Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30, DESEMBER 1988 ^ HANDBOLTI A landsleik ær Tóta og Gunninga, 12 ára I ardalshöll nú fyrir jólin. Þær studdu I íslensk var ásjóna þeirra eins og gamlar voru hinar hressustu á dyggilega sína menn, höfðu og sjá má á myndinni. landsleik íslendinga og Svía í Laug- | málað andlit sín fánalitum og | LISA BONET Lisa eignast dóttur Leikkonan Lisa Bonet, 22ja ára, sem þekktust er fyrir leik sinn í Cosby-þáttunum, hefur nýlega eignast sitt fyrsta bam. Það var lítil dóttir sem leit dags- ins ljós í nóvembermánuði og heilsast mæðgunum vel. Faðirinn er Lenny Kravitz en þau gengu í hjónaband í sumar sem leið. Ekki er víst hvaða nafn litla stúlkan fær en Lisa hefur sagt öllum sem heyra vilja að hún sé stoltasta móðir í heimi. Ekki er Bill Cosby síður stoltur en hann gerir allt fyrir „böm“ sín jafnt utan sem innan kvikmyndavers- ins. Hann hefur nú útvegað frek- ari öryggisgæslu fyrir Lisu og íjöl- skylduna og veitir víst ekki af. Sá skuggi hvílir yfír fjölskyldunni sem og mörgu frægu fólki, að hótanir, nafnlaus bréf og símtöl hafa angrað Lisu eftir að bamið fæddist. Segir hún það vera sína heitustu ósk að hótunum geð- sjúkra manna linni svo að hún fái notið lífsins í friði og ró með litla baminu. SVÍÞJÓÐ Sögur úr pokahorninu Morgunblaðið/Þorkell Njörður P. Njarðvík ISvíþjóð hafa verið sýndir þættir um nokkurt skeið sem heita „Beráttelser ur bakfíckan" eða „sögur úr pokahominu". Alls hafa verið sýndir 25 þættir í þessari þáttaröð sem sýndir voru á sunnu- dagskvöldum og var sá síðasti sýnd- ur á jóladag. Fimm rithöfundar voru mættir í beina útsendingu þann dag, þau Kerstin Ekmann, frá Svíþjóð, Paul Borum, frá Dan- mörku, Jan Erik Vold, frá Noregi, Annika Idström, frá Finnlandi, og Njörður P. Njarðvík, frá íslandi. Áttu rithöfundamir að segja eina sögu og hafði hver níu mínútur til umráða. Sögumar máttu ekki hafa birst neins staðar áður, ekki hafa verið skrifaðar og ekki máttu höf- undar þeirra hafa lært þær utan- bókar. Sögumar skyldu vera því líkastar sem þær væru samdar á staðnum. Eftir að hafa mælt af munni fram spjölluðu rithöfundam- ir saman um sögumar og stóð dag- skráin yfír í eina klukkustund. Saga Njarðar var um dularfulla atburði sem gerðust á listasafni. KÍNA Augnayndi í Peking Nú em síðustu forvöð að velja sér almanak til að mæla tímann frá upphafí næsta árs. í Peking hefur athygli einkum beinst að þessum almanökum, sem karl- amir eru að skoða á myndinni. Þar birtast dagamir við hliðina á fá- klæddum vestrænum yngismeyjum, sem eru að slá golfkúlur á fagur- grænum velli. Enginn skýring fékkst á því, hvers vegna golfvöllur er umgjörð um stúlkumar. Aðeins örfáir slíkir vellir eru í öllu Kína- veldi. TEDDY-BANGSINN Ævintýrið sem gerði bangsa að saíhgrip Teddy-bangsinn kom til sög- unnar fyrir 85 árum. Hann varð mjög vinsæll víða um lönd vegna þess að hann var nefndur eftir Theodore Roosevelt, Banda- ríkjaforseta. Þýska fyrirtækið Steiff framleiddi hinn eina og sanna bangsa, sem hlaut þetta viðumefni. Hér er sagan um það, hvemig hann varð frasgur. Fáir gestir á vorsýningunni í Leipzig árið 1903 sýndu nokkum áhuga á nýjum bama-bangsa, sem klæddur var í angóraull í staðinn fyrir hefðbundið flókaefni og var með höfuð, hand_- og fót- leggi sem mátti snúa. Á síðasta sýningardeginum var Richard Steiff að aðstoða frænku sína Margarete, sem hafði hannað bangsann, við að pakka saman. Þá gekk Bandaríkjamaður fram hjá. Hann sá bangsana úr angó- raullinni og keypti 3.000 á staðn- um og bað um að þeir yrðu send- ir til New York. í New York rakst annar Banda, ríkjamaður á bangsa. Hann var að leita að einhveiju skemmtilegu sem hann ætlaði að nota til að skreyta brúðkaups-morgunverð- arborð dóttur forseta Banda- ríkjanna, Theodores Roosevelts, sem fór oft á bjamdýraveiðar og var gjaman kallaður Teddy. For- setinn sá bangsann á borðinu og hreifst af honum. Gestimir töluðu um teddy-bangsa, blöðin átu það upp eftir þeim og hjólin fóru að snúast. Þetta var einmitt vítamínsp- rautan sem Steiff-fyrirtækið þarfnaðist. Það hafði framleitt flóka-leikföng í 25 ár án þess að slá í gegn. í Steiff-verksmiðjunni skammt fyrir austan Stuttgart vom búnir til 12.000 teddy- bangsar þetta ár. Föstu starfsliði íjölgaði í 400 og 1.800 manns unnu fyrir fyrirtækið á heimilum sínum. Alls framleiddi það 8 millj- ónir teddy-bangsa fram til ársins 1914. Nú em þeir safngripir. Margarete Steiff fyrirtækið er enn starfandi en á undir högg að sækja vegna mikillar samkeppni frá Ásíulöndum. Teddy-bangsi frá Steiff kostar nú um 50 dollara eða tæplega 2.500 krónur í Bandaríkjunum en svipaður bangsi frá Suður-Kóreu kostar milli fímm og sjö dollara eða 250 til 300 krónur. Uppmnalegu teddy-bimimir seljast hins vegar fyrir hátt verð á uppboðum. Á síðasta ári vom tveir slíkir frá árinu 1908 seldir hjá listaverkasalanum og upp- boðshaldaranum Sotheby’s fýrir 624.000 krónur. Eftir það ákvað Steiff að búa til 5.000 stykki af þessari árgerð fyrir áhugamenn um teddy-bangsann, sem ekki em svo loðnir um lófana, að þeir hafí efni á að eyða slíkum Qárhæðum til að eignast bangsann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.