Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 Morgunblaðið/Árni Sæberg ísfískurá Skúlagötunni Hann lenti í vanda, ökumaður þessa flutningabíls, er hann ók Skúlagötuna í Reykjavík í gærkvöldi. Þegar bifreið hans hallað- ist mikið, vegna svellbunka á götunni, Iét hurð á hliðinni undan og hluti farmsins, ísaður fískur, þeyttist út á götu. Ökumaðurinn þurfti því að láta hendur standa fram úr ermum og Qarlægja fískinn. Ríkisstjórnm: Reglur um hlutaQár- sjóð ræddar HUGMYNDIN um sjálfstæðan hlutaQársjóð vegna þeirra fyrir- tækja sem hafa sótt um til At- vinnutryggingasjóðs en fá ekki fyrirgreiðslu hjá þeim sjóði voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Reiknað er með að af 180 um- sóknum til Atvinnutryggingasjóðs verði um 60 hafnað vegna of veikr- ar fjárhagsstöðu fyrirtækja og er um að ræða fyrirtæki í ýmsum sjáv- arplássum, sem hafa verið burðarás atvinnulífs á viðkomandi stöðum. Má þar nefna Súgandafjörð, Pat- reksfjörð, Þingeyri, Bolungarvík, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík, Ólafs- fjörð, Grenivík, Kópasker, Þorláks- höfn, Stokkseyri, Keflavík, Eyrar- bakka, Hofsós og Seyðisfjörð. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins þurfa fyrirtæki á þessum stöð- um 100-200 milljón krónur hvert og sum meira til þess að rétta við neikvæða stöðu. Verðjöfiiunarsjóður fískiðnaðarins: Óákveðið hvort verðbætur o verða greiddar til ársloka - segir sjávarútvegsráðherra HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé ákveð- ið hvort aukið fé verði veitt til verðjöfnunarsjóðs fískiðnaðarins til þess að hann geti áfram greitt verðbætur á freðfisk og hörpudisk til ársloka. Ráðherra telur að hætta eigi greiðslunum, ef verð á freðfíski á erlendum mörkuðum hækkar með vorinu. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofhun mun þurfa 400-500 milljónir króna umfram núverandi ráðstöfunarfé til þess að sjóðurinn geti haldið áfram að greiða sömu verðbætur til ársloka. í bráðabirgðalögum, sem sett Halldór Ásgrímsson sagði í sam- voru um það leyti sem ríkisstjóm tali við Morgunblaðið að ekki hefði Steingríms Hermannssonar tók við völdum, var verðjöfnunarsjóðnum veitt heimild til að taka lán að upp- hæð 800 milljónir króna til greiðslu verðbóta á tímabilinu 1. júní 1988 til 31. maí á þessu ári. Þar af fara 750 milljónir til greiðslu verðbóta á freðfisk, en afgangurinn í skelfisk. Reiknað er með að greiddar séu allt að 5% verðbætur á freðfisk. Að sögn Áma Kolbeinssonar, ráðu- neytisstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, er allt útlit fyrir að miðað við verð og framleiðsluhorfur, muni lánveitingin duga nokkum veginn út maímánuð, eins og henni sé ætlað. verið tekin ákvörðun um áframhald verðbótanna. Svo virtist sem ráð- stöfunarfé verðjöfnunarsjóðsins myndi endast heldur lengur en ráð hefði verið gert fyrir, einkum vegna þess að framleiðsla á freðfiski hefði dregizt saman. „Það er hveijum manni Ijóst að þessu verður að linna við fyrsta tækifæri. Það gengur ekki að frysti- iðnaðurinn í landinu sé rekinn með ráðstöfunum sem þessum," sagði Halldór. „Rökin fyrir að gera það voru á sínum tíma mikil verðlækk- un, sem menn vonuðu að yrði tíma- bundin. Ég er þeirrar skoðunar að greiðslunum eigi að hætta er verðið hækkar aftur,“ sagði sjávarútvegs- ráðherra. Hann sagði að það væri varla tímabært að taka ákvörðun núna, vonandi myndi verðið jafna sig með vorinu. „Ef verðið hefur jafnað sig ber að hætta þessum greiðslum. Ef erf- iðleikum á mörkuðum linnir ekki, ber að taka það til ákvörðunar að nýju, hvort halda eigi greiðslum verðbóta áfram," sagði ráðherra. í grein, er Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rit- aði í Morgunblaðið 21. janúar, seg- ist hann hafa sent forsætisráðherra fyrirspumir, þar sem meðal annars hafi verið spurt hver væri staða sjávarútvegsins ef ekki væri fyrir hendi ríkisframlag til sjóðsins og hversu mikla íjáröflun þyrfti til að halda óbreyttu ríkisframlagi til ára- móta. Þorsteinn segist tala um ríkisframlag vegna þess að sjávar- útvegsráðherra hafí lýst því yfir að lántökur til sjóðsins muni lenda á ríkissjóði. í svari