Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 32

Morgunblaðið - 30.12.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Skortur á upplýsing- um í ferðaþjónustu Rangar flárfestingar? Misheppnuð markaðssetning? eftir Björn S. Lárusson Það er kunnara en frá þurfi að segja að hvers konar gagna- og upplýsingasöfnun er nauðsynleg hverri atvinnugrein. Þetta á bæði við um markaðinn (eftirspuminga) og framleiðsluna (framboðið). Það er t.a.m. sjávarútvegi nauðsyniegt að vita nokkum veginn stofnstærð físks í sjónum og neysluvenjur á þeim mörkuðum sem unnið er á eða smáauglýsingar félagslíf -AA_4_A_*ÆAA ...x A- Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19 Biblíulestur kl. 9.45. Lofsöngs- og áramótaguöþjónusta kl. 11.00. Fjölbreyttur söngur. Blandaöur kór. Tvöfaldur karla- kvartett. Einsöngur og tvísöng- ur. Prestur og söngstjóri Jón Hjörleifur Jónsson. Viö orgelið Krystyna Cortes. Undirleikur á slaghörpu, Sólveig Jónsson. *Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Föstudag 30. des. kl. 20.00: Norrann jólafagnaður. Garðar Ragnarsson talar og ungt fólk tekur lagið. Veitingar. Hátiðin fer fram á skandínavísku. Nýársdag kl. 16.00: Nýársfagn- aður. Kapteinarnir Anne Marie og Harold Reinholdtsen flokks- foringjar stjórnar og tala. Allir velkomnir. ætlunin er að sækja inná. Án þess- ara upplýsinga er erfítt að móta fískveiðistefnu eða ákvarða um íjár- festingar í sjávarútvegi. Atvinnu- greinin ferðaþjónusta er þama ekki undanskilin. Vemlega hefur skort á upplýsingar sem koma mættu að gagni við uppbyggingu og markaðs- sókn í ferðaþjónustu. Einu handbæm upplýsingamar em gistináttatalning á gististöðum sem fer fram á vegum Hagstofu Islands og talning útlendingaeftir- lits tollgæslunnar á fjölda ferða- manna inn og út úr landi. Þessar upplýsingar má kalla gmndvallar- upplýsingar en þær em hvergi nærri tæmandi til raunhæfrar áætlanagerðar í uppbyggingu eða markaðssókn. Á undanfömum ámm hefur upp- bygging betri hótela og veitinga- staða verið mjög hröð til að koma til móts við viðskiptaferðalanga og ráðstefnugesti á meðan minna hef- ur farið fyrir skipulagi og upp- byggingu á ferðamannastöðum (að- dráttarafli ferðamannsins) og öðr- um áningarstöðum s.s. tjaldstæð- um. Við hljótum að spyija okkur hvort sú uppbygging sem átt hefur sér stað sé í samræmi við ferðavenj- ur þeirra sem hingað koma, m.ö.o. hvort við komum til móts við mark- aðinn eins og hann er í dag með uppbyggingunni. Við hljótum einnig að spyija okkur hversu stór sá markaður er, sem þessum hótelum og veitingastöðum sem byggð hafa verið er ætlað að þjóna. Þær spum- ingar verða einnig sífellt áleitnari hve mikið hver einstakur ferðamað- ur skilur eftir í tekjur til ferðaþjón- ustunnar og hvort þær tekjur gætu orðið meiri með breyttum áherslum og breyttri forgangsröð verkefna. Þeir sem staðið hafa fyrir þessum áherslum í uppbyggingu ferðaþjón- ustunnar undanfarin ár benda rétti- „Þad er forgangsverk- efiii í íslenskri ferða- þjónustu á næstu árum að afla upplýsinga svo koma megi í veg fyrir rangar og óarðbærar Qárfestingar.