Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
4
Mat á vísindalegum verk-
um í Háskóla Islands
eftir Björn S.
Stefánsson
Tilkynnt hefur verið að stjómvöld
muni taka löggjöf um háskóla til
endurskoðunar. Menn munu minnast
deilna Háskóla íslands og mennta-
málaráðuneytisins vegna skipunar í
stöðu lektors í stjómmálafræði í sum-
ar. Hélt Háskólinn fram rétti sínum
til að gera fræðilega hæfnisviður-
-Jíenningu að skilyrði fyrir ráðningu,
þótt það hefði ekki verið lögfest.
Ýmislegt sem þar kom fram gefur
tilefni til athugasemda. Ég hef
reynslu af framkvæmd laga um Há-
skóla íslands að því er varðar með-
ferð stöðuumsókna í félagsvísinda-
deild með fjómm umsóknum (lektor
í félagsfræði 1978, prófessor í félags-
fræði 1979, lektor í félagsfræði
(makró) 1981 og lektor í stjóm-
málafræði 1987) og mun lýsa ein-
stökum atriðum varðandi meðferð
umsókna með eigin dæmum. Til sam-
anburðar hef ég nokkra reynslu af
meðferð slíkra mála í norskum há-
skólum.
Hver ber ábyrgð á
► dómnefnd?
Lengi hefur verið í lögum um
Háskóla íslands að dómnefnd um
hæfni umsækjenda um stöðu dósents
og prófessors skuli skipuð þremur
mönnum, tilnefndum af viðkomandi
háskóladeild, háskólaráði og mennta-
málaráðuneytinu, og að viðurkenn-
ing dómnefodar í rökstuddu áliti sé
skilyrði fyrir því að deildin geti
mælt með umsækjanda og ráðherra
skipað hann. Þar til fyrir ári voru
ekki ákvæði um dómnefndir vegna
lektora, en þá var ákveðið að eins
skyldi fjallað um umsækjendur um
lektorsstöður, en ráðherra er þrátt
fyrir það ekki bundinn því að dóm-
nefnd hafí talið þann umsækjanda
hæfan sem hann kýs að veita stöð-
una.
Öm Ólafsson, lektor í íslenzku við
Hafnarháskóla, fjallaði um dóm-
nefndarmál Háskólans hér í blaðinu
20. júlí sl. (Hver gætir varðmann-
anna? Vegna lektorsstöðu í stjóm-
málafræði.) Þar segir:
„Dómnefndum getur vissulega
skjöplast, en til er vamagli gegn
því. Sá sem telur á sig hallað getur
sent háskóladeildinni rökstuddar at-
hugasemdir við álitsgerðina, og það
er einmitt grundvallaratriði í fræði-
mennsku og háskólastarfi að vega
og meta rök og gagnrök. Á þeim
grundvelli fellir síðan deildin sinn
dóm með atkvæðagreiðslu um um-
sækjendur. Á þessu kerfi er raunar
sá galli, að þeir umsækjendur einir
koma til atkvæðagreiðslu sem dóm-
nefnd telur hæfa, og gildir einu þótt
sýnt sé fram á mikil rangindi í dóm-
nefndarálitinu. Annar galli á þessu
kerfí er sá, að hérlendis fá umsækj-
endur aðeins umsögn um sjálfa sig,
og geta þá ekki um það dæmt hvort
samræmis sé gætt milli umsækj-
enda."
Hér er mælt af ókunnugleika.
Umsækjanda er ekki tilkynnt um það
þegar dómnefndarálit kemur fram,
og hann fær því aðeins í hendur
kafla álitsins um sig að hann kalli
eftir honum. Eins og ég sagði frá í
greininni “Ráðning háskólakennara"
hér í blaðinu 31. maí sl. kom dóm-
nefndarálit vegna áðumefndrar lekt-
orsstöðu í stjómmálafræði fyrst fyrir
augu deildarkennara nokkmm
klukkustundum áður en málið skyldi
afgreitt á deildarfundi, en ég, einn
umsækjenda, frétti fyrst af málinu í
útvarpi þegar deildin hafði afgreitt
það.
