Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Bandaríkin: Herstöðvum fækk- að í spamaðarskyni Washington. Reuter. TÓLF manna nefiid, sem skipuð er af Bandaríkjaþingi og í eru menn úr hernum, atvinnulífinu og ríkisstjórn, ljóstraði í gœr upp um mikið leyndarmál. Þá skýrði hún frá þvf hvaða herstöðvum í Bandaríkjunum yrði lokað til að unnt mætti verða að spara tvo milljarða dollara hið minnsta. Reuter Sýrlenskir og líbanskir hermenn virða fyrir sér leifarnar af bíl, hlöðnum sprengiefiii, sem sprengdur var i loft upp i Beirút í Libanon i gær, nokkrum metrum frá einni varðstöð Sýrlendinga í borginni. Enginn fórst en einn maður slasaðist. ísraelar gerðu í gær hefndarár- ásir á stöðvar skæruliða Amal-shíta i Suður-Libanon en ísraelar saka þá um að veita palestínskum skæruliðum aðstoð er þeir laum- ast yfir landamæri ísraels og Libanons. Friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum: Þessa leyndarmáls hefur verið betur gætt en nokkurs annars enda þykir enginn öfundsverður af því að ákveða hvaða herstöðvum af samtals 3.800 um öll Bandaríkin skal lokað með ófyrirséðum afleið- ingum, ekki aðeins fyrir hermenn- ina, heldur ekki síður fyrir viðkom- andi sveitarfélög. Er enda búist við, að víða verði rekið upp mikið rama- kvein. Shamir segir Egypta gegna lykilhlutverki Utanrikisráðherrar Egyptalands og^ísra- els sagðir ætla að funda í næsta mánuði Jerúsalem, Beirút. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði i viðtali við frétta- menn Reuters-fréttastofunnar í gær að hann vonaðist til að geta lagt fram nýja friðaráætlun innan tveggja mánaða. Sagði hann að samkvæmt áætluninni myndu Egyptar gegna hlutverki milligöngu- manns i viðræðum ísraela við arabariki og Palestinumenn. Til greina kæmi að leyfa Palestínumönnum á hernumdu svæðunum að kjósa eigin fulltrúa til friðarviðræðna ef uppreisn þeirra, sem staðið hefur í rúmt ár, yrði hætt. Shamir sagðist enn andvígur hugmyndum um alþjóðlega friðar- ráðstefnu um vandamálin fyrir botni Miðjarðarhafs og viðræðum við Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) en Egyptar eru hlynntir hvorttveggja. Forsætisráðherrann sagði að risaveldin tvö, Bandaríkin og Sov- étríkin, gætu gegnt mikilvægu hlut- verki við að koma á friði. Aðstoðar- menn Shamirs segja að líklega muni forsætisráðherrann skýra frá áætlun 'sinni í smátriðum um það leyti er hann fer í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna í febrúar eða mars næstkomandi. Heimildarmenn í ísrael segja að utanríkisráðherra landsins, Moshe Arens, muni ræða við egypskan starfsbróður sinn, Esmat Abdel- Meguid, á ráðstefnu um efnavopn sem haldin verður í París í janúar. Sagt er að einnig verði reynt að koma á fundi þeirra Arens og Edu- ards Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. Nokkrir leiðtoga uppreisnar Pa- lestínumanna á hemumdu svæðun- um í ísrael hafa reifað þá hugmynd að gert verði vopnahlé ef ísraels- stjóm sleppi 1500 pólitískum föng- um úr röðum Palestínumanna úr haldi, leggi niður einangrunarbúðir, hætti að reka menn úr landi, dragi herlið sitt á brott frá þéttbýlissvæð- um Palestínumanna, opni á ný pa- lestínska háskóla og leyfi kosningar á hemumdu svæðunum. ísraelski forsætisráðherrann vildi ekki beinlínis segja álit sitt á hugmynd- inni en ítrekaði aðeins fyrri um- mæli sín þess efnis að ofbeldi yrði að linna á hemumdu svæðunum; fyrr yrði ekki hægt að hefja samn- ingaumleitanir. Síðastliðna tvo mánuði hefur mikið verið rætt um þetta mál í íjölmiðlum, sem hafa reynt að geta sér til um hvaða herstöðvar og hve margar yrðu fyrir niðurskurðar- hnífnum. í sumum hafa verið nefnd- ar allt að 50, í öðmm ekki færri en 24 og spamaðurinn talinn geta orðið frá tveimur og upp í fimm milljarða dollara. Frank Carlucci vamarmálaráð- herra valdi nefndina, sem er skipuð mönnum úr báðum flokkum, á síðasta vori að beiðni þingsins og fól henni þetta erfiða verk eh þess má geta, að í Bandaríkjunum hefur engum herstöðvum verið lokað í 11 ár. Fram að því hafði Pentagon eða bandaríska vamarmálaráðuneytið reglulega lagt niður herstöðvar, sem þóttu úr sér gengnar, og spar- að þannig bandarískum skattgreið- endum um 5,6 milljarða dollara árlega. Síðan hafa hins vegar byggðasjónarmið og ásakanir um flokkspólitík og fyrirgreiðslu staðið í veginum. Herstöðvunum lokað 1. janúar 1990 Nefndin beindi einkum sjónum sínum að 871 herstöð meðal þeirra stærstu og nú þegar listinn hefur verið birtur getur Carlucci velt hon- um fyrir sér fram til miðs janúar. Almennt er búist við, að hann fall- ist á úrskurð nefndarinnar í heild. Þingið verður síðan að taka afstöðu til hans fyrir miðjan apríl en tillög- umar er ekki hægt að fella nema meirihluti í báðum deildum sé því samþykkur. Ef þingið samþykkir verður hafist handa við að loka herstöðvunum 1. janúar árið 1990. Nefndarmenn hafa farið vítt og breitt um Bandaríkin og skoðað margar herstöðvar en lokadómir.n felldu þeir á löngum fundi í Was- hington um miðjan desember. Vom þykkar gardínur fyrir gluggum og engum óviðkomandi hleypt inn í húsið fyrr en búið var að læsa nið- ur öll skjöl og fyrirkoma hveiju ein- asta pappírssnifsi. Súdan: Skotíð á mótmælendur Khartoum. Reuter. LÖGREGLA hóf skothríð á hóp manna sem héldu uppi mótmæl- um á götum Khartoum í gær þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að láta af fyrri áformum um að hækka verð á matvælum. Ekki var greint frá mannfalli i átökun- um. Talsmaður ríkisstjórnarinn- ar sagði í gær að þess væri skammt að bíða að mynduð yrði ný ríkisstjórn í kjölfar þess að Lýðræðiseiningarflokkurinn (DUP) sleit stjórnarsamstarfínu. Súdanska þingið hafnaði á mið- vikudag friðartilboði DUP til skæruliða Frelsissamtaka Súdana (SPLA) með þeim afleiðingum að DUP sleit stjómarsamstarfinu. Tuttugu sæti eru á súdanska þing- inu og sex þingmenn koma frá DUP. Framtíð samsteypustjómar- injiar er því ótrygg og að sögn arab- ískra stjómarerindreka hafa áform um að binda endi á borgarastyrjöld, sem staðið hefur í fimm ár í suður- hluta landsins, nær því mnnið út í sandinn. Stjómarerindrekar telja einnig hugsanlegt að stjómvöld geti ekki lengur reitt sig á fjár- hagsaðstoð frá íhaldssömum ara- baríkjum og vestrænum ríkjum í kjölfar brottgöngu DUP. Bretland: Eitt einasta orð varð ráðherranum að falli Þar sem tekið er mark á máli manna getur munurinn á „flest“ og „mörg“ riðið baggamuninn The Observer FYRR í þessum mánuði kom upp salmonellusýking í eggjum í Bretlandi og þótti hún að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál. Það var þó ekki sýkingin sjálf, sem varð til að gera málið eftirminnlegra mörgum öðrum, heldur yfirlýsingar eins ráðherrans, Edwinu Currie aðstoðarheilbrigðisráðherra. í Bretlandi og í breskum stjórnmálum hefur það lengi tíðkast að taka mark á því, sem menn segja, og Currie varð hált á því. Hún þótti ganga of langt og neyddist af þeim sökum til að segja af sér. Breskir §ölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr þessu máli, einkum yfírlýsingagleði ráðherrans, og kemur þar fram, að það hafi að- eins verið eitt einasta orð, sem gerði gæfumuninn fyrir Edwinu Currie. Það var orðið „flest", á ensku most. Er það álit margra, að hefði hún forðast það en sagt í staðinn í frægu viðtali við ITN- sjónvarpsstöðina, að „rnörg", á ensku much, eggjanna „eru því miður sýkt af salmonellu", væri hún ennþá aðstoðarheilbrigðisráð- herra í bresku stjóminni. Um Edwinu Currie er það ann- ars sagt, að það hafi hingað til ekki verið hennar aðal að gæta hófs í orðavali enda hafi hún sýnt það á sínum stutta ráðherraferli, að hún sé manneskja, sem líki það best að láta allt flakka. Hefur í því sambandi verið rifjað upp ýmislegt, sem hún hefur látið sér um munn fara. Einu sinni sagði hún til dæmis um Norður-Eng- lendinga, að þeir úðuðu í sig óholl- um mat og kallaði þá „búðingsæt- ur“, og um gamla fólkið sagði hún, að það gæti sem best haldið á sér hita með því að klæðast ullarflíkum og orðið sér úti um fé með því að veðsetja húsin. Currie hefur tekist að vekja á sér mikla athygli með þessum yfirlýsingum og öðrum álíka en þegar salmonellusýkmgin kom upp þótti mörgum sem steininn tæki úr. Að sjálfsögðu átti hún að láta málið til sín taka en þegar hún sagði, að „flest" eggin frá enskum eggjabændum væru sýkt, var mönnum nóg boðið. í breskum fjölmiðlum er það raunar haft eft- ir ónefndum embættismanni í heilbrigðisráðuneytinu, að erfitt sé að sanna, að Currie hafi rangt fyrir sér „en allt bendir þó til, að hún hafi gert úlfalda úr mýflugu". Afleiðingamar létu heldur ekki á sér standa. Um miðjan mánuð- inn höfðu safnast fyrir 400 millj- ónir óseldra eggja í 900 stærstu hænsnabúunum og 20 milljónir bættust við á hveijum degi. Fram- leiðendur mátu þá tjónið á rúm- lega tvo milljarða ísl. kr. og höfðu neyðst til að slátra þúsundum kjúklinga vegna þess, að þeir Rcuter Edwina Currie, fyrrverandi aðstoðarheilbrigðisráðherra. höfðu ekki efni á að fóðra þá. Edwina Currie varð að segja af sér, um það voru allir sam- mála, og vegna þess, að nú „gekk hún of langt" eins og Robin Cook, talsmaður stjómarandstöðunnar, sagði á þingi. Edwina Currie er kannski ágætt dæmi um manneskju, sem hefur það ekki allajafna að leiðar- ljósi, að orð skuli standa, og sést því ekki fyrir í yfirlýsingunum. Sumir landa hennar em þó á allt öðru máli. Þeir segja, að Currie hafi alltaf vitað hvað hún var að segja. Yfírlýsingamar hafí verið úthugsaðar, til þess gerðar að um, sem yfirlýsingar aðstoðar- heilbrigðisráðherrans höfðu valdið eggjabændum, efiidi rikisstjórnin til auglýsingaher- ferðar í blöðum og öðrum (jöl- miðlum. Myndin er af heilsíðu- auglýsingu um „eggin og stað- reyndimar“. vekja á henni rækilega athygli en vera þó um leið innan markanna. Eggjamálið sé því bara slys og undantekning á reglunni hvað hana varðar. Spá sumir því að hún eigi eftir að rísa til vegs og virðingar í pólitíkinni á ný og jafn- vel feta í fótspor Margaretar Thatcher.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.