“ lega á að góð hótel með góða að- stöðu séu forsenda þess að hægt sé að sinna ráðstefnum og fundum en það eru þeir ferðamenn sem skila mestu tekjum til ferðaþjón- ustunnar auk þeirra ferðamanna sem dveljast á ákveðnum stöðum til endurhæfíngar og heilsubótar. En hvað er þessi markaður stór og hvað getum við átt von á að fá stór- an hluta af honum? Er fjarlægð okkar frá markaðnum (kostnaður- inn við að koma hingað) of mikil? Getur verið að erfíðleikar í hótel- og veitingarekstri eigi sér aðrar orsakir en lítið eigið fé, háan fjár- magnskostnað og lausafjárskort, t.d. vanþekkingu og vanmat á markaðsaðstæðum? Eru hinar miklu fjárfestingar f hótelum og veitingahúsum í samræmi við mark- aðinn og ef svo er ekki hvað kostar að vinna þeim markað? Þessum spumingum er ekki hægt að svara fullnægjandi nema með því að kryfja ferðaþjónustuna til mergjar með athugunum og rannsóknum á markaðnum. Lítið hefur farið fyrir slíku hingað til, jafnvel í umræð- unni um ferðamálastefnu, sem hvorki verður fugl né fiskur án slíkra athugana og rannsókna. Þegar ég vann að þýðingu bókar um markaðssetningu ferðaþjónustu sem kom út hjá Iðunni í haust var mér enn betur ljóst að gagna- og upplýsingasöfnun hér á landi er á algjöru frumstigi. Það má benda á að kennsla er hafín í framhaldsskól- um í ferðamálum án tölfræðilegra upplýsinga utan þeirra sem áður er getið. Upplýsingar um þjóð- hagslegt mikilvægi ferðaþjón- ustunnar eru töluvert á reiki vegna þess að atvinnugreinin ferðaþjón- usta er ekki skilgreind sem slík og stefna í ferðamálum hefur ekki ver- ið mörkuð. I framhaldi af þýðingu bókarinn- ar lagði ég út í það að kanna ferða- venjur útlendinga á íslandi. í sam- vinnu við tollgæsluna á Keflavíkur- flugvelli og flugfélögin var spum- ingablöðum dreift til útlendra ferða- manna á leið úr landi og þeim safn- að saman um borð í flugvélunum auk þess sem gerð var könnun við eina brottför Norrænu frá Seyðis- fírði. Könnunin fór fram eina viku í maí, eina viku í júlí og eina viku í nóvember. Niðurstöður munu liggja fyrir um áramót. I könnun- inni var m.a. spurt um um gisti- máta, lengd dvalar, hvaða lands- hlutar voru heimsóttir, kostnað við ferðina og hvað varð til þess að menn komu hingað. Niðurstöður könnunarinnar voru seldar fyrir- fram til fyrirtækja og stofnana í ferðaþjónustu. Sótt var um íjárveit- ingu til Alþingis vegna stofnkostn- aðar sem ekki hefur verið afgreidd enn. Undirtektir fyrirtækja voru mjög góðar. Þó kom mér á óvart að Ferðamálasjóður sem veitir fé til ijárfestinga hafði ekki áhuga á niðurstöðunum. Nú þegar liggja fyrir upplýsingar úr könnuninni sem benda til þess að uppbyggingin sem við höfum staðið að undanfarin ár sé í veiga- miklum atriðum ekki í samræmi við raunveruleika ferðaþjónustunnar á íslandi. Getur verið að hér sé kom- in orsök fyrir erfíðleikum og stöðn- un í íslenskum ferðamálum sem við stöndum frammi fyrir? Yfirgnæf- andi meirihluti þeirra sem svöruðu kvörtuðu yfír óheyrilegu verði á mat. Getur það verið vegna þess að veitingastaðimir eru ætlaðir allt öðrum hópi viðskiptavina, meðvitað eða ómeðvitað? Við íslendingar kvörtum undan of miklum átroðn- ingi á helstu viðkomustöðum ferða- manna. Getur það verið vegna þess að ferðavenjur þeirra ferðamanna’ sem hingað koma séu öðruvísi en við höfum hingað til ímyndað okk- ur? Ef til vill er áleitnasta spuming- in sú hvort við séum að tapa tekjum vegna stefnuleysis og rangrar upp- byggingar sem er bein afleiðing þess að upplýsingar skortir. Hvers vegna hefur ekki verið reynt að afla þessara upplýsinga fyrr? Fé hefur skort til þess að afla þeirra segja forráðamenn ferða- þjónustunnar og það eru í sjálfu sér gild rök. En hér vantar einnig að mínu mati betra skipulag, aðra for- gangsröð verkefna og betri nýtingu á því litla fé sem fæst til ferða- mála. I þessu sambandi má setja stórt spumingarmerki við