Þjóðhagsstofnunar við spumingum Þorsteins kemur fram að falli verðbætumar niður muni afkoma frystingar versna um 4%, sem þýði um 7% taprekstur miðað við rekstarskilyrði í janúar 1989. Ef litið sé á botnfiskútveg í heild, megi gera ráð fyrir að afkoman versnaði um 2,5% við niðurfellingu verðbótanna, sem þýddi um 6,5% taprekstur í stað 4%. Litlu mun- aði að olíu- tankar steypt- ust í sjóinn Bíldudal. LITLU munaði að tveir olíutank- ar á Bíldudal steyptust í sjóinn fyrir skömmu en í þeim eru um 300 þúsund lítrar af svartolíu. Nú er búið að veija tankana til bráðabirgða og unnið að varan- legri lausn. Tankamir eru í eigu Olíuverslun- ar íslands og Olíufélagsins og hafa staðið þama í áratugi. Steinveggur er sjávarmegin við þá. Eftir dýpkun hafnarinnar nær aldan betur að veggnum og hefur sjórinn náð að komast undir vegginn á kafla og tankana. Þetta uppgötvaðist fyrir hreina tilviljun og var þá strax hafist handa við að gera gijótgarð með- fram steinveggnum til að veija tankana. RJ Snæfellsnes: Bflar fiiku af vegnm en slys urðu ekki á fólki Rjararannsóknarnefhd: Kaupmáttur dagvinnulauna 1988 1% hærri en árið 1987 KAUPMÁTTUR heildarlauna fé- laga í Alþýðusambandi Islands á árinu 1988 verður að líkindum um 3-4% lakari en hann var að meðaltali á árinu 1987 og má rekja þessa rýmun til styttri vinnutíma. Það kemur fram í því að kaupmáttur greidds tíma- kaups, sem em laun fyrir dag- vinnu með álögum, verður að líkindum 1% hærri að meðaltali á árinu 1988 en á árinu 1987. Ef kaupmáttur heildarlauna, þ.e. dagvinnulauna með álögum og yfir- vinnu, er settur á 100 árið 1980 var hann að meðaltali 94 á árinu 1986 og 112,3 að meðaltali 1987. Á 1. ársfjórðungi 1988 var sam- svarandi tala 109,9, á 2. ársfjórð- ungi 109,6 og á 3. ársfjórðungi 107,8. Tölur fyrir 4. ársfjórðung liggja ekki enn fyrir, en meðaltal ársins verður varla verra en á bilinu 108-109 að sögn Sigurðar Jóhann- éssonar hjá Kjararannsóknamefnd. Til samanburðar var kaupmáttur greidds tímakaups, þ.e. dagvinnu- launa með álögum, 90,7 árið 1986, 108 á árinu 1987 og gert er ráð fyrir að hann verði á bilinu 109-110 að meðaltali á árinu 1988 eða um 1% hærri en 1987. Þannig var hann 109,8 á 1. ársfjórðungi, 109,2 á 2. ársfjórðungi og 110 á 3. árs- fjórðungi. Borg í Miklaholtshreppi. HÉR VAR sunnan og suðvestan átt í gær, nokkur úrkoma og snjó hefur tekið mikið upp en svellgafl liggur á túnum. Mikil hálka er á öllum vegum. Kerling- arskarð og Fróðárheiði vom mokuð í gær og einnig vegir í byggð. Seinni partinn í gær hvessti vem- lega og áttu bílar, sem vom á ferð, í erfiðleikum vegna hálkunnar. Bif- reið, sem var að koma frá Stykkis- hólmi á leið til Reykjavíkur fauk út af veginum í Kerlingarskarði. Slys urðu ekki á fólki. Bílstjórinn komst með öðmm bíl, sem var á suðurleið, að Vegamótum og var að leita sér að leið til að ná bílnum aftur upp á veginn. Fékk hann að- stoð hér í hreppnum til þess. Bílstjórinn tók sér svo far með öðr- um bíl frá Vegamótum, sem var á leið til Stykkishólms en þá vildi svo illa til að vindhviða kastaði þeim bíl út af veginum til móts við Dal hér í hreppi. Engin slys urðu í það skipti sem betur fer. Þá kastaðist áætlunarrútan til á Fróðárheiði þegar hún var á suður- leið en komst þó aftur af eigin rammleik upp á veginn, að mestu óskemmd og enginn varð fyrir meiðslum. - Páll Tíu vindstig í sjúkraflugi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, náði í veikan mann til Patreksfíarðar í fyrrinótt. Að sögn Benónýs Ásgrímssonar flug- stjóra voru skilyrði mjög slæm. Maðurinn, sem er frá Bíldudal, var með sprunginn maga. Sjúkrabíll var í fyrradag á Bíldudal ásamt lækni og mokuðu Vegagerðarmenn veginn yfir Hálfdán svo hægt væri að flytja sjúklinginn til Patreksfjarðar. Um kvöldið lægði heldur svo þyrluflug- mennirnir treystu sér í flugið og komu til Patreksfjarðar um 2.30 i fyrrinótt og lentu síðan í Reykjavík um klukkan 4. Benóný sagði að þeir hefðu orðið að fljúga lágflug vegna ísingarhættu, stundum niður við sjó. Hann sagði að á leiðinni hefðu verið 7-10 vind- stig, lélegt skyggni og mikil ókyrrð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.