Það var ennfremur fyrir tilviljun
að ég frétti af dómnefndarálitinu um
okkur umsækjendur um stöðu próf-
essors í félagsfræði vorið 1980 að-
eins fímm dögum áður en það kom
til afgreiðslu í deildinni, og hvíta-
sunna á milli. Þar mátti lesa þá álykt-
un dómnefndar, að meginverk mín
væru ekki eiginleg félagsfræði, held-
ur stjómmálafræði („not sociology
proper, but political science“). Þar
sem dómnefnd rökstuddi þetta ekki
með því að skilgreina félagsfræði
óskaði ég eftir því við félagsvísinda-
deild að slíkrar skilgreiningar dóm-
nefndar yrði aflað. Deildarfundur
vísaði málinu frá með þeim rökum
að dómnefndin væri á vegum
menntamálaráðuneytisins. Ég leitaði
þá á fund menntamálaráðherra sem
hafði fengið málið til afgreiðslu, en
hann hafði samt ekki verið látinn
vita um það að athugasemd hefði
komið fram við gerðir dómnefndar.
Þama var því ekki gert ráð fyrir því
að sinna neinni gagnrýni, hvorki í
deildinni né í ráðuneytinu.
Ég sendi álitskaflann, sem ég
hafði fengið, tveimur oddvitum
norskrar félagsfræði. Nafn annars
þeirra var ekki ókunnugt í ráðuneyt-
inu, þar sem hann hafði sjö ámm
áður verið í dómnefnd menntamála-
ráðuneytisins vegna sömu stöðu, og
bað ég ráðherra að doka við eftir
athugasemdum þeirra. (Vissara kann
að vera að taka það fram, að ég hef
ekki notið kennslu þessara manna).
Athugasemdimar bárust fljótlega.
Tóku þeir fram að þeir teldu sig
ekki vera færa um að skipta sér af
niðurstöðum dómnefndar, þar sem
þeir hefðu aðeins lesið kaflann um
mig. Þeir sögðu síðan (í þýðingu
minni): “Það getur hins vegar skipt
máli fyrir frekari þróun félagsfræði
á Norðurlöndum hvaða skilningur
festist á sjálfu eðli greinarinnar. Við
viljum í því sambandi leggja áherzlu
á að staða Bjöms í greininni er miklu
nær miðju hennar en nefndin hefur
talið og byggt ályktun sína á. I verk-
um hans er meginmálið greining
gerenda sem eiga ýmsa kosti. Óhætt
er að segja að Bjöm tengist í því
mjög sterkri meginhefð í félags-
fræði, sterkri bæði alþjóðlega og í
Noregi.
Annað mikilvægt einkenni á verk-
um Bjöms em hinar mörgu tilraunir
hans til að draga fram heildardrætti
íslenzks þjóðfélags. í Norður-
Ameríku er hefðin sú miklu frekar,
og mótast hún eðlilega af gerð
bandarísks þjóðfélags, að taka fyrir
mjög takmarkaða hluta til rækilegrar
greiningar eða að láta sér nægja
yfirgripsmiklar athuganir sem hljóta
að verða mjög yfirborðskenndar.
Bjöm reynir að skyggnast dýpra, og
hann hagnýtir til þess eðlileg skilyrði
í þjóðfélagi af þeirri gerð sem ísland
er.“
Síðan ítrekuðu þeir þann fyrirvara
að þeir þekktu ekki til annarra um-
sækjenda og gætu hvorki né vildu
meta niðurstöðu nefndarinnar, en
það væri að sjálfsögðu mikilvægt
fyrir starfstækifæri Bjöms í framtí-
ðinni að í forsendum ákvörðunarinn-
ar væri að minnsta kosti tekið sann-
gjamt tillit til þess í verkum hans
sem vel væri gert.