Ferða- málaráð íslands. Til hvers að vera að kosta Ferðamálaráð Islands sem einungis fær fjárveitingu fyrir skrif- stofukostnaði? Er þetta skrifstofa, skrifstofunnar vegna, Parkinsons- lögmálið í reynd eða atvinnubóta- vinna? Það er forgangsverkefni í íslenskri ferðaþjónustu á næstu ámm að afla upplýsinga svo koma megi í veg fyrir rangar og óarð- bærar fjárfestingar. Við höfum ein- faldlega ekki efni á því að láta reka á reiðanum í þeim efnum. Að mínu mati ætti forgangsröð verkefna í ferðaþjónustu að vera þessi: 1. Rannsóknir. Könnun og rann- sókn á ferðaþjónustunni hér innan- lands og á ferðavenjum íslendinga til útlanda til að fá glögga mynd af umfangi hennar og markaðnum sjálfum. 2. Skipulag. Betra skipulag ferðaþjónustunnar innanlands til þess að mæta kröfum markaðarins og til að uppbyggingin geti orðið í samræmi við hann. Auk þess að vinna betur saman að sameiginleg- um markmiðum samfara eðlilegri samkeppni. Mörkuð ferðamála- stefna sem byggir á stöðu ferða- þjónustunnar í dag og framtíðar- möguleikum. 3. Sala. Samræmdar aðgerðir í sölumálum og betra skipulag í markaðssókn og nýsköpun í ferða- þjónustu. Mörgum þykir þetta ef til vill of almennt orðað en hægt væri að skrifa langt og ítarlegt mál um hvert og eitt atriði en það verður að bíða betri tíma. Höfundur er mennt&ður í mark- aðs- og skipulagsmálum ferða- þjónustu. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stýrimaður vélavörður og háseti óskast á Arney KE 50. Upplýsingar í símum 92-37691 og 92-12305. (f Fulltrúi Fulltrúi óskast til starfa á skrifstofu Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Starf fulltrúa felst m.a. í ritvinnslu, útskrift reikninga og annarri tölvuvinnslu ásamt al- mennum skrifstofustörfum. Umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf og einhverja reynslu af notkun tölva. Skriflegar umsóknir berist stofnuninni, Skúlagötu4,101 Reykjavík, fyrirö. janúarnk. Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 20240 á milli kl. 13.00 og 15.00. Vélavörð og 1. stýrimann vantar á Geirfugl GK 66, sem fer á netaveið- ar frá Grindavík. Upplýsingar í símum 92-68434 og 92-68566. Fiskanes hf. Beitningamenn Beitningamenn vantar á Steinunni SH 167 sem rær með línu frá Ólafsvík. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 93-61197 og 985-21792. Stakkholt hf. Gólfteppahreinsun Tveir starfsmenn óskast til að annast gólf- teppahreinsun o.fl. Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Vinsamlegast leggið nafn ásamt persónuleg- um upplýsingum inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Góðir tekjumöguleikar - 14225“. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vantar stundakennara í ensku á vorönn 1989. Umsóknarfrestur er til 5. janúar næstkom- andi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameist- ara, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Menn tamálaráðuneytið. Beitningamenn óskast á Gunnar Bjarnason SH 25 frá Ólafsvík. Upplýsingar í símum 93-61169 og 93-61200. Bifvélavirki óskar eftir starfi strax. Hefur alhliða reynslu af bíla-, véla- og tækjaviðgerðum. Upplýsingar í símum 623139 og 38978. Stýrimaður Óskum eftir stýrimanni á 140 lesta bát. Upplýsingar gefur Ingólfur í símum 97-88880 og 97-88922 á kvöldin. E! Starfsstúlka óskast til afleysinga strax á sambýli aldraðra, Skjól- braut 1a, Kópavogi. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 45088. Öldrunarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.