum
í mánuði. Hann telur að ef sá hópur
sé ekki skilgreindur sem áhættuhóp-
ur sé það uppgjöf fyrir vandanum.
Afbrot o g vímuefiii
Félag aðstandenda og áhuga-
manna um málefni ungra vímuefna-
neytenda hefur fleira á stefnu-
skránni en baráttu fyrir viðeigandi
meðferðarstofnunum fyrir unga
vímuefnaneytendur. Það telur ekki
síður mikilvægt að beina athyglinni
að tengslum afbrota og vímuefna-
neyslu. Það er ekkert launungarmál
að vímuefnaneysla er algeng í fang-
elsum landsins (samanber skrif DV
í haust).
Nu í september gerðu nemendur
í félagsfræði við Fjölbrautaskóla
Suðurlands undir umsjón Þorláks
Helgasonar kennara könnun meðal
fanga á Litla-Hrauni (sjá Pressuna
24. nóv.). Á vinnuhælinu áttu 50
fangar kost á að svara en svör bár-
ust frá 36 eða rúmlega 70%. Flestir
fangamir eru á aldrinum 20-34 ára.
Svo virðist sem fjórðungur fanganna
í september hafi verið að taka út
dóm í fyrsta skipti. Fram komu mjög
augljós tengsl milli þess hvenær
þeir segjast hafa byijað afbrotaferil-
inn og upphafs vímuefnaneyslu.
Mikill meirihluti segir neysluna hafa
byijað á aldrinum 15-19 ára eða á
sama aldri og afbrotaferillinn hefst
í flestum tilvikum. Þó segjast 10
fangar hafa byijað vímuefnaneyslu
10-14 ára og 9 byijuðu afbrotaferil-
inn á því aldursskeiði. Langflestir
fanganna segjast oftast eða alltaf
fremja afbrot undir áhrifum vímu-
efna. Flestir fanganna eru því fyrst
og fremst vímuefnaneytendur sem
hófu neyslu og afbrot á sama tíma.
Þar eð 21 fangi sagðist hafa farið
í meðferð, en mjög fáir þeirra telja
hana hafa hjálpað, staðfestir það þá
skoðun að hin hefðbundna meðferð
gagni lítt þessum ungu mönnum.
En mikill meirihluti fanganna vill
komast út úr vítahring vímuefna-
neyslu og afbrota. Könnun þessi
staðfestir raunar aðeins það sem
áður var vitað. Þess vegna mun
Félag aðstandenda og áhugamanna
um málefni ungra vímuefnaneyt-
enda beijast fyrir því, að leitað verði
ráða til að gefa þeim afbrotaung-
mennum, sem sannanlega eiga við
vímuefnavanda að etja, kost á ein-
hvers konar meðferð í stað hefð-
bundinnar afplánunar. Annað hvort
á sérstökum stofnunum eða inni í
fangelsunum sjálfum. í beinu fram-
haldi af þessu telur félagið mjög
áríðandi að könnuð verði og fylgst
með vísun fangalækna á ávanabind-
andi lyf til fanga sem eru forfallnir
dópistar svo. talað sé skiljanlegt
tungumál, hafa t.d. oft verið í með-
ferð sem ekki hefur borið árangur.
Spumingin er blátt áfram þessi: Er
það góð og gild læknisaðferð í bráð
og lengd við vanlíðan þessara sjúkl-
inga að gefa þeim ávanabindandi lyf
sem talin eru alkóhólistum var-
hugaverð? Eða er ástæða til að leita
annarra úrræða? Þetta eru kannski
flóknar spurningar því í fangelsum
líður mörgum illa og þau eru ekki
heilsuhæli. En í ljósi þeirra upplýs-
inga sem fyrir liggja um samspil
afbrota og vímuefnaneyslu, verður
ekki hjá því komist að kryfja þessar
spumingar til mergjar. Heill og ham-
ingja margra veltur á því að fundn-
ar séu hinar bestu leiðir í þessum
efnum. Eins og málunum er nú hátt-
að festa þau dópista sem lenda í
fangelsum enn fastar í vítahring
vímuefna og afbrota. Það myndi
spara þjóðfélaginu bæði peninga og
vandræði í framtíðinni ef það horfð-
ist í augu við þessa staðreynd. Er
það annars ekki hveijum manni til
umhugsunar, að þó samfélagið láti
sig litlu skipta líf og heilsu ungra
vímuefnasjúklinga, stendur ekki á
því að þetta sama samfélag láti þá
neytendur sem lögbrot fremja kenna
miskunnarlaust á refsivendi lag-
anna? Vímu'efnaneytendur eiga sem
sagt hiklaust að greiða sínar skuld-
ir, en samfélagið telur sig greinilega
ekki eiga neinum skyldum að gegna
við þessa fársjúku þegna sína. Er
það réttlátt? Og er nokkuð raun-
verulegt vit í því? Enginn má þó
skilja þessi orð svo að ábyrgðina á
gerðum sínum eigi að taka af einum
eða neinum.