Ég óskaði eftir því að mennta-
málaráðuneytið leitaði til dómnefnd-
ar varðandi skilgreiningu á félags-
fræði. í fundargerð félagsvísinda-
deildar nokkm síðar (21. júlí 1980)
sagði, að deildarforseti hefði gert
„grein fyrir viðræðum sínum við
menntamálaráðherra vegna dráttar
á veitingu prófessorsembættis í fé-
lagsfræði. Ráðherra er með málið í
athugun. Honum hafa borist bréf frá
prófessorunum Nils Christie og Vil-
helm Aubert auk bréfa frá Bimi Stef-
ánssyni og fleirum. Gagnrýni hefur
m.a. komið fram á skilgreiningu
dómnefndarinnar á hugtakinu fé-
lagsfræði. Ráðherra hefur skrifað
dómnefndinni um málið og bíður eft-
ir svari.“
Viku síðar var tilkynnt, að sett
hefði verið i stöÚuna. Var það eini
umsækjandinn sem dómnefnd taldi
hæfan. Ég óskaði þá eftir því við
ráðuneytið, að það gerði grein fyrir
því hvemig það hefði orðið við til-
mælum mínum uri að leita til dóm-
nefndar, og eftir vitneslqu um önnur
gögn sem byggt hefði verið á. Þegar
nokkrir mánuðir liðu án þess að því
væri sinnt leitaði ég til Háskólans
um liðsinni, en var svarað því að
mál dómnefndar væru ekki í höndum
Háskólans heldur ráðuneytisins.
Þegar fimm mánuðir höfðu liðið frá
því að sett hafði verið í stöðuna til
eins árs var skipað í hana. Ég ítrek-
aði þá fyrirspum mína til ráðuneytis-
ins og svo hvað eftir annað með bréf-
um og nokkmm samtölum við æðstu
menn ráðuneytisins og fékk síðan
lögmann til að reka málið, og kom
þá það svar, þegar liðið var nokkuð
á fímmta ár frá upphafi, að engin
slík gögn væri að fínna í ráðuneyt-
inu. — Þykir mér reynsla mín all-
ævintýraleg.
Þessi málarekstur sýnir, að ekki
er gert ráð fyrir því að umsækjandi
„Fræðilegt mat á um-
sækjendum um vísinda-
legar stöður ætti allt
að vera á ábyrgð Há-
skólans, en ekki
menntamálaráðuneyt-
isins. Leita mætti fyrir-
mynda erlendis um það
hvernig- megi tryggja
rökstuddan málflutn-
ing með reglum um
skipun og störf dóm-
nefhda, þ.á m. um tæki-
færi til andmæla.“
fái tækifæri til athugasemda, að at-
hugasemdir eru ekki lagðar sjálf-
krafa fyrir ráðherra svo að hann
geti sinnt þeim og að ekki er haldið
til haga skjölum sem varða slíkar
athugasemdir, ef marka má fundar-
gerð félagsvísindadeildar.
Eru námsdoktorar fullfærir
í hvað sem er?
í umræðum um hæfni til að gegna
stöðu lektors í stjómmálafræði í vor
og sumar kom fram nokkuð almennt
það álit, að maður með námsdoktors-
gráðu (t.d. ensk-amerískan Ph. D.)
hljóti að vera hæfur, til þess að
álykta um það þyrfti varla dóm-
nefnd. Við önnur tækifæri hef ég
kynnzt þeirri skoðun áhrifafólks í
slíkum stöðumálum að námsdoktors-
Eyjan hvíta og Mannssonurinn
eftirKolbein
Þorleifsson
Snemma á þessu ári birti ég fjórar
greinar um hugtakið ís í indó-evr-
ópskri hugsun, þar sem ég leiddi rök
að því, að nafnið ísland væri kennt
við guð, styrkleika og karlmennsku.
Jafnframt benti ég á það, að einnig
væri möguleiki á ljós-merkingu í orð-
inu ís. Hinar þijár fyrstu merking-
amar skipta mig mestu máli f augna-
blikinu, því að ég fínn flest dæmi,
sem styðja þær skýringar mínar. Ég
þakka hér með þeim mönnum, bæði
leikum og lærðum, sem hafa haft
samband við mig eftir lestur greina
minna. Þeir hafa veitt mér ábending-
ar, sem mér hefur verið ljúft að fara
eftir, enda hafa þær leitt til aukins
fróðleiks um þetta efni. Nú er því
tímabært að bæta við nýjum fróðleik
um guðdóminn fs og tengsl hans við
mannssonar-hugtak kristninnar og
eyjuna hvítu í Norðurhöfum.
Til þess að kristnir menn viti, að
ég er ekki að fara með neina villu
aetla ég að benda þeim á að lesa
biblíuútgáfuna frá 1981, fletta upp
á 48. sálmi Davíðs, og lesa skýringar
útgefandans í hugtakinu „Síonar-
hæð, yst í norðri". Skýringamar
hljóða svo:
„„! norðri" var hið foma guðafjall
Kanveija. Eldfomar hugmyndir um
„fyallið í norðri" eru notaðar hér sem
tákn um hið heilaga fjall Guðs í Jerú-
salem, musterishæðina."
Hvers vegna er haft fyrir því að
segja mönnum þetta? Jú: leirtöflu-
fundur í Úgarít fyrr á þessari öld
hefur gert það deginum Ijósara, að
þetta hugtak „fjallið { norðrinu" var
í notkun fyrir botni Miðjarðarhafs á
13. öld fyrir Krist, löngu áður en
musteri gyðinga í Jerúsalem varð
til. „Fjallið í norðrinu" er því sú
ímynd eða frummynd, sem allir aðrir
helgidómar eru sniðnir eftir, hvort
sem það er musterið í Jerúsalem,
norsk stafkirkja, gömlu kirkjumar í
Skálholti og á Hólum, ellegar búddísk
pagóða í Japan.
Mannssonurinn
Þegar ég stundaði á sínum tíma
nám við guðfræðideild Háskóla fs-
lands, ætlaði ég um tíma að skrifa
sérefnisritgerð um gamlatestament-
isfræði, en úr því varð þó ekki. Þetta
varð þó til þess að ég keypti mér
bók eftir norskan fræðimann, Sig-
mund Mowinkel að nafni, um framt-
íðarvonir ísraelsþjóðarinnar til foma.
Þessi bók: „Han som kommer" er
glæsilegasta fræðiritið sem skrifað
hefur verið um þetta efni, enda hefur
ritið verið þýtt á ensku. Þama er
m.a. fjallað um rætur mannssonar-
hugtaksins austur í íran, og styðst
höfundur þá við ritgerð eftir sænska
prófessorinn Geo Widengren, sem er
vel kunnugur íslenskum háskóla-
kennurum. Þessi prófessor virðist því
hafa stigið það skref að rekja rætur
þessa mikilvæga hugtaks í munni
Jesú Krists til indó-evrópskra róta.
í þessari grein minni mun ég leitast
við að draga fram enn betri dæmi.
Hin ógyðiriglega hugmynd um
mannssoninn birtist í sinni hreinustu
mynd á tveimur stöðum í ritning-
unni. Hinn fyrri er kaflinn „Hinn
aldraði og mannssonurinn“ í Daníels-
bók 7, 9-14. Hinn síðari er kaflinn
„Mannssonurinn skipar
eng-lum sínum að draga
mælivað langt norður í
haf og strengja hann
fastan milli norðurs og
vesturs. Þegar Enok
horfir þangað sér hann
eyju norð-vestur í hafi,
og þar býr hinn
hvítklæddi skari, sem
lofar Guð.“
„Mannssonurinn birtist" í Opinber-
unarbókinni fyrsta kafla, versunum
9-19, en það er sá hinn sami og seg-
ir Jóhannesi hvað hann skuli skrifa.
Mynd mannssonarins í Op. líkist lýs-
ingu hins aldraða í Dn. og hljóðar
svo: „(Ég sá) einhvem líkan manns-
syni, klæddan síðkyrtli og gullbelti
var spennt um bringu hans. Höfuð
hans og hár var hvítt, eins og hvít
ull, eins og mjöli, og augu hans eins
og eldslogi. Og fætur hans voru líkir
málmi glóandi í deiglu og raust hans
sem niður margra vatna. Hann hafði
I hendi sér sjö stjömur og af munni
hans gekk út tvíeggjað sverð biturt,
og ásjóna hans var sem sólin skínandi
í mætti sínum."
Seinna í sömu bók er síðan lýst
„hinum hvítklædda skara", sem lofar
drottin drottnanna og konung kon-
unganna. Eins og ég hefí áður sagt,
er þessi formúla einnig til í indversku
Upanisjödunum. Og bæði hinn
hvítklæddi skari og mannssonurinnn
er til í 12. bók hins mikla söguljóðs
Mahabharata (Hinni miklu sögu
Bharata-ættarinnar).
Narayana og ís
Árið 1917 gaf hinn frægi pró-
fessor í Marburg, Rudolf Otto, út
safnrit af hugmyndum Indveija um
Visjnú sem Narayana, eða Manns-
son, eins og nafnið er almennt skilið.
Einnig kann það að merkja „sá sem
líkist manni“. NAR er þama augljós-
lega sömu rótar og orðið nár á
íslensku, sem þýðir „dauður maður“.
Þetta er hliðstætt því, þegar orðið
lík merkir bæði lifandi líkama og
dauðan. Þessi sami orðstofn NAR
er líka notaður af þjóðflokki Osseta
í Georgíu í Kákasus-fjöllum yfir for-
sögulega þjóð, Narda, sem miklar
þjóðsögur eru um meðal þeirra.
Franski fræðimaðurinn Georges
Dumézil leiddi rök að því, að Loka-
sagnir Eddukvæða ættu uppruna
sinn eða hliðstæðu sína í þessum
sögnum.
I stuttu máli, þá segja indverskar
orðabækur, að orðið Nara merki
karlmaður, bóndi og yfírleitt það
sama sem orðið ís merkir í sama
tungumáli. ís og Nara eru því sam-
heiti.
Narayana, sem er Mannssonurinn,
er á hinn bóginn nafn á Visjnú, þeg-
ar hann er í Is-hlutverki sínu sem
hinn almáttki ás, og hvílist að loknu
sköpunarverkinu á eynni hvítu eða á
skjaldbökunni sinni. Mannssonurinn
er því þarna indó-evrópskt heiti á
almáttkum Guði. Þessi mannssonur
á sér aðsetur á Eynni hvítu eða
hreinu (Svetadvipa) norðvestur í
Mjólkurhafinu. Þarna þýðir Sveta
hvítur eða hreinn. Ekki þekki ég
búddísk helgirit vel, en svo mikið
veit ég, að þar er talað um Paradís
í Vesturátt, Landið Hreina. Þangað
vilja margir búddistar fara að loknu
sínu lífí, enda ríkir þar dýrlegur bod-
hisattva, sem nefnist Amida í Japan.
I þessum hugmyndum segja fróðir
menn að búddadómur komist næst
guðs-hugtaki Vesturlanda.
Ekki væri ónýtt, ef það kynni rétt
að reynast, að hugtakið „Svíþjóð"
og hugtakið „Svantevit" væru komin
af orðinu Sveta. A það má benda
að frægur dýrlingur læknastéttar-
innar heitir sankti Svíþún, og er
upprunninn í Englandi. Áðumefndur
Svantevit var hinn þríhöfða staur,
sem Vindur trúðu á og Absalon erk-
ibiskup felldi af stalli á þrettándu öld.
Enoksbók og Mahabharata
Á fyrstu öldum kristninnar til-
heyrði Enoksbók hinu kristna gamla-
testamenti. Þessi bók er ítarlegasta
skilgreining á mannssonar-hugtak-
inu sem kristnir menn hafa átt völ
á. Okkur kemur við það sem stendur
í 70.-71. kafla þessa mikla rits. Þar
segir frá því, að Mannssonurinn skip-
ar englum sínum að draga mæliyað
langt norður í haf og strengja hann
fastan milli norðurs og vesturs. Þeg-
ar Enok horfir þangað sér hann eyju
norð-vestur í hafi, og þar býr hinn
hvítklæddi skari, sem lofar Guð.
Þetta voru hinir guðhræddu.
í Mahabharata, sem færð er í let-
ur um svipað leyti og guðspjöllin eða
töluvert fyrr, segir svo:
„Sendiboðinn (Nara) hóf sig
þvínæst á loft, þar til hann náði tindi
alheimsfjallsins Merú. Þar settist ein-
setumaðurinn að um stund í litlum
kofa. Varð honum þá litið í norð-
vestur, og sjá, þar gaf á að líta dýr-
lega sjón. í norðri sá hann í miðjum
Mjólkursænum Eyna hvítu ... íbúar
þessa ríkis hafa enga skynjun. Þeir
í