Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 37 gráða sé nánast skilyrði fyrir hæfnis- viðurkenningu. Námsdoktorsgráðu lýkur með rit- gerð. Háskóli doktorsefnisins leggur höfundi til leiðbeinanda við samningu hennar. Öðru máli gegnir um starfs- doktor. Hann hefur samið doktorsrit- gerð sína upp á eigin spýtur. Dokt- orsgráður á Norðurlöndum voru til skamms tíma einungis af því tagi (dr. philos., dr. theol. o.s.frv.), en nú hafa verið teknar upp námsdoktors- gráður í Noregi og Svíþjóð, og urðu þær til við afnám lísensíatgráðunnar, en hvor tveggja gráðan er sambæri- leg við engilsaxneskan Ph. D. Eftir sem áður geta menn orðið starfs- doktorar í Noregi. Það er hlutverk dómnefnda að taka umsækjanda til prófs með því að meta fræðistörf hans, þ.á m. námsgráður. Það er á almanna vit- orði að menn þykja misjafnlega vel að doktorsgráðu komnir, hvort held- ur er um að ræða námsdoktor eða starfsdoktor. Getur því farið svo að nefndin meti mann án doktorsgráðu fremri þeim sem ber doktorsgráðu. Aðrir, þeir sem ekki eru til þess bærir að sitja í dómnefnd, hljóta hins vegar að hyllast til að láta náms- gráður ráða afstöðu sinni. Til dæmis læt ég, sem met starf rafvirkja mjög mikils og hef lítið vit á þeim störfum, prófskírteini ráða þegar ég ræð mér rafvirkja. Það er því ekki að undra að almenningur miði helzt við dokt- orsgráður þegar alþýðudómstólar vinnustaða og heimila kveða upp úrskurð, og kunna þá varla allir mun á námsdoktor og starfsdoktor. Gildi dómnefindarálits Meðal norskra vísindamanna er meira lagt upp úr vottorði um hæfni til að gegna háskólastöðu en próf- vottorði, enda meira í húfi fyrir há- skólann þegar veittur er hæfnis- dómur en við útgáfu prófskírteinis. Á Norðurlöndum og vafalaust víðar gerist það iðulega að umsókn um stöðu berst frá þeim sem ekki búast við að hljóta hana, og vakir það þá fyrir umsækjendum að fá hæfnis- vottorð sem kynni að koma að góðum notum við önnur tækifæri. Dómnefnd er eins konar rannsóknarréttur, sem ætla má að byrji á því að kynna sér fyrri vitnisburði, svo sem prófskír- teini og þá hæfnisviðurkenningu sem aðrar dómnefndir hafa veitt í sam- bandi við stöðuumsókn. Álitsgerð dómnefndar um einstaka umsækj- endur hlýtur að byrja á kynningu á námsferli og annarri eldri viðurkenn- ingu. Dómnefnd er hins vegar ekki bundin af henni í niðurstöðu sinni, enda ekki víst að viðkomandi stöður séu hliðstæðar, og vitaskuld getur dómnefnd hafnað fyrri viðurkenn- ingu með rökum. Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því að dómnefndir í Háskólanum hafa stungið slíkri við- urkenningu undir stól, og rek það hér að nokkru. í áðumefndri grein frá 31. maí sagði ég frá því hvemig farið var að varðandi lektorsstöðuna í stjómmálafræði í vor. Staða prófessors í félagsfræði við Háskólann var auglýst laus til um- sóknar 1969 og 1972, án þess að í hana yrði ráðið. í hvorugt skiptið sótti ég. Þegar hún var auglýst í þriðja sinn, vorið 1979, sótti ég. Ég lét fylgja með umsókninni vottorð frá forstöðumanni félagsfræðistofnunar félagsvísindadeildar Óslóarháskóla, þar sem sagði að árið 1976 hefði ég sótt um stöðu lektors í félagsfræði við þá stofnun, og hefði dómnefnd ótvírætt og einróma talið mig hæfan. Var þess getið til skýringar að í slíkar millistöður væri krafizt hæfni sem væri næstum því jafngildi doktors- gráðu, en þar er vitaskuld átt við starfsdoktor, þar sem þá var ekki farið að brautskrá námsdoktora í Noregi. Forstöðumaðurinn var ekki í dómnefndinni í Ósló, en hann var sá 'hinn sami og var í dómnefnd menntamálaráðuneytisins hér vegna framannefndrar prófessorsstöðu þegar hún var auglýst laus til um- sóknarvorið 1972. Dómnefndin 1979 gat ekki um þetta vottorð í álitsgerð sinni. Árið 1982 fjallaði félagsvísinda- deild um átta umsóknir um stöðu lektors í félagsfræði (makró), þ. á m. mína. Þá brá dómnefnd á það ráð að láta aðeins í ljós álit á tveimur umsækjenda sem mælt var með, en láta ekkert uppi um hæfni okkar hinna, hvorki af né á. Þar með reyndi ekki á það hvort nefndin mundi geta viðurkenningar Óslóarháskóla í kynningu sinni á umsækjanda né hvernig hún mæti hana. Framkoma dómnefndar um lekt- orsstöðu í stjómmálafræði 1987 var því vissulega í samræmi við þá leynd sem áður hafði verið viðhöfð um við- urkenningu annarra háskóla í sam- bandi við stöðuumsóknir mínar. Hún kom mér samt verulega á óvart, þar sem svo hafði mátt skilja að það nýmæli að fulltrúi rektors sæti í dóm- nefnd deildarinnar væri til þess að tryggja vönduð vinnubrögð. Vegna fámennis lendir það oft á mönnum að taka að sér verk sem þjálfaðri menn fengjust til erlendis. Þá reynir á það hvort menn kunna og voga að leita ráða til að bæta vankunn- áttu sína. Eins og ég hef tekið fram er það alfarið dómnefndar að leggja endan- legt mat á fræðilega frammistöðu umsækjanda hvað sem líður viður- kenningu sem hann hefur áður hlot- ið. Það er mjög misjafnt hvemig dómnefndir bregðast við framlögðum verkum, og er það ekki ósvipað því sem vill verða á rannsóknaræfíngum. Sumir vilja gera sem mest úr því sem ekki er fjallað um, en aðrir draga fram nýmæli og benda á til hvers þau geti leitt í framþróun fræðigrein- arinnar. Það sem ekki er íjallað um verður sumum tilefni til aðfinnslu, en aðrir benda á það til að vekja athygli á hversu þarft væri að fá tækifæri til að fylgja málinu eftir. Hér á landi hafa dómnefndarálit ver- ið trúnaðarmál. Út af þvi var brugð-. ið í sumar varðandi lektorsstöðuna í stjómmálafræði, og birtist álitið hér í blaðinu hinn 16. júlí. Þar má sjá dæmi um það sem að ofan greinir nema það að ekki er minnzt á fram- þróun fræðigreinarinnar og framlag umsækjenda til hennar. Niðurlag Lög geta varla orðið svo fullkomin að aldrei geti fáránlegra dæma í framkvæmd þeirra. Eitthvað hlýtur samt að mega bæta með breyttum lögum. Fræðilegt mat á umsækjend- um um vísindalegar stöður ætti allt að vera á ábyrgð Háskólans, en ekki menntamálaráðuneytisins. Leita mætti fyrirmynda erlendis um það hvemig megi tryggja rökstuddan málflutning með reglum um skipun og störf dómnefnda, þ.