Hvað þarf að gera?
Eg hef hér reynt að gera grein
fyrir helstu staðreyndum sem fram
hafa komið undanfarið um vímu-
efnavanda ungmenna: þeim flölda
sem við er átt, neysluvenjum og
aðstæðum, tengslum afbrota og
vímuefnaneyslu, skortinum á úrræð-
um til bjargar. En ekki má gleyma
hinni mannlegu þjáningu og óham-
ingju sem aldrei verður mæld. Að-
standendur eru oft einnig mjög illa
famir. Árin út og inn standa þeir í
stríði við heilbrigðiskerfið þar sem
allar leiðir eru lokaðar til hjálpar.
En hvað þarf þá að gera í með-
ferðarmálum ungra vímuefnaneyt-
enda? Því svarar Einar Gylfi Jónsson
forstöðumaður Unglingaheimilisins
í framsöguerindi sínu á vímuefnar-
áðstefnu samstarfsnefndar ráðu-
neyta: „í fyrsta lagi þarf að sinna
þeim hópi sem er svo illa staddur
að hann er ófær um að taka ábyrgð
á eigin lífi. í öðru lagi þarf að sinna
þeim ungmennum sem eru í veruleg-
um vímuefnavanda en eru ýmist af
sjálfsdáðun eða vegna þrýstings
sinna nánustu, tilbúin til að leita sér
aðstoðar við vandanum. í þriðja lagi
þarf að efla ýmis mildari úrræði og
raunhæfa fræðslu til handa áhættu-
hópnum sem er mjög stór.“
• Á þessu ári lögðu tvær stjómskip-
aðar nefndir til að meðferðardeild
fyrir unglinga í vímuefnavanda verði
komið á fót á vegum Unglingaheim-
ilis ríkisins. Heimilið mun hafa fagn-
að þessari niðurstöðu og kveðst
reiðubúið til að axla þá ábyrgð. En
á fjárlögum er ekkert fé veitt til
þessarar starfsemi. Þó framlag ríkis-
sjóðs til Unglingaheimilisins sé nú
rúmlega tvöfaldað frá því í fyrra er
það fé veitt til þess að grynnka á
gömlum skuldum.
Krýsuvíkursamtökin hafa einnig
boðið stjórnvöldum að reka með-
ferðarheimili og skóla á sínum veg-
um í Krýsuvík. Sú starfsemi er sögð
geta byijað bráðlega ef stjórnvöld
veittu fé og rekstrarleyfi. En stofn-
animar koma ekki að gagni einar
sér. Þar þarf til verka hæft starfslið
sem er tilbúið til að fást við mjög
erfiða einstaklinga. Þess vegna verð-
ur að búa vel að vinnufólki og veita
því sæmandi laun fyrir óvenjulega
krefjandi störf. Illa mannaðar stofn-
Þessar upplýsingar er að finna
í nýjasta tölublaði Hagtíðinda. Þar
kemur einnig fram að hjónavígslur
á árinu 1987 vom 1160 talsins
en lögskilnaðir 477.
Alls fæddust 4193 lifandi börn
anir af þessu tagi eru verri en eng-
ar. Hér er annars ekki rúm til að
gera grein fyrir þessum fram komnu
tilboðum enda stendur það öðrum
nær. En þetta em einu boðin um
meðferðarstofnanir sem fram hafa
komið og em í sjónmáli. Þar af leið-
andi hlýtur Félag aðstandenda og
áhugamanna um málefni ungra
vímuefnaneytenda að styðja þau
bæði eindregið, með þeirri ósk að
þær uppfylli vonimar sem til þeirra
em gerðar. Þær munu leysa allra
versta vandann. En það væri aðeins
byrjunin.
I ljósi þessara ^taðreynda og ann-
arra sem fram hafa komið undanfar-
ið um vímuefnavanda ungs fólks
verða stjómvöld að gera upp hug
sinn um aðgerðir eða aðgerðarleysi.
Þessi grein undirritaðs hefur
stjórn Félags aðstandenda og áhuga-
manna um málefni ungra vímuefna-
neytenda lagt blessun sína yfír. Hún
er því málfærsla félagsins til al-
mennings og stjórnvalda.
Höfúndur er formaður Félags
aðstandenda ogáhugamanna um
málefni ungra vímuefhaneytenda.
á árinu 1987. Af þeim áttu foreldr-
ar í hjónabandi 2.093 böm en for-
eldrar ekki í hjónabandi ívið fleiri
eða 2.100 böm. Af foreldmm ekki
í hjónabandi vom 1767 í óvígðri
sambúð og 333 ekki í sambúð.
Mannfjöldi á íslandi:
Vorum 247.357 tals-
ins í lok ársins 1987
ÍSLENDINGAR voru 247.357 talsins í árslok 1987. Hafði þeim
fjölgað um 3.348 frá árinu áður. Af þessum fjölda voru karlar
124.232 talsins en konur 123.125 talsins.
Hallgrímskirkja
og Reykjavík
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
eftir Þór Jakobsson
Langt er um liðið síðan undirrit-
aður var ungur drengur viðstadd-
ur fýrstu skóflustungu að gmnni
Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Það næddi um bert Skólavörðu-
holtið daginn þann og lengi
gnauðuðu vindar um hálfkaraða
kirkjuveggina. En nú ber turn við
himin hvaðanæva að sjá og sést
kirkjan fyrst allra mannvirkja við
komu til Reykjavíkur á sjó og
landi.
Smám saman hefur hin mikla
bygging komist í gagnið. Áratug-
ir em vissulega síðan safnaðar-
starf og helgihald hófst í nokkmm
hluta Hallgrímskirkju, þótt enn
væri í smíðum. Þúsundir manna
áttu þangað margvísleg erindi og
ráku þau án þe ss að láta ófull-
gert húsið á sig fá. En þáttaskil
urðu engu að síður við vígslu
meginskips og kirkjunnar allrar
ekki alls fyrir löngu er bygginga-
meistarar og samstarfsmenn
þeirra höfðu rekið smiðshöggið á
verkið.
Hallgrímskirkja fellur nú að
landslagi höfuðborgarinnar og
verður komandi kynslóðum jafn-
náttúmleg og Esja í umgjörð ná-
grennisins. Kirkjuturninn á
Skólavörðuhæð er stólpi sem
tengir himin og jörð. Líkt og
greina má tuminn langt að, er
hvergi betra útsýni en í turni
Hallgrímskirkju yfír Reykjavík,
nærsveitir og Faxaflóa. Borg-
arbúar, utanbæjarmenn og út-
lendingar leggja leið sína upp í
turninn að njóta víðsýnisins og
kynna sér borgarhverfin í suðri,
vestri, norðri og austri. Varla
getur fjölsóttari stað og margir
skoða kirkjuna líka. Gestabækur
fyllast furðu fljótt.
Hallgrímskirkja á Skólavörðu-
hæð birtist í krafti stærðar sinnar
á teiknimyndum barna af höfuð-
borginni. Hallgrímskirkja er nú
þegar óformlegt tákn höfuð-
borgarinnar. Hún er kirkja, safn-
aðarkirkja og vaxandi höfuðkirkja
sökum húsrýmis. En hún er jafn-
framt kjörin miðstöð á öðrum
sviðum menningar, lista, fyrir-
lestrahalds ýmiss konar og
fræðslu um höfuðborg íslands og
nágrenni, sögu og náttúm þess
lands sem blasir þar við augum.
