Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 49
MÖUOUNSLÁÐIÐ,1 FÖSTUDAGtJí: '30. DESEMBER 1988
49
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Góð grein
G.K. hringdi:
„Ég vil þakka Magnúsi H.
Skarphéðinssyni fyrir hans góðu
grein um kambháfinn Hávar sem
birtist í Velvakanda hinn 20. des-
ember. Ég og margir fleiri erum
að öllu leyti sammála Magnúsi,
þvílík meðferð á dýrinu. En sem
betur fer fékk hann að deyja, það
var búið að kvelja hann nógu
lengi.
Svo er það með blessaða rjúp-
una. Þvílík mannvonska og
heimska að get ekki fundið sér
eitthvað mannúðlegra til skemm-
tunnar en að efna til keppni í
hver geti drepið sem flest dýr eða
sært. Ég óskaði þess svo innilega
að þeim hefndist fyrir þetta ein-
hvern veginn t.d. með því að flest
skotin lentu í rassinum á þeim
sjálfum."
Ljóðakver
Ólöf Árnadóttir hringdi:
„Fyrir skömmu var spurt eftir
ljóðakveri í Velvakanda og til-
færðar vísur úr því og byijaði
önnur svona: „Út við þorpsins
ystu brún/ er ofurlítil tjöm.“
Ljóðakver þetta heitir Kátir
krakkar og kom út 1936. Höfund-
urinn er Katrín Ámadóttir, Hiíð
í Gnúpverjahreppi."
Vettlingar
Gráir ullarvettlingar töpuðust í
Tjarnargötu fyrir jól. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 12883.
Kambháfurinn Háfvarður:
Samskipti okkar við hin dýrm
Til Velvakanda.
Daprar myndir og frásagnir
mátti sjá nýlega í sjónvarpi og blöð-
af blásaklausum kambháfi
nokkrum sem veiddist „fyrir tilvilj-
i“ í troll Guðbjargar ÍS úti fyrir
VestQarðamiðum nú I fyrstu viku
desember. Sem betur fer lést dýrið
fljótlega eftir komuna f eilffðar-
fiskafangelsið í Vestmannaeyjum.
Því engar frásagnir fara af þvf að
nokkur vistmaður þar hafi nokkru
sinni komist þaðan lifandi.
Með þennan vamarlausa fisk var
sfðan, eftir dómsdagsógæfu hans
að vera að ráfa f veg fyrir mann-
inn í Atlantshafinu, þvælst með
hann í þröngum plastkassa um borð
l skipinu til heimahafnar þess.og
haldin þar alþjóðleg sýning á vesal-
ings dýrinu fyrir fjölmiðlaelítuna f
landinu. Þar var dýrið tekið Hpp
úr boxi eftir pöntun pressunnar og
„klappað“ á viðeigandi hátt svo vel
liti út á myndunum á skjánum.
Ekki vantaði það.
Háfvarður ér þjáð-
ur afkaferaveiki
nokkurra daga dauðastrfð í með-
forum okkar mannanna.
Já, ég sagði sem betur fer drapst
það. Því þó fólk sé eflaust margt á
annarri skoðun f málinu en við dýra-
vinimir, þá hljóta samt allir vel-
hugsandi menn eftir einlæga fhug-
un að vera okkur sammála um það
að frá sjónarhóli dýrsins sjálfs,
ícnm olfbort h»flir {Tprt 4 hlut okkar
hvalaskoðunaríyrirtækja f I
Bandaríkjunum, Kanada, á Indl-1
andi, Sri Lanka og víðar, sem ein-1
göngu eru gerð út til að sýnal
óbreyttri alþýðunni hvalina við rétt- T
ar aðstæður þeirra. Og ekki bara I
öllum aðilum málsins að sáraauka-1
lausu heldur n\jög lfklega öllum I
aðilunum til yndisauka og ánægju. I
Mjög lfklega hvölunum lfka að því I
sagt er. Að minnsta kosti þekkja I
þeir yfírieitt hvalaskoðunarbátana 1
frá fískibátunum og koma fljótlega I
til þerira til að „sýna sig og sjál
aðra“ sem þeir hafa ekki sfður gam- P
an af en mannfólkið að sögn kunn-
ugra.
Við skulum ékki gleyma þvf að|
það er hægt að reka „náttúruleg“ I
fiskasöfn f hafinu sjálfu ekki slður I
en innilokunarfiskasöfn uppi á landi I
sem aldrei verða neitt f Ifkingu við I
hin fyrmefndu að gæðum eða I
mannúð. Þetta er allt saman hægt |
ef menn bara kæra sig um.
Magnús H. Skarphéðinsson
Orðsending til „Skugga“
Til Velvakanda.
Einhver felumaður, sem nefnir
sig Skugga, hefur leyft sér að senda
mér tóninn í Morgunblaðinu 21.
þ.m. Enda þótt hann sé þar einkum
að segja öðrum manni til syndanna,
dugir honum ekki minna en að ráð-
leggja mér í leiðinni að segja sem
fæst, fyrst hann á annað borð er
„farinn af stað“.
Það held ég verði að teljast und-
arlegir mannasiðir að ijúka í blöðin
undir dulnefni með umvandanir við
nafngreinda menn, sem ekki hafa
gert flugu mein, hvað þá þessum
nafnleysingja sjálfum. Væri ekki
nær að koma sér upp þeim mann-
dómi' að nefna sig réttu nafni, þeg-
ar veitzt er að blásaklausu fólki á
almannafæri.
Þó að ég hafi ástæðu til að bregð-
ast við á annan hátt, mun ég fyrir
prúðmennsku sakir láta við það sitja
að áminna mann þennan um hátt-
vísi.
Hins vegar vil ég nota tækifærið
og leiðrétta það sem nýlega var
eftir mér haft í blöðum, að Snorri
Sturluson hafi drukknað í sýrukeri
á Bergþórshvoli. Þetta er vitaskuld
ekki rétt; enda telja sumir sanni
nær, að það hafi verið Gissur jarl
sem drukknaði í sýrukeri í Reyk-
holtskjallara. Ef það er rangt mega
þeir leiðrétta sem betur vita, enda
sé það gert kurteislega og undir
réttu nafni.
Hrólfur Sveinsson
Sumarhús
Óska að kaupa sumarhús á Suðvesturlandi. Til greina
kemur að kaupa eyðibýli eða illa hýsta jörð án bú-
marks. Þarf að eiga land að sjó. Til greina kemur að
kaupa 10-20 ha úrjörð.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. janúar
merkt: „A - 7571“
HAPPDRÆTTISJÁLFSBJARGAR
ÚTDRÁTTUR 24. DESEMBER1988
íbúð að eigin vali
105334
Bifreið Colt 1300 GL
4888 49922 63406
85985 93897 113846
Sólarlandaferð eða vöruúttekt
1016 19895 34034 72769 106938
1639 21147 34356 78570 107498
3028 22063 35392 82657 108336
7078 24083 36245 84658 111934
9657 26628 51366 84699 112868
12671 27024 52021 91411 113123
13093 27138 54254 92126 114122
14846 29722 66925 99947
17082 31425 68289 106707
Sjálfsbjörg - Undssamband fatlaðra
SVFÍ hvetur jafnt unga sem aldna til að sýna fyllstu varúð
í meðferð flugelda, stjömuljósa og blysa. Sérstaklega em
foreldrar hvattir til að hafa vakandi auga með börnum og
unglingum og vara þau við hættum þeim, sem fylgja ógæti-
legri meðferð þessara hluta.
Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓES
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1975-1. fl. 10.01.89-10.01.90 kr. 12.767,42
1975-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 9.638,07-
1976-1. fl. 10.03.89-10.03.90 kr. 9.180,52
1976-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 7.052,84
1977-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 6.582,64
1978-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 4.463,13
1979-1. fl. 25.02.89-25.02.90 kr. 2.951,12
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1981-1.fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 1.304,01
1985-1. fl.A 10.01.89-10.01.90 kr. 296,95
1986-1.fl. A3ár 10.01.89-10.07.89 kr. 204,67
1986-1. fl. D 10.01.89 kr. 177,71
1987-1.fl.A2ár 10.01.89-10.07.89 kr. 165,16
*lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Sérstök athygli skal vakin á gjalddaga 1. flokks D. 1986,
sem er10. janúarn.k.
Reykjavík, desember 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS