Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 31

Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 31 Lausnir á jólaskákþrautum Sævar Bjarnason vann banda- ríska stórmeistarann Federowicz á opnu móti vestanhafs i nóvem- ber. náði Makarichev að vinna mótið, en Sævar varð í 6.-7. sæti. Við skulum vona að Rússar þurfí ekki aftur að bíða í 15 ár eftir næsta tapi í þessum aldursflokki. Sævar hefur mjög lítið teflt á þessu ári, en meðan landslið okk- ar tefldi á Ólympíumótinu í Grikk- landi brá hann sér til Banda- ríkjanna og tefldi þar á opnu móti. Flestir stórmeistarar Banda- ríkjamanna voru á meðal þátttak- enda, að Ólympíuförum undan- skildum. Þetta var hraðmót, tefld- ar voru sex umferðir á þremur dögum og voru 50 skákmenn í efsta flokki. Sævar byijaði vel, en skorti úthald og hafnaði að lokum í miðjum hópi keppenda, hlaut þrjá vinninga. Sigurvegarar með fímm vinninga urðu stór- meistaramir Alburt og Lein og alþjóðlegu meistaramir Frias og Bass. Þótt Sævar næði ekki verð- launasæti var það mikil sárabót að hann lagði einn stigahæsta stórmeistarann á mótinu, John Federowicz (2535 stig), að velli í heilsteyptri skák. Má segja að stórmeistarinn hafí verið tekinn í kennslustund í stöðubaráttu: Hvítt: Federowicz (Banda- ríkjunum) Svart: Sævar Bjarnason Nimzoindversk vörn 1. d4 - RfB 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - 0-0 5. Bd3 - c5 6. Re2 - d5 7. cxd5 - Rxd5 8. 0-0 — cxd4 9. exd4 — Rc6 10. a3 - Be7 11. Bc2 - Rxc3 12. bxc3 - b6 13. Rf4 — g6 14. Hel - BfB 15. Df3?! Eftir 15. Dd3 — Bb7 er komin upp sama staða og í skákinni Knaak-Stohl, Potsdam 1985. Eftir bæði 16. Rh5!? eins og Knaak lék, eða 16. Dg3!? hefði hvítur haft góð sóknarfæri á kóngsvæng. Sú áætlun Bandaríkjamannsins að reyna að pressa á skálínunni f3— a8 færir honum ekkert í aðra hönd. Staðan sem er komin upp er nokkuð dæmigerð fyrir miðtöfl sem koma upp úr Nimzoind- verskri vöm. Hvítur hefur virkari stöðu, en peðaveikleika á c3 og a3. Tilfæringar hvíts í næstu leikj- um em allt of hægfara og eftir það segja veikleikamir fljótt til sín. 15. - Bb7 16. Be4 - Hc8 17. Be3?! - Bg7 18. Hadl — De7 19. Bcl - Ra5 20. h4 - Bxe4 21. Hxe4 - Db7! Skák Margeir Pétursson Höf. Minev. Hvítur leikur og vinnur. Lausnin er einföld: 1. d5 — KfB 2. f4! og svartur er í leikþröng, eftir 2. - Kg6 3. Kb3 - Kf7 4. Kb4 — Ke7 5. Kxb5 er eftirleikur- inn auðveldur fyrir hvít. Höf. A. Dombrovskis. Hvítur mátar f öðrum leik. Lausnarleikurinn er 1. Df5! og þótt svartur eigi marga löglega leiki, kemst hann ekki hjá máti í næsta leik. Hvítur hótar 2. De4 mát. Höf. Al. Kuznetsov. Hvftur leik- ur og vinnur. Lausnin er býsna lagleg: 1. Svartur hefur komið ár sinni vel fyrir borð og hvítur hefur að sama skapi gert sig sekan um gróf herfræðileg mistök. Svartur hefur neglt niður hvftu