á m. um tæki- færi til andmæla. Persónulegur eftirmáli Hér á landi hafa .menn gjaman fastmótaðar hugmyndir um náung- ann sem virðast mótast snemma. Em menn þá dregnir í dilka og látnir vera þar ævina út. Það á t.d. við um þann sem hefur lokið háskólaprófi að menn ætla honum ævilangt hlut- skipti tengt því. Ymsum er kunnugt um að ég lauk framhaldsnámi í bún- aðarhagfræði. Því er gjaman spurt þegar mín er getið: Er ekki þessi maður búnaðarhagfræðingur, þótt engin búnaðarhagfræði komi málinu við. Ég verð því, held ég, að afsaka það hér að ég skuli hafa gert ítrekað- ar tilraunir til að fá starfsaðstöðu utan þessa sviðs. Þegar ég fyrstur íslendinga var í framhaldsnámi í búnaðarhagfræði fyrir tæpum aldarfjórðungi var Iq'ami málsins vitaskuld hið takmarkaða svigrúm landbúnaðarins í velmegun- arlöndum. Sá hópur í Noregi sem ég starfaði í vildi leita ráða til að draga úr þeim þrengingum sem búast mátti við til sveita í náinni framtíð vegna þessara takmarkana. Það var í fyrsta lagi að beita ekki þeim aðgerðum í landbúnaðarmálum sem gerðu illt verra. Skýrði ég það í nokkrum tíma- ritsgreinum fljótlega eftir að ég kom heim frá námi. í öðru lagi vildum við leita ráða sem gætu bætt sveitun- um upp þau takmörk sem búskapur- inn bjó þeim með því skipulagi sem laðaði fram framtak í öðru en bú- skap. Inn í þær umræður drógust nokkrir félagsvísindamenn. Hvöttu þeir mig til að heíja rannsóknir á stjóm byggðarlaga á íslandi til sam- anburðar við stjóm Norðmanna. Gerði ég það án þess að ætla mér með því nokkum vísindalegan frama í upphafi. Svo fór þó eftir að rann- sóknaráð Norðmanna hafði haft mál mín þrisvar til athugunar (1969, 1971 og 1972) og ég kynnt þau á rannsóknaræfingum á tug háskóla- stofnana í Noregi að forvígismenn norskra félagsvísinda, félagsfræð- ingar, stjómmálafræðingar og mannfræðingar, virtust telja mig sjálfkjörinn til að íjalla um íslenzkt þjóðfélag þegar vanda þurfti til, og gæti ég nefnt þar nokkur dæmi, þ. á m. tvö dæmi um að gegna starfi prófessors. Þessir forvígismenn störfuðu við háskólana í Ósló, Björg- vin og Tromsö, og hafði enginn þeirra verið kennari minn. Norsk félagsvís- indi voru mikils metin á þessum árum og lítt mædd af kredduviðjum og kreddustríði. Ég tel t.a.m. víst að Max Weber hefði látið sér vel líka hefði hann þá mátt líta upp úr gröf sinni í Berlín og kynnast því hvemig arfur hans ávaxtaðist í Noregi. Mál mín sem viðurkenningu hlutu voru þess eðlis að ég þurfti aðstöðu til að fylgja þeim eftir. Því sótti ég um ýmsar stöður við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Ég var sannfærður um að sú aðstaða hefði ekki aðeins verið í þágu vísindanna, heldur þjóð- félaginu til heilla til sjávar og sveita. Þegar tilkynnt var í fyrra um full- trúa rektors í dómnefnd um stöðu lektors í stjómmálafræði treysti ég því að nú mundi takast að rjúfa þagn- armúrinnj en það brást eins og þegar er getið. I dómnefndaráliti í félagsv- ísindadeild frá 1978 er það tekið fram að Háskóli íslands hafí þá sér- stöðu meðal háskóla á Vesturlöndum að þar séu ekki rannsóknastöður, m.