Hálf öld er liðin síðan Guðjón
Samúelsson húsameistari átti
sér þann draum, að menningar-
hverfi risi um síðir á Skólavörðu-
hæð. Ur því varð ekki, en þess í
stað er þar komin hin mikla kirkja
Guðjóns til minningar um sálma-
skáldið góða. Það væri verðugt
til minningar um hinn stórhuga
og mæta húsameistara, ef gera
mætti bragarbót á og gera Hallgr-
ímskirkju að íjölþættri menning-
armiðstöð. Miðsvæðis er hún í
borginni og salir margir í kirkj-
unni. Að hætti snillingsins Guð-
jóns munu þar líka leynast her-
bergi tóm sem ætluð em síðari
tímum.
Reyndar er ótrúlega margt nú
þegar unnið í Hallgrímskirkju sem
til menningar horfir. í forystu
hins fjölbreytta safnaðarstarfs em
eins og gengur og gerist safnaðar-
stjóm, prestar, organisti og kven-
félag. I fararbroddi við uppbygg-
ingu Hallgrímskirkju um árabil
hefur verið Hermann Þorsteins-
son, formaður safnaðarstjórnar.
Margir aðrir leggja hönd á plóg-
inn.
En auk þessa starfar við kirkj-
una Mótettukórinn undir stjóm
Harðar Áskelssonar organista.
Kórinn hefur látið skammt stórra
högga á milli. Þótt örfá ár séu frá
stofnun hans hefur kórinn getið
sér gott orð fyrir forvitnilegt verk-
efnaval og hrífandi flutning.
Listvinafélag Hallgríms-
kirkju starfar nú sitt sjöunda ár.
Tilgangur félagsins er að efla list-
alíf við kirkjuna. Félagið styrkir
flutning fagurra lista við helgiat-
hafnir, en auk þess gengst félagið
fyrir vönduðum flutningi kirkju-
listar á sviði tónlistar, bókmennta,
myndlistar, leiklistar og annarra
listgreina. Á dagskrá félagsins
fyrir kirkjuárið, sem hófst fyrsta
sunnudag í aðventu 27. nóvember
sl. kennir margra grasa. Auk tón-
leika, sýninga eða bókmennta-
kvölda öðm hveiju vetrarlangt
stendur fyrir dymm Kirkjulista-
hátíð í vor, nánar tiltekið 5.-15.
maí 1989.
Því miður er enn ljótt um að
„Það væri verðugt til
minningar um hinn
stórhuga og mæta hú-
sameistara, ef gera
mætti bragarbót á og
gera Hallgrímskirkju
að flölþættri menning-
armiðstöð.“
litast umhverfis Hallgrímskirkju
og gróðurinn harla rýr, en þeim
mun meira af möl og bílum. Von-
andi verður þess ekki langt að
bíða, að þar verði snotrara um-
horfs og bflum komið fyrir annars
staðar. Langtímaáætlun mætti
hafa um að rýma eftir nokkra
áratugi suðausturhorn Skóla-
vörðuholts og reisa Templarahöll
á öðrum og betri stað.
Þá er verk að vinna í sjálfum
tuminum. Hann mætti prýða inn-
an, t.d. skreyta veggi efstu hæða
þar sem svo mjög er gestkvæmt
listrænum mósaíkmyndum. Fleira
mætti telja. En mest er um vert,
að menn kunni að færa sér í nyt
í fyllsta mæli Hallgrímskirkju á
Skólavörðuhæð kristni og menn-
ingu til framdráttar, Reykvíking-
um og gestum þeirra til ánægju
og uppbyggingar. Svo mikil yrðu
þá umsvifin á holtinu, að þörf
yrði á röggsömum forstöðumanni
eða „staðarhaldara“.
Hin gamla hugmynd Guðjóns
Samúelssonar um „háborg
íslenskrar menningar“ á Skóla-
vörðuholti rann að vísu út í
sandinn, en vel má ímynda sér
að meistarinn hafi þegar öllu er
á botninn hvolft fleytt hugmynd
sinni nokkuð áleiðis með voldugri
hugsmíð sem varð að veruleika
og nú er Hallgrímskirkja í
Reykjavík. Óvænt gátt stendur
opin!
Höfundur er veðurfræðingur og
formaður Listvinafélags Hall-
grímskirkju.