peðaveik- leikana á dröttningarvæng, skipt upp á sóknarmanni hvíts, hvítre- itabiskupnum og hótar þar að auki 22. — Hxc3. í raun em því úrslitin ráðin, hvítur hafði ekki ' tíma í hægfara liðsskipunarleiki sína í 17—19. leik. 22. Hd3 - Rc4 23. Hel - Dxf3 24. Hxf3 Hér bauð Federowicz jafntefli, sem Sævar afþakkaði kurteislega. Stöðuskilningi Bandaríkjamanns- ins virðist eitthvað ábótávant, eða hann hefur talið mikinn stigamun þeirra Sævars fullnægjandi mót- vægi gegn þessari ömurlegu stöðu. 24. - Hfd8 25. Re2 - Hd5 26. Hd3 - Ha5 27. Hedl - Hd8 28. g4?! - Bf6 29. h5 - gxh5 30. g5 - Be7 31. Hh3 - Bxa3 32. Bxa3 - Hxg5+ 33. Kfl - Rxa3 34. Rg3 — Rc4 35. Re4 — Hf5 36. Ke2 - Kf8 37. Rg3 - Hb5 38. Rxh5 - Hb2+ 39. Kf3 — Hc2 og hvítur gafst upp. Re6+! — Rxe6 2. bxa7 — Rc7 3. Rb6! (Nú verður hvíti kóngurinn á undan þeim svarta að frípeðinu, því 3. — Ke7 gengur auðvitað ekki vegna 4. Rd5+. Sá svarti verður því að fara Krísuvíkurleið:) 3. — Ke8 4. Kd3! - Kf7 5. Kc4! - Ke8 6. Kc5 - Kd8 7. Kc6 og svartur er í leikþröng. — Rxg8 4. Bg2 — Dxg2 5. h7 og nú verður hvítur annað hvort patt, eða nær að vekja upp nýja drottn- ingu. Bronstein dulbýr lokatemað einkar laglega, en það mun ættað frá ungverska skákdæmahöfundin- um P. Farago, sem samdi eftirfar- andi dæmi árið 1946: Hvítur: Kh8, Hg5, Rd3, g7, h6, Svartur: Kc2, Dd2, Re7 og Rf3. Hvítur leikur og heldur jafntefli. Eftir að hafa séð lausnina á dæmi Bronsteins, ætti lesendum ekki að verða skotaskuld úr því að leysa eldra dæmið. Höf. R. Kofman og L. Loshin- sky. Hvítur mátar f þriðja leik. Þríleiksdæmi em miklu erf- iðari en tvíleiksdæmi, ekki sízt vegna þess að erfíðara er að beita á þau útilokunaraðferðinni. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að hafa þurft að gefast upp á þessu dæmi: 1. Re3! (Hótunin er 2. Bxf5 — bl=D 3. Bxbl mát. Nokkur mátstef:) a) 1: — Kf2 2. Rexf5 (Hótar 3. Re7 mát) Kf3 3. Re3 mát, b) 1. - Kf4 2. Rgxf5 - Kf3 3. Rg3 mát, eða 2. — Hxf7 3. De4 mát. Sævar kenndi bandarískum stórmeistara grundvallarlögmál Nimzoindverskrar varnar. í skákþætti um Evrópumeist- aramót unglinga sem birtist í Mbl. á aðfangadag jóla var rang- lega talið að Þröstur Þórhallsson hefði með sigri sínum yfír Gelfand orðið fyrstur íslendinga til að leggja Sovétmann að velli á heims- eða Evrópumótum ungl- inga 20 ára og yngri. Ég hafði gleymt því að um áramótin 1973—74 vann Sævar Bjamason mjög öruggan og sannfærandi sigur yfír Rússanum Sergei Mak- arichev á Evrópumeistaramóti unglinga. Þrátt fyrir þá byltu Hvítur leikur og' vinnur Staðan er úr skákinni Zilber- Seirawan, sem tefld var í Hastings um áramótin 1979—80. Zilber valdi hina freistandi leið: 1. Bc3? — g5 2. Hh8+ - Kg6 3. Hg8+ - Kh7 4. Hg7+ - Kh8 5. Be5 - He3 6. Hxg5+ - Kh7 7. Hf5 - Kg6 8. Kc5 - He4 9. Hf6+ - Kg5 10. Kd5 — Hg4 11. Hxf7 