ö.o. að þar sé ekki starfað að fram- þróun vísindanna. Nú 10 ámm síðar sýnast mér viðbrögð dómnefndar benda til þess að sama viðhorf ráði enn. Til að skila góðum árangri við menntaskóla þarf ekki vísindalega verðleika. Má vera að ekki þyki held- ur ástæða til að ætlast til mikils af lektor við Háskóla Íslands í þeim • efnum. Þó eru þau ákvæði um starf kennara Háskólans og hafa lengi verið að þeir skuli veija dijúgum hluta vinnutíma síns til rannsókna, og allur málatilbúnaður í sambandi við umsóknargögn bendir til þess að þau skuli virt. Ég hef fyrir framan mig umsögn tveggja fræðimanna um framlag mitt til vísindanna. Ég benti dóm- nefnd á annan þeirra í fyrra vegna langra kynna af verkum mínum, en hann er prófessor í stjómmálafræði. Þar segir að á þvi sviðfsem þar er um að ræða sé ég einn fárra á Norð- urlöndum sem tengist því liði sem sé í fararbroddi í rannsóknum í heimin- um, en þar var einmitt um að ræða það svið sem fyrst var nefnt meðal þess sem lektomum var ætlað. Er ég talinn undantekning frá því sem iðulega hafí gerzt, að hæfileikamenn fámennra þjóða hafi leitað til ann- arra landa og eflt þar rannsókna- starfsemi, heldur hafi ég kosið að freista gæfunnar heima, en hlotið þröng skilyrði. Það sem þeir nefna að ég hafi sett fram og varði mjög heiminn, enda þótt lítið hafi verið fjallað um það á Norðurlöndum, er spumingin um það hvaða áhrif reglur um at- kvæðagreiðslu hafi á stjómmál og þróun stjómkerfis. Mjög merkilegt sé það sem ég fjalli um hvaða áhrif það hafi að menn ráði miklu (með atkvæði sínu) í málum sem þá varði litlu. Telja þeir að mál mín muni trú- lega vekja vaxandi athygli nú þegar stjómmálafræðingar fjalli meira og meira um það hvemig sumt sem tekizt er á um í stjómmálum hafi nánast helzt það gildi að búa tii ímynd eða viðhalda henni, en annað sé aðgerðir í öðmm tilgangi. Oft má sjá í dagblöðum fagnað viðurkenningu sem Islendingar hljóta erlendis. Hins vegar er landlægt að meta ekki nýmæli sem íslendingur setur fram fyrr en þau hafa hlotið viðurkenningu erlendis. Sú viður- kenning sem ég hef hlotið hefur ekki orðið þeim sem stöðu sinnar vegna bera ábyrgð á félagsvísindum hér á landi neitt fagnaðarefni, heldur leitt af sér viðbrögð sem koma mér alitaf jafnmikið á óvart. Höfundurst&rfar sjálistætt við rannsóknir og greinargerðir. Hinir endurleystu koma á bylgjum hafsins að strönd Paradísar í Vestrinu, þar sem Amida Búdda tekur á móti þeim ásamt sínum útvöldu. (Helgimynd frá 13. öld, Japan.) „Eyjan fasta" i vísi-gotnesku Hamðissögn- ínni. neyta einskis matar, og depla ekki augum. Af þeim stafar indæll ilmur. Þeir eru hvítir yfirlitum. Þeir eru hreinsaðir af syndum sínum. Augu þeirra syndara springa, sem líta á þá. Bein þeirra og líkamir eru harðir sem harðasti gimsteinn. Sóma og vansæmd leggja þeir að jöfnu. Þeir sýnast allir vera goðumbomir. Allir bera þeir áberandi tákn, og styrkleik- ur þeirra er mikill." Þessi lýsing á hinum guðhræddu mönnum er vita- skuld lýsing á æðstu hugmynd ind- verskra trúarbragða um frelsun mannsins frá öllum girndum. Það væri því hroðaleg misnotkun að nota þessa lýsingu um þá þjóð, sem nú byggfr eyna hvítu í Norðurhöfum. Eftir þessa dýrðarsjón tókst sendi- boðinn á loft og hélt til eyjarinnar hvítu. Þar hóf hann að lofa Drottin alheimsins, og_ sjá, honum birtist Narayana eða fs sjálfur, sá drottinn sem hafði alheiminn sem mynd sína. „Hann var bjartari en máninn og ólíkur honum að ýmsu. Hann var yfirlitum sem brennandi eldur. Hinn máttugi drottinn bar á sér mynd Vístís. Að sumu leyti var hann álitum sem páfagauksfjaðrir, að öðru leyti eins og safn af hreinum krystalli. Sumpart var hann eins og hrúga ósamræmisins, sumpart eins og skírasti gullmoli. Hann var yfirlitum eins og kórall, þegar hann skapast í fyrstu, því var hann dálítið hvítur. Þessi litur minnti sumpart á gull, að öðru leyti á himinblámann, sjálfan. Að sumu leyti líktist liturinn himin- blámanum, að öðru leyti sem saffír. Því var hann að sumu leyti líkur hálsi páfuglsins, og að sumu leyti perlubandi. Þannig birtist hann sendiboðanum með öll þessi litbrigði á líkama sínum. Hann var þúsundeygur og ægilegur í fegurð sinni. Hann var með hundr- að höfuð og hundrað fætur. Hann var með þúsund maga og þúsund handleggi. Hugurinn gat ekki skilið hann. Með einum munni mælti hann atkvæðið OM, og síðan söng hann Gayatri-hymnalag sem endaði á at- kvæðinu OM. Hinn mikli Guð hafði fullkomið vald á huga sínum, sá sem er kallað- ur Herra og Mannssonur, og hinir mörgu munnar hans þuldu mörg minnisvers úr hinum fjórum Vedum sem kallast Aranjaka-skógurinn. Drottinn allra guða, hinn mikli Guð... Og hinn heilagi Guð ávarpaði sendiboðann og sagði honum að hraða sér heim á leið og segja frá hinum frelsuðu (ekantin), sem hann lýsti síðan nákvæmlega. Narajana sagðist einnig vera með hrosshaus og sagðist synda í Vesturhafi og Norðursjó, og drekki hann þar dreypifómir dýrkenda sinna. Þegar fréttin um þessa guðsbirt- ingu barst til goðheims á Merúfjalli varð uppi fótur og fít, því að enginn hafði nokkm sinni séð guð nema sendiboðinn Nara. Seinna birtist Al- máttkur Guð frumburði sínum Brah- man á ströndum útsævarins í norð- austri.“ Þetta er stuttur útdráttur úr tólftu bók Mahabharata. Hér sést, að Ind- veijar litu á ís sem drottin sem þiggja skyldi hrossfómina. Þess vegna var kristnum mönnum bannað að éta hrossakjöt. Þessi Almáttki ás bar á sér Faxa-mynd. Fridtjov Nansen, og „Kóngtirinn á ís’- Hamðis-sögnin Eftir allar þessar vangaveltur, koma kunnugum í hug rannsóknir Norðmannsins Fridtjovs Nansen á Vínlands-sögunum. Honum þótti grunsamlegt, hve þær líktust fomum sögum um „Gæfueyjamar" (Insulæ fortunatæ), en Nansen rakti þær til hinna indversku hugmynda um landið í norðri, án þess þó að hafa aðgang að texta-þýðingu, eins og ég. Ekki er þó síðri til stuðnings minni túlkun hin vísi-gotneska Hamðis- sögn (Amadis le Gaul) sem færð var í letur suður á Spáni. í þá sögu sóttu landvinningamenn Spánveija hug, er þeir lögðu undir sig Ámeríku. Landið „Califomia" er eitt af ævin- týralöndum þeirrar sögu. Hér skiptir máli frásögn annarrar bókar af ^Eynni föstu", þar sem landstjórinn Isonja ræður ríkjum og hjálpar sögu- hetjunni. Áð sama bmnni ber bretónska þjóðsagan um „kónginn á ís“, sem tónskáld hafa gert sér að yrkisefni í ópem eftir Lalo og píanóverki eins og „Kirkjunni á hafsbotni" efir De- bussy. Hér staldra ég þá við að sinni, enda mun nóg komið af upplýsingum um það, hvemig Is og Mannssonur- inn tengjast Eyjunni hvítu í Norður- höfum. A það má minnast undir lok- in að mynd af Mannssyninum er á altaristöflu í Krosskiiju í Landeyjum. Höfiindur er kirkjusHgn fræðingur ogst&rtkrá Þjóðskjalasafhi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.