og skákinni lauk um síðir með jafntefli. Vinningsleiðin er hins vegar þannig I. g5! - Hb3+ 2. Ka6 - hxg5 3. Bc3 — Hxc3 (Máti verður ekki forðað á annan hátt) 4. Hxc3 — g4 5. Kb5 - Kh6 6. Kc4 - Kg5 7. Kd3 — f5 (Þar sem hvíti kóngur- inn kemst fram fyrir peðin er þetta endatafl tapað á svart) 8. Ke2 — f4 9. Hc4 - f3+ 10. K£2 — Kh4 II. Hc8 og vinnur létt. Höf. Bronstein. Hvítur leikur og heldur jafiitefli Lausnin er glæsileg 1. Rxd2 — hl=D 2. Rxe4! — Dxe4 3. g8=D Frá keppni hjá Bridsdeild Rangæingafélagsins. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Jólasveinar Skagfírðinga 1988 urðu Hjálmar S. Pálsson, Jóhann Gestsson, Magnús Sverrisson og Vilhjálmur Einarsson. Alfaverð- launin (2. sæti) hlutu Björn Péturs- son, Jón Viðar Jónmundsson, Óskar Karlsson og Sigmar Jónsson. Fyrir- bærin voru leyst út með stærstu gotterískössum bæjarins. Félagið hefur starfsemi á nýju ári þriðjudaginn kemur með eins kvölds tvímenningskeppni (upphit- un á nýju ári). Allir velkomnir. Annan þriðjudag verður svo aðal- sveitakeppni framhaldið, en lokið er 10 umferðum af 15. Hjónaklúbburinn Þriggja eða fjögurra kvölda baro- meter-tvímenningur hefst 3. janúar nk. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Væntanlegir þátttakendur skrá sig í síma 22378 (Júlíus). Bridsfélag kvenna Sveitakeppnin hefst 9. janúar. Sveitaforingjar eru beðnir að skrá sveitir sínar hjá Aldísi Schram í síma 15043. Spilað er í BSÍ-húsinu. Bridsfélag Suðurnesja Starfsemin á pýja árinu hefst 2. janúar með eins kvölds tvímenn- ingi. Spilað er í Golfskálanum í Leiru kl. 20.00. Bridsmót á Snæfellsnesi Snæfellsnesmót í tvímenningi (barometer) verður haldið í Grund- arfírði 7. janúar nk. og hefst kl. 9 um morguninn. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til Guðna í síma 86788 eða til Þórs í síma 86778 fyrir 2. janúar. Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 20. des. fór fram verðlaunaafhending fyrir aðal- keppnir haustsins. Einnig var spiluð jólarúberta. Efst urðu eftirtalin pör: Anton Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 48 Gísli Tryggvason — Guðlaugur Nielsen 29 Pétur Sigurðsson — Einar Sigurðsson 25 Pálmi Pétursson — Sigfús Skúlason 15 Magnús Oddsson — Lilja Guðnadóttir 15 Þriðjudaginn 3. janúar verður spilað eins kvölds tvímenningur en 10. janúar hefst aðalsveitakeppni félagsins. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Spilarar, gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir samstarfíð á árinu sem er að líða. Sjáumst hress á næsta ári. bciby comp getnaðarvörn/ getnaðarhjálp Heilbrigð! Örugg! Einföld! Hringið eða sendið inn nafn og heimilisfang og þið fáið sendar upplýsing- ar um Baby Comp. Einkaumboð: Buri hf., Pósthólf 106, 222 Hafnarfirði. S